Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 12
12
vism
VISIR
Umsjón: Gylfi Kristjánssonf
Kjartan L. Pálsson.
13
Pólverjarnir „frosnir" heima
,,l>að kom skeyti frá Pólverjum i kvöld þar sem þeir
sögðu, að vegna neyðarástands þar i landi komist þeir
ekki hingað til landsleikjanna um næstu helgi, eins og
ákveðið hafði verið”, sagði Július Hafstein, gjaldkeri
Handknattleikssambands islands, er við hittum hann
að máli i gærkvöidi.
I>etta setur vissulega strik i reikninginn hjá lands-
liði okkar sem býr sig nú af kappi undir ótai átök
vetrarins, og B-keppni heimsmeistaramótsins sem
fram fer á Spáni i lok febrúar.
Miklir snjóar hafa verið i Póllandi að undanförnu og
t.d. snjóaði þar i 80 klukkustundir samfleytt um ára-
mótin. Þar i landi ríkir því neyðarástand, og landsiiðið
kemst ekki úr landi.
Július sagði að Pólverjar hefðu beðið HSi að stinga
upp á öðrum leikdögum, og reiknaði Július með að
reynt yrði að fá pólska liðið hingað i heimsókn I næsta
mánuði, sennilega um miðjan mánuðinn. gk—.
Reykjavikurmeistarar Vals i knattspyrnu innanhúss 1979: Aftari röö frá v.: Haildór Einarsson liös-
stjóri. Guömundur Kjartansson, Sævar Jónsson, Atli Eövaidsson, Guömundur Þorbjörnsson, Fremri
röö frá vinstri: Ólafur Danivaisson, Grlmur Sæmundssen, Ingi Björn Albertsson, Hálfdán Karlsson og
Höröur Hilmarsson. Vfsismynd Friöþjófur
Sjólfsmörkin komu
Valsmönnum í gang
— Og þeir unnu KR i úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í
knattspyrnu innanhúss í Höllinni í gœrkvöldi
Tékkinn stökk
lengst allra
Jozef Samek frá Tékkóslóvakiu
sigraöi í annarri skiöastökks-
keppninni af fjórum sem standa
yfir I Evrópu þessa dagana, en I
henni taka þátt allir bestu skiöa-
menn heimsins.
i fyrstu keppninni sigraöi Vori
Ivanov frá Sovétrlkjunum, en
hann var ekki á meðal þeirra
Albert til
Hollands
Albert Guömundsson, knatt-
spyrnumaöur Ur Val, hétt utan til
Holiands I morgun, en þar mun
hann dvelja næsta mánuöinn viö
æfingar hjá félaginu Twente En-
schede sem leikur I 1. deildinni
hoilensku. .
Ekki helur neitt veriö um þaö
rætt aö Albert gerist atvinnu-
maöur hjá félaginu, en þó hefur
hann látiöaö þvi liggja aöeftæki-
færi byöist til aö fara át I atvinnu-
mennskuna myndi hann slá til ef
hagstætt tilboö fengist. gk—.
fremstu I gær. Þá stökk Jozef
Samek 101 metra og fékk 120,5
stig fyrir stíl. Annar var Bogdan
Norcic frá Júgóslavlu sem stökk
100metraslétta og fékk 117,6 stig
fyrir stil og þriðji varö Pentti
Kokkonen frá Finnlandi sem
stökk 97 metra og fékk 114,4 stig
fyrir stil.
Kokkonen þessi hefur forustuna
i keppninni þegar kapparnir hafa
keppt tvivegis. Hann hefur hlotiö
346.8 stig, annar er Jochen
Dannebergfrá A-Þýskalandi meö
344,6 stig og þriöji Harald
Duschek frá A-Þýskalandi meö
335.8 stig.
Tvær siöustu keppnirnar fara
fram f Austurriki á morgun og á
laugardag.
Eitt meiriháttar óhapp varö i
keppninni I gær. Norömaöurinn
Per Bcrgerud komst aldrei á loft,
hann féll I aörennslisbra utinni og
fram af pailinum. Hann meiddist
ekki alvarlega, nelbrotnaöi og
hlaut skrámur, og er taliö aö
öryggishjálmur hans hafi bjargaö
honum mikiö Iþessu 60 metra háa
falli. gk-.
