Vísir - 04.10.1978, Side 11
visra
Miövikudagur 4. október 1978
dag
- Fyrirtœkið Hekluvikur œtlar
að fœra út kvíarnar og
auka mjög útflutning sinn
Fréttir af stórfelldum útf lutningí á Kötluvikri, sem
er fyrirhugaöur, hafa vakiö töluverða athygli. i sum-
um fréttum hefur verið sagt aö hvergi fáist betri vik-
ur en við Heklu, en að f lutningskostnaður standi í vegi
fyrir útflutningi þaðan.
Þetta er töluvert langt frá þvi
að vera rétt. Fyrirtækið Heklu-
vikur hf. hefur flutt út vikur það-
an um niu ára skeið og viðskipta-
löndin eru orðin sjö talsins. Hing-
að til hefur útflutningsmagnið
ekki verið mikið en með fyrirhug-
uðum breytingum á fyrirtækinu
gætu útflutningsverðmætin num-
ið milljörðum króna árlega, eftir
nokkur ár.
Haraldur Asgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Hekluvikurs, sagði
Visi að fjármagnsskortur og
miklir byrjunarörðugleikar réðu
þvi að fyrirtækið sé enn smátt i
sniðum eftir niu ára starfsemi.
„Við höfum ekki haft nógu
sterka aðila á bak við okkur til að
geta gert þetta almennilega. A
þessu verður væntanlega breyt-
ing á næstunni með þvi að verið er
að semja um að Björgun hf. og
BM Vallá komi inn i starfsemina.
Flutningarnir hafa verið með
okkarstærstu vandamálum. Bæði
hefurskort bila til að flytja vikur-
inn frá Heklu og svo hefur oft
reynst erfitt að fá lestarrými i
skipum þegar við höfum þurft á
að halda”.
Minna magn á hærra verði
„Þetta horfir nú til bóta með
þvi að BM Vallá hefur bilakost og
svo eykst lestarrými fyrir út-
flutning væntanlega töluvert þeg-
ar byrjað verður að sigla fyrir
Járnblendifélagið. Þeir hafa þeg-
ar haft samband við okkur til að
ræða þessi mál.
Ef við hefðum kært okkur um
hefðum við sjálfsagt getað komið
um kring stórfelldum útflutningi.
Það hafa aðilar bæði frá Banda-
rikjunum, Bretlandi og Þýska-
landi haft samband við okkur
vegna þessa. Þeir vildu gleypa
allt efnisnámið og flytja út i mill-
jónum lesta.
Við höfum hinsvegar kosið að
fara aðra leið: flytja út minna
magn og selja það á hærra verði.
Það liggja miklar rannsóknir að
baki þessari starfsemi okkar og
vikurinn sem við flytjum út er
betri en fæst annarsstaðar. Við
tökum til dæmis úr tveimur nám-
Hekluvikur hf. hefur aðstöðu við Sundahöfn og hér er verið að blanda gæðavikri
fyrir útflutning. Vísismynd-JA
um og við blöndum saman mis-
munandi tegundum til að gæðin
verði sem mest.
Léttsteypuefni eru ódýr en mis-
munandi að gæðum. Með þekk-
ingu má bera þau saman og
sanna að eitt sé betra en annað og
það höfum við gert. Við höfum
sýnt erlendum viðskiptamönnum
okkar framá að þeir gætu keypt
okkar vöru á miklu hærra verði.
Með þvi að halda strangt við
gæðastaðal okkar höfum við selt
beint til verksmiðja i stað þess að
selja mikið magn ódýrt til heild-
sala. Þetta er að okkar mati rétt
stefna og islenskur vikur er orð-
inn nokkuð þekktur sem gæða-
vara, erlendis.”
Við hefðum getað verið búnir að
margfalda útflutninginn ef við
hefðum haft nógu sterka aðila á
bakvið okkur.”
Milljarða verðmæti
„Hvað hafið þið flutt út mest á
einu ári?”
„Þetta hefur verið misjafnt eft-
ir árum, en það mesta hefur verið
tuttugu og fimmþúsund rúm-
metrar.”
„En ef nú koma sterkir aðilar i
spilið, þar sem eru Björgun og
BM Vallá, verður þá ekki hægt að
margfalda þetta?”
„Við reiknum með stigandi en
ekki neinum stórum stökkum.
Auk þess að fá inn sterka aðila
eru aðstæður nú góðar. Skipa-
kostur eykst með Járnblendi-
verksmiðjunni og svo er orðinn
skortur á vikri viða i Evrópu,
ekki sist i Þýskalandi.
Útflutningurinn á næsta ári
gæti þvi farið upp i sjötiuþúsund
rúmmetra, hugsanlega jafnvel
upp i hundrað og fimmtiu þús-
und, ef vel tekst til. 1 framtiðinni
höfum við hugsaö um frá hundr-
að og upp i þrjúhundruð þúsund
rúmmetra á ári, en það eru engar
blýfastar áætlanir um það”.
„Hver yrðu verðmætin?”
„Ef við reiknum út frá norsku
krónunni og gengi hennar eins og
það er i dag þá fást um átta-
hundruð milljónir króna fyrir
hundrað þúsund rúmmetra upp úr
skipi”.
—ÓT.
MILLJARÐA
VERÐMÆTI
VIÐ HEKLU
AD TEIKNA MED LITUM
/----------------------
ólafurM. Jóhannesson
myndlistarmaður
skrifar hér um sýningu
Agústs Petersen að
Kjarvalsstöðum og
segir að vatnslita- og
olíukrítarmyndir
Ágústs þoli ekki
samanburð við olíu-
málverk hans.
