Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 10
10 Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helaarblaði: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónína Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stef ánsson,Oli Tynes, Sigurður Slgurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðrlksson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2500 á mánufii innanlands. Verö i lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Springur stiórnin? Að því leyti sem eitthvað verður ráðið af boðskap for- manna stjórnarflokkanna til þjóðarinnar um þessi ára- mót virðist sem litlir möguleikar séu á samkomulagi milli þeirra um f rambúðarráðstafanir í efnahagsmálum fyrir 1. mars nk. og þar með áframhaldandi stjórnar- samstarfi. Formaður Framsóknarflokksins, ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra, velur þó þann kostinn að skila að sinni auðu í afstöðunni til deilumála samstarfs- flokkanna , Alþýðuflokks og kommúnista. Benedikt Gröndal formaður Alþýðuf lokksins segir að vísu, að allt bendi til áframhaldandi setu ríkisstjórnar- innar, þar sem aðrir„góðir kostir" til ríkisstjórnarsam- starfs virðist ekki vera fyrir hendi. En eftirtektarverð- ust og afdrifaríkust, ef við verður staðið, er þó sú af- dráttarlausa yfirlýsing formanns Alþýðuflokksins, að ekki verði unnt að endurtaka bráðabirgðaafgreiðslu á efnahagsmálum fyrir 1. mars eins og gert var fyrir 1. desember. Aramótahugleiðing Lúðvíks Jósepssonar formanns Alþýðubandalagsins verður hins vegar vart skilin á ann- an veg en þann en kommúnistar hyggist einu sinni enn reyna einhver bráðabirgðaúrræði í efnahagsmálunum, eða reikni með stjórnarslitum. Lúðvík leggur áherslu á, að samkomulagið um núverandi ríkisstjórn hafi verið mótað af því, að um tímabundið stjórnarsamstarf væri að ræða. Þetta þýðir einfaldlega: Engar frambúðarráð- stafanir. Ef svo fer, að Alþýðuflokkurinn haldi efnahagsmála- tillögum sínum í heild til streitu, þá er þessi ríkisstjórn sprungin, því að kommúnistar munu ekki fallast á nein- ar þær tillögur, sem eitthvað geta dugað í baráttunni gegn verðbólgunni. Alveg f rá því kosningaúrslitin í sum- ar lágu fyrir hef ur málf lutningur kommúnista veriðá þá lund, að Ijóst hefur verið, að þar hafa ekki talað menn, sem ætluðu sér í raun og veru að axla ábyrgð í þjóðfélag- inu. Eigi samkomulag að nást milli stjórnarflokkanna um ef nahagsmálin fyrir 1. mars nk., verður það í megin- atriðum að vera samkvæmt skilmálum kommúnista. Kommúnistum hef ur verið komið upp á það allt f rá ár- inu 1971, að þeir stjórni með yf irgangi ferðinni í íslensku efnahagslífi, hvort sem þeir hafa verið í stjórn eða utan stjórnar. Þetta vald hyggjast þeir ekki gefa eftir nú, og það skiptir þá sjálfsagt ekki öllu máli, hvort þeir fara með það utan eða innan ríkisstjórnar. Kommúnistar treysta á þaðað þeir fái áfram f rið til að Ijúka þvi ætlun- arverki sínu að koma á algjöru upplausnarástandi í ís- lensku þjððlífi, því að engir haf i kjark til þess að taka á móti þeim, eins og þarf. Og nú ætla kommúnistar að kúga Alþýðuflokkinn í þriðja skipti á örfáum mánuðum. Lúðvík Jósepsson er ekki aðtala um stjórnarandstæðinga, heldur samstarfs- menn sína i Alþýðuf lokknum og nýjustu