Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 16
16 Mi&vikudagur 3. janúar 1979 VÍSIR LÍFÖGLÍST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST Hinir „geðsjúku" og hinir „eðlilegu" Saga Theatre með nýstórlegar leiksýningar í Norrœna húsinu „Ég hef haft persónu- legan áhuga á geöveiki og því hvernig geOsjúkt fólk er réttlaust f þjóöfélag- inu”, sagöi Inga Bjarna- son leikari m.a. á blaöa- mannafundi vegna sýningar Saga Theatre, gestaleikflokks frá Bret- iandi i Norræna húsinu á nýju verki sem nefnist The Exquisitors. Leikrit- iö fjallar um einmanaleik þeirra „sem þjóöfélagiö kallar „geösjúka” og samhengi hans viö ein- manaleik þeirra sem eru taldir (og telja sjáifa sig) eölilega”, eins og aö- standendur leikflokksins segja. Fyrsta sýningin cr á morgun, fimmtudag kl.9. Ásamt Ingu stjórnar Nigel VVatson Saga Theatre og þau fara jafn- framt meö hlutverkin tvö i þessu leikriti. Alls eru fimm fastráönir viö Saga Theatre. Leikhópur þessi varö til i Reykjavik áriö 1976 und- irnafninu Hreyfileikhúsiö og var fyrsta sýningin á Fröken Júlia alveg óö. Saga Theatre starfar nú viö Chapter Arts Centre i Cardiff á Wales, sem nýt- ur alþjóölegrar viöur- Nigel Watson I sýningunni á The Exquisitors. kenningar sem mikilvæg miöstöö nýskapandi leik- húsvinnu. Sýningar Saga Theatre byggja ú þeirri hugmynd aö leikarinn sjálfur sé frumsköpunarkraftur leikhússins. Stefnan er aö skapa ný sýningarverk sem fjalla um efni sem eru ofarlega á baugi en eiga rætur i sögulegum og goösagnalegum heimild- um. Beitt er rannsóknar- aðferðum viö vinnslu efn- is og heimildakönnun, sem fylgt er eftir meö spunavinnu einstaklinga og hóps uns verkið mótast smátt og smátt. Sifellt er reynt að víkka út mögu- leika til leikrænnar tjáningar með hreyfingu, raddbeitingu og tónlist. Það leikrit sem hér verður sýnt, The Exquisi- tors er eitt af þremur nýj- um verkum sem Saga Theatre hefur sýnt á nýliðnu ári. Það verður á verkefnaskrá leikflokks- ins næstu tvö sýningar- tímabil en i stöðugri endurskoðun og endur- vinnslu. Sem fyrr segir er viðfangsefnið einmana- leiki. hvernig skortur náinna persónutengsla og Nigel og Inga á blaöamannafundinum Vlsism: JA samskipta, t.d. i hjóna- bandi, getur við ákveðnar aðstæður leitt af sér þá óhugnanlega tiðu og alvarlegu truflun sálar- lifsins sem kallast geð- klofi. Texti leikritsins, sem fluttur er bæði á islensku ög ensku, er sótt- ur i verk bandariska skáldsins Sylviu Plath og efni sem leikhópurinn hefur spunniö upp. Þess má að lokum geta að Saga Theatre komst i fréttirnar i Bretlandi ekki alls fyrir löngu vegna sýninga á ööru leikriti, — Last Temptation, sem fj'allar um vandamál um- hverfisverndar, en breska dýraverndunar- félagið höfðaði mál á hendur flokknum fyrir „grimmúðlega og illa meðferð” á lifandi gull- fiski i sýningunni. Leik- flokkurinn var sýknaður af ákærunni. Sýningarnar á The Exquisitors verða i Nor- ræna húsinu á fimmtu- dagskvöld, sem fyrr seg- ir, föstudag kl.9, laugar- dag kl.5, og sunnudag kl.5 og 9. Þær eru ekki við hæfi barna. —JA/AÞ. Mikiö var skrifaö I bresku blööin um „gullfisksmorö” Sagaleikhússins, eins og sjá má. Regnboginn: Dauðinn á Níl ★ ★ ★ Hver myrti millann? Dauöinn á NIl — Death on the Nile Regnboginn. Bresk. Argerö 1978. Aöalhlutverk: Peter Ustinov, David Niven, Mia Farrow, Lois Chiles, Simon Mac Corkindale, Angela Lansbury, George Kenn- edy. Handrit: Anthony Shaffer eftir sögu Agatha Christie. Leikstjóri: John Gullermin. Hver myrti bandarlska milljónamæringinn og feg- uröardisina Linnert Ridge- way (Lois Chiles)? Hver af samfarþegum hennar um borð i gufuskipinu Kamak á Nilarfljóti, þar sem hún er I brúökaupsferö? Er þaö Jacqueline de Bellefort, fyrrverandi unnusta eigin- manns hennar (Mia Farr- ow) sem vill hefna sin fyrir mannsránið? Er þaö fjár- haldsmaöur hennar i Ameriku, Pennington, sem vili hafa af henni fé (George Kennedy)? Er það Louise Bourget, herbergis- þerna hennar (Jane Birk- in) sem vill refsa henni fyr- ir hroka og ósanngirni og jafnframt auðgast? Er það Frú van Schuyler (Bette Davis) sem hefur augastað á perlufesti hennar? Er þaö Frk. Bowers, förunautur og þerna frú van Schuyler (Maggie Smith) sem vill hefna sin á henni vegna þess að millinn pabbi Ridgeways setti fööur hennar á hausinn? Er það hálfruglaöur rómanahöf- undur Salome Otterbourne Angela Lansbury) sem á von á málshöföun frá mill- jónamæringnum? Er það dóttir frú Otterbourne (Olivia Hussey) sem vill vernda móður sfna? Er þaö kommúnistinn Ferguson (Jon Fincy) sem telur alla milljónamæringavera blóð- sugur á mannkyninu? Er þaö dr. Ludwig Besser (Jack Warden), umdeildur ladcnir sem Linnet Ridge- way hefur auðmýkt og stefnir i voða? Eða er morðinginn einhver allt annar. Svona spurníngar eru uppistaða þess samkvæm- isleiks sem okkur er boðið til i kvikmyndinni Dauðinn á Nil sem Regnboginn kemur með glóðvolga hing- að til lands. 