Vísir - 18.09.1978, Síða 19

Vísir - 18.09.1978, Síða 19
VISIR U tf.'rj'S'ci~t Mánudagur 18. september 1978 23 Jóhann Örn Sigurjónsson skrifar um heimsmeistaraeinvígið í skók Hvers konar heimsmeistari er þetta?" Kortsnoj varð ekki skotaskuld úr þvi að ná jafntefli i 22. skák- inni, eftir að Karpov hafði gloprað niður vinningsstöðu skömmu fyrir bið. „Hvers konar heimsmeistari er þetta eiginlega?” varð Kortsnoj að orði. „Hann hefur þrisvar feng- ið upp vinningsstöður i siðustu fimm skákunum, en ekki tekist að vinna neina þeirra”. Korts- noj vildi ekki tjá sig um hvort þetta táknaði þáttaskil i einvig- inu, en Keene, aðstoðarmaöur hans, var ekki i neinum vafa. „Fyrir 5 skákum siöan, hélt ég að 20 ára aldursmunur yrði Kortsnoj of þung byrði, en núna virðist hann hafa fundið nýjar orkubirgðir, og það virðist vera Karpov sem búinn er með út- haldið”. En hvernig tekur heimsmeistarinn mðtlæti sið- ustu skáka? Ekki alltof vel, eins og fram kemur i bréfi frá hon- um til dómarans Lothar Schmid. Þar kvartar hann yfir leikmáta Kortsnojs, og þó sér- staklega hvernig hann leiki riddurunum. Þeim sé leikið með sveiflu mikilli, i staö þess að koma þeim stystu leið á á- fangastað. Schmid bar þessa kvörtun undir Kortsnoj sem svaraðiljúfmannlega: „Égskil, honum likar ekki hvernig ég leik riddurunum.” Og það er einmitt- svarti riddari Kortsnojs sem gegnir mikilvægu hlutverki i lokaþætti 22. skákarinnar. I 4 i i i £ A £ i £ £ £ A B Hvitur: Karpov Svartur: Kortsnoj 47. .. axb2 (Allt eins haföi verið búist við 47. .. Hxb2 48. Hxe8+ Kh7 49. Bxa3 Hxa2 50. Bcl f6, og ekki er að sjá hvernig hvitur kemst i gegn. En Kortsnoj fer sem sagt hina leiðina). 48. Bd2 He7 49. a4 Hd7+ 50. Kc2 Kh7! 51. Hxb2 (Ekki 51. Hxe8 Hxd2+ 52. Kbl Hd4 og nú er það svartur sem hefur alla vinningsmögu- leikana.) 51. .. h5! 52. gxh5 (Að öðrum kosti verður h-peðið ein- faldlega of sterkt.) 52. .. Rd6 53. Ha2 Rxf5 54. a5 Rd4+ 55. Kc3 Rc6 56. a6 Hd5 (Hugmynd svarts er einföld en áhrifarik. Riddaranum skal fórnað á a- peðið, og eftir það er ekkert hægt að gera). 57. Bf4 Hf5 58. Bd6 Hd5 59. Bg3 Hg5 60. Bf2 Hxh5 61. Kc4 Ra5+ 62. Kc3 Rc6 63. Ha4 Kg8 (Eftir hálftima um- hugsun lék Kortsnoj þessum kóngsleik, og nú tók Karpov við og hugsaði sinn leik i 34 minút- ur). 64. Kc4 (Eða 64. Hc4 Hh3 + 65. Kb2 Hh6 66. Ka3 Ra7 67. Ha4 Rc6 og hvitur kemst ekkert á- leiðis.) 64. .. Ra5+ og hér sá 16. jafntefli einvigisins dagsins ljós. i i £ 4 s a & EfN AF RÓLEGRI GERÐINNI Kortsnoj : Karpov 23. skákin. Eftir nokkrar magnaðar baráttuskákir, sigldi nú ein af rólegri gerðinni i kjölfarið. Fyrri hluti hennar var þekkt teoria, og hinn siðari hálfgert þóf. Kortsnoj hafði örlitlu betra tafl lengst af, án þess þó að geta útfært þaðyfir i vinning. Annars kvaðst Kortsnoj hafa misst af vinningi rétt fyrir bið, er hann vfxlaði leikjum i 38. og 39. leik. Þegar jafntefli hafði verið sam- ið, sat Kortsnoj lengi yfirstöö- unni og sagði loks við dóm- arann, Lothar Schmid: „Hvern- ig átti ég að fara að?” Fyrr i skákinni bar Kortsnoj fram kvörtun, vegna truflandi hegð- unar Karpovs. Áskorandanum fannst heimsmeistarinn full ókyrr i ruggustól sinum, ogSchmid fór þess á leit viö Karpov að hann léti minna fyrir sér fara, væri þess kostur. Hvitur: Kortsnoj Svartur: Karpov Drottningarbragð. 