Vísir - 30.09.1978, Síða 13

Vísir - 30.09.1978, Síða 13
13 Stjórnklefi 4 hreyfla farþegaþotu, eins og þeir eru i dag, (með stjórnborði flugvélstjóra). ;nn ein bylting ISTJÓRNKLEFANUM Söngleikur um Judy Garland er nú sýndur á fjölum leikhúss eins i London og hefur hann hlotið misjafna dóma. Það var rithöfundurinn og leikstjórinn Terry Jacobs sem samdi söng- leikinn. Terry vann i níu mán- uði við að kynna sér lif og feril Judy Garland. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa unnið þetta verkefni á yfirborðs- kenndan hátt og bent á að ekki sé hægt að hrista svona söngleik fram úr erminni. „Eg hef oröið var við þá skoð- un að tilgangurinn hafi aðeins verið sá aö sverta minningu Judy Garland, en það er alrangt. Mér finnst ég hafa þekkt Judy mjög vel, eftir að ég hafði kynnt mér lif hennar, og reyni að segja hvers vegna það fór á þann veg sem raun ber vitni”, sagði Terry i blaðavið- tali. „Auglýsingaskrumið var svo mikið i kringum Judy Garland að það er eiginlega furðulegt hvað hún þoldi þetta lengi. Ég liki saman þeim Judy Garland, Edith Piaf og Janjs Joplin. Þær liföu hátt, en eyði- lögðu sjálfar sig án þess aö draga aðra með sér”, sagði Terry Jacobs. Það hefur lengi verið rætt i Hollywood að gera kvikmynd um ævi Judy Garland meö Lisu Minelli, dóttur hennar, i aðal- hlutverki. Enginn framleiðandi eða leikstjóri hefur þó ráöist i aö gera slika kvikmynd og Lisa hefur sagt að það veröi aldrei til nema ein Judy Garland. —SG Þróunin i fluginu er bæði ör og stöðug og með vissu miliibili verða þar hálfgcrðar byltingar. Þetta sést auðvitað á útliti flug- vélanna, en einnig og ekki siður i stjórnklefum þeirra. Það er stööugt verið að finna upp ný leiðsögu- og öryggistæki sem eftir hæfilegan reynslutima er bætt i maskinurnar. Stjórnklcfarnir hafa þvi sifellt orðið flóknari og mælarnir þétt- ari. Og þá cru gerðar byltingar. Ein sú fyrsta varð líklega þegar túrbinur tóku við af bullu- hreyflunum þvi þessar bylt- ingar hafa oft verið i tengslum við nýja mótora. Siðustu stóru farþegarvél- arnar með bensinhreyflum voru þó nokkuð fullkomnar á þeirra tima mælikvarða, en þaö var Hinsvegar fjölgar stööugt alls- konar leiðsögu og öryggistækj- um þannig að stjórnklefarnir eru aftur að verða svoleiðis að það er ekki pláss fyrir ösku- bakka. Og nú er lika verið verið að undirbúa nýja byltingu, með þvi að nota nýjustu tölvu og sjón- varpstækni er hægt að einfalda stjórnklefana til muna og stór- fækka þeim mælitækjum sem flugmennirnir þurfa að fylgjast með. 1 staðinn fyrir alla mælana og leiðsögutækin koma nokkrir sjónvarpsskermar. Þeir eru tengdir við tölvur og á hverjum skermi rúmast upplýsingar sem áður þurfti marga mæla til að sýna. Hver skermur getur lika gegnt fleiri en einu hlutverki, Og svo nýi „sjónvarpsklefinn”. lika svo þröngt í stjórnklefunum að flugmennirnir þurftu helst að fara fram á gang til að skipta um skoðun. Túrbinumótorarnir eru margfallt einfaldari að allri gerð og það þarf miklu færri mælitæki til að fylgjast með þeim. Þegar þeir komu til sög- unnar var þvi hægt að hanna stjórnklefana upp á nýtt þannig að þeir urðu aðgengilegri. Tölvur og sjónvörp Þegar svo hreinir þotuhreyfl- ar fóru að knýja- farkostina var svo aftur hægt aö hreinsa til, þótt miklu minni munur væri á þeim og skrúfuþotunum. Nú verða hinsvegar ekki i bráð stórbreytingar á mótorum. þ.e. það er hægt að kalla fram á hann mismunandi upplýsingar með þvi einu að ýta á takka. Með þvi aö ýta á einn takka er hægtað kalla fram allar upplýs- ingar um mótorana, hitastig og svo framvegis. Með þvi aö ýta á annan takka breytist myndin og á skerminn koma allar upplýs- ingar um eldsneytisbirgðir og eldsneytiskerfi vélarinnar. Með þvi að ýta á þriðja takkann er svo hægt að kalla fram „tékk lista” fyrir flugtök og lendingar. Þetta er nú allt á dálitlu reynslustigi ennþá, en það er búið að setja svona stjórnklefa i nokkrar flugvélar sem krussa vitt og breitt um heiminn til aö reyna þessi nýju „sjónvarps- herbergi” við allar aðstæður. Undirbúningur undir byltinguna gengur semsagt vel. —ÓT Texti: Óli Týnes Ný sending komin Pantanir óskast staðfestar fíat einkaumboð á íslandi DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SÍOUMÚLA 35, SÍMI 8S8S5. / ^ POLSKI waaa 125 p Rúmgóður, kraftmikill og sparneytinn bíll, sem hentar þér Verð kr. 2.070.000 á götuno • Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum • tvöföld framljós með stillingu • læst bensinlok • teppi horn I horn • öryggisgler • 2ja hólfa blöndungur • synkromiseraður glrkassi • hituö afturrúða • hallanleg sætisbök • höfuðpúðar o.fl.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.