Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 8. mars 1979 síminn er86611 Brvfw gaf á „ ríkið" 1 skjóli myrkurs og hávaöa frá snjómoksturstæki I næsta nágrenni brutu tveir ungir piltar gat á vegg birgöageymslu Afengis- og tóbaksverslunar rfkisins I gærkvöldi og læddust inn. Piltarnir, sem eru fjórtán og fimmtán ára, brut.ust fyrst inn i vinnu- skúr i nágrenninu og stálu þaöan heljar mikilli sleggju. Meö sleggju þess- ari brutu þeir siöan gat á steinsteyptan og járnbent- an vegg birgöageymslunn- ar og komust inn. Maður, sem var við vinnu á Artúnshöfðanum, þar sem geymslan er til húsa, varð var við hreyf- ingu hjá birgðageymslunni upp úr klukkan tiu i gær- kvöldi. Náði hann þá i sjónauka og sá hvaö um var að vera. Hann brá viö skjótt og stökk yfir til lögreglunnar, sem er i næsta nágrenni, og lét vita af innbrotinu. Þegar að var komið, höfðu piltarnir borið út 54 flöskur af áfengi i kössum og nokkrar flöskur að auki, sem voru reyndar brotnar. Sá sem lét vita af innbrot- inu gómaði annan piltinn. Hinn reyndi að foröa sér meö flösku i hendinni, en lögreglan náði honum fljótlega. —EA Afkoma versiunarinnar: „Lakarí en undanfarín ár" — segir f skýrslu ffrá B>jóðhagsstofnun „Aætlanir um afkomu verslunar árið 1978 benda til lakari afkomu en nokkur undanfarin ár,” segir i skýrslu Þjóðhagsstofnunar um afkomu versiunarinnar. I skýrslunni kemur fram að hreinn hagnaður verslunarinnar áður en beinir skattar eru dregnir frá er um 1% af tekjum fyr- ir áriö 1978 en sé miðað við mars-skilyrði 1979 verða hreinar tekjur 0,2% á þessu ári. Þá kemur fram að meðaltalsálagning var 3,3% lægri árið 1978 en 1977. Meöalálagning við rekstrarskilyrði i mars á þessu ári er hins vegar 7,4% lægri en að meðaltali 1978 og 18% lægri en I árs- byrjun 1978. Til samanburðar voru hreinar tekjur verslunar- innar árin 1976 2,2% og 1977 1,6% Fyrir árin 1978 og 1979 skiptast þessar hreinu tekj- ur á greinar verslunarinn- ar þannig: Byggingarvöru- verslun 1,8% og 0,5% (miö- að við marsskilyrði ’79) bifreiðaverslun 2,4% og 1,1% heildverslun 1,4% og 0,3% og smásöluverslun 0,6% og 0,0% Ástæður fyrir lakari af- komu verslunarinnar eru sagðar vera,i skýrslu Þjóö- hagsstofnunarinnar, mikl- ar kostnaðarhækkanir á árinu 1978, samfara lækkun leyfilegrar hámarksálagn- ingar i kjölfar gengisbreyt-, inga ' febrúar og septem- ber á s.l. ári - KS Einn hinna handteknu í fíkniefnamálinu i samtali við Vísi i Kaupmannahöfn: FF Engin Mafía á bak við þetta" Frá Sæmundi Guðvinssyni, blaðamanni Visis i Kaupmannahöfn. „Mér finnst þetta ekkert stórmál. Þetta er biásiö upp I blööunum”, sagði Margrét Agústsdóttir, þegar Visir heimsótti hana á heimili hennar og Franklins Steiner i gærkvöldi. Margrét var látin laus úr gæsluvarðhaldinu eftir þrjá daga, en hún og Franklín voru handtekin þegar þau komu i hótelið „Fimm svanir”meðan á aðgeröum dönsku lög- reglunnar stóð. Margrét sagði lög- regluna ýkja stórlega verðmæti fikniefnanna, sem fundust. Til dæmis væri grammið af kókaini selt hér á ellefu hundruð danskar krónur (um 69 þús. Isl. kr.) en ekki á tiu þúsund (um 625 þús. ísl. kr), eins og lögreglan héldi fram. Hún sagði að þau Franklin hefðu verið að koma úr innkaupaferö frá Kristjaniu, þegar þau voru handtekin og hefðu verið með litilsháttar af hassi. A meðan þau fóru til Kristjaniu, var barn þeirra I gæslu hjá Islend- ingunum sem teknir voru á hótelinu. Margrét kvaðst litið vita um málið i heild, en engin mafia stæði á bak við þetta. Lögreglan héldi þvi alltaf fram i svona til- fellum. Annars væru þeir i dönsku fikniefnalögregl- unni mun kurteisari og þægilegri en islenskir starfsbræður þeirra. Þá sagði Margrét að eftir handtökuna hefði lögreglan farið ásamt Franklin á heimili þeirra. Lögreglan var með hass- hund og fannst eitthvað af fikniefnum i ibúðinni. Þvi