Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 10
10 . Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfö Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höróur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stef ánsson, Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón öskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og sxrifstofur: Askrift er kr . 3000 á mánuði innan- Siðumúia 8. Simar 84611 og 82260. lands. Verð I lausasölu kr. 150 eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Prentun Blaðaprent h/f Átaks þðrf varðandi fíkniefnamólin Handtaka sjö íslendinga I Kaupmannahöfn um síðustu helgi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls hefur vakið óhug hér á landi. Sögusagnir hafa þó um margra ára skeið verið uppi um þátttöku fslendinga í þeim viðbjóðs- lega atvinnuvegi sem sala fíkniefna er, og mörg hörmu- leg dæmi eru um að íslensk ungmenni hafi orðið eitur- lyf jum að bráð í Kaupmannahöfn, sem virðist vera mið- stöð dreifingar eiturlyfja og fíkniefna. (slensk ungmenni hafa aftur á móti ekki þurft að leita út fyrir landssteinana til þess að komast yfir fíkniefni. Þótt vitað sé að lögreglumenn þeir, sem vinna að því að upplýsa sölu slíkra ef na hér á landi, haf i aðeins komist á snoðir um lítinn hluta þess, sem hér er á markaði, ber sá málaf jöldi það með sér, að ástandið í þessum efnum er hér orðið mjög alvarlegt. Það er aftur á móti mikið álitamál, hvort viðurlög eru mægilega hörð við brotum, sem upplýst eru varðandi ávana- og fíkniefnamál. Svo virðist sem ýmsir þeirra, sem þar hafa komið við sögu hljóti smávægilegar sektir, sem þeir eiga auðvelt með að greiða og ef fangelsisdóm- ar fylgi sé þeim ekki f ramfylgt fyrr en seint og um síðir. Á meðan þessir brotamenn ganga lausir eru þeir svo komnir á fulla ferð I eiturlyfjaheiminum og farnir að stunda þessi ólöglegu viðskipti meðal annars með efni, sem læknavísindin hafa staðfest að eyðileggja hvern þann mann, sem neytir þeirra. Það hlýtur að vera mikill ábyrgðarhluti að láta slfka menn ganga lausa og gefa þeim þannig tækifæri til þess að fremja ný brot á þessu sviði og eyðileggja líf f jölda íslenskra ungmenna. Fangelsisdómar, sem Islendingar hafa hlotið erlendis undanfarin ár fyrir fíkniefnasmygl eða sölu staðfesta, að við erum ekki engir englar í þessum ef num f remur en mörgu öðru. Þeir Islendingar, sem handteknir voru I Kaupmanna- höfn á dögunum hafa allir nema einn komið við sögu fíkniefnamála hér á landi og hlotið dóma. Suma þeirra hafa þeir komist hjá að af plána meðal annars með því að fara úr landi. Þá hafa verið rakin til þeirra mál, sem rannsökuð hafa verið eftir að þeir hurfu héðan til út- landa. Sumt þessa fólks hef ur áður lent í útistöðum við lögregluyf irvöld erlendis og hlotið dóma bæði í Frakklandi og Þýskalandi. Starfsmenn Sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum haf a lýst því yf ir, að þeir nái ekki nema litlu broti þeirra efna, sem hér eru á markaði og miðað við núverandi mannafla til rannsóknarverkefna af þessu tagi sé ekki við því að búast að hægt sé að veita það aðhald, sem nauðsynlegt sé í þessum efnum. Þá er augljóst, að rétt yfirvöld verða einnig að hef ja upplýsingaherferð um skaðsemi þá, sem fylgir notkun hinna ýmsu ávana- og fíkniefna, sem hér eru á boðstól- um eða má búast við að berist hingað. Ef ekki er lögð rík áhersla á að uppf ræða ungt f ólk um þær ógnvekjandi af