Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 6
Orkukreppa í Júgóslavíu Júgóslavar, sem eru orönir vanir hinum tilbúnu þörfum nútlmasamfélagsins ab hstti vesturlanda, kynnast þessa dag- ana haröræöinu, sem forfeöur þeirra bjuggu viö fyrir öld. 1 mörgum hverfum Belgrad er skuggalegt um aö litast þessa dagana. Blaktandi kertaljós og ósandi olíulampar varpa drauga- legri birtu út um gluggana, en ef þessara gömlu birtugjafa nyti ekki viö I skammdeginu þyrfti margt heimiliö aö vera I myrkri á þessari öld raflýsingar. Og ef ekki væru ollu- og kola- ofnar til þess aö ylja upp vistar- verurnar, færi stofuhitinn hjá mörgum niður fyrir frostmark. bessu veldur orkuskorturinn. Þaö er skortur á kolum til þess að drifa orkuverin, og þaö er vatns- ekla hjá raforkuverunum. Fyrr í þessum mánuöi birtist einn af forsvarsmönnum orku- stofnunar rikisins I Júgóslaviu á sjónvarpsskerminum og boöaöi strangar orkusparnaöarráöstaf- anir. Oaginn eftir myndaöist troöningur i verslunum, þegar fólk þyrptist aö til þess aö birgja sig upp af vaxkertum og nftjándu aldar oliulömpum. Ráöstafanirnar, sem boöaöar voru til þess aö spara orkunot'Kun, fólu i sér aö búöargluggar skyldu ekki lengur eins upplýstir og áöur, bann viö notkun neonljósa- auglýsinga húsakynni þess opin- bera skyldu óupphituö og styttur yrði útsendingartimi sjónvarps. Taka skyldi upp rafmagns- skömmtun meö þeim hætti, aö skipst yröi á viö aö taka rafmagn af heilum hverfum I höfuöborg- inni Belgrad og öörum stærri borgum landsins. Þannig veröur þaö i vetur. Júgóslavar taka þessum vand- ræöum meö karlmennsku’. — „Þetta er eins og þaö var i þá gömlu erfiöu daga heima I sveita- þorpunum, þar sem viö ólumst upp,” segja þeir, sem muna. „Forfeöur okkar komust af viö slikar aöstæöur og okkur er ekki Rúmenla og Júgóslavia hafa reist raforkuver viö Dóná, þar sem hún rennur á landamærum rlkjanna, og annaö er I bigerö, en Júgóslavar hafa dregist aftur úr orkuþörfinni viö uppbyggingu orkuvinnslu sinnar. vorkunn.” bar aö auki var upphitun húsa orðin mörgum full dýr lúxus. Upphitun tveggja herbergja Ibúö- ar yfir vetrarmánuöina sex kost- ar i Belgrad aö meðaltali, ef hún er kynt meö kolum, 77 þúsund krónur, en um 110 þúsund, ef hún er kynt með oliu, og um 236 þúsund, ef hún er rafkynt. Kommúnistarlkið Júgóslavia er sem sé eitt fórnardýra óöa- veröbólgu oliunnar. Júgóslavar eiga aö visu sinar eigin orkulindir sem eru brún kol af lélegum gæöaflokki, og siðan vatnsföllin. Þeir hættu aö nota kolin til húsakyndingar fyrir nokkrum árum vegna hræöilegr- ar mengunar af þeim. 1 staöinn var notuö innflutt olia, sem var tiltölulega ódýr á þeim tima. Kolanámurnar eru til staðar, en öfugt viö Sovétrikin, eru kola- námumenn i Júgóslaviu illa laun- aöir, og þar sem starfiö er ekki sérlega kræsilegt, er skortur á vinnuafli i námunum. Sérstak- lega eftir námaslys I Serbiu, en þaö varö til þess aö margir náma- menn lögöu niöur vinnu og neit- uöu aö snúa aftur i námurnar. Hluti þeirra snéri sér aö öörum starfsgreinum. — Fyrir þá sök þurfa margir aö biöa allt aö þvi mánuö eftir þvl aö fá afgreidd kol til húshitunar. Kemur ósjaldan fyrir, aö kolakaupmaöurinn seg- ir, aö þeir þurfi aö biöa fram á vor. Júgóslavia, sem er komin vel á veg með aö veröa