efnahagsmála- tillögur þeirra, þegar hann tekur til bæna þá menn, sem „gerast sjálfir kröfumenn um kaupbindingu, um nýja vísitölu til kauplækkunar og hafa uppi hótanir um stjórn- arslit, ef kröfur þeirra nái ekki fram að ganga." Jafn- hliða eru svo haf ðar uppi óskir um nýjar kosningar. Svo sem sjá má, ögra kommúnistar samstarfsmönn- um sínum óspart. Eftir er að sjá, hve Alþýðuf lokkur og Framsóknarf lokkur verða sterkir á svellinu. Alla vega verður næsta ár viðburðaríkt í íslenskum stjórnmálum. Miövikudagur 3. janúar 1979 VISIR „A vorum dögum eru jólin oft kölluð hátíð barnanna og eru bað lika”. VERDBÓLGAN SAM- NEFNARI ÞESS SEM ÞRENGIR AÐ ÞJÓDINNI „Alþjóöaár barnsins 1979 er ekki fyrst og fremst helgaö börnum i þeim iöndum láns og lukku, þar sem tsland fyllir flokk, heldur þeim hjábörnum veraldar sem einskis njóta til likama ogsálar af öllu þvi, sem vér getum veitt börnum vorum, engrar mannlegrar umhyggju, heldur lifa eins og dýr merkur- innar ogdeyja umhiröu- og y fir- söngvalaust hundruöum þús- unda eöa milljónum saman á hverju ári. Þaö er til aö rétta þessum mannsbörnum hjálp- andi hönd, sem hin göfugu al- heimssamtök þjóöanna hafa efnt til Alþjóöaárs barnsins 1979”, sagöi dr. Kristján Eldjárn, forseti tslands, m.a. i nýjársávarpi sinu til þjóöarinn- ar. t ávarpi sinu f jallaöi forsetinn m.a. um jólahátiöina fyrr og nú. „A vorum dögum eru jólin oft kölluð hátiö barnanna og eru þaö llka, I góöu samræmi viö þaö, aö þau eru haldin til minn- ingar um fæöingu barns sem lagt var I jötu”, sagöi forsetinn m.a. ,,En satt aö segja er ég ekkert viss umaöjólin hafi ver- iö nein sérstök barnahátiö framan af öldum, enda var rétt- ur barna löngum harla lltill og er þess skammt aö minnast. Og jól eruaöeins haldin meö kristn- um þjóöum, og þær eru ekki meirihluti mannkyns. En á voru menningarsvæöi hafa jól nógu lengi veriö barna- hátið til þess aö vér litum á þaö sem sjálfsagöan hlut. Og i' öllum stakkaskiptum timanna er eitt, sem ekki breytist, og þaö er blikiö i augum barnanna á jól- unum”. „Vér erum stolt af islensku börnunum fallegum og mann- vænlegum, og viljum vernda þau, og meðal annars sjá til þess aö þau liöi sem minnst fyrir sifeúdar breytingar þjóö- félagsháttanna”, sagöi forset- inn ennfremur. „Aöur en varir eru börnin orö- in aö fullvaxta ungu fólki. Hjá oss ber nokkuö á þvi meöal þeirrasem eldrieru aö efast um manngildi unga fólksins, æsk- unnar i landinu. Engu likara en mönnum finnist efnileg börn breytast á skömmum tima i óefnilegan æskulýö, frekan og gjálifan, og gjarnan á aö gera miklar kröfur til annarra en miöur til sjálfs sin. En er þetta ekki sama gamla glámskyggnin sem loöir viö oss eins og erföasyndin? Er ekki þetta land fullt af bráðefnilegu og hörkuduglegu ungu fólki. gott hlutskipti, þaö tekur viö þjóöfélagi sem aö visu er ekki fullkomiö frekar en hjá öörum, en er þó manneskjuiegt og frjálst og velviljaö og ber I sér frækorn flestra þeirra skilyröa sem nauðsynleg eru til þess aö hver maöur geti náö eölilegum þroska. En ungu mennirnir, sem jafnt ogþéttkoma fullbúnir til starfa, taka einnig viö þeim miklu erfiöleikum i efnahagsmálum þjóðarinnar sem nú er viö aö striöa og hefúr verið um sinn. Þær þrengingar bregöa óneitan- lega skugga yfir allt