leiðingar, sem neysla hinna ýmsu ávana- og f íkniefna getur haft í för með sér, er allmiklu meiri hætta á að fleiri byrji slíkt feigðarflan. Látum nú kókaínmál landa okkar f Danmörku verða til þess að við gerum nýtt átak til að afhjúpa þá spillingu, sem viðgengst I tengslum við ávana- og fíkniefnainn- flutning, dreifingu og neyslu hérlendis. Fjölga þarf í fíkniefnadeild lögreglunnar, útvega henni að nýju sér- þjálfaðan hund til þess að leita þessara hættulegu efna, herða allt eftirlit með innflutningi til landsins og herða viðurlög við brotum á þessu sviði. (slendingar eru orðnir nátengdir þessum óhugnanlegu málum úti I heimi og er fáránlegt að loka augunum fyrir vandamálinu, sem vex ört hér á landi. Fimmtudagur 8. mars 1979. vism Oft fer bctur en á hefur horfst.en þrátt fyrir þaö slösuðust um 150 börn innán 14 ára aldurs I umferöar- siysum hér á landi á siðasta ári. Hvenœr er slysahœttan mest fyrír börnin? Þegar umferöarslys veröur er oft spurt sem svo: Hver var orsök slyssins? Þetta er einföld spurn- ing þannig aö ætla mætti aö svar gæti veriö jafn einfalt. Þessu er þó engan veginn þannig variö. Erlendar rannsóknir sýna a6 yfirleitt á hvert umféröarslys sér ekki færri en þrjár samverkandi orsakir en yfirleitt mun fleiri og algengast aö þær séu sex til sjö. Þegar fjöldi orsaka er haföur i huga er augljóst aö til fækkunar á umferöarslysum er ekki um neina algilda lausn aö ræöa. Til þess eru úrlausnarefnin of mörg og mismunandi. A þessu nýbyrjaöa barnaári eru slys á börnum í umferöinni ofar- lega á baugi. Yfirlit sýna aö sem betur fer hefur oröiö tiltölulega fækkun á þessum slysum og á vaxandi umferöarfræösla í skól- um vafalaust mestan þátt I þvi. Jafnframt gefur þetta vis- bendingu um aö aukiö starf á þessu sviöi skili árangri. Ef þessi mál eru skoöuö hlýtur sú spurning fljótlega aö vakna hvort þáttur foreldra sé nægilega stór i fyrirbyggjandi starfi. Ég er viss um aö meirihluti foreldra er vak- andi aö þessu leyti en jafnviss um aö viöa er pottur brotinn. Sem dæmi má nefna aö samvinna for- eldra viö lögreglu varöandi úti- vist barna er hvergi nærri nógu góö. Einnig er alltof algengt aö afskipti þurfi aö hafa af börnum sem velja sér göturnar aö leik- svæöi og jafnvel mjög ung börn viröast stundum vera furöulega eftirlitslaus. Viö rannsókn umferöarslyss er leitast viö aö finna sem flestar hugsanlegar orsakir helst allar. sumar þeirra liggja i augum uppi og eru þarafleiöandi oftast til umræöu. Aörar beinar og óbeinar orsakir er litiö minnst á og er þvi ætlun min aö gera eina þeirra aö umtalsefni i þessum linum. Ég er ekki viss um aö foreldrar og aörir aöstandendur barna geri sér almennt grein fyrir hvenær hættan er mest rikust ástæöa til aö vara börnin viö og brýna fyrir þeim aö sýna aögát. Ég hef marg- oft rekiö mig á aö börnum er sér- staklega hætt þegar eitthvaö sér- stakt er aö gerast hjá þeim eitt- hvaö sem hefur truflandi áhrif eöa skapar spennu sem getur leitt til þess aö þau gæta sin ekki sem skyldi. Þaö getur veriö afmæliö þeirra sjálfra eöa kunningjanna heimsókn sjaldséös vinar, fyrsta feröin i danstima, fyrsta iþrótta- æfingin, og margt fleira þessu likt. Þegar ekkert sérstakt er um MAÐURINN LIFIR EK AF BRAUÐI EINU SA Nú eru liönir rúmir tveir mánuöir af hinu svokallaöa „barnaári”. Ég áleit fyrst aö þaö lægi nokkuö ljóst fyrir hvers- vegna einmitt þetta verkefni væri tekiö fyrir. Nú er ég ekki alveg viss, þvi