Vísir - 21.09.1978, Síða 19
visœ Fimmtudagur 21. september 1978
19
siöari heimsstyrjöldinni, eftir
þvi sem lengra liöur frá og
menn fara að sjá fleiri en eina
hlið á þessum skiírkum. Ég vildi
endilega fara aö sjá þýska
mynd um Adolf Hitler, en ég
veit ekki hvort Þjóðverjar
leggja einhverntima i aö gera
hana en þá mynd vildi ég
gjarnan fá i sjónvarpið.
A laugardaginn horföi ég á
Woodhouse en mér fannst sú
myndþað vitlaus aö ég hugsa aö
ég nenni ekki aö sjá fleiri slika
þætti. Mér fannst hún svo leiöin-
leg aö eftir aö henni lauk hafði
éghreinlegaekki áhuga á aösjá
fleira i sjónvarpi þaö kvöldiö.
Ég horföi á krakkamyndina á
sunnudaginn með börnum min-
um og mér fannst mjög gaman
aö þvi. Ég haföi ekki áhuga á að
sjá fleira þann daginn. Mig
langaði bara ekki til þess.
A mánudaginn var sama uppi
á teningunum. Ég haföi ekki
nokkra löngun til að horfa á
dagskrána um kvöldið, —
hvorki um þróun flugsins og
ennþá sfður um Heddu Gabler.
Ég veit nú ekki til hvers i
ósköpunum er veriö aö sýna
hana aftur og aftur, þó aö Ibsen
sé aö visu ekki eins afspyrnu
leiðinlegur og Strindberg og
Shakespeare.
Siöan var þaö á þriöjudaginn
aö ég horföi mér til mikillar
ánægju á myndina um termit-
ana. Mér fannst þessi mynd al-
veg sérstaklega vel gerö sem
heimildarmynd.
Ég held samt, aö þeir sem
hafa haft þolinmæði til aö horfa
á sjónvarp frá þvi að það
byr jaði hér á þessu landi, hljóti
að vita um lifnaöarhætti hvers
einasta kvikindis á jöröinni. Ég
er orðinn hundleiöur á öllum
þessum dýramyndum, en þessi
um termitana fannst mér mjög
góð. Eftir að hafa horft á hana
var ég i skapi til að horfa á
Kojak en ég verð þó að viður-
kenna, að mér fannst hann
óvenju bragðdaufur og leiöin-
legur.”
Við spuröum Magnús hvort
hann horföi mikið á sjónvarp.
„Ég horfi yfirleitt ekki á neitt
nema þaö sem mig langar fyrir-
fram til aö sjá og þess vegna er
þaö æöi oft sem ég horfi ekki á
þaö. Þaö kemureiginlega aldrei
fyrir að ég horfi á sjónvarp ein-
göngu til þess aö drepa tim-
ann.”
Hvert er eftirlætisefni þitt f
sjónvarpi?
„Eftirlætisefni mitt er eigin-
lega bara eitthvaö sem ég get
hlegið að, þvi mér finnst óskap-
lega þægilegt aö geta dreift
huganum frá dagsins önn. En
siðan horfi ég auðvitaö á frétt-
ir.”
Hvernig likar þér dagskráin
yfirleitt?
„Ég veit þaö ekki. Ég er
kannski i svolftið erfiöri aöstööu
til að „kritisera” það vegna
þeirra ára sem ég vann hjá
sjónvarpinu. Mér finnst gagn-
rýnin sem dagskráin fær oft á
tiðum óréttlát. Ég get ekki
neitaö þvf að mér finnst aö þaö
mætti vera meira af skemmti-
efni og þá innlendu og erlendu
að jöfnu.” . -
Hvaö finnst þér um vetrar-
dagskrána og þá til dæmis þaö
að sýna Vesturfarana aftur?
„Ég geri ekki ráö fyrir aö ég
nenni að horfa aftur á Vestur-
farana en mér finnst allt i lagi
að taka slika myndaflokka og
endursýna þá svona sem siðasta
bita í háls að kvöldi. En efniö
þarf að.vera gott til þess aö þaö
megi endursýna þaö.”
