Vísir


Vísir - 04.10.1978, Qupperneq 23

Vísir - 04.10.1978, Qupperneq 23
VISIR Miðvikudagur 4. október 1978 23 Sovétmenn kaupa 60 |». síldartunnur Samningar hafa tekist um fyrirframsölu á 40 þúsund tunn- um af saitaðri Suðurlandssíld til Sovétrikjanna fyrir 5% hærra verð en i fyrra. Aður hafði verið samið við Sovétmenn um sölu á 20 þúsund tunnum. Hugsanlega verður um meiri sölu að ræða til Sovétrikjanna og munu kaup- endur þar taka ákvörðun i þvi efni fyrir 15. þ.m. 1 sumar var samið við samtök sænskra sildarinnflytjenda um sölu á 51.300 tunnum. 1 þeim samningi var skilyrði um að fitúmagn sildarinnar yrði ekki minna en 16%. Nú hafa Sviarnir fallist á að lækka fitumörkin niður i 14% á mestum hluta þess sem um hefur verið samið. Þá eru likur á þvi að Pólverj- ar kaupi 20 þúsund tunnur af heilsaltaðri sild og hafa kaupendur i Póllandi þegar fengið heimild til kaupa á 10 þúsund tunnum. Samningar um sölu á sykur- saltaðri sild til Finnlands hafa gengið erfiðlega, aðallega vegna þeirra skemmda sem komu þar fram i sumar á sild- inni. Við athugun kom þó fram að sildin var geymd við of mik- inn hita. En eins og málin standa i dag eru ekki likur á að fyrirframsamningar takist um sölu á nema helmingi þess sem Finnar sömdu um i fyrra eða 10- 12 þúsund tunnum. Auk fyrrnefndra samninga standa nú yfir samningaum- leitanir um sölu á ýmsum teg- undum af söltuðum sildarflök- um til V-Þýskalands og fleiri landa og er búist við að þau mál skýrist eitthvað i lok þessarar viku. —SJ Úrslit kunn í verðlauna- samkeppni Sambandsins Björg Arnadóttir. Björg Arnadóttir, Sigtúni 31, Reykjavik hlaut fyrstu verðlaun i ritgerðasamkeppni Sambands is- lenskra samvinnufélaga. Efnt var til samkeppninnar meðal is- lensks æskufólks i tilefni af 75 ára afmæli SÍS. Ritgerðarefnið var: Samvinnu- hreyfingin á Islandi — hlutverk hennar og starfsemi. Verðlaun voru veitt fyrir bestu ritgerðir i tveimur aldurshópum. Björg fékk fyrstu verðlaun 18-20 ára. t aldursflokknum 14-17 ára hlaut Pétur H. Armannsson Ey- vindarholti Alftanesi fyrstu verð- laun. Fengu þau bæði 200 þúsund krónur. Fimmtiu þúsund króna viður- kenningu hluta Ingibjörg Jóns- dóttir, Túngötu 18, ísafirði og Sig- riður Arnadóttir, Garði Mývatns- sveit. t dómanefnd voru: Jón Helga- son ritstjóri, Hörður Zophanias- son skólastjóri og Gylfi 'Gröndal ritstjóri. Pétur H. Armannsson. : : : Þeir sem auglýsa eftir húsnœði eða auglýsa húsnœði til leigu í Vísi eiga nú kost áað fá ókeypis eyðublöð fyrir húsaleigu- samninga hjá auglýsinga- deild VÍ8Í8 að Síðumúla 8. Notendur samnings- því gengið frá leigumála á skýran og ótvírœðan hátt. Skjalfestur samningur eykur öryggi og hagrœðiþeirra sem not- fœra sér húsnœðismarkað VÍ8Í8, ódýrustu og. árangursríkustu húsnæðis- miðlun landsin8. «39- Húsnæöi í boöi Hjá þeim er allt skýrtog skjalfest! m - «o VISIR r Síðumúla 8 Sími 86611 Menning Það var dálitið gaman að svari mannsins sem var spurður hvað honum fyndist um norræna menningu. ,,Mér finnst að hún eigi að bitna á öllum jafnt.” Skollsnn... Það slökktu margir á sjón- varpinu á sunnudagskvöldið þegar Skollaleikur Alþýðu- leikhússins var á dagskrá. Ekki var það vegna þess að þetta væri vond sýning, þvert á móti var öll gerð og þá ekki sist leikurinn með þvi allra besta sem hér hefur sést af innlendu efni i Sjón- varpinu. Hinsvegar þótti flestum sem til sáu að þetta verk væri ekki við hæfi barna og það var svo snemma á dag- skrá að jafnvel þau yngstu voru enn á fótum. 999 ... Hver er munurinn á glasi af vatni og glasi af viskii? Mörgþúsundkall. Slys Þa ð eru vis t a llir s am m ála um að hin tíðu umferðarslys eru óhugananleg og sérstak- lega koma slys á börnum við hjartað i mönnum. i þvi sambandi má benda á að fjarlægðar-og hraðaskyn barna er mjög takmarkað. Barni sem stendur við veg- brún getur til dæmis sýnst bill vera i öruggri fjarlægð, þótt fullorðinn bilstjóri sjái að barnið er svo nálægt að ekkert vit er i að reyna að stöhkva yfir götuna. Flestir hægja ósjálfrátt ferðina þegar þeir koma að kindum úti á vegum, þvi þeir vita að þær eru óútreiknan- legar og vilja ekki verða til að slasa þær. Er ekki sjálfsagt að sýna börnum sömu tíllitssemi? Skítug laun Tveir grunnskólakenna rar voru að fá útborgað og seðlarnir voru þvældir og ókræsilegir. Sá sem siðar kom að segir við hinn: ,,Mér finnst að þú eigir að neita að taka við svona skit- ugum seðlum, það gætu verið bakteriur á þeim.” „Engin hætta,” svaraði hinn. ,,Það gæti engin bakteria lifað á laununum minum.”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.