er haldið fram hér i Kaupmannahöfn af fólki, er til þekkir, að Franklin eigi skambyssuna, sem fannst iherbergi Sigurðar Sigurðssonar, er hann var handtekinn . Haf i Franklin verið með byss- una i Kristjaniu er hann bjó þar, þangað til hann var gerður brottrækur þaðan. Margrét sagðist ekki kannast við að Franklin ætti byssu, eða hefði haft slikt vopn undir höndum. Hún vildi engar upplýs- ingar gefa um tengsl þeirra Franklins og hinna tslendinganna, sem handteknir voru. Þegar hún var spurð, hvers vegna hópurinn hefði haft svona mikið fé undir höndum, eða yfir 200 þúsund krónur, sagði hún að það væri ekki auð- velt fyrir svona fólk að stofna bankareikning með stórum fúlgum. Hún vildi ekki viðurkenna að þetta fólk hefði stundað sölu með fikniefni, en hins vegar kom það greinilega fram i samtalinu við hana að henni var fullkunnugt um að slíkt hefði átt sér stað af hálfu þeirra. sem handteknir voru, eða ein- hverra þeirra. Þá kom það fram I samtalinu við Margréti að hún leit verslun með fikniefni ekki alvarlegum augum. Hún taldi t.d. að það væri engin hætta á þvi að fólk ánetjaðist kókaini, nema það vildi það sjálft. __kp. „Verslunin rekin með halla þegar skattar erv dregnir ffró" — segir Þorvarður Elfasson, framkv.st. Verslunarráðs „Ef við drögum skattana frá, er staðan þannig i dag að verslunin er rekin með að meðaltali 0,1% halla”, sagði Þorvarður Eliasson framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, við Vísi i morgun er borin var undir hann skýrsla Þjóðhagsstofnunar um afkomu verslunarinnar. „Þannig að skýrslan er að þessu leyti ófullkomin að hún sýnir ekki kostnað verslunarinnar vegna greiðslu á beinum skött- um”, sagði Þorvarður. „1 smásölunni er 0,3% halli, á heildverslun 0,1% en litilrháttar hagnaöur er af bifreiðaverslun og bygg- ingavöruverslun. 1 öllum þessum greinum er verri afkoma en hún nokkru sinni hefur veriö ”. Þorvarður sagði þetta væru skattar af tekjum fyrra árs, sem væri verið að greiða og skattiar af eign- um, sem væru óháðir af- komu verslunarinnar I ár. —KS Þeir fórust Piltarnir, sem fórust þegar snjóskriða féll I Esju, hétu: Stefán Baldursson, Tómasarhaga 22 og Sveinbjörn Beck, Brávallagötu 18. Þeir voru báðir 18 ára gamlir og nemendur I Menntaskólan- um I Reykjavik. A þessum gangi hótelsins „Fem svaner” bjuggu íslendingarnir, þegar danska lögreglan handtók þá. Visismynd: Magnús Guðmundsson. Vísir rœðir við lögmann íslendinganna i Höfn: „Byssan fannst hjá Sigurði" Frá Sæmundi Guðvinssyni, blaðamanni Visis i Kaupmannahöfn i morgun: „Lögreglan segir að þetta hafi verið kókain sem, fannst i hótelinu, en það hefur ekki verið sannað”, sagði Hendrik Kaastrup-Larsen réttargæslumaður tslendinganna, þegar Visir Kaastrup-Larsen sagði að skambyssan heföi fundist i herbergi Sigurð- ar Sigurðssonar, en Sigurður neitaði að þekkja nokkuð til byss- unnar. Þá kvaðst lögmaðurinn vantrúaöur á að Robert Glad hefði tekið upp fikniefnaversl- unr á ný, þar sem hann væri nýsloppinn úr ræddi við hann i gær. vestur-þýsku fangelsi. Ekki vildi lögmaðurinn tjá sig um hugsanlegan fangelsisdóm yfir Islend- ingunum. „Kókain er sterkt efni og það liggja þung viðuriög við aö hafa það undir höndum eöa dreifa þvi, en það er ekki búið aö sanna að þaö sem fannst I hótelinu sé kókain”, sagði Henrik Koastrup-Larsen lögmaðurinn. Hann sagði einnig að lögreglan áliti að hér væri um að ræða angaaf stærri mafiu sem verslaði með fikniefni. Kaastrup-Larsen er með lögmannsstofu sina i sama húsi og hinn frægi Mogens Glistrup. Hann sagði að það hefði verið tilviljun að hann var á vakt á laugardaginn og þar af leiðandi verið skipaður réttar- gæslumaður Islending- anna. Að öðru leyti komu ekki fram neinar nýjar upplýsingar I máiinu af hálfu lögmannsins. —KP. —KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.