Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 2
Hvernig þótli þér áramóta- skaupið í sjónvarpinu? ólafur Noröfjörö bensinaf- greiöslumaöur: „Meö afbrigöum lélegt. Hrein skömm. Allt of vit- laust til aö hægt væri aö brosa aö þvi”. Ellas Már, húsasmiöur: „Mjög lélegt. Ekkert gott nema hann Flosi. Þetta var bara ekkert fynd- iö”. Björn Þórisson, húsasmiöur: „Agætt meö köflum. Ég man ekk- ert eftir þvi siöast, en þaö voru góöir punktar i þessu núna”. Guömundur Georgsson, bensin- afgreiöslumaöur: Frámunalega . lélegt. Alls ekkert fyndiö. Halli og Laddi voru skástir”. Jón Eiriksson, húsasmiöur: Lé- legt. Þetta voru lélegar stælingar. Flosi var bestur, en þegar hann er oröinn bestur, þá er þetta oröiö lélegt”. Miövikudagur 3. janúar 1979 ; VÍSIR UM „MÖGULEGA HEIMA" — Rœtt við Erlend Jónsson um fyrirlestur, sem hann flytur á sunnudaginn Næstkomandi sunnu- dag, kl. 14:30, flytur ung- ur heimspekidoktor Erlendur Jónsson, fyrir- lestur í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskóla Islands, Fyrirlesturinn nefnist: Um „mögulega heima". — 1 þessum fyrirlestri veröur gerö grein fyrir merkingarskýr- ingum meö hjálp hugtaksins „mögulegur heimur”, sagöi Erlendur I stuttu viötali viö VIsi. — Þess konar skýringar hafa mjög rutt sér til rúms i rök- greiningarheimspekinni á þess- um áratug. Þýski heimspeking- urinn Leibniz kom annars fyrst- ur fram meö slikar skýringar á 17. öldinni. Voltaire geröi óspart grin aö kenningu Leibniz i bók sinni „Birtingur”, en Leibniz hélt því fram, aö guö heföi skapaö þennan heim best- an allra mögulegra heima. Erlendur stundaöi nám viö Cambridge-háskólann í Bret- landi frá árinu 1968. Hann tók BA-próf þaöan ’71 og MA-gráöu tók hann ’73. Erlendur vann siö- an aö doktorsritgerö sinni bæöi I Cambridge og i Uppsölum I Svi- þjóö. Hann varöi ritgeröina i sumar. — Ég fer til Sviþjóöar aftur eftir svo sem hálfan mánuö og vinn viö sama verkefni og ég hef unniö við undanfariö, þ.e. rök- fræöi þekkingarhugtaka og skyldum efnum eöa heimspeki- < legri rökfræöi. — 1 framhaldi af þvi hef ég á- huga á aö gefa út greinar um efni úr doktorsritgerö minni. Greinarnar myndu væntanlega birtast I enskum heimspeki- timaritum. Ég býst viö aö vinna aö þessum verkefnum út áriö, aö minnsta kosti. — Ég hef einnig mikinn áhuga á að skrifa kynningargreinar á islensku um ýmis heimspekileg efni. Ég vildi gjarnan starfa á Islandi, en þaö er ekki útlit fyrir aö þaö veröi fyrsta kastiö. Þaö er mjög erfitt fyrir mig aö fá hér starf viö hæfi, starf, þar sem ég get notaö menntun mina, sagöi Erlendur Jónsson aö lokum. —ATA „Voltaire geröi óspart grin aö Leibniz I bók sinni Birtingur, en Leibniz kom fyrstur manna fram meö hugtakiö „mögulegur heimur”, sagöi Erlcndur Jónsson. ÁRAMÓTASKAUP Á ÁRSGRUNDVELU Þaö gengur heldur dauflega meö áramótaskaupin um þessar mundir. Þó voru viöunandi kafi- ar innan um, bæöi I útvarpi og sjónvarpi nú um áramótin, en s vo viröist sem þaö fari i vöxt aö snúa skaupinu inn á viö þannig, aö freistaö sé aö gera grin aö ýmsum innanhússatriöum, sem | enginn skilur nema helst þeir sem vinna i húsum beggja stofnana, útvarps og sjónvarps. Þannig minnir skaupiö um of á gamanblöö, sem gefin eru út á vinnustööum einu sinniá ári, og þykja drepfyndin Isinu plássi en alveg óskiljanieg utan veggja vinnustaöar. Aramótaskaup eiga ekki aö vera