Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 8. mars 1979. Námskeið Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðiðað auglýsa eftir þátttakendum í fyrir- huguðu námskeiði Félagsmálaskóla alþýðu, í ölfusborgum 25. mars næstkomandi. AAeðal námsgreina má nefna: Hópefli (leiðbeining í hópstarfi) Skráning minnisatriða. Fundarstörf, félagsstörf og ræðugerð. Trúnaðarmaðurinn á vinnustað. Vinnulöggjöf, vinnuverndarmál og fræðslumál. Saga verkalýðshreyfingarinnar. Skipulag og starfshættir samtakanna o.fl. Námskeiðið fer fram í fyrirlestrum, hóp- starfi, umræðum og æfingum. Verður unnið flesta daga frá kl. 9.00-19.00 með hléum. Leit- ast verður við að koma á listkynningum og umræðum um menningarmál. Kostnaður félagsmanna, sem þátt taka í nám- skeiðinu mun verða greiddur samkvæmt regl- um þar að lútandi. Þar sem þátttaka er tak- mörkuðþurfaþeirfélagsmenn V.R., sem vilja nota þetta tækifæri að hafa samband við skrifstofu V.R. Hagamel 4, sími 26344, eigi síðar en þriðjudaginn 13. mars næstkomandi. Verslunarmannafélag Reykjavíkur OPID KL. 9-9 AUar skreytingar unnar af fagmönnum. Nœq bilostcaBI a.m.k. ó kvöldin ItlOMt AMXTIH IIAI NARS I R I I I simi I27IT Greifinn nf Monte Christo eftir Alexandre Ðumas •' I IIJj(|lll>)||M«l«""‘ ...."HMHUIt fl/K'SuiWltnm........ •"’Mi/imimiM IHIIII.""" ..... er núafturá markaðnum, endurnýjuð útgáfa í tveimur handhægum bindum. Þetta er fimmta útgáfa þessarar sigildu sögu. Þýðing: Axel Thorsteinsson. Bókaútgófan Rökkur Flókagötu 15f sími 18768, kl. 4—7 „ÞJÓDHAGSLEGA HAGKVÆMT AÐ MINNKA SÓKNINA UM 40-50%" — segir Kristjón Kolbeinsson viðskiptafrœðingur hjó Þjóðhagsstofnun Heföi sóknin I þorskstofninn veriö minnkuö um 47% áriö 1977 væri hægt aö veiöa um 390 þúsund tonn af þorski áriö 1982 meö um tæplega helmingi færri skipum en stunda þorskveiöar nú. Þetta kom fram i samtali Visis viö Kristjón Kolbeinsson viö- skiptafræöing hjá áætlanadeild Framkvæmdastofnunarinnar. Kristjón sagöi aö menn heföu leitt rök aö þvi aö 40 til 50% sóknarminnkun væri mjög æski- leg frá þjóöhagslegu sjónarmiöi. Áriö 1975 heföi sóknin i fslenska þorskstofninn veriö 5 sinnum meiri en sú sókn sem gæfi há- marksafrakstur samkvæmt skýrslu Norövestur-Atlantshafs- fiskveiöinefndarinnar. Þaö væri þó langt i frá aö þessi munur væri svo mikill nú eftir aö Bretar og Þjóöverjar væru hættir veiöum hér viö land, þvi sóknar- aukning okkar næmi ekki þeirri sóknarminnkun sem varö er þeir fóru. Miöaö viö aö sóknarminnkun yröi 47% i þorskinn myndu aflinn detta niöur fyrst i staö en þaö gæfi hrygningarstofninum næöi til aö vaxa. Aflinn myndi siöan aukast smátt og smátt uns hann yröi um 390 þúsund tonn aö fimm árum liönum meö tæplega helmingi minni tilkostnaöi. Það sem meira væri aö hrygn- ingarstofninn væri kominn I 700 þúsund tonn og væri óhætt að taka af honum um 390 þúsund tonna ársafla, en þessar tölur væru miöaðar viö áriö 1977. Til samanburöar má geta þess að hrygningarstofninn er nú um 165 þúsund tonn og fiskifræðingar hafa lagt til aö ekki veröi veidd nema 250 þúsund tonn á þessu ári af þorski en á siðasta ári var þorskaflinn 330 þúsund tonn. „Staðreyndin er sú”, sagði Kristjón, ,,aö meö litlum tilkostn- aöi getum viö tekið litinn hluta af stórum stofni en þessi litli hluti getur veriö ámóta mikill og stór hluti sem tekinn er meö ærnum tilkostnaði af litlum stofni. -KS Meö þvlaö minnka sóknina um tæpiega helming gæti veiöin oröiö mun meiri en hún er i dag meö miklu minni tilkostnaöi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.