Hver er þinn uppáhaldssjón-
varpsmaður?
,,Þú getur ekki ætlast til að ég
svari þessu, þvi að ég yröi þá að
fara aðgera uppá milli persónu-
legra vina og fyrrverandi
kollega. Ég get bara ekki
svarað þessu.”
Hyggst þú byrja störf að nýju
hjá sjónvarpinu?
„Nei það geri ég örugglega
ekki”, sagði Magnús Bjarn-
freðsson.
SK
UTVARP KL. 20:10:
KERTALOG
— á dagskrá í kvöld með svo til
sömu leikurum og léku í því hjá
L.R. á sinum tima
í kvöld er á dagskrá
útvarpsins leikritið
Kertalog eftir Jökul
Jakobsson. Flutnings-
timi verksins er um
tvær klukkustundir.
Stefán Baldursson er
leikstjóri verksins.
Kertalog var frumflutt hjá
Leikfélagi Reykjavikur áriö
1974. Leikurinn naut þá stráx
mikilla vinsælda og hlaut fyrstu
verðlaun i leikritasamkeppni
Leikfélags Reykjavikur áriö
1971. Kertalog var sýnt alls 40
sinnum hjá Leikfélaginu á sin-
um tima og hlaut fádæma viö-
tökur.
Leikritiö fjallar i stuttu máli
um pilt og stúlku, Kalla og Láru
sem kynnast á sjúkrahúsi, þar
sem Lára hefur dvalið um hriö
vegna geöræns sjúkdóms. Kalli
þarf að leita þangaö um
stundarsakir og einmitt af
svipuöum orsökum. Þau kynn-
ast á sjúkrahúsinu og er þau út-
skrifast þaðan-flytja þau I her-
bergi Kalla úti i bæ. En sú sam-
búð gengur brösulega. Fordóm-
ar og skilningsleysi aöstand-
enda og umhverfisins láta ekki
aösér hæöa og hamingja þeirra
verður brothætt.
Þó aö langt sé siöan aö leikrit-
iö var sýnt hjá Leikfélagi
Reykjavikur er þessi upptaka
útvarpsins svo til ný af nálinni.
Upptakan var gerö á liönu vori
meö svo til sömu leikurum og
léku i sýningu Leikfélags
Reykjavikur.
Arni Blandon og Anna Kristfn
Arngrimsdóttir leika Kalla og
Láru. Foreldrar Kalla eru leikin
af Steindóri Hjörleifssyni og
Soffiu Jakobsdóttur. Ekki eru
þau ein á sjúkrahúsinu Kalli og
Lára. Þar dveljast einnig þrir
aörir sjúklingar sem koma viö
sögu I leikritinu. Þeir eru leiknir
af Guörúnu Þ. Stephensen,
Karli Guðmundssyni og Pétri
Einarssyni. Þorsteinn Gunnars-
son leikur lækninn og frænku
Láru leikur Guörún Asmunds-
dóttir.
Tónlist viö verkiö sem flutt er
samdi Siguröur Rúnar Jónsson
aö hluta.
Leikritið er á dagskrá klukk-
an 20.10 og tekur flutningurinn
um tvær klukkustundir. SK
Jökuli Jakobsson höfundur leikritsins „Kertalog” ásamt önnu Kristfnu Arngrímsdóttur og Arna
Blandon, en þau Anna Kristin og Árni fara meö hlutvcrk Kalla og Láru I leikritinu.
(Smáauglýsingar - sími 86611
J
^2.
Hreingerningar
TEPPAHREINSUN
AR ANGURINN ER FYRIR
ÖLLU
og viðskiptavinir okkar eru sam-
dóma um aö þjónusta okkar
standi langt framar þvi sem þeir
hafi áður kynnst. Háþrýstigufa og
létt burstun tryggir bestan árang-
ur. Notum eingöngu bestu f áanleg
efni. Upplýsingar og pantanir i
simum: 1404 8, 25036 og 17263
Valþór sf.
Avallt fyrstir.