Sumu fólki fylgir ró öðrum
ófriöur. Sálfræðingar skýra
þetta þannig að persónuleiki
einstaklinganna sé ólikur,annar
búi ef til vill yfir óleystum
vandamálum, „komplexum”.
Sálarrannsóknarmenn skýra
þetta þannig að árurnar sem
fylgja manninum séu neikvæðar
eða jákvæðar, félagsfræðingur
kynni að koma með þá skýringu
að framleiðsluhættirnir gerðu
annan spenntan en hinn ekki,
annar væri á valdi þeirra en
hinn ekki. Skýringarnar á
mannlegu sálarlifi og mann-
legum samskiptum eru jafn
margar og mennirnir eru
margir. Myndum fylgir ró eða
spenna likt og manneskjunum.
Myndum Agústs Petersen fylgir
ró. Hver ástæðan er veit ég ekki,
ætli hún sé ekki einfaldlega sú
aö Agúst Peitersen er rólegur
maður.
Daufir litir
Þessi rólega stemmning
kemur einkum með litunum
sem eru dempaðir. Hef ég
sjaldan séð jafn mörg oliumál-
verk i einu i jafn daufum litum.
Jafnvel má taka svo djúpt i ár-
inni að hér sé fremur um að
ræða pastelverk unnin með oliu-
litum, þó á Agúst það til að setja
einstaka afgerandi litsterkan
flöt inn i myndirnar t.d. i mynd
eitt Heimaklettur og Skannsinn
máluð 1976. Húsið i forgrunn-
inum er i sterkum gulum lit mót
fölbrúnum og fölgrænum litum
Heimakletts. Þetta fallega gula
hús er mjög laglega teiknað, en
ekki er hægt að segja að teikn-
hvorki fugl né fiskur og ekki
þola samanburð við oliumál-
verkin. Það var sagt að Michel-
angelo hefði brent frumdrögin
að hinum dýrlegu vegg- og loft-
málverkum Sistinsku kap-
ellunnar i Páfagarði. Agúst
hefur kosið aðra leið.
Mannamyndir Agústs Peter-
sen eru sérstakur kapituli út af
fyrir sig. Þær eru dálitið
„naivar”, einlægar mjög
persónulegar og myndu sóma
sér hvar sem væri.
Hnefaleikarar?
Sérstakur veggskiki er þarna
á sýningunni á Kjarvalsstöðum
þar sem eingöngu eru manna-
ingin sé mjög lipur i flestum . ....
verka Agústs, fremur að hann
J , teikni með litunum, það er svo f
IBIe/ sem gott og blessað. Hann lætur
þá fremur litina tala en linurnar <4*
þvi meiri kröfu verður þá að l|8|p
jBp r-w » gera til litarins.
Stendur Agúst undir ‘éUff * > •f
ströngum kröfum i þvi efni? "jjpi -ílr
MK $ Mittsvar er já, Litirnir i mynd- ÍÉpllp'' l*v- “ fW
*UUí' \ . 4 um hans eru fremur daufir eins
«VV ■: ** % | og áður var minnst á en sam- ,1|lk -Sr*1 rTSBEP/
m" . |g röðun hinna ýmsu litatóna <•• ’./ : • n
ík býsna smekkleg svo smekkleg ‘yS-j, ;
að hvergi vegur einn litur annan v® 1 . WK f
JÉk. — fölblátt fellur vel að gráu '%í‘* ■ y 1
jMK. wWw grátt að brúnu, brúnt að mosa- *
grænu o.s.frv.
jm Litasa mbúð
1 V7 í >- Jmjjmm. Það er helst að þessi góöa lita- x ’ \
mUKMMM olilikritarmyndum Ágústs frá
Mynd nr. 74
Aöalsteinn Ingólfsson
1970-1978 myndum no. 51-72,
mér finnst þessar myndir
Mynd nr. 96
Listfræðingurinn
myndir. Það fyrsta sem mér
datt i hug er ég sá hann var að
hér hlytu að vera myndir af
hnefaleikurum, svo skökk voru
nefin á fólkinu, en þvi meir sem
horft var á þessar myndir þvi
fleira kom i ljós, ekki aðeins
persónuleiki fyrirmyndanna
heldur mjög skemmtilegt sam-
spil grárra andlita ofurlitið lit-
sterkari bakflata, skugga sem
skáru andlitin i ýmsum litum
ekki ósvipað og hjá Henri
Matisse. Sérlega minnisstætt er
andlit no. 27: kona með svart
hár, máluð 1970. Myndir Agústs
eru ekki beint frumlegar nema
á þann hátt að þær eru sér-
stakar. Þó gætir frumleika i
andlitsmyndum hans. Dæmi eru
myndir hans af Aðalsteini
Ingólfssyni, sem eru þarna i 2
útgáfum önnur nefnisú Aðal-
steinn Ingólfsson númer 74,
máluð 1978 hin er máluð ’77
nefnist Listfræðingurinn no. 96.
Þessar myndir eru mjög
ólikar. Sú af listfræðingnum all
skuggaleg krotkennd i dökk-
grænu sú af Aðalsteini öll i ljós-
um litum svo þunnum að minnir
á vatnslit. Hvort Agúst er að
skjóta á Listráð Kjarvalsstaða
með þessum myndum skal látið
ósagt, en óneitanlega leikur
Agúst sér þarna að áhorfand-
anum. Þennan leik leikur hann
einnig i myndasériu af Ragn-
heiði Jónsdóttur, myndir 112-
117. Þegar ég gekk út af sýningu
Agústs Petersen var dumb-
ungur likt og i myndunum hans,
en er ekki veðrið þannig á Is-
landi með stöku sólarglætu inn á
milli?