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 d5 4. d4 Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Dc2 Rc6 9. Hdl Da5 10. a3 Be7 (1 21. skákinni kom Karpov með vafasama endur- bót, 10. ... He8 11. Rd2 e5 12. Bg5 Rd4, en tapaði einungis peði á öllum látunum, og siðar skák- inni.) 11. Rd2 e5 12. Bg5 d4 13. Rb3 (Sama staðan kom upp i 9. skákinni, þá lék Karpov 13. .. Dd8 og hélt jafntefli, en mátti hafa sig allan við.) 13. .. Db6 14. Bxf6 Bxf6 15. Rd5 Dd8 16. Bd3 g6 17. exd4 Rxd4 18. Rxd4 exd4 (Enn fylgja keppendur bókinni. Forintos: Dorohkevich léku sömu leikina i Litpetsk 1968, en i 19. leik lék hvitur 19. 0-0.) 19. Rxf6+ Dxf6 20. 0-0 Be6 (Hér var heimarannsóknum loks lokið, og keppendur veröa sjálfir að svipast um eftir bestu leikjum. Þótt leikjafjöldi skákarinnar sé hálfnaður, hafði Karpov einung- is notað 4 minútur, Kortsnoj 25 minútur.) 21. Hf-el Ha-c8 22. b3 Hf-d8 23. Be4 Hc7 24. Dd2 Bg4 25. i i i H i i £ i JL £ £ # S a £ & & £ ‘tT b c d e f g h" f3 Be6 (Vilji hvitur gera sér mat úr stöðuyfirburðunum, verður hann að gera það á drottningar- væng, þar sem hann hefur peða- meirihluta. Þangaö beinir Kortsnoj þvi skeytum sinum.J^ 26. a4 b6 27. a5 b5! (Svartur má ekki leyfa hvitum að skipta á b6, og eftir 27. .. bxa5 28. Dxa5, nær hvitur yfirburðastöðu) 28. cxb5 Bxb3 29. Hbl Bd5 30. b6 axb6 31. Hxb6 (Einasta vinningstilraunin. Ef 31. axb6 félli peðið fljótlega i skiptum fyrir peðið á d4 og yrði þá upp á litið að tefla.) 31. .. Hc6 32. Hxc6 Bxc6 33. Bd3 Bd7 34. a6 Bf5 (Svartur leggur slikt kapp á að ná uppskiptum, að hahn hikar ekki við að veikja peöastöðu sina fyrir.) 35. Df4 Kg7 36. Bxf5 Dxf5 37. Dxf5 gxf5 ~ (Hér áleit Kortsnoj sig hafa átt vinningsmöguleika eftir 38. Kf2. Ekki voru sérfræðingar staöar- ins á sama máli, og eftir 38. .. d3 39. Ke3 d2 40. Hdl Hd6, er engan vinning að sjá.) 38. Hal d3 39. Kf2 He8. 40. Ha2 He7 41. Hd2 (Ef41. a7 d2 Hxd2 Hxa7.) 41. .. He6 Jafntefli. ... og allir vita að Kap er vinur fólksins Þjóðleikhúsið: Sonur skóarans og dóttir bakarans eða Söngurinn frá My Lai eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikmynd: Magnús Tómasson. Lýsing: Kristinn Daniclsson. Fyrsta frumsýning ársins i Þjóðleikhúsinu. Henn- ar er jafnan beöiö með eftirvæntingu, og i þetta skipti ekki minni en áður: Siðasta leikrit eins vinsælasta og efni- legasta leikskálds sem þjóðin hefur átt. Leikrit sem Jökli Jakobssyni entist aö visu ekki aldur til að fága. Hann lést meðan æfingar stóðu yfir. Og til að auka eftinvæntinguna hafa málsmetandi menn lýst þvi yfir af Sonur skóarans og dóttir bak- arans eða Söngurinn frá My Lai sé besta leikrit Jökuls. Það segir sig sjálft að til þess að standa undir þessari eftir- væntingu þarf allnokkuð. Hætt er við að leikhússgestir sitji fremur eftir með vonbrigði en ánægju, hvernig sem til hefur tekist. Mér hefur reyndar stundum fundistleikhúsin okkar ganga of langt i auglýsinga- skrumi fyrir frumsýningu. Svo er lika i þetta skipti. Sonur skóarans...er vissulega merkilegt verk að ýmsu leyti. Það tekur alvarlega á miklum vanda, knýr fram afstööu, heimtar skýr svör: Þér er ekki hliftvið að velja milli lifsstefn- unnar og dauðastefnunnar - og þó gerir leikritið þér valið ekki heimskulega auðvelt. En samt erbýsna margt að. Það er t.d. ekki nóg að taka á vanda mannsins, einkum ekki ef á að taka á honum öllum i