Vísir - 04.10.1978, Síða 5
Miövikudagur 4. október 1978
5
Halldór
Laxness um
nýju bókina:
,Ég er að vissu
leyti aðalpersónan'
,, Bókin er nú að verða til. Ég er í síðasta kapitulan-
um í dag og hitt er komið í prentsmiðjuna, held ég,"
sagði Halldór Laxness þegar Vísir ræddi við hann í
gær um ný ja bók sem Helgafell mun gefa út ef tir hann
á næstunni.
Nafn bókarinnar sagði Halldór enn ekki vera fast-
ráðið en hún f jallar um einn vetur höf undar í Reykja-
vík á æskuárunum og tilheyrir þriggja binda skáld-
sögueða öllu heldur ritgerðum í skáldsöguformi, eins
og höfundur vill nefna
bækurnar í þessum flokki
Úngur ég var.
Höfundur aðalpersónan
„Ég er að vissu leyti aðalper-
sónan i þessum bókum,” sagði
Halldór. ,,bó mundi ég ekki
kalla þetta ævisögu. Hún er um
allt milli himins og jarðar. Um-
ræðuefnið er ekki takmarkað.
En þó eru engin efni tekin sem
ekki eru þess verð að hugsað sé
um þau og ég vona að ég geti
vakið áhuga lesandans á.”
Ritform bókanna sagði Hall-
dór vera þekkt fyrirbrigði.
Margar af bókum Strindbergs
væru til dæmis skrifaðar á
þennan hátt. Og ein best selda
bókin á siðari árum Ragtime
væri einnig i þessu formi. Þar
segði höfundur ævisögu sina i
gegnum sérstakan timaspegil.
„Mönnum fellur ákaflega vel
að lesa þetta form, það sést á
þvi hve vel fyrri bækurnar tvær
gengu út.”
Eins og áður sagði fjalla þess-
ar þrjár bækur um æskuár höf-
undar. Hann var að þvi spurður
hvers vegna hann tæki þetta
ritform bókanna. Fyrri
eru: í túninu heima og
timabil ævi sinnar til umfjöllun-
ar umfram annað.
„Ég er nú ekki alveg tilbúinn
til að svara þessu. Ég hef
skrifað einar 50 bækur um mina
daga og það er út af fyrir sig
ánægjulegt rannsóknarefni,
hvers vegna höfundurinn tekur
upp þetta efni á þessum tima.
Liklega er það meðal annars
vegna þess að þegar aldur fær-
ist yfir fer maður að sjá æsku
sina i nýju ljósi.”
Spurningu ósvaraö
„Ætli ég sé ekki búinn að
skrifa nóg?” var svar Halldórs
Laxness, þegar hann var
spurður i sjónvarpsviðtali ný-
lega hvert væri næsta viðfangs-
efnið. Við spurðum hann hvort
túlka ætti þetta svar þannig að
hann hygðist hætta skriftum eft-
ir þessa bók.
„Sú sem ég lagði þessa
spurningu fyrir, svaraði ekki
svo þeirri spurningu er
ósvarað,”
Halldór Laxness á heimili sinu aö Gljúfrasteini I gær. Visismynd: JA
„Ég hef oft spurt að þvi i En það er svona maður fer af ekki hvaðþaðersem veldur þvi.
gegnum langan tima hvort ég stað aftur meö eitthvert efni Það er helst fyrir djúpsálar-
væri ekki búinn að skrifa nóg. sem gripur huga manns. Ég veit fræðinga að finna það út.”—SJ
Skóhöllin
REYKJAVIKURVEGI 50 SÍMI 54420
Fœst aóeins i:
Teg. 7702-54
No. 3 1/2-7 1/2
Verð 32.315
Vinrautt
Teg. 7301-57
No. 3 1/2-7 1/2
Verð 30.575.-
Litur: Beige
Hausttískan ffrá
Teg. 6900-61
No. 3-7
Verð 28.790,-
Dökkbrúnt
Teg. 6108-1
No. 3-7
Verð 28.790,-
Beinhvitt.
I 85 19
PANZL
Teg. 6163
6001-6165 No. 3-7
Verð 30.050,-
Litur: Kamellitur —
Rauðbrúnt.
Teg. 7800-51
No. 4-8
Verð 32.315,-
Dökkbrúnt.
Möguleiki að bretta nið-
ur.