Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 9
9 Frá sögulegum aöalfundi Náttúrulækningarfélags Reykjavlkur I Háskólabió. Aðalfundur NFLR í Háskólabíó: ITT VESTUR-ÞÝSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN Bræóraborgarstíg1-Simi 20080- (Gengió inn frá Vesturgötu) HOTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Verð frá kr.: 5.000-9.200 Morgunverður Hádegisverður Kvöldverður Næg bilastæði Er i hjarta bæjarins „Allt eins og á venju- legum kjörstað" Anna skrifar: í Dagblaðinu 26. febrúar s.l. birtist grein eftir ritstjórann undir fyrirsögninni „Dagblaöiö ljósmyndar kosningasvikin”. Ég var á fundi NLFR i Háskólabiói 24. febrúar. Langar mig til aö greina frá þvi sem fyrir augu og eyru min bar þar. Vegna þess sem siöar mun koma fram i þessu spjalli byrja ég frásögn mina i anddyrinu. Þar var allt eins og á venjulegum kjörstaö. Gengiö var i biöröö aö afgreiðsluborði þar sem fram- visaö var félagsskirteinum, og hverjum einstökum voru fengin kjörgögn i hendur, eftir að merkt haföi veriö viö nafn hans i félaga- skrá. Kjörgögnin voru þessi: einn kjörseöill þar sem kjósa áti tvo menn i stjórn, annar kjörseöill þar sem kjósa átti þrá menn i varastjórn, og sá þriöju meö nöfnum þeirra sem i framboöi voru á landsþing. Kjörseölarnir voru allir prentaöir og stóö þar skýrum stöfum til hvers hvern skyldi nota. Þannig skýröu þeir sig algjörlega sjálfir. //Snarræði Ijósmyndar- ans" Fyrrnefnd grein ritstjórans hefst þannig: „Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari Dbl. sýndi snarræöi á aöalfundi NLFR i Háskólabiói á laugardaginn. Hann sá þrjár stúlkur bogra yfir kjörkassa i skoti framan viö sviö- iö og sneru þær baki I fundar- menn. Vatt hann sér inn i útskot á sviöinu og ljósmyndaöi stúlk- urnar þar sem þær tróöu hverju búntinu á fætur ööru i kjör- kassann”. Hlutleysi ritstjórans! (Aöur en lengra er haldiö finnst mér rétt aö benda lesendum á hvers vegna ritstjóri Dbl. leggur ^ig þetta lágt aö mæta meö ljós- myndara blaðs sins biöandi eftir tækifærum sem gefast kynnu og hægt væri aö rangtúlka i þeim til- gangi hans sem hér veröur rak- inn). Hafi fólk haldiö, aö ritstjórinn hafi komið sem hlutlaus blaöa- maöur á þennan fund, skjátlast þvi hrapalega. Hann var til- nefndur sem einn af kandidötum minnihlutans ásamt tveim fööur- systrum sinum. Þarf þvi ekki aö undra þótt hann byrji grein sina meö þvi aö gorta af snarræöi ljós- myndara sins! Skipulagt málþóf Þaö kom fljótt i Ijós eftir aö fundur hófst, hvernig minnihlut- inn haföi skipulagt, tilraun til aö eyöileggja þennan fund, þvi strax eftir kjör fundarstjóra, komu úr rööum minnihlutans hver silki- húfan af annarri svifandi upp I pontuna, til aö losa sig þar viö skoöanir sinar. Var þetta greini- lega gert I þvi einu augnamiöi, aö tefja fundinn, op. flæma fundar- gesti á dyr, með gamalkunnu leiöindaþófi sinu. Þetta tókst þeim lika, en þó aöeins meö smá- hluta fundarmanna. Er leynd yflr því sem allir geta séð? Þetta hrekklausa fólk, sem forðaöi sér af fundi, undan þessu innihaldslausa þrugli, hefðu örugglega veriö i þeirri góöu trú, aö þvi væri heimilt aö nota kjör- gögn sin, sem skýröu sig sjálf eins og fyrr er sagt, og einnig aö kjör- kassi sá er blasti viö augum allra fundargesta á gólfinu fyrir framan sviöiö, væri aö sjálfsögöu ætlaöur fyrir kjörseöla. Hvaö er athugavert við það þótt einn úr hópi sessunauta taki aö sér aö koma kjörgögnum i kjörkassann? En fundargestir horföu á fleira fólk en þessa stúlku setja kjör- seöla i kassann, svo hún var ekki ein um þaö. Hvernig er hugarfari þess varið, sem reynir aö telja öörum trú um, aö veriö sé aö laumast meö þaö sem gert er fyrir allra augum? Telur ritstjórinn sig hafa þá reynslu af lesendum D.B. aö þeir hafi eitthvaö slakari dómgreind en aörir, meö þvi aö bjóöa þeim upp á slika myndasýningu? En burtséö frá leiksýningunni, þá voru nokkrar I salnum, sem ekki höföu aöstööu til aö sjá hvaö geröist við kjörkassann, vegna staösetningar hans, en þaö voru þeir, sem sátu á sviöinu, og voru þar menn frá báöum aöilum fundarmanna. Ritstjórinn vissi um afdrif kjörseðla. Var nú vakin athygli fundar- stjóra á þvi hvaö var aö gerast viö kjörkassann. Lýsti fundarstjóri, Guöjón Baldvinsson, þvi þá strax yfir, aö þeir seölar er i kjörkass- anum væru yröu geröir ógildir, og baö fundarritara aö opna kass- ann, sem hann