Valsmenn höföu heppnina meö
sér i gærkvöldi, er þeir uröu
Reykjavikurmeistarar f knatt-
spyrnu innanhúss I Laugardals-
höll. Þeir léku tU úrslita gegn KR
og sigruöu 6:3.
Eli's Guömundsson skoraöi
fyrsta mark leiksins fyrir KR, en
Ingi Björn jafnaöi úr vitaspyrnu
fyrir Val. Sverrir Herbertsson
kom KR yfir 2:1 en Ingi Björn
jafnaði aftur. Enn komst KR yfir
er Sverrir skoraöi 3:2, og þannig
var staöan i hálfleik.
í siöari hálfleik komst Valur
yfir 4:3 meö tveimur sjálfsmörk-
um KR-inga og þeir Guömundur
Þorbjörnsson og Ingi Björn inn-
sigluöu siöan sigurinn.
Liö Fylkis, sem kom mest allra
liöa á óvart I mótinu, hreppti 3.
sætiö. Fylkir sigraði Þrótt og
gerði jafntefli viö bæöi Fram og
Val, og siöan sigraöi Fylkir liö
Leiknis i leik um 3.sætiö með 5:3.
Annars uröu úrslit leikjanna i
riðlakeppninni þessi:
A-riöill:
Fram — Þróttur
Fylkir — Valur
Fram — Fylkir
Þróttur — Valur
Valur—Fram
Fylkir —Þróttur
B-riöill:
KR — Vikingur
Leiknir —• Arm.
KR — Leiknir
Vikingur — Arm.
Arm. — KR
Leiknir —Vik.
4:6
5:5
6:6
1:7
10:6
10:5
9:3
8:0
9:2
5:7
3:6
4:5
ek-.
Þó held ég þrumu-
rœðu um Íslendínga,i
,,Þaö er alveg sama hvort ég er i
Noregi eöa á Englandi, ég er alltaf meö
hálfan hugann viö island og vini mfna
þar, og finnst vera heldur litil jól hjá
mér, ef ég held þau ekki I þeirra hópi,”
sagöi Tony Knapp, fyrrverandi lands-
liösþjálfari islands I knattspyrnu, er viö
hittum hann aö máli I gærkvöldi, en
hann hefur dvaliö hér á landi siöan fyrir
jól.
„Égkom hingaö frá Englandi en þar
hef ég dvalið eftir aö keppnistimabilinu
lauk I Noregi, og aö koma hingað er
alveg eins og aö koma heim”, sagöi
Tony og var aö vanda hress i' bragöi.
,,Það gekk ágætlega hjá mér með
Viking hjá Stavanger I sumar. Viö
höfnuöum i 2. til 3. sæti i deildinni ásamt
Lilleström sem Hooley fyrrverandi
þjálfari Keflvikinga var með i sumar. í
bikarnum komust viö I undanúrslit og
þessi árangur gefur okkur sæti I
UEFA-keppninni i haust.
Ég geröitveggja ára samning við Vik-
ing og byrja að þjálfa þar aftur i næsta
mánuöi. Aöstaöan þar er fyrsta flokks —
viöhöfum allt þaö besta ognægir þar aö
nefna völl meö gervigrasi i fullri stærö.
Sá völlur er upphitaöur þannig aö hægt
er aö leika á honum allan veturinn.
Félagiö stendur fjárhagslega vel — þaö
hefur sem dæmi selt alla miöa i sæti á
heimaleiki liösins næsta sumar, en
meðalaösókn aö heimaleikjum þess eru
um 9500 manns.”
— Hefur þú og stjórn Vikings enn
áhuga á islenskum leikmönnum?
,,Viö buöum Janusi Guölaugssyni frá
FH aö koma i heimsókn i haust og
lögðum tilboö fyrir hann. Það kom
j ekkert út úr þvi, enda getum viö ekki
| keppt viö atvinnumannaliöin i Belgiu á
þeim vettvangi.
Ég hef enn áhuga á aö fá Janus i minn
hóp, og kannski kemur hann, en viö vilj-
um ekki vera aö liggja i honum né
öörum leikmönnum. Ég veit aö þaö er
sárt fyrir islenska knattspyrnu að missa
sinabestu leikmenn tilannarra landa og
þvi vil ég sem minnst koma nálægt þvi.