aö ekki er laust viö aö ég hafi ruglast i ríminu af og til og veriö leidd af- vega annan sprettinn viö lestur ýmissa spaklegra ummæla — ungra og gamalla — þessu viö- víkjandi hér á Fróni. Mér viröist liggja marg- háttaöur misskilningur i þessu, varöandi tilgang ársins og þá ekki sizt hjá sumum sem eru á mörk- um þessa hóps sem um er rætt. Viö megum ekki rugla saman neyö milljóna barna og þörf fyrir umönnun út I hinum stóra heimi þar sem hver hnefi af hrisgrjón- um og hver brauöbiti getur skipt sköpum um lif og dauöa og svo aftur þess sem barn i allsnægta þjóöfélagi eins og hér er á Islandi, óskar sér eöa krefst vegna þess aö hugurinn girnist hégómann sem þaö sér allt 1 kring um sig. Þaö er tæplega hægt aö trúa þvi aö nokkur sé svo fátækur I anda aö halda þaö aö barnaár sé til þess ætlaö aö gefa þeim sem gængö hefur af öllu — meira af veraldlegu og forgengilegu glingri — meiri skemmtanir og meiri eftirgjöf I aga og skynsam- legu liferni. Að hugsa eða f lana blint af augum Viö vitum aö mismunurinn á kjörum barna i vanþróuöu lönd- unum og efalaust fleiri löndum og aftur á móti kjörum fslenzkra barna, — er svo geigvænlegur aö viö Islendingar hljótum aö skammast okkar aö láta þaö sjást á prenti aö helztu kröfur islenzkra barna séu aö fá skemmtilegra efni i barnatima o.s.frv. Er þaö mest áríöandi aö biöja um meiri skemmtanir? Sverfur neyöin mest þar aö? Vantar islenzk börn og unglinga meira frjálsræöi til oröa og athafna? Getur nokkur sem er meö fullu viti haldiö þvi fram aö þessir aldurshópar, (sé á heildina litiö) hafi svo þrúgandi byröar aö bera vegna skorts á skemmtunum og frjálsræöi hverskonar aö allt þurfi aö fara á hvolf þessvegna og allir sem vettlingi geta valdiö veröi aö hleypa yfir háls og höfuö til aö bjarga málunum i snarhasti. VEGNA ÞESS AÐ NÚ ER AR BARNSINS? Ég álft aö betra sé aö setjast niöur og hugsa um stund i ró og næöi áöur en flanaö er blint af augum og bætt viö flónskuna sem búin er aö rikja of lengi I uppeldis- og æskulýösmál- um. Þaö er timi til kominn aö börnum og unglingum sé kennt þaö sem nytsamara er, en ástundun skemmtana og ásókn i hégóma. Þvi miöur er ekki hægt aö afskrifa þaö sem „meinlaust” i öllum tilfellum. Afleiöingarnar veröa allt annaö en meinlausar ef ekki er I hóf stillt en til þess aö vel sé fyrir öllu séö er þörf góös uppeldis og innrætis og þar gæti ég trúaö aö næg verkefni væru fyrir hendi á barnaári fyrir þá sem taka vilja til hendi hér heima á okkar eigin landi. Áþreifanleg gæði skipta ekki sköpum. Frumþarfir i sveltandi heimi er vissulega matur, fæöa fyrir llkamann en i heimi allsnægta er hætt viö annars konar skorti viö getum ekki endalaust gengiö fram hjá þörfum þess hluta til- veru okkar sem ósýnileg yröi ef likaminn væri af okkur tekinn. Viö hljótum aö þarfnast meira en matar og drykkjar viö erum ekki bara gangandi beinagrind meö mismunandi miklu af vöövum og ónauösynlegri fitu utaná, sem aö lokum fær aö rotna undir grænni torfu þegar himnafaöirinn álitur okkur óþörf lengur hér á jöröu. Þó svo aö einhverjum sýnist þaö fjarstæöa, þá mun þaö þó vera svo aö þrátt fyrir þá miklu blekk- ingu sem margur er haldinn gagnvart áþreifanlegum gæöum þessa heims. þ.e.a.s. aö halda aö allt sé fengiö sé nóg til af pening- um, mat, skemmtunum o.fl. — þá er þaö ekki þetta sem skiptir sköpum um hamingju einstak- lingsins, jafnvel ekki barnsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.