Hreinsum teppi og húsgögn meö
háþrýstitækni og sogkrafti. Þessi
nýja aöferö nær jafnvel ryöi,
tjöru, blóöi o.s.frv. úr teppum.
Nú, eins og alltaf áöur, tryggjum
viö fljóta og vandaða vinnu. Ath.
veitum 25% afslátt á tómt hús-
næði. Erna og Þorsteinn, simi
20888.
Gerum hreinar fbúðir og stiga-
ganga.
Föst verötilboö. Vanir og vand-
virkir menn. Simi 22668 og 22895.
Kennsla
Óska eftir einkakennara
iþýsku I vetur. Uppl. isima 42259.
Pianókennsla
Asdis Rikharösdóttir, Grundar-
stig 15. Simi 12020.
Dýrahald ]
Tvo stálpaða og húsvanda
kettlinga
vantar heimili. Uppl. i sima 32555
eftir kl. 4.
Kettlingur fæst gefins.
Uppl. i sima 16577 eða 25723.
(Einkamál
Einhleypur tæplega 30 ára
rikisstarfsmaöur, óskar eftir
ráöskonu á svipuöum aldri meö
nánarikynniihuga. Tilboöásamt
mynd sendist auglýsingadeild
Visis merkt „Heiöarleiki.”
Þjónusta
Annast vöruflutninga
meö bifreiöum vikulega milli
Reykjavikur og Sauöárkróks. Af-
greiösla i Reykjavik: Landflutn-
ingar hf. simi 84600. Afgreiðsla á
Sauöárkróki hjá Versl. Haraldar.
Simi 95-5124 Bjarni Haraldsson.
Takiö eftir
Hótel Bjarg Búðardal er eina
hóteliö I Dölum sem tekur á móti
gestum allansólarhringinn. Veriö
velkomin. Hótel Bjarg.
Smáauglýsingar Visis.
Þær bera árangur. Þess vegna
auglýsum viö Visi i smáaug-
lýsingunum. Þarft þú ekki að
auglýsa? Smáauglýsingasiminn
er 86611. Visir.
InnrömmunljF
Val — Innrömmun.
Mikið úrval rammalista. Norskir
og finnskir listar i sérflokki. Inn-
ramma handavinnu sem aðrar
myndir. Val,innrömmunf Strand-
j|ötu 34, Hafnarfiröi, simi 52070.
Safnarinn
Kaupi háu veröi
frimerki umslög og kort allt'til
1952. Hringiö i sima 54119 eða
skrifiö i box 7053.
Tökum aö okkur alia málningar-
vinnu
bæöi úti og inni. Tilboö ef óskað
er. Málun hf. Simar 76946 og
84924.
Húsaviðeröir.
Gler og hurðaisetningar, þakvið-
gerðir. Gerum viö og smiöum allt
sem þarfnast viögeröar. Simi
82736.
Steypuframkvæmdir.
Steypum bilastæöi, heimkeyrslur
og gangstéttar. Uppl. isima 15924
og 27425.
Húsaleigusamningar Ókeypis.
Þeir sem auglýsa i húsnaeðisaug-
lýsingum Visis fá eyöublöö fyrir
húsaleigusamningana hjáayg—
lýsingadeild Vlsis og. getS~ þar
meö sparað sér verulegan icostn-
,að við samningsgeröv- Skýrt
samningsform, auðvelt t'>úkfýIÞ'
ingu og allt á hreinu. Visir, aug-
lýsingádeild, Siöumúla 8, simi'
8661Í.
Kaupi öll isiensk frimerki,
ónotuö og notuö, hæsta veröi.
Richardt Ryel, Háaleitisbraut 37.
Simar 84424 og 25506.
Framtiðarvinna.
Góður ritari óskast sem fýrst.
Vélritunarkunnátta áskilin. Til-
boð merkt „14970” berist aug-
lýsingardeild Visis fyrir 25. sept.
Þar sem tilgreint er: Aldur,
menntun og fyrri störf.
Ráöskona óskast i sveit.
Uppl. i sima 31318 eftir kl. 5.
Sendisveinn óskast
fyrir hádegi. Versl. Brynja,
Laugavegi 29.