En þeir farahvorteðer utanef þeir hafa
getu og vilja , nóg er um félög sem
sækjast i góöa leikmenn. Undir minni
handleiöslufengjuþeir þó örugglega fri,
efóskaöværieftirþeim iislenska lands-
liöiö”.
— Sem fyrrverandi landsliösþjálfari,
hvaö vilt þú segja um árangur Islenska
landsliösins I sumar?
„Þetta er spurning sem ég get ekki
svarað almennilega, þvi ég sá ekki liöiö
leika. Ég veit ekki hvaða leikaöferöir
vinur minn Yuri Iletchev lét liöið leika
og hvaða ti'ma hann fékk til undir-
búnings.
Ég verö þó aö viöurkenna aö ég varö
fyrir vonbrigöum með úrslitin i leikj-
unum við Danmörku og Bandarlkin I
Reykjavik. Ég reiknaði I þeim leikjum
meö öruggum islenskum sigri.
Strákarnir h já Vikingi eru orðnir ægi-
lega þreyttir á aö heyra mig segja frá
knattspyrnumönnunum á Islandi. Þeir
fá stundum góöan vals hjá mér ef mér
finnst þeir ekki taka á i leikjum eða á
æfingu — og lýk þá venjulega ræöunni
meöþviaösegja þeim, aö uppi á Islandi
hefi ég þjálfaö hóp af strákum sem
gerðu helmingi meir en þeir, og þaö án
þess að fá krónu fvrir baö. — Ée held aö
þeir tauti þá oft meö sjálfum sér ... „þvi
i f jandanum ferðu þá ekki þangaö aft-
ur” ... og það má vel vera aö ég geri þaö
einhvern tima síöar meir — þaö er að
segja ef ég fæ vinnu”, sagöi Tony Knapp
að lokum.
—klD-
Beattie
er ekki
til sölu
„Beattie er ekki til sölu og þaö
vcrður ekki meira rætt um það
mál”, sagði Bobby Robson,
framkvæmdastjóri enská 1.
deildarliðsins Ipswich I gær
þegar það fréttist aö félagið
hefði fengið tilboðupp á 500 þús-
und pund I enska landsliðs-
manninn Kevin Beattie, en ekki
var látið uppi hvaðan tilboðiö
kom.
Þær sögusagnir komust á
kreik um siðustuhelgi að Beattie
myndi fara frá Ipswich, en þá
komst hann ekki I liö hjá fél-
aginu. En Robson tók af öll tvl-
mæli um það I gær, og Kevin
Beattie verður áfram hjá ensku
bikarmeisturunum. gk—.
Tony Knapp mætti I Laugardalshöll I gærkvöldi til aö
fylgjast með Reykjavfkurmótinu Iknattspyrnu innanhúss.
Þar hitti hann aö máli tvo af gömlum „lærisveinum” sin-
i il
um, þá KR-ingana Guðjón Harðarsson og Ottó Guðmunds-
son.
Vlsismynd Friðþjófur
HROLLUR
Z.-Z’-*1 A.-flA-
HeE-.-.H&E-.-l.-.Z
o^-LA
TEITUR
Ytar hátign. \ Frá Tei,i? Kannski að
Neyöarmerki J risasniglar hati ráöist
trá jöröu. / 4 iöröina.
Visindisem eru 50.000 árum á undan okkar,
gera kleift aö keisarinn nær sambandi
viö Teit.
Ekki risasniglar. Helgur Neró
höfuösmaöur. Hann er aö reyna aö ná ]
jörðinni á sitt vaId. Og hóta aö þurraka /
upp öll vötnin og sjóinn.
<P BUUS |o King Featurw Syndicate, Inc., 197». World riphtt'rWtryod.
AGGI
Nei. Ég tók þær I fyrra
sumar< en átti ekki peninga
fýrr en nú aö láta framkalla
þær.
Ég þarf aöeinsaö skreppa á
skrifstofu skólastjórans
Ég verð enga stund.
Þetta hljóta aövera mynd
irnar sem skólastjórinn baö^
mig ;
MIKKI
V ' . [ Goffy er aöselja bursta. ) T
^Ég opna ekki dyrnar )
H§
L