Vísir - 18.09.1978, Qupperneq 10

Vísir - 18.09.1978, Qupperneq 10
10 Mánudagur 18. september 1978 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrln Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verð i lausasölu kr. 100 Simar 86811 og 82260 eintakiö. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 sími 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siöumúta 14 simi 86611 7 linur Götuaðgerðir gegn sinnuleysi Alþingi götunnar er í þrýstihópaþjóðfélagi sem okkar fremur áhyggjuefni en umhyggju. En á morgun er ætl- unin að efna til götuaðgerða í Reykjavík, sem hljóta að koma svolítið við samvisku manna. Það eru fatlaðir, sem ætla að vekja menn til umhugsunar um, að þessir útlagar hins daglega lífs eiga einnig nokkurn rétt til þess að lifa í sömu veröld og aðrir. Fatlaðir ætla með götuaðgerðum sinum að hafa áhrif og mun vafalaust takast það. Sannleikurinn er sá, að það alþingi götunnar, sem sker upp herör á morgun, á hljómgrunn í hjörtum allra vel hugsandi manna. Fatl- aðir eiga ekki við sinni þeirra heilbrigðu að etja, heldur sinnisleysi. Það baráttumál fatlaðra að fá aðstöðu til þess að kom- ast leiðar sinnar í þjóðfélaginu er ekki ágreiningsefni. Menn skipa sér ekki þar í f ylkingar eftir pólitískum hug- myndum, en geta verið misjafnlega fastir í svefni hugs- unarleysisins. Þegar allt kemur til alls, snýst þessi bar- átta um svo einfaldan hlut að vekja menn til umhugsun- ar. En það hefur sýnt sig að einfaldir hlutir eru ekki alltaf svo auðveldir sem sýnist. Einmitt fyrir þá sök er barátta fatlaðra fullkomið al- vörumál, sem ástæða er til að gefa gaum. Oddur Ólafs- son, læknir og alþingismaður, hóf fyrir nokkrum árum að vekja máls á því í sölum Alþingis, að fötluðum yrði veittur aðgangur að ýmsum opinberum stofnunum og stöðum, sem þeir hafa verið útilokaðir frá, ekki sakir óvilja, heldur tæknilegs hugsunarleysis. Fyrir atbeina Odds Olafssonar komst nokkur skriður á þetta mál. En það gerist ekkert nema mönnum sé haldið við ef nið. Skilningur manna hef ur að vísu smám saman glæðst á mikilvægi þessara einföldu umbótaaðgerða, sem að miklu leyti snúa að arkitektum og öðrum mann- virkjahönnuðum, að stjórnmálamönnum ógleymdum. Þá koma götuaðgerðirnar. Og nú fer AAagnús Kjart- ansson, fyrrum þingmaður og ráðherra, fyrir kröfu- göngu fatlaðra, sem kref jast mun úrbóta á þessu sviði. Þessi kröfuganga á að koma við samvisku manna. Sannleikurinn er sá, að tæknileg gleymska hefur alltof lengi gert það að verkum, að í okkar frjálsa þjóðfélagi eru fatlaðir eins konar útlagar. Kröfuganga fatlaðra á morgun er sókn útlaga inn í veröld heilbrigðra manna. I sjálfu sér eru það ekki háir múrar, sem fella þarf. Leið þessara útlaga inn fyrir borgarmörk hins daglega lífs liggur í gegnum gleymsk- una og sinnuleysið. AAenn þurfa að muna eftir því að teikna leikhús þannig, að þangað megi komast í hjólastól. AAenn þurfa að vera þess meðvitandi að fatlaðir geta átt erindi á Alþingi eins og aðrir. AAenn eiga ekki að gleyma því að fatlaðir mega ferðast rétt eins og heilbrigðir. Þannig má lengi benda á kennileiti þeirrar tæknilegu gleymsku, sem haldið hef ur fötluðum um of utangarðs í þjóðfélagi okkar. Slík upptalning skiptir ekki höf uðmáli, heldur hitt, að menn haldi ekki áf ram að gleyma. Fötluð- um nægir ekki góður vilji. Honum þarf að breyta í veru- leika. Um það snýsti allt málið. Ærnar ástæður eru til þess að taka undir þær kröfur, sem bornar verða fram í götuaðgerðum fatlaðra á morgun. Þar er á ferðinni þrýstihópur, sem getur ekki látið samvisku eins einasta manns í friði. Þrýstihópar eru með öðrurh orðum ekki alltaf af hinu illa. „Það mætti spyrja: Hver er efnahagsstefna rikisstjórnarinnar? Við skulum hluta spurning- una niður í nokkrar smærri.” sagði Ragn- hildur Helgadóttir, al- þingismaður. „Miðar rikisstjórnin að hagsbótum hinna lægst launuðu? Ætla mætti