Abyggilegur starfskraftur
óskast til afgreiðslustarfa i sölu-
turni annað hvert kvöld. Uppl. i
sima 29119 milli kl. 18-19 í dag.
Vantar konu
i starf hálfan daginn, æskilegt að
viðkomandi hafi bil til umráöa
.Uppl. I sima 85291.
25 ára stúlka
óskar eftir atvinnu. Vön af-
greiöslustörfum. Getur byrjaö 1.
okt. Uppl. i sima 44852.
16 ára stúlka
óskar eftir atvinnu, hálfan daginn
strax. Uppl. i sima 30645.
Ungurmaöur i bifvélavirkjanámi
óskar eftir vinnu. um kvöld og
helgar. Hefur meirapróf og rútu-
próf. Uppl. i sima 50563 eftir kl. 5.
Tvitug stúlka
óskar eftir vinnu á kvöldin um
helgar. Margt kemur til greina.
Uppl. I sima 82373 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Vantar þig vinnu? Þvi þá ekki aö
reyna smáauglysingu í Visi?
Smáauglýsingar Visis bera ótrú-
iega oft árangur. Taktu skil-
merkilega fram, hvaö þú getur,
menntun og annað, sem máli
skiptir. Og ekki er vist, aö þaö
dugi alltaf að auglýsa einu sinni.
Sérstakur afsláttur fyrir fleiri
birtingar. Visir, auglýsingadeild,
Siðumúla 8, simi 86611.
Húsnæðiíbodi
Einbýlishús á 2 hæöum
iGarðinum til leigu nú þegar eða
sem fýrst. Uppl. i sima 82582.
1 miðborginni
er til leigu góð ibúö. Teppi,
gluggatjöld, ljósastæöiog isskáp-
ur fylgja. Tilboö sendist á
augl.deild Visis merkt „S 46”
fyrir 26. sept.
Til leigu
2ja herbergja ibúö I Fossvogi.
Reglusemi og fyrirframgreiösla.
Tilboö sendist augld. Vfsis fyrir
23. sept. merkt „19605”.
Til leigu er 3ja herbergja ibúö
á góöum staö i Kópavogi Vestur-
bæ. Krafist er góörar umgengni.
Æskilegt er aö leigjandi gæti unn-
iö aö viöhaldi utanhúss eftir sam-
komulagi. Umsóknir meö upp-
lýsingum um fjölskyldustærö,
leigutimabil og verðtilboö sendist
augld. Visis merkt „Húsnæöi —
Kópavogur — október.”
Húseigendur athugiö
tökum aö okkur að leigja fyrir
yöur aö kostnaöarlausu. 1-6 her-
bergja ibúöir, skrifstofuhúsnæöi
og verslunarhúsnæöi. Reglusemi
og góöri umgengni heitiö. Leigu-
takar ef þér eruö i húsnæöisvand-
ræðum látiö skrá yöur strax,
skráning gildir þar til húsnæði er
útvegaö. Leigumiölunin, Hafnar-
stræti 16. Uppl. i sima 10933. Opiö
alla daganemasunnudaga kl. 9-6.
Til leigu i Austurbæ Kóp.
góö 3 herb. ibúö i fjölbýlishúsi frá
20. sept. —20. april næstkomandi.
Fyrirframgreiösla. Tilboö sendist
Visi fyrir 19. sept merkt „2847”.
Húsaskjói. Húsaskjói.
Leigumiðlunin Húsaskjól kapp-
kostar að veita jafnt leigusölum
sem leigutökum örugga og góöa
þjónustu. Meöal annars meö þvi
að ganga frá leigusamningum,
yöur að kostnaðarlausu og útvega
meömæli sé þess óskaö. Ef yöur
vantar húsnæði, eöa ef þér ætliö
að leigja húsnæöi, væri hægasta
leiðin að hafa samband viö okkur.
Viö erum ávallt reiöubúin til
þjónustu. Kjöroröið er örugg
leiga og aukin þægindi. Leigu-
miðlunin Húsaskjól Hverfisgötu
82, simi 12850.