1 slikum leik þýðir ekkert aö velta fyrir sér t.d.'þvi hvers konar svakaleg tilviljun það er aö vesalings milljónamæring- urinn fer i brúökaupsferö meðalla helstu óvini sina i farangrinum. Ef menn ætla Race ofursti/ Poirot og gráu heilasellurnar hans glíma viö f rú van Schuyler (Bette Davis). að fara I morðgátuleik meö Agöthu Christie þá verða þeir að skilja allar efa- semdir heima og gangast skilyröislaust undir reglur leiksins. Og ein helsta regla leiks- ins er sú , — þótt óskráð sé — , aö enginn af áhorfend- unum á að geta reiknaö Ot hver morðinginn er á und- an hinum hnöttðtta Kvikmyndir belgiska spæjara Hercule Poirot og „litlu gráu heila- sellunum” hans. Auðvitað eru Poirot (Peter Ustinov) og félagi hans Race ofursti (David Niven) með i þess- um ferðamannahóp i Egyptalandi fyrir einskæra tilviljun. Og að lokum safn- ar Poirot blessaður öllum hinum grunuðu, — sem reyndar hefur fækkað nokkuð vegna óvæntra dauðsfalla —, saman i eitt herbergi, labbar þar um I- bygginn með visifingurinn á lofti, flettir hægt og ró- lega ofanaf morðmálinu og bendir loks á hinn seka. Reyndar eiga glöggir á- horfendur kost á aö vera á undan Poirot að þessu sinni. Þessa formúlu notar Agatha Christie æ ofanl æ, og dyggir lesendur hennar gangast undir hana eins og notalegt ritúal, fastan lið, gamlan kunningja. Agatha safnar jafnan saman all- fjölmennu galierii af sér- kennilegum karakterum i frekar þröngt leikrými, — t. d. járnbrautarlest, far- þegaskip, lítiö þorp, eitt Arni Þdr- arinsson skrifar. hús, eða þvi um likt — læt- ur einhvern þeirra myröa einhvern annan þeirra, og jafnvel fleiri, og allir þeir sem eftir lifa viröast hafa álika mikla ástæðu og álika gott tækifæri til að hafa framiö verknaöinn. Og svo kemur Poirot og leysir vandann. Kvikmyndageröarmenn hafa oft og mörgum sinn- um fært Agöthu formúlurn- ar hennar yfir á hvita tjald- ið, og er skemmst að minn- ast Morðsins í Austur- landahraðlestinni, þar sem Albert Finney lék Poirot Ég vil þó halda þvi fram að Dauöinn á Nil sé einhver besta Agöthumynd sem gerö hefur verið. Guiller- min leikstjóri hefur alla þræöi öruglega I hendi sér enda vanur umfangsmiki- um stórmyndum (Tower- ing Inferno, KingKong), Anthony Shaffer, hand- ritshöfundur, sem sjálfur er kunnugur fyrir leikrit sitt Sleuth, er trúr Agöthu og anda hennar, Jack Cardiff kvikmyndatöku- maöur gælir ljúflega við hið fallega egypska um- hverfi kvikmyndarinnar, og leikhópurinn með einni undantekningu (Simon MacCorkindale i hlutverki eiginmannsins) fer á kost- um. Poirot Ustinovs er lik- lega sá albesti til þessa, — einkar ísmeygileg og húmorisk túlkun. Ef menn á annað borð geta sættsig við aö morö og persónulegir harmleikir séu notaðir sem efni i aristókratiska samkvæm- isleiki, ef menn hafa gam- an af vandaöri afþreyingu, glasmynd með glás af frægum stjörnum, — ef menn sem sagt leyfa sér aö vera dálitið ábyrgöarlausir og flýja frá veruleikanum, þá er auðvelt að mæla meö ferö á Dauðann á Nil. —AÞ. Safn grœnlenskra Ijóða SUMAR I FJÖRÐ- UM nefnist nýútkomiö safn grænlenskra Ijóöa, sem Einar Bragi hefur þýtt. t bókinni éru 60 Ijóö eftir 16 núiifandi grænlensk skáid. Einar Bragi ritar langan eftirmála aö bókinni, þar sem hann gerir grein fyrir höf- uödráttum i þróun grænlenskrar ljóölist- ar aftan úr grárri forneskju fram á vora daga. Grænlensk bókmenntasaga hefur ekki veriö skráö enn. Þetta mun vera ein ýtarlegasta ritgerö, sem rituö hefur veriö um grænlenska ljóö- list. Ctgefandi er Ljóö- kynni Leturs. —BA. Einar Bfagí SUMAR I FJÖRÐUM 60 þýdrt tjóð «ftíc yæntentk samtímaskáW LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LlF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.