einu. Við- fangsefnin hrannast upp: Rætt er um örbirgðina i þorpinu (Islandi) þegar sfldin hverfur. Rætt er um innreið kapital- ismans i samfélag öreiganna (hingað eöa i þriðja heiminn). Rætterum stóriðju og orkusölu. Rætt er um samábyrgð i glæpum mannkynsins. Rætt er um vandann að varðveita hiö góða i sjálfum sér (t.d. ástina). Og þannig mætti áfram telja. Allt eru þetta viðfangsefni sem skipta miklu máli, skilja kannski milli feigs og ófeigs. En þeim verða einfaldlega ekki gerð skil í einu leikriti. Texti verksins er i samræmi við þetta. Þar skiptast á misk- unnarlaus og harðúðg ádeila (t.d. í ræðu Kaps, kapitalistans, um útrýmingu bænda og bakara), viðkvæm rómantik (samtöl Óla og Fleur eð Jóa og Disu), flatneskjulegir brandarar (Albjartur Matthildur) og skáldlegar vangaveltur og heimspeki („Sumt er svo nálægt þér að þú nærð ekki þangað nema fara i öfuga átt’)Það er freistandi að hugsa sér að höfundur hefði getað sniðið slika vankanta af verki sinu, ef forlögin hefðu ætlað honum lengri lifdaga. En svo varð þvi miöur ekki. Með sterkri leikstjórn og mikilli ögun hefði mátt draga úr ýmsum þeim ágöllum sem hér er drepið á. En það hefur ekki tekist (vonandi þó verið reynt). Leikstillinn veröur jafn-sundur- leitur og viðfangsefnin. Ýmist er farið með lýtagrin. sem verður sorglega ófyndið (Albjartur — Matthildur), ljóö- ræna hógværð (óli — Fleur), innlifun (Jói) eða framandleik (Kap). Það bar jafnvel við að mér fannst persónurnar alls ekki mundu vera staddar i sama leikriti, svo ólikur var stillinn. Þetta eruþung orð. Vonandi á margt eftir aö lagast i sýningu. Vonandi eiga ágætir leikarar eftir að ná betur saman. Annars er illa farið. 1 flutningnum verður minnis- stætt ýmislegt einkaframtak. Þannig gera þeir góða hluti hver fyrir sig Róbert, Arnar og Erlingur, svo dæmi séu tekin. En það hjálpar ekki heildar- myndinni, stuðlar meira að segja fremur að þvi aö rjúfa hana. Og sama er að segja um reyndar og ágætar leikkonur. Mér fannst þær aldrei finna sameiginlegan tón heldur syngja hver með sinu nefi. Fyrir utan þetta einstaklings- framtak og sundurleitni þess, var svo eins og mættust á sviðinu þrir „skólar”. Fjöl- mennastur var gamli Þjóðleik- hússskólinn með öllum „reyndu ” og „vinsælu” leikurunum. Móti honum var teflt leikkonu nýkominni frá námi og leik i Danmörku, Kristinu Bjarna- dóttur.Þar sýndist mér góð leik- kona á feröinni, en hún lék allt- öðruvisi en hinir, og mér fannst sárvanta á samband i leik Arnars og hennar. — Þriöji skólinn kemur svo úr Leiklistar- skólanum. Tveir nýliðar hljóta eldskirn, þau Edda Björgvins- dóttir og Emil Gunnar Guðmundsson. Að öllu saman- lögðu var leikur og samleikur þeirra kannski það ánægju- legasta á sviðinu. Hófstillingin var til fyrirmyndar, ljóðrænan mjög vel með farin. Þar er fólk sem við getum vænst mikils af. Leikmynd Magnúsar Tómas- sonar var að mestu natúralisk og gerð af hugkvæmni. Hún þjónaði verkinu vel, þótt stil- færðari og einfaldari mynd hefði ugglaust gert alveg sama £agn. A marga lund flytur Sonur skóarans og dóttir bakarans m iskunna r 1 ausan dóm skáldsins yfirsamtið sinni. Þess vegna á þetta leikrit marg- háttaö erindi við okkur. Þess vagna hefði flutningur þess þurft að vera markvissari og sterkari. Jökull hefði átt þaö skilið. HP

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.