fyrir innanhússfólk og þá sem vinna um stundarsakir viö gerögamanþáttar. Þau eiga aö vera almenns eölis, og um al- menna atburöi séöa I nokkru skopljósi. Vist gætti þessa I báö- um skaupunum núna, en þau duttu bara niöur á milli í lang- lokur. Gamanbragirnir i út- varpinu voru t.d. ágætlega kveönir, en þeir voru ekki aö sama skapi fyndnir, alveg eins og enginn vilji væri fyrir hendi aö grinast aö þversögnum og of- boöi þvi, sem veriö hefur á stjórnmálamönnum aö undan- förnu. Hvernig stendur t.d. á þvi aö þaö unga og vinstri sinnaöa fólk, sem yfirleitt stendur aö þessum skaupum, telur enga á- stæöu til aö útfæra afstööuleysiö til Nato, sem ýmist er I upp- streymi eða niöurstreymi eins og balloon. Hvernig stendur á þvi aö enginn þarf aö grlnast aö þeim tveimur hetjum þingsal- anna, sem hafa skemmt þjóö- inni að undanförnu, Vilmundi og Óiafi Ragnari, og hefur þó fæst af skemmtilegheitum þeirra komist i fréttir. T.d. heföi veriö hægtaögeragott atriöiúr „stll” Vilmundar, sem oröaöi hann þannig i ræöu: „þetta er minn stlll”, ogvar þaö skilgreining á afstööu eöa afstööuieysi. Hann haföi ekki fyrr sleppt oröinu og fariö fram til aö reykja en ólaf- ur Ragnar steig I pontu og þrumaði á móti Vilmundi. Aö sigarettunni lokinni sneri Vil- mundur aftur i þingsaiinn. Þá var ólafur Ragnar einmitt aö hnykkja á siðustu oröum ræöu sinnar meöþvi að segja : „Þetta er minn stlll”. Vilmundur stans- aöi fyrir framan pontuna og sagöi viö ræöumann: „Biessaö- ur vertu ekki aö tala um þinn stil. Þú hefur aidrei haft stU, hvorki I pólitik eöa ööru.” Slöan heföi veriö hægt aö senda for- sætisráöherra meö „sinn stil” I pontuna til aö biöja afsökunar á framferöi kratanna. Manni dettur helst i hug aö skortur á skaupi sé skortur á sambandi, og skortur á þekk- ingu á því, sem almennt gengur undir nafninu kjaftasögur. t sjónvarpinu bar mest á gervi kurteisra og velmeinandi pissu- dúkka sem verkuðu þægilega á áhorfendur án beinnar fyndni. Þó er ástæöa til aö geta þess aö landbúnaðarsýningin var ágæt, og yfirleitt tókst Arnari Jóns- syni upp i gervum sinum, einnig Flosa aö svo miklu leyti sem I hann sást fyrir peysufötum. En áramótum er svo sem ekki lokiö þótt 1979 sé gengið i garö. Verter aö hafa I huga aö þjóöar- skaup veröur ekki til á einum degi — eöa tveimur, heidur hlýtur efnissöfnunin aö standa allt áriö. Bæöi útvarp og sjón- varp eiga aö setja ákveöna menn til aö safna ehii i hjáverk- um allt frá þvi aö nýja áriö gengur I garö. Ekki þarf nema tvær eöa fjórar möppur undir úrklippurnar, eöa aörar hug- myndir sem upp kunna aö koma. Þá er minni hætta á aö þýöingarmikil atriöi gleymist. Heföiþessiháttur veriöhaföur á áriö 1978 heföi t.d. ekki vantaö barneignir I sjónvarpsskaupið, en þær vöktu sérstaka athygli á árinu. Hingaö kom danskur kvenrithöfundur til aö kenna barneignir. Hún hélt grafik- sýningu og birt var bók eftir hana um efniö. Hugsiö ykkur nú, ef áramótaskaupiö heföi byrjaö á opnu skauti og séö á kollinn, og siöan heföi veriö skrattast út og suöur meö önnur efni, en alltaf heföi fæöingunni veriöskotiöinn I meö viöeigandi stunum og vaxandi kollhriö, uns henni lauk og þættinum um leiö meö nokkrum velvöldum oröum á dönsku, enda væri þá fætt barnnýs árs, eins ogmarg- rómaö er I fyrstu eintökum blaöa, sem út koma á nýju ári. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.