Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 16
r 16 Fimmtudagur 8. mars 1979. VÍSIR LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF 06 LIST LÍF OG LIST LÉF OG LIST LÍF OG LIST Gamla bíó: Astrikur galvaski Frönsk teiknimynd. Einhver mesta þjóö- hetja Frakka eftir aft de Gaulle leiö er tvfmæialaust kappinn Asterix, sem á vorri tungu hefur veriö nefndur Astrikur. Myndasögurnar um hann og félaga hans, svo sem Steinrik, Sjóörik og Óörik, hafa notiö mikilla vinsælda vföa um heim: m.a. hafa nokkrar veriö þýddar á isiensku. Kvikmyndin um Astrik sem Gamla bió sýnir þessa dagana er lltiö annað en hreyfimyndaiit- færsla á einni bókinni. Segir þar frá þvi þegar Rómverjar _ræna töfralækninum Sjóörlk f von um aö komast yfir undradrykk þann sem veitir Göllunum krafta i köggla. Meö hjálp drykkjarins hyggjast viökomandi Rómverjar sölsa undir sig völdin j. Róm og þar meö ná heimsyfirráöum, enda er þessu fólki valdafíkn og heimsvaldastefna í blóð borin, eins og lesendur munu vita eftir kynni sin af Kládiusi og hans slekti öllu. Þessi yfirfærsla — frá bók yfir ikvikmynd — var ekki að öllu leyti vel heppnuð, þótt vissulega Agúst uömundsson skrifar væri hún smellin á köfl- um. Meö kvikmynda- tækninni var fátt nýtt lagt til málanna, þetta var of- ur einfaldlega gamla myndasagan á hreyfingu. Kímnin i bókunum bygg- ist ennfremur mjög á oröaleikjum, sem ekki komust allir til skila. Ein ástæðan til þess var sú að Astrikur og félagar töl- uðu dönsku aldrei þessu vant: þeir hlutu reyndar umtalsveröan stuöning af islenska skýringartext- anum. Mikiö væri annars gaman aö heyra islenska leikara spreyta sig á að lesa inn á svona mynd. Danir tefldu fram mönn- um á borð við Ove Sprogoe (sem Ástrik) og Dirch Passer (sem Steinrik), og bæði leiklega og tæknilegavar danska geröin vel unnin. Mynd sem þessi er eink- um ætluö börnum og þvi kemur danskt tal og islenskur skýringartexti að takmörkuðum notum. Það væri fróðlegt að vita hversu mikið mætti fá upp i kostnað af islenskri hljóðvinnslu með aukinni aðsókn einni saman. A.G. Myndasaga ó hreyfingu Bðndinn hendir tófuna á lofti I ballettinum Tófuskinni. Hún er eitt af þvf marga sem hann ágirnist. Vfsismynd: GVA Tófuskinn og fóvitar Nýir ballettar í Þjóðleikhúsinu Nýr baliett veröur frum- sýndur i Þjóöleikhúsinu i kvöld, fimmtudagskvöld. Ballettinn er byggöur á smásögunni Tófuskinnið eftir Guömund G. Hagalin og samdi finnski danshöf- undurinn Marjo Kuuseia ballettinn sérstaklega fyrir islenska dansflokkinn. Marjo Kuusela hefur dvalið hér að undanförnu og unnið að sviðsetningu ballettsins fyrir tilstilli Norrænu leiklistarnefndar- innar. Hún þykir einn merkasti danshöfundur Norðurlanda um þessar mundir. t fyrravetur var sýndur i Þjóðleikhúsinu annar ballett eftir hana, Salka Valka, sem finnski dansflokk’ii’.nn Raatikko dansaöi. Handritið aö ballettinum Tófuskinnið samdi Eino Tuominen, tónlistin er eftir Stravinsky og leikmynd og búninga geröi Sigurjón Jóhannsson. Tófuskinnið fjallar um ást og ágirnd. Helstu persónur eru Arni bóndi, sem örn Guðmunds- son dansar, tófan, sem Asdis Magnúsdóttir dansar og Gróa, kona Arna, en það hlutverk fara þær Helga Bernhard og Ingibjörg Pálsdóttir með til skiptis. Auk þeirra koma fram milli 20 og 30 dansarar Ur tslenska dansflokknum og Listdansskóla Þjóð- leikhússins. Með Tófuskinninu verður sýndur annar ballett, ekki siður áhugaverður. Það er ballettinn Fávitar, sem er saminn og dansaður af Tommi Kitti, einum fremsta sólódansara Raatikko-dansflokksins. Kitti hefur unnið ballettinn upp úr sögu Dostojevskis, Fávitinn, og vann fyrir hann fyrstu verðlaun I keppni danshöfunda sem Samband finnskra list- dansara efndi til. Aðeins tvær sýningar eru