Vísir - 04.10.1978, Page 1

Vísir - 04.10.1978, Page 1
Miðvikvdagur 4. okt. 1978 - 239. tbl. - 68. órg. Fjárlagafrumvarpið lagt fram innan mánaðar: j Frumvarpið er | | 200 milliarOar j Hœkkar um meira en 60% ffrá ffrumvarpinu i ffyrra, og um 40% frá ffrumvarpsdrögum ffyrrverandi stjárnar Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, sem nú- verandi rikisstjórn mun leggja fram innan mánaðar, hljóðar upp á um 200 milljarða króna, að 3ví er áreiðanlegar heimildir tjáðu Vísi i morgun. Fjárlagafrumvarpið, sem lagtvar fram í fyrra, gerði ráð fyrir um 120 millj •' útgjöldum. Hækkun niðurstöðutalna fyrsta frumvarps núverandi ríkisstjórnar frá frumvarpinu í fyrra er því um 63%. Samkvæmt heimildum Visis i morgun er nú- verandi frumvarp þannig til fundiö, að tölur i frum- varpsdrögum þeim, sem fyrrverandi rikisstjórn hafði látið gera, eru hækkaðar um 40%. Auk þess hafa ýmsar smálag- færingar verið gerðar. Gert er ráð fyrir, að eftir að Alþingi hefur komið saman og ný fjár- veitingarnefnd hefur verið kosin, verði frum- varpið tekiö til rækilegrar endurskoðunar, en ljóst er, aö ef rikisstjórnin hefði átt að semja nýtt frumvarp frá grunni hefði það ekki verið tilbúið fyrr en um mánaðamótin nóvember/desember. Fjárlögin eru nú i vinnslu i fjármálaráðu- neytinu og er þess vænst, að þau verði tilbúin innan mánaðar. Tómas Arnason, fjármálaráð- herra, vildi ekkert láta hafa eftir sér um fjár- lögin i morgun. —ÓM. # segir Halldór Laxness um nýfusfu bók sína Ný bók um einn vetur höfundar i Reykjavík á æskuárunum eftir Halldór Laxness er væntanleg á næstunni, en höf- undurinn sagði í viðtali við Vísi í gær, að hann væri í „siðasta kapítulanum". Halidór sagði, að bókin tilheyrði þriggja binda „ritgerðum i skáldsöguformi”, en fyrri bækurnar i þcim flokki eru ,,í túninu heima” og „Ungur ég var”. „Ég er að vissu leyti aðalpersónan f þessum bók- um”, sagði Halldór. „Þó mundi ég ekki kalla þetta ævisögu. Hún er um allt milli himins og jarðar. Um- ræðuefnið er ekki takmarkað. En þó eru engin efni tekin, sem ekki eru þess verð að hugsað sé um þau, og ég vona aðég geti vakið áhuga lesandans á”. Myndin hér til hiiðar var tekin af Halldóri i gær er hann var að vinna við gerð siðasta kapflula nýju bókarinnar. Viðtalið við Halldór er birt á bls. 5. Visismynd: JA Sandur af peningum Hekia gamla hefur oft verið landsmönnum grimm, helltyfir þá eldi og eimyrju. Nú eru horfur á aö hún geri bragarbót og skili milljörðum i þjóöarbúið. Sjá frásögn á blaðsiðu 11 Gífur- legar smför- JM ynd- listar- þáttur Beina Iinan Ólafur Jóhannes- son, forsætisráð- herra, verður á beinu linu Visis annað kvöld. Sfá bfs. 2 Slysin « wm- #érðinni Visir heldur áfram að heim- sækja börn, sem lent hafa i slysum i umferðinni og dvelja á sjúkra- húsum FAST EFNI: Vísir spyr 2 - Svarthöfái 2 - Að utan 6 - Erlendar fréttir 7 - Fólk 8 - Lesendabréf 9 - Leiðari 10 - íbróttir 12-13 - Kvikmvndir 17 - Úfvarp og sjónvaro 18-19 • Daqbók 21 - Stjðrnuspó 21 - Sandkorn 23

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.