Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 8. mars 1979 Unglingar I starfskynningu á Vísi: Langar þig út i atvinnu- lifið? Samúel Grytvik, Vestmanna- eyjum: — Já, ég held þaö. Ég ætla þó að halda áfram i skóla en svo langar mig aö fara I blaöa- mennsku. Linda Björg Siguröardóttir, Þorlákshöfn: — Nei, mér finnst skemmtilegra i skólanum, en þegar ég fer að vinna þá er ég aö hugsa um aö fara i blaöa- mennsku. Þorvaldur Viktorsson, Vest- mannaeyjum: — Já, maöur er oröinn leiöur á skólanum. Ætli maöur haldi þó ekki áfram og reyni aö veröa tæknifræðingur. Lára Asbergsdóttir, Þorlákshöfn: — Nei, ekkert frekar. Ég ætla aö halda áfram og veröa fþrótta- kennari. Pálina Garöarsdóttir, Þorláks- höfn:— Nei, ég hlakka ekki til aö fara aö vinna i fiski. Mig langar til aö fara I blaöamennsku eöa iþróttakennslu. „RÍKIÐ BÝR iKKI TIL PENINCA EF ENGINN NENNIR AÐ VINNA" Þegar lltiö er aö gera I viögerö- unum bregöur Kristinn sér á sjó á trillu, sem hann á, og meðal þess, sem hann leggur áherslu á aö veiöa á vorin er grásleppan. Kristinn þeysir á skellinörðu sinni i saffibandi við viögeröar- verkefni milli húsa á Dalvik, Og segist hafa farið á henni alla leiö út á Olafsfjörö og til Akureyrar. Kassi, sem hann smiðaði og kom fyrir aftan viö sætiö á skellinöör- unni gegnir hlutverki farangurs- geymslu og er mikið þarfaþing aö mati Kristins. Að gefast ekki upp ,,Ég er á móti þvi aöfóik heimti allt af rfkinu”, segir Kristinn Jónsson á Dalvfk. Mynd GVA „Maður reynir aö bjarga sér, en ég get ekki unniö reglulega vinnu vegna slyss, sem ég lenti i fyrir nokkrum árum”, sagöi Kristinn, er Visismenn hittu hann aö máli, þegar þeir áttu leiö um Dalvik á dögunum. „Ég haföi veriö aö vinna á lyft- ara i sambandi viö fiskvinnslu er ég beinbrotnaöi og varö auk þess svo óheppinn, aö sýra úr raf- geymi lyftarans helltist yfir mig. Þegar ég kom út af spitalanum, fannst mér ekki koma til greina aö gefast upp og til þess aö skapa mér létta vinnu ákvaö ég aö koma upp aðstööu til reiðhjóla- og skó- viögeröa”. Skóm þarf að halda við Er viöspuröum Kristin um þaö, hvort i raun borgaði sig aö láta gera viö skó, vegna kostnaöarins, sem þvi fylgdi sagöi hann: „Jú, þaö borgar sig sannarlega aö láta gera viö skóna, en aöalatriöiö er þó, aö halda skónum vel viö. Sjáiö Það virðist vera hægt að fá betri þjónustu á Dalvik á sviði viðgerða en við vit- um dæmi um annars stað- ar. Kristinn Jónsson, sem þar gerir við reiðhjól og skó býðst til þess að koma á staðinn til þess að annast viðgerðirnar, ef fólk á erf- itt með að koma því, sem bilað er til hans á verk- stæðið. segir Kristinn Jónsson, reiðhjóla- og skóviðgerðarmaður á Dalvík, sem lagt hefur áherslu á að bjarga sér sjálfur eftir að hann varð fyrir slœmu vinnuslysi UPP MEÐ PENINGANA OG MÖRKIN Tvö hundruö þúsund manna samfélag eins og tslendingar hefur löngum veriö viökvæmt gagnvart viöhorfum útlendinga. Ekkert tekur okkur sárar en þegar fslendingar erlendis lenda undir manna hendur, og má segja aö viö hafi legiö á tim- um danskrar stjórnar hér, aö illur hafi sá glæpur mátt vera aö hann hafi ekki aö einhverju leyti fyrirgefist af þvi þaö voru Danir sem framfylgdu dómum. Nú hefur hópur tslendinga Ient I höndum réttvisinnar I Kaup- mannahöfn