fyrirhugaöar á ballettun- um, þar sem finnski gesta- dansarinn er bundinn i starfi ytra. —SJ Ljóðið var eftir Sigríði Ljóöiö „Impression” sem birtist i blaöinu i gær meö sýningu Sigriöar Björnsdóttur er i sýningarskrá meö sýningu hennar og er Sigriöur sjálf höfund- urinn.Ljóöiö segir hún vera táknrænt fyrir sýninguna. „Leikhús fœr þá aðsókii sem það á skilið" — segir Þórunn Sigurðardóttir sem leikstýrir nýju barnaleikriti „Nornin Baba-Jaga" Köttólfur Jónsson er stór upp á sig og þaö veröur aö sýna honum itrustu kurteisi „Þetta leikrit er um baráttu milli nornarinnar Baba-Jögu og Vassilisu vinnusömu, sem er aö reyna aö bjarga börnunum sinum úr álögum hjá norn- inni" sagöi Þórunn Si guröa rdó ttir sem leikstýrir nýju barnaleikrit sem Alþýðuleikhúsiö er aö setja á fjalirnar. Þegar Visir leit inn á æf- ingu hjá leikhúsinu i gær voru þar börn úr leikskól- anum Hólavellir og nokkrir unglingar sem eru með leiklistsem valfag I skólan- um. Þórunn sagði að þetta væri fyrsta skipti sem börn hefðu komið á æfingu hjá þeim en fyrirhugað væri að viðhalda þessum sið. Barnaleikritið „Nornin Baba-Jaga” er eftir rússneska skáldið Jevgeni Schwarts, en leikrit hans Pétur Snæland gaf okkur svampflögur sem við not- um i trén sem eru á sviðinu „Mig skilur enginn nema sá sem dáist aö mér” segir norn- in Baba-Jaga. Og ennfremur „Mannfólkiö elskar hvaö' annaö, en ég, þessi elska, elska bara mig” Vassilisa vinnusama horfir furöu lostin á hana. Hérna er Vassilisa vinnusama aö biöja hundinn Hnött aö hjáipa sér aö leysa þrautir nornarinnar. Björninn horfir á og bak viö þau sjást tvö tré, en þaö eru synir Vassilisu í álögum við höfum fengið góða að- sókn. Auk þess fengum við styrk frá borginni til að greiða húsaleiguna. Hins vegar er þetta húsnæðisvolitið, að ekki er um neinn fjárhagslegan ávinning að ræða. Það komast svo fáir i hvert skipti. Við höfum þvi mikinn hug á að ná sem flestum sýningum og ætl- um að sýna þetta leikrit tvisvar á sunnudögum. Einnig höfum við áhuga á að sýna það uppi i Breiðholtsskóla þar sem fleiri rúmast fyrir. Við erum með i undir- búningi nýtt islenskt leikrit eftir Ólaf Hauk Simon- arson, sem heitir Galeiðan og mun Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstýra þvi. Svo er Kabarett i vinnslu sem verður sýndur innan skamms. Okkar mesta hjálp er að fá sem mesta og besta að- sókn og ég treysti þvi at við fáum hana, þvi leikhús fær alltaf þá aðsókn sem það á skiliö” sagði leikstjórinn, Þórunn Sigurðardóttir. —JM hafa verið sýnd hérlendis við miklar vinsældir. Má þar nefna Snædrottninguna og öskubusku. Þýðandi „Nornarinnar” er Ingi- björg Haraldsd. „1 leikritinu lætur nornin Baba-Jaga Vassilisu vinnusömu leysa af hendi ýmsar þrautir til aö frelsa syni sina og tekst henni með h jálp dýranna að leika á nornina” sagöi Þórunn. „Þetta er þriðja skipti sem ég stjórna ieikriti eftir þennan höfund og mér finnst alveg einstaklega gaman að vinna að verkum hans. Sumir höfundar leggja ekki eins mikla vinnu i barnaleikrit og þau sem ætluö eru fyrir fullorð- ið fólk og þvi eru verulega góð barnaleikrit alltof sjaldséð. Að þessu leyti er Jevgeni Schwarts á undan sinni samtið. Guðrún Svava Svavarsdóttir gerði bún- inga og leikmynd i sam- vinnu við leikarana. Allir búningar eru úr hveitipok- um sem við fengum fyrir litið, og unnum siðan upp úr þeim sjálf, lituöum, bleiktum saumuðum og sniðum. Það var gifurleg vinna. allan timann, en þau eru synir Vassilinu vinnusömu i álögum. — Hvernig hefur starf- semi leikhússins gengið? „Þetta hefur gengið mjög vel i allan vetur og LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF 0G LIST LÍF 0G LIST LÍF 0G LIST LÍF 0G LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.