þjóölifiö, spilla lifsgleöinni og taka til sin óeölilega mikinn hlut af saman- lagðri orku þjóöarinnar. Þetta er öröug glima, þar sem hvert mannsbarn er á sinn hátt þátt- takandi, þótt þaö komi i hlut stjórnmálamanna aö standa á sjálfum glimuvellinum. Hér á landi er sú iöja stunduö langt úr hófi fram að brúka heldur ófagran munnsöfnuö um stjórnmálamenn, einkum alþingismenn og ráöherra. Þetta er þjóöarósiður, leiöin- legur og alls ekki hættulaus fyrir lýöræöi og þingræöi. Enda eru þetta allt staölausir stafir. t störfum stjórnmálamanna leik- ast þjóöfélagsöflin á i öllum myndum, ýmislega og óhjákvæmilega, svo er fyrir aö þakka, þvi aö þaö er lýöræöi. Og vér megum fagna því, aö mennirnir sjálfir, forustumenn þjóðarinnar, eru og hafa löng- um veriö, hæfir og góðviljaðir menn, og ég sé enga ástæöu til aö vantreysta þeim og geri þar ekki mun á hverjir sitja viö stjórnartauma hverju sinni eöa hverjir kallast stjórnarsinnar eöa stjórnarandstæðingar, þær nafngiftir eru hvort eö er á hverfanda hveli. SU stund hlýtur aö koma aö forustumenn vorir ná yfirlýstu markmiöi þeirra allra aö leiöa þjóöina Ut úr völ- undarhúsi veröbólgunnar, en hana má kalla samne&iara fyrir þaö sem nú þrengir svo mjög aö þjóö vorri. Þar er viö ramman reip aö draga, en sá er eldur heitastur sem brennur á manni hverju sinni, og þaö er engin léttúö þótt minnst sé á aö oft hefur áöur syrt I álinn en siðanskiniöuppogvel ræst úr. Verða má aö nú reyni meira en oft áður á þolinmæöi, þrek og góövild stjórnmálamanna vorra og um leiö þjóöarinnar allrar, en þá er aö neyta þeirra eigin- leika af öllu afli, og mun vel fara.” —ESJ. sem hver þjóö mætti vera stolt og fullsæmd af? Myndir koma fram I hugann. Ég sé i s jónvarpi hlaöið loönuskipkoma til hafnar utan úr vetrarsvörtum og viö- sjálum norðurhöfum, noröan úr Dumbshafi. Og hver stendur þar I brúnni nema kornungur vörpulegur skipstjórnarmaöur, sæbarinn og og meö bros á vör, og að baki honum á dekki tugur álika garjiegra gulstakkaöra jafnaldra hans . Ellegar ég sé hámenntaöan og prúöan ungan mann þar sem hann er aö taka Dr. Kristján Eldjárn, forseti tslands. viö vandasamri ábyrgöarstööu i þágu þjóöfélagsins. Þannig mætti telja i allan dag, en þaö er óhætt aö láta þessa tvo vera fulltrúa fyrir þúsundir Islenskra æskumanna, sem koma til starfa á ári hverju, færir I allan sjó. Unga kynslóöin i landinu hefur aö visu alist upp viö gott atlæti og betra en nokkru sinni fyrr, og þaö er eins gott hún viti þaö. En hún hefur einnig alist upp viö ýmsar óheillaspár þess efnis aö einskonar dómsdagur sé I nánd, offjölgun mannkyns hljóti aö enda meö skelfingu, jafnvel heimsstyrjöld, jöröin sé á góöri leiö meö aö veröa óbyggileg sökum yfirvofandi allsherjarþrota á lifgefandi gæöum hennar. Ég segi ekki aö þessi sónn sé eintóm svarta- gallsraus. En vér megum þakka fyrir aö ungt fólk viröist ekki hafa skemmst til muna i þvi andrúmslofti sem honum fylgir, heldur gengur til móts viö lifiö meö hug og dug.” Forsetinn minnti ennfremur á, aö unga fólkið myndi erfa þetta gamla góöa land, „og þaö er góö arfleiö, sem engúm þarf aö æskja sér betri. Þaö tekur viö þvi sem einu nafni kallast islensk menn- ingararfleifö, og einnig það er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.