Vísir - 28.02.1979, Side 8

Vísir - 28.02.1979, Side 8
8 Miðvikudagur 28. febrdar 1879. VISIR :Ævintýri Ungverjans „The Boys from Brazil" Mönnum er áreiðan- lega óhætt að hlakka til þess að fá myndina The Boysfrom Brazil hingað til Islands. Leikararnir I þeirri mynd eru ekki af verra taginu. Svo sem Gregory Peck, Laur- ence Olivier< James Mason og Lilli Palmer, svo einhverjir séu nefndir. Peck og Olivier fara með aðalhlutverkin I mynd- inni sem stýrt er af Franklin J. Schaffner. Handritið gerði Hey- wood Gould og byggði það á sögu Ira Levins. Peck fer með hlutverk Josef Mengele, sem grunaður er um að hafa myrt þúsundir gyðinga I siðari heimsstyrjöldinni i tilraunastarfsemi i þeim illræmdu fanga- búðum Auschwitz. Mengele hvarf til Suður- ameríku þar sem talið er að hann sé enn. 01 i- vier fer með hlutverk Lieberman, nasistaveið- arans sem er á eftir Mengele. Meðfylgjandi mynd sýnir atriði úr The Boys from Brazil. Anthony Hopkins I hlutverki búktalarans Corky Withers meft figúruna Fats f myndinni Magic. BÚKTALARINN OG FÍGÚRAN Eftir öllu að dæma virðist mögnuð mynd á ferð, þar sem er kvik- myndin Magic. Það er Richard Attenborough sem leikstýrir. Handrit- ið er samið af William Goldman byggt á sam- nefndri sögu hans. Sá ágæti leikari Anthony Hopkins fer með aðal- hlutverkið í myndinni. Leikur þar hlédrægan búktalara, sem felur sig á bak við persónuleika figúru sinnar, Fats, og notar hann til að komast yfir sitt eigið óöryggi, eða kannski er honum stjórnað af fígúrunni... Með önnur hlutverk fara til dæmis Ann-Margret, Burgess Meredith, Ed Lauter og fleiri. Tom Berenger I hlutverkl Andras og Alberta Watson I hlutverki söngkonunnar Mitzi I myndinni In Praiseof Older Women. Og fyrst við erum á annað borð farin að segja frá kvikmyndum, þá látum við „In Praise of Older Women" fylgja með. Þar segir frá ung- um Ungverja sem kemst að því að hann laðast helst að konum sem eru öllu eldri en hann sjálf- ur. Fylgst er með ævin- týrum hans, bæði I heimalandi hans og Kanada. Með aðalhlut- verkið fer Tom Bereng- er, unga mannsins Andras. Með önnur hlut- verk fara Karen Black, Susan Strasberg, Helen Shaver, Marilyn Light- stone, Alexandra Stew- art og Alberta Watson. Leikstjóri er George Kaczender. Handritið er samið af Paul Gottlieb, byggt á sögu eftir Step- hén Vizenezy. Mengele (Gregory Peck) og Lieberman (Laurence Ollvier) Umsjón: Edda Andrésdóttir

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.