Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 21.09.1978, Blaðsíða 5
vism Fimmtudagur 21. september 1978 5 Leigu- og söluibuðir sveitarfélaganna Framkvœmdir hafnar við nœr 500 ibúðir Lokið við 290 ibúðir af rúmlega eitt þúsund ,,Frá þvi að Alþingi setti lög um leiguibúða- áætlun sveitarfélagana utan Reykjavikur árið 1974 hefur fram- kvæmdum að mestu verið lokið við 290 ibúðir. _ , . . Fra þvi haustið 1977 hafa verið gerðir lánasamningar um byggingu 148 ibúða til viðbótar, þannig að framkvæmdir hafa hafist við 438-ibúðir”, sagði Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðismála- stofnunar rikisins, i samtali við Visi, þegar hann var inntur eftir fjölda ibúða sem byggðar hafa verið samkvæmt ákvæðum um leiguíbúðir á vegum sveitarfélag- anna. tbúbir sem eru byggöar á vegum sveitarfélagana eftir reglum um leigu- og sölufbúöir fá 80 prósent fjármagnsins lánuð úr byggingasjóði rikisins. I Visi í gær var deilt á þetta fyrirkomulag. Þar kom fram hjá Viglundi Þorsteinssyni framkvæmdastjóra steypu- stöðvarinnar BM Vallá, að mikill hluti þessa húsnæðis væru einbýlishús og raöhús. Húsbyggjendur hefðu fengið á s.l. ári lán á bilinu 5 til 10 milljónir króna, meðan höfuð- borgarbúi fengi 2,7 milljónir lánaðar. Þetta sagði Viglundur m.a. annars valda hinum mikla samdrætti sem orðiö hefur i byggingariðnaöinum á höfuð- borgarsvæðinu á s.l. tveim árum. „1 upphafi skyldi endinn skoða og það hefðu menn betur gert árið 1974 þegar þessi lög voru sett. Viglundur bendir réttilega á að með þessu fyrir- komulagi þá séu ibúðir utan Reykjavikur fjármagnaðar meö svona háu hlutfalli, en það er vissulega gert i Reykjavik einnig, þó aö það sé i ööru formi. Verkamannabústaöir hafa verið byggðir hundruðum saman á þessu timabili i Reykjavik og þær ibúðir eru einnig fjár- magnaðar meö 80 prósent láni”, sagði Sigurður. Hann benti einnig á að meö tilkomu leigu-og söluibúða hefðu ibúöabyggingar i verkamannabústööum aö verulegu leyti fallið niður utan Reykjavikur,, nema á nokkrum stöðum, einkum i Hafnarfirði og á Akureyri. ,,A þessu ári gerðum við ráö fyrir að til bygginga leigu- og söluibúöa yrði varið 2137 milljónum króna. Enn sem komiö er hafa ekki verið greiddar út nema 617 milljónir. Gert er ráö fyrir þvi að fram til áramóta verði lánaðar um 500 milljónir til viðbótar og einnig að samningar veröi geröir um 200 milljónir. Þannig að gert er ráð fyrir um 1300 milljónum I lánsfé, sem er mun lægri upp- hæð, en gert hafði verið ráö fyrir”, sagði Siguröur. -KP. Hjólabrettin svonefndu hafa nú hafið innreið sina hér á landi, en þau hafa notið verulegra vinsælda viða erlendis um nokkurt skeið. Þessi leikföng eru hins vegar nokkuð vandmeðfarin, og þvi betra að fara varlega. Visismynd: JA SMURSTÖDIN Hafnarstrœti 23 er í hjarta innar Smyrjum og geymum bílinn á meðan þér eruð að versla FLUGLEIÐIR: KANNA TILBOÐ UM BREIÐÞOTUKAUP ,,Það verður reynt að komast til botns i þvi á næstu dögum, hvort gengið verði að tilboði um aö Flugleiðir eignist Douglas DC-10 breiðþotu með kaupleigu- skilmálum”, sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi félagsins, i viðtali við Visi. ,,Viö höfum fengið tilboð þess efnis frá Seaboard World Airlines, sem höfðu milligöngu um að viö eignuöumst DC-8 þot- ur okkar meö þeim hætti. Þaö er þó mikið óunnið i þessu ennþá og margt eftir að athuga”. Sveinn sagði ennfremur, að það væri ekkert nýtt að Flug- leiðum væru boðnar flugvélar, hér væru sifellt á feröinni sölu- menn frá Boeing og McDonnel- Douglas verksmiðjunum. Þetta er þó fyrsta sinni, sem breiöþota er boðin með kaupleiguskilmál- um. DC-8 þotur Flugleiöa taka 249 farþega, en DC-10 þoturnar 380. Þær eru þriggja hreyfla, með tvo undir vængjum og einn i stéli. Ekki treysti Sveinn sér til aö nefna tölur um kaupverð, eða hugsanlega rikisábyrgð. Flug- leiðir fengu á sinum tima rfkis- ábyrgð fyrir 13,5 miiljón dollara lántöku vegna kaupa á DC-8 þotum, en það hefur nú mikiö verið grynnkað á þeirri skuld. Sömuleiðis var fengin rikis- ábyrgð fyrir rekstrarláni, sem ekki hefur veriö notuð. —ÓT. Varist eftirlíkingar Laugavegi 37 Laugavegi 89 Hafnarstrœti 17 Glasibœ 12861 13008 13303

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.