Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 11
vísm
Mi&vikudagur 3. janúar 1979
11
Eru menn úrskurðaöir í langt gæsluvaröhald svo rannsóknarlögreglan geti dundað sér viö rannsókn mála?
„MANNRÉTTINDI SAKBORN-
INGA BORIN FYRIR BORÐ
#/
— segir stjórn Lögmannafélagsins
„Slengt fram hœpnum fullyrðingum
##
Er réttarstaöa grunaOra
manna viO rannsókn og meOferö
sakamála svo fyrir borO borin,
aO þaO sé Islandi sem réttarrfki
til vansæmdar? Stjórn Lög-
mannaféiags tslands svarar
þessari spurningu játandi og
skorar á dómsmáiaráOherra aD
beita sér fyrir breytingum á
lögum um meöferö opinberra
mála.
Þaö hlýtur aB vekja athygli
þegar félag lögmanna telur
ástandiO svona slæmt og þaö
hafi versnaö meö tilkomu
Rannsóknarlögreglu rikisins.
I samtali viö VIsi mótmælti
Hallvaröur Einvarösson rann-
sóknarlögreglustjóri þvi harö-
lega aö hagsmunir sakborninga
væru fyrir borö bornir og Eirík-
ur Tómasson aöstoöarmaöur
dómsmálaráöherra taldi stjórn
Lögmannafélagsins taka of
sterkt til oröa I ályktun sinni.
Hér á eftir veröur greint frá
helstu atriöum I ályktun
stjórnarinnar og rætt viö for-
mann Lögmannafélagsins,
rannsóknarlögreglustjóra og
Eirik Tómasson.
Réttarbætur
Meöal þeirra réttarbóta sem
stjórn LMFl telur brýnt aö
komið veröi á er aö viö ranns-
okn afbrots, sem frelsissvipting
getur legiö viö, veröi sakbornin-
gi strax veittur réttur til aö fá
skipaöan verjanda og rann-
sóknaraðilum skylt aö kynna
sakborningi þennan rétt hans.
Handteknum manni veröi
veittur réttur til aö fá sér
skipaðan verjanda og til aö til-
kynna eöa láta tilkynna honum
og nánustu aöstandendum um
handtökuna.
Þegar krafa um gæsluvarð-
hald er gerö veröi sakborningi
þegar skipaður verjandi er hafi
rétt til aö koma sjónarmi&um
sakbornings á framfæri viö
dómara áður en úrskuröur er
kveöinn upp.
Sett veröi lagaákvæöi um rétt
verjenda til aö kynna sér sakar-
gögn jafnóöum og þau koma
fram á rannsóknarstigi máls-
ins.
Sett veröi lagaákvæöi um rétt
verjenda til aö mega vera við-
staddir prófanir og yfirheyrslur
yfir sakborningum og vitnum.
Sett veröi lagaákvæöi um rétt
manns,sem hefur veriö hand-
tekinn eöa settur i gæsluvarö-
— segir rannsóknarlögreglustjóri
hald,til að ræöa einslega viö
verjanda sinn eftir þörfum og
sett veröi lagaákvæöi um rétt
sakbornings til aö neita aö tjá
sig um sakarefni nema aö
verjanda viöstöddum.
Skerðing á réttarstöðu
,,Þaö er samdóma álit
stjórnar LMFl aö sú breyting
sem varð á rannsókn og meö-
ferö opinberra mála viö stofnun
Þá segir ennfremur:
„Meöan rannsóknarvaldiö
var I höndum Sakadóms var þaö
sakborningi nokkur vernd, aö
dómarar stjórnuöu rannsókn og
meöferö mála og gættu aö
nokkru i raun hagsmuna sak-
bornings gagnvart lögreglu og
ákæruvaldi. Þessu er nú ekki
lengur til að dreifa og málum
þannig háttað, að rannsóknar-
hagsmunir sitja i fyrirúmi en
mannréttindi og réttarhags-
sem geröar voru á réttarfars-
lögunum meö tilkomu Rann-
sóknarlögreglu rikisins heföu
veriö til bóta nema gagnvart
mannréttindum. Hann nefndi
sem dæmi aö hér væru menn úr-
skurðaöir i lengra gæsluvarð-
hald en tiökast hjá nálægum
þjóðum.
„Hér viröist rannsóknarlög-
reglan beita gæsluvaröhaldi til
aö geta dundaö sér viö rannsókn
mála. Ég man eftir þvi aö I Dan-
Gu&jón Steingrlmsson
Hallvar&ur Einvarösson
Eirikur Tómasson
Rannsóknarlögreglu rikisins
hafi veriö til bóta, en þvi miður
jafnframt haft i för meö sér
verulega skeröingu á réttar-
stööu sakborninga og verjenda
þeirra frá þvi sem áöur var”,
segir i ályktun stjórnar Lög-
mannafélagsins. Þar segir einn-
ig:
„Heimildir sakbornings og
verjanda til aö fylgjast meö
rannsókninni og kynna sér
sakargögn meöan á rannsókn
stendur eru svo takmarkaðar,
að þær eru I raun nánast engar
og undir geöþóttaákvör&un
rannsóknarmanna komið, hvaö
sakborningur og verjandi fá aö
vita um sakargögn og gang
rannsóknarinnar þar til rann-
sókn er lokið, ákæra hefur veriö
gefin út og málið er komi
I hendur dómara.”
munir sakbornings eru borin
fyrir borö.”