út af eiturlyfjum, og þaö er okkur þyngri óhamingja en efni standa til af þvl Kaup- mannahafnarblööin hafa talaö um „sjö lslendinga”. Svona er nú þessu fariö. Vegna smæöar okkar finnum viö til ööru visi en stærri þjóöir, þegar landar okk- ar eru gripnir viö vafasama iöju. En engir reikningar eru svo slæmir aö ekki sé hægt aö rétta þá viö meö hagsýni og góöum vilja. Og svo mun vera i þessu efni, þótt langt sé frá þvl aö al- mennur skilningur sé á vinn- ingsmöguleikum, þar sem vett- vangurinn er meira kjörinn. Hér er átt viö iþróttirnar. Hvaö eftir annaö hafa tslendingar unniö umtalsveröa sigra I Iþróttum, og suma tima hefur boriö svo mikiö á þessu aö út- lendingar hafa hiklaust haldiö aö viö værum nokkrar milljónir aö tölu. Atburöur eins og skák- einvigiö var liöur I tilverubar- áttu okkar, og skákmeistarar okkar og núverandi forseti al- þjóöaskáksambandsins standa m.a. þennan þýöingarmikla út- vörö um reisn okkar i augum umheimsins, sem „Sjö islend- ingar” fá litlu breytt um. Nýlega átti islenskt hand- boltaliö i strangri viöureign á Spáni, og komst lengra en menn höföu almennt gert sér vonir um. Þaö náöi fótfestu gegn hálf- geröum atvinnuliöum, en hefur þó viö allt önnur skilyröi aö búa en landsliö h já stórþjóöum, sem geta hagaö æfingum og keppni aö vild og án áhyggna af vinnu- stööum eöa fjárhagsafkomu. Kunnur útlendur handbolta- maöur hefur sagt, aö hand- knattleikur væri um margt sér- grein islenskra Iþróttamanna. Svo virtist sem þessi iþrótt lægi mjög vel fyrir iþróttamönnum okkar, og má til sanns vegar færa, aö þeir sem stunda iþrótt- ir I köldu landi, eigi hægara meö aö sýna árangur I inniiþróttum en öörum. Arangur Islenska landsbösins I handknattleik upp á slökastiö bendir tíl þess, aö innan þess sé kjarni, sem bókstaflega megi móta til fullnustu þannig, aö liö- iö geti innan skamms tlma staö- iö mjög framarlega I hópi heimsliöa. Mega allir sjá aö slikt væri ekki ónýtt fyrir tvö hundruö þúsund manna þjóö. Erlendis er stuöningi viö handknattleiksliö vlöa hagaö þannig, aö ákveönir aöilar koma sérsaman um aö veita ár- lega vissum fjárhæöum til starfseminnar. T.d. eru þaövln- bændur á Spáni, sem kosta meö fjárframlögum, vissum upp- hæöum á ári, úthaldiö á spænska landsliöinu. Þetta gefur landsliöinu frjálsar hendur innan ramma rlflegrar fjárveitingar, og má raunar allt eins segja aö spænsku vinbænd- urnir séu meö þessu aö fjárfesta I mörkum. Nú er alveg ljóst, aö hér á landi er fjöldi stofnana, sem meö góöu móti gætu komiö sér saman um aö veita eins ogtutt- ugu og fimm milljónir á ári til landsliös I handknattleik. Meö þvl móti væru þessar stofnanir aö stórauka likur á hærri markatölu hjá Islenska liöinu og vinna aö þvi aö koma þvi I fremstu röö heimsliöa. Fyrst spænskir vlnbændur sjá sér leik á boröi viö aö efla veg Spánar á alþjóöavettvangi meö fjárveit- ingu til landsliöa, ætti happ- drættisþjóöin mikla ekkiaöhika viö aö fara aö dæmi þeirra. Hægt er aö nefna Eimskipafélag Islands, Flugleiöir og bankana I þessu sambandi. Viö stöndum frammi fyrir miklum ónýttum möguleika til aö efla hróöur landsins á gamla visu. Og þaö hefur sýnt sig aö góöur fjár- hagslegur aöbúnaöur skilar mörkum. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.