geröi og fékk kjör- seölana i hendur fundarstjóra, sem reif þá I allra augáýn, þannig aö ekkert fór á milli mála, aö þeir voru eyöilagöir. D.B. telur sig hafa eftir fundan- stjóra, „--aö þeir, sem heföu á þann hátt misst atkvæöi sin, gætu fengiö nýja atkvæöaseöla”. Barnaleg ásökun þetta! Þaö gefur auga leiö, aö þeir sem farnir eru af fundi geta hvorki tekið viö fundarseölum né notfært sér þá. Tilraun til að vekja grun um atkvæðasvindl Eitt stórfenglegt sýningaratriöi láöist ritstjóranum aö láta ljós- myndara sinn festa á filmu. Þaö var i þann mund sem atkvæöa- greiösla átti aö fara aö hefjast, aö frú Nanna Jónsdóttir, kona Óskars Guömundssonar, verslunarstjóra NLF-búöanna, sem eru bæöi kandidatar minni- hlutans kom inn i salinn veifandi plaggi”, i uppréttri hendi, kall- andi hátt yfir salinn eitthvaö á þá leiö, aö hér væri auövelt aö ná sér i atkvæöaseöla. Baö þá fundar- stjóri Reyni Armannsson aö aö- gæta hvort vöröur kjörgagna i anddyri heföi vikiö sér frá gæslu, en svo reyndist ekki vera. Enda eftir þessari framkomu aö dæma, heföi frúin trúlega fremur kosiö aö geta veifaö búnti kjörseöla i staö þessa eina blaös, heföi þeirra ekki veriö gætt. En frásögn þess, er stóö vörö um gögnin i anddyr- inu, var sú, aö frúin kom og tjáöi I göfgi sinni þá raunarsögu, aö þau mistök heföu oröiö, aö gömul kona heföi ekki athugaö aö fá kjörgögn sin um leiö og hún gekk i salinn. Og hvort ekki mætti sýna þau elskulegheit aö miskunna sig yfir hana. Vörðurinn spuröi hana nafns og datt ekki i hug aö siöferöi hennar væri á svona lágu plani, aö vera aö svikja út kjörgögn og afhenti henni því i grandaleysi kjörgögn gömlu konunnar. Sannar frú Nanna orö fundar- stjóra G.B. aö engin búnt at- kvæðaseðla höföu komist i um- ferö meö ólöglegum hætti, aö undanskildum þessum eina er frú Nanna bar inn i salinn með svo þokkafullum hætti, að öllum viöstöddum áheyrandi og ásjá- andi. úrslit stjórnarkjörs t D.B. stendur: „Undir lokin fór fram atkvæöagreiösla um tvo menn I stjórn og þrjá menn I varastjórn. Tók Guöjón atkvæöa- seölana meö sér af fundinum án þess að þeir væru taldir. Tjáöi hann blaöamanni D.B. siöar um daginn aö meirihluti stjórnar heföi taliö seölana og komist aö raun um, aö Einar Logi Einars- son (dóttursonur Erlings Filippussonar, grasalæknis) og Hafsteinn Guömundsson (þaul- vanur félagsmálamaöur) heföu náö kjöri meö 230 atkvæöum hvor, en Óskar Guömundsson og Guöfinnur Jakobsson falliö meö 75 atkvæöum hvor”. 1 þessari klásúlu felast ómerki- legar dylgjur um óheiðarleika viö talningu, en fundarstjóri lýsti þvi yfir aö atkvæöi yröu talin af starfsmönnum fundarins. Allir vissu og sáu aö fundartiminn var útrunninn. Ljósin voru farin aö blikka. Fundi var þvi lokið I skyndi, en fundarstjóri og ritarar fóru meö atkvæöaseölana I um- slög niöur i kjallara hússins, og töldu þá þar. Aumar finnast mér þvi dylgjur ritstjórans um þetta atriði þar sem enginn mun væna þá Njál Þórarinsson og Eirik Stefánsson sem voru ritarar fundarins um óheiöarleika. Einstæð vernd persónu- frelsis Vikjum nú aftur aö ungu stúlk- unni, sem hann lét mynda viö kjörkassann. Ég horföi á fleiri en hana, bæöi unga og aldna setja atkvæöi sin i kassann. Hvernig dirfist ritstjórinn aö ráöast á hana eina, meö þvi aö slá henni upp i blaöi sinu meö stórri mynd og fyrirsögn, sem stórfelldum kosningarsvikara? Ekki trúi ég þvi aö nokkur blaöamaöur, eöa ritstjóri, meö sjálfsviröingu láti sér sæma slikt. Eru þetta ekki ærumeiðandi og refsivert athæfi? Bifreiðaeigendur Ath. að við höfum varahluti í hemla, í allar gerðir amerískra bifreiða á mjög hagstæðu verði/ vegna sérsamninga við amerískar verksmiðjur/ sem framleiða aðeins hemla- hluti. Vinsamlega gerið verðsamanburð. STILLJNG HF.“ Sendum gegn póstkröfu 31340-82740. r KLAPPARSTIG KLAPPARSTÍG 29 Opið á föstudögum frá 9—7 og laugardögum frá kl. 9-12. TfMAPANTANIR I SÍMA 13010 Höfum til ráöstöfunar 2 sali 100—300 manna, til funda- og skemmtanahalds, einnig til bingó og spilakvölda. Opið daglega alla daga aöra en sunnudaga frá kl. 8.30—6.00 aö kvöldi. Framreiöum rétti dagsins ásamt öllum tegundum grillrétta. Útbúum mat fyrir mötuneyti, einnig heitan og kaldan veislumat, brauö og snittur. Sendum heim ef óskað er. Pantiö í síma 86880 og 85090. VAGNHÖFDA 11 REYKJAVÍK SÍMAR 06880 og 85090

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.