Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 5
— sagði Ókrfur Jóhannesson, forsœtisráðherra, í áramótaávarpi sínu KÓPAVOGUR: HAMRABORG 1 KARSNESSKÓLI ,,Viö höfum ekki efni á nýrri Sturlungaöld með öllum hennar óþurftarönnum og óhæfuverkum. Við þurfum ekki öfgar og orða- gjálfur oflátunga, heldur mála- miðlun og meðalhóf”, sagöi Ólaf- ur Jóhannesson, forsætisráö- herra, I áramótaávarpi slnu 1 rikisútvarpinu á gamlárskvöld. 1 ávarpi sinu fjallaöi forsætis- ráðherra um þau miklu stakka- skipti, sem orðið hefðu á lifsskil- yröum Islendinga frá þvi að ís- land fékk fullveldi fyrir 60 árum. „Þjóðin hefur tvöfaldast og rif- lega það, mannsævin hefur lengst svo nemur þriðjungi, hlutur litil- magnans hefur verið réttur, skil- yrðum uppvaxandi kynslóöar tii þroska og menntunar hefur fleygt fram”, sagöi hann. „Það má vissulega finna aö mörgu, og meö gildum rökum má benda á ýmis- legt, sem betur má fara, en með sanngirni verður þvi ekki á móti mælt, að þjóðin býr við frelsi og velmegun eins og best gerist”. Samráð Forsætisráöherra fjallaði um nauðsyn þess, að til samræming- ar hagsmuna ætti sér stað „sam- ráð mismunandi aðila, sem hafa hver um sig ákveöiö verksvið og sjálfstæöan ákvöröunarrétt, en hafa komist aö þeirri niðurstöðu, aðsameiginleg ákvarðanataka sé þeim öllum fyrir bestu, og setja sér samráðs og samstarfsreglur að fenginni reynslu. Þessi háttur á meöferð kjaramála er sam- eiginlegur þeim löndum i okkar álfu, þar sem mest festa rlkir i verölagi og þróun lifskjara er já- kvæðust”, sagði forsætisráð- herra, og bætti við: „Að slikri skipan þarf að stefna hér á landi. Henni veröur ekki náð i einu stökki, heldur með þrot- lausri viöleitni, óbifanlegri þolin- mæði og gagnkvæmum skilningi og góövilja”. Ofmetnaður Forsætisráöherra minnti á þaö i ávarpi slnu, aö samkvæmt gömlum kennisetningum væru sjö höfuðsyndir, en þeirr viðsjár- verðust, og undirrót allra hinna lastanna, væri ofmetnaður. „Hvort sem menn vilja raða áviröingum 1 flokka eða ekki, er það ljóst, að ofsafengin sjálfsupp- hafning er hvimleiður og skaöleg- ur þátturí mannlegu samfélagi”, sagöi forsætisráðherra. „A of- metnaöi strandar einatt, ef svo tekst til, að þörf áform og góður ásetningur renna út i sandinn, af þvi að þeir, sem um hljóta af fjalla, verða ekki á eitt sáttir”. Einn veit betur Undir lokávarps sins sagöi for- sætisráöherra m.a.: „Dómur manna um verk ann- arra, hvort heldur er samtiöar- manna eða forvera þeirra, eru stundum ósanngjarnir eða jafn- vel rangir. Þeir dómar eru oft byggðir á misskilningi eða van- þekkingu, vilsýni eöa hlutdrægni, svo ekki séu lakari hvatir nefnd- ar. Þeir sem dæma þekkja ekki alltaf verkin i raun og veru. Þá er gott til þess að hugsa, aö þaö er alltaf a.m.k. einn allsherjar sjá- andi, sem þekkir verkin og getur kveðið upp um þau réttan dóm”. —ESJ ólafur Jóhannesson, forsætisráö- herra Beat-dansfyrirdömur “ Sérstakir eftirmiödagstímar fvnr dömur sem vilja fá góöar fireyfingar onnssHoti ■iv^nsfuninssonnn w onnssHou Innritjjn daglega frá 10-12 og 13-19 í símum 20345, 38126, 24959 og 74444 Kennslustaðir: REYKJAVÍK: BRAUTARHOLTI 4 DRAFNARFELLI 4 FÉLAGSHEIMILI FYLKIS HAFNARFJORÐUR: GÓÐTEMPLARA HÚSIÐ r t r •• SERTIMAR I DONSUM UR GREASE 77 fórust árið 1978 Alls létust 77 Islendingar af Næsteru sjóslys ogdrukknan- slysförum á siöasta ári, þar af ir sem urðu 18 aö fjörtjóni á ár- tiu erlendis. Eins og áNir voru inu. Þetta erulægri tölur en frá það bilarnir sem gerðu stærst árinu 1977 en þá fórust 39 oe 19 skörðin, 27 fórust i bllslysum. af þessum sökum. —ÓT VÍSJR Miðvikudagur 3. janúar 1979 • • „ÞURFUM CKKIOFGAR OG ORÐAGJÁLFUR OFLÁTUNGA Umtalsverð fœkkun útkalla skökkviliðs- ins í Reykjavík Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaöiö aflaöi sér á skrifstofu slökkvistöövarinnar I Reykjavlk, þá haföi slökkviliöiö veriö kallaö út 425 sinnum frá áramótum 1977-78 til 29. desember 1978. Allt áriö I fyrra voru útköll slökkvi- liösins 498 svo aö um umtalsverða fækkun á útköllum er aö ræöa. Skýrsla slökkviliðsins mun ber- ast rétt eftir áramótin og mun þá væntanlega vera hægt aö birta nánari fréttir af þeim brunum sem oröiö hafa i Reykjavik á ár- inu. SS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.