Einnig segir i ályktuninni aö
þaö sé sérstakt áhyggjuefni
hversu illa sé búiö aö réttar-
hagsmunum sakborninga hér-
lendis miöað við grannþjóöirn-
ar, einkum meö hliösjón af
þeirri viötæku beitingu gæslu-
varöhalds, sem hér eigi sér staö
og valdi óþolandi öryggisleysi
fyrir fólk.
Alvarlegt ástand
„Viö teljum ástandiö I þessum
efnum vera mjög alvarlegt hér-
lendis. Island er eins og hiö
versta lögregluriki miöaö viö
vestrænar þjóðir,” sagöi Guöjón
Steingrimsson formaöur Lög-
mannafélagsins i samtali viö
Vfei.
Hann sagöi að þær breytingar
mörku neitaöi Hæstiréttur aö
framlengja sjö daga gæsluvarð-
hald yfir manni nokkrum.
Rannsókn ar lögreglan þar
kvaöst svo fdliöuö aö þaö þyrfti
lengra varðhald, en dómurinn
sagöi aö þaö ætti ekki aö bitna á
manninum,” sagöi Guöjón enn-
fremur.
Rangt og villandi
„Ég er mjög undrandi á
þessari framsetningu Lög-
mannafélagsins og hér er slengt
fram hæpnum fullyröingum,”
sagöi Hallvaröur Einvarösson
rannsóknarlögreglustjóri rikis-
ins er Visir leitaöi álits hans á
ályktun Lögmannafélagsins.
„Þvi fer viös fjarri aö réttur
sakborninga sé fyrir borö
borinn. Þvert á móti voru
breytingar á réttarfarslögunum
til hagsbóta fyrir sakborninga
og þeirra hagsmuna gætt ekki
siöur en áöur.
Ég hef lagt á þaö áherslu 1
minum leiöbeiningum aö hags-
muna sakborninga sé gætt.
Okkar hlutverk er aö komast aö
sannleikanum I hverju máli og
ekki si&ur aö sanna sakleysi
manna en sekt. Allt starfsliö
Rannsóknarlögrelglu rikisins
heldur vel vöku sinni I þessum
efnum. Hvað vi&kemur gæslu-
varöhaldi þá er þaö dómari sem
kveður upp úrskurö um hvort
fariö sé aö okkar kröfu eöa ekki
og ég vil benda á aö löglæröir
fulltrúar embættisins athuga öll
gögn,” sagöi Hallvaröur Ein-
varðsson.
Tvö sjónarmið
„Þessi ályktun hefur borist
hingaö og veröur skoðuö hér i
ráöuneytinu,” sagöi Eirikur
Tómasson aðstoöarmaöur
dómsmálaráöherra.
„Þaö eru tvö sjónarmið sem
þarna togast á. Annars vegar
þeirra sem rannsaka mál og
vilja upplýsa þau fljótt og vel og
svo hins vegar aö gæta I einu og
öllu réttarstööu sakbornings.
Þessi sjónarmiö geta stangast
á”, sagöi Eirikur ennfremur.
„Ég er ekki viss um nema þaö
hafi veriö lögö öllu meiri
áhersla á fyrrnefnda atriðiö aö
undanförnu og komur þar til
pressa af hálfu almennings og
fjölmiöla. Hitt veröum viö svo
aö hafa i huga, aö þaö er ein-
kenni réttarrikis aö aö enginn er
sekur fyrr en sekt hans er sönn-
uö. Ef viö ætlum okkur aö upp-
lýsa öll mál til fulls þá erum viö
komin meö lögregluriki. En eins
og ég sagöi hefur ef til vill veriö
lögö of rik áhersla á aö upplýsa
brot og þá jafnvel á kostnaö
réttarstööu sakborninga.
Þarna þarf aö finna meðalveg
og eflaust verður þessi ályktun
tekin til meöferðar i réttarfars-
nefnd sem nú hefur byrjaö stb'rf
á ný,” sagöi Eirlkur Tómasson.
Hann taldi stjórn Lögmanna-
félagsins taka of sterkt til oröa
þegar hún fullyrti að núverandi
ástand væri Islandi til van-
sæmdar sem réttarriki. Slik
fullyröing stæðist ekki en hins
vegar tæki hann undir þaö, aö
ekki mætti þrengja um of rétt
sakaöra manna.
—SG