að formaður BSRB Kristján Thorlacius og formaður Verkamannasam- bands íslands, Guömundur J. Guðmundsson , teldu að svo væri. Að minnsta kosti fer minna fyrir þeim i rikisfjölmiðl- um nú en I tið fyrri stjórnar. Voru þeir þar tiðir gestir er rikisstjórn Geirs Hallgrimsson- ar fjallaðium verðbótagreiðslur og gekk svo frá, að óskertar verðbætur væru greiddar á lægstu. laun. En nú ráöstafar hin nýja rikisstjórn kjaramálum með nýjum hætti, þannig að þeir sem eru i tiu lægstu launaflokkum BSRB fá um næstu mánaðamót allt aö 14 þúsund króna launa- lækkun frá útborguðum launum 1. september. En þeir sem eru hærra launaðir fá hins vegar hækkun. Raunar heyrist úr stjórnar- herbúðunum, að þessi hafi ekki verið ætlunin. En telja verður slikt fljótræði og athugunarleysi rikisstjórnar óframbærilega ástæðu þegar verið er að ráðstafa lifskjörum fólks. Þvi miður sýnir þetta dæmi að rikis- stjórnin vissi ekki hvað hún var að gera, er hún gaf út bráða- birgðalögin um kjaramál. Láglaunahópar, sem ekki eru i opinberri þjónustu, fá skv. bráðabirgðalögum vinstri stjórnarinnar hlutfallslega mun minni hækkun en hærra launaðir hópar. Svarið við þess- um lið spurningarinnar verður þvi neitandi. Hvernig er viðhorf rikisstjórnarinnar gagnvart skatt- borgurunum? Meðal þeirra sem nú verður gert að greiða nýjan 6% „há- tekjuskatt” af tekjum siðasta árs til rikisins eru hjón með skattgjaldstekjur yfir 3,7 milljónir á ári. Fróðlegt væri að sjá þá bakreikninga sem rikis- stjórnin sendir opinberum starfsmönnum af þessum sök- um. Hætt er við að þeir berist mörgum heimilum, þar sem tekjuöflun skiptist á tvo, bæði hjónin að jöfnu. Teljast þá hvort um sig tæpast hafa hátekjur. Ráðstöfun þessi er ekki uppörv- andi fyrir kvenfólkiö. Fjöldi þeirra kvenna sem hefur, oft við erfiðar aðstæður, aflað sér menntunar til sæmilegra launaðra starfa er einmitt f hópi þeirra giftu kvenna, sem hér um ræðir. Þar sem hverri krónu er tilskila haldið kemur ráðstöfun- in harðast niður og er það ekki nýtt um beina skatta. Og sjálf er aðferðin við þessa skattlagningu með öllu óþol- andi. Hinir nýju ráðherrar segj- ast ekki leggja mikið upp úr upphrópunum um afturvirkni laga. Það eitt sýnir að við höfum óhæfa rlkisstjórn, Almenningur verður að geta treyst þvi að með álagningu beinna skatta á tekj- ur næsta árs á undan og birting- ar álagningar sé lokið beinni skattkröfugerð fyrir það árið. Annað er óþolandi öryggisleysi fyrir þá, sem meö heiðarleika og samviskusemi vilja standa skil á öllu sem vera ber, og slik- ir bakreikningar eyðileggja möguleika manna til að vera sjálfs sin herrar. Þessi skattlagningaraðferð er ljótasti þátturinn i þessum að- gerðum rikisstjórnarinnar og kemur algerlega aftan að fólki. Hér er um einsdæmi i stjórn- málasögu okkar að ræða. Við- brögð ráðherranna við gagnrýni á aðferðina sýna viðhorf vinstri stjórnar gagnvart skatt- borgurum. Þvi miöur skýtur hér HVERNIG LIST ÞER A Leitað álit „Aðferðin við hina nýju skattlagningu er óþolandi,” segir Ragnhild ur Heigadóttir, alþingismaður Ragnhildur Helgadóttir, aiþingismaður „RIKIS- STJÓRNIN LÆKKAR LAUN HINNA LÆGST - LAUNUDU' upp kollinum viðhorf þess sósialisma sem litið leggur upp úr mannréttindum. Það er ekki sparðatiningur einsog einn ráðherranna orðaði það heldur grundvallaratriði að nýir beinir skattar séu ekki lagðir á tekjur fyrra árs eftir að álagningu er lokið. Ef svo væri hefðum við ekki fyrir augum hinar nýju reglur um skattlagningu fyrningar I, atvinnurekstri. Þessar reglur bitna með miklum þunga á at- vinnurekstri einstaklinga og verst á framleiðsluatvinnu- vegunum. Virðist þetta ótrúleg skammsýni á sama tima og mönnum er sagt að treysta verði grundvöll framleiðsluat- vinnuveganna. Reglurnar verða léttbærari fyrir þjónustuat- vinnuvegina en það stoðar litt, ef undirstöðuna vantar. Það

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.