iönaöarriki, eftir margra ára fátækt undir erlendri stjórn, hefur gert griðar- átak i orkumálum, en oröiö fyrir ýmsum áföllum, sem spillt hafa áætlunum á þvi sviði. Fyrsta kjarnorkuver Júgóslava, I Krsko I noröurhluta landsins, er orðiö tveimur árum á eftir áætlun. Stafar sú töf aö miklu leyti af pólitisku þrefi vegna kaupa á hárfinni tækni Bandarikjamanna og kröfum um tryggingar á þvi, aö sú tækni veröi einungis til friösamlegra nota. Vegna landslags sins á Júgóslavia mikla möguleika liggjandi til rafvæöingar meö virkjun vatnsfalla, en i þá sálma hefur veriö fariö mjög varlega, þvi að Júgóslövum er um og ó aö spilla fegurð landsins meö tilliti til feröamannaiönaöarins, sem er drjúgur skerfur I öflun þjóöar- teknanna. — Rúmenia og Júgóslavia reistu i sameiningu , mikla stiflu viö Dóná áriö 1972. Orkuveriö, sem kallaö er i daglegu tali „járnhliöiö” fram- leiöir 2,136 kilóvött á klukku- stund, og á teikniboröinu liggur annaö orkuver sömu stæröar og geröar, sem byggja skal ofar viö fljótiö á landámærunum rikj- anna. En Júgóslaviu hefur ekki tekist aö fylgja iönþróuninni eftir og stækkun þéttbýlisins meö uppbyggingu orkugjafa. Nokkur helstu raforkuverin eru aö veröa úr sér gengin, vélasamstæöur fornar og lélegar og einstöku þeirra hafa oröiö aö hætta orku- vinnslu. Til viöbótar er svo vatns- skortur þetta áriö i júgóslavnesk- um vötnum og ám eftir óvenju vætulitiö sumar. Vilja halda tengslum við Taiwan l Formósu-KInverjar og stuöningsmenn Taiwan hafa látiö óspart I ljós óánægju sina meö þá ákvöröun Bandarlkjastjórnar aö taka upp I stjórnmáiasamband viö Rauöa Klna og silta sambandinu viö Taiwan. — A nýársdag kom til uppþota I Kinahverfi New York, þegar um 2,000 stuöningsmenn Taiwan marséruöu um hverfiö til þess aö mótmæla þessari ákvöröun, og var þessi simamynd UPI tekin viö þaö tækifæri. 13009 BILALEIGAN EKILL EINHOLTI4 Laumuðust til að nema land ó vesturbakka Jórdan Um 100 þjóðernissinna gyðingar smugu úr greipum ísraelshers og námu land á yfirráða- svæði Araba skammt frá Jerúsalem i gær- morgun. Fólk þetta tilheyrir Gush Emunim, róttækum þjóöernis- sinna trúflokki gyöinga, sem hef- ur I trássi viö boö og bönn Israels- stjórnar, haft forgöngu um aö nema land á hernumdu svæöun- um. Siöustu vikuna geröi hópur- inn Itrekaöar tilraunir til land- náms á vesturbakka Jórdan, sem bann hefur veriö sett viö, meöan friðarumleitanir stjórnarinnar viö Egyptaland standa yfir. Gush Emunim boöar, aö þaö sé skýlaus réttur gyöinga aö setjast hvar þar aö, sem á bibliutimum heyröi til Israel. Hundraðmenningarnir laum- uðust út úr kvi hersins þar sem þeir voru I haldi viö Givon hjá Ramallah-veginum til Jerúsalem meö þvi aö klippa sér smugu á gaddavirsgiröinguna. An þess aö hermennirnir yröu varir, haföi þetta fólk á brott meö sér byggingarefni i þrjú hús, stórt tjald og vatnsgeymi. Undir dögun helgaöi fólkiö sér land noröur af Jerúsalem, um 4 km frá Nebi Samuel-hæöinni, þar sem hermenn tóku það fyrir viku og fjarlægöu. — t hópnum voru margir nýir innflytjendur frá Sovétrikjunum. Annarsstaöar á vesturbakkan- um efndi fólk úr rööum Gush Emunim til mótmæla viö land- námsbanninu meö þvi aö leggjast i hópum á akvegi og tálma alla bilumferö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.