Vísir - 08.03.1979, Blaðsíða 7
Málaferli
Kortsnojs
Mál það, sem Viktor
Kortsnoj höfðaði til
ógildingar á siðustu
einvigisskák þeirra
Anatolys Karpovs á
Filipseyjum i fyrra,
var tekið til dóms i
Amsterdam i gær. —
Hvorugur þeirra Korts-
nojs og Karpovs var við.
Eins og menn muna tapaði
Kortsnoj einviginu, 5-6, en bar sig
upp undan þvi, að svikið heföi
verið samkomulagið um, að
sovéski dávaldurinn Vladimir
Zoukhar, væri ekki látinn sitja of
framarlega á áhorfendabekkjun-
um. Taldi hann sig þvi ekki hafa
getaðteflt siðustu skákina eins og
hann átti að sér.
Dómtaka málsins stóð einungis
i nokkrar minútur.
Kortsnoj gat ekki einbeitt scr að
skákinni.
Walter Mondale varaforseti (t.v.) og aörir mektarmenn fylgdu Jimmy Carter forseta dr hlaði I morgun,
þegar hann lagði upp i för sina til Kairó.
i
Billy glímir
við ófengis
Carter gerir úrslita-
tilraun við Egypta og
ísraelsmenn
sýkino
Billy Carter, hinn umtalaði
bróðir Bandarikjaforseta, hóf I
gær meðferö vegna áfengissýki.
Hyggst hann reyna a ð vinna búg á
henni i svokallaðri „hópmeðferö”
og með hugleiðslu.
bessi meðferð tekur venjulega
mánuð og markmið hennar
einkanlega að fá sjúklinginn til
þess að gera sér grein fyrir og
viðurkenna með sjálfum sér, aö
hann eigi við áfengisvandamál að
striða. — og siðan hvað hægt er aö
gera, til þess að komast yfir þaö.
Billy innritaðist á flotasjúkra-
hús á Löngu strönd I Kaliforniu,
strax eftir að hann kom af sjúkra-
húsi i Georgiu, þar sem hann var
læknaður af bronkitis.
Þessi yngri bróðir forsetans
hefur ósjaldan komist f fyrirsagn-
ir blaðanna vegna hinna og þess-
„Billy bróðir er veikur,” sagði
Jimmy Carter á dögunum, „en
ég elska þann dreng!” Myndin
hér við hliðina var tekin af þeim
bræðrum á dögum, þegar meira
tilefni var til þess að brosa.
ara yfirlýsinga. Hann hefur
státað af þvi að drekka allt að 30
bjóra á dag. Nýtt bjórbrugg var
látið heita eftir honum „Billy’a
bjór,” en náöi aldrei mikilli sölu
og er ekki framleitt lengur.
Jimmy Carter
Bandarikjaforseti kem-
ur til Kairó i dag, en
hann þykir hafa lagt
undir þá heimsókn bæði
álit sitt og hugsanlega
stjórnmálalega framtið
sina.
Tilgangur heimsóknarinnar er
að reyna að koma á friðarsamn-
ingum milli Egyptalands og tsra-
el, sem verið hafa I deiglunni allt
siðasta ár.
Mustapha Khaíil forsætisráð-
P'orstjórar og fram-
kvæmdastjórar i Hol-
landi og Vestur-Þýska-
landi eru hæstlaunaðir
samkvæmt könnun, sem
gerð var i niu iðnaðar-
rikjum.
Könnunin tók tii fyrrverandi
herra Egyptalands, sagði i gær-
kvöldi, að Egyptar mundu reyna
aðfá fram komið breytingum viö
nýjustu tillögur Carters, sem
hann sagði þó að væru mjög
jákvæðar. — Sagði hann, að Isra-
elsmenn hefðu ekki heldur sætt
sig allskostar við þessar tillögur
Bandarikjaforseta.
Brzesinski öryggismálaráö-
gjafi Carters kynnti Sadat
Egyptalandsforseta tillögurnar i
gær, en áður höfðu þær verið
lagðar fyrir rikisstjórn Israels.
Carter hafði sjálfur lýst þeim
fyrir Begin forsætisráðherra,
þegar sá siðarnefndi var staddur i
heimsókn i Bandarikjunum um
siðustu helgi.
nemenda stjórnunarskóla i New
York, alls um 9000 manna.
Kom i ljós að forstjórar i Hol-
landiog V-Þýskalandi á aldrinum
35 til 39 ára hafa um 18,6 milljón
króna árslaun. Starfsbræður
þeirra i Sviss og Bandarikjunum
ganga þeim næst i launum meö
um 12,4 milljónir króna i árslaun.
Lakasta útkoman var hjá
breskum framkvæmdastjórum
sem höfðu 7,75 milljónir króna.
Hœst forstjóralaun
í V-Þfskalandi
Hröpuðu 150 m fall
Fjórir verkamenn fórust og
tólf slösuðust þegar vinnupallar
hátt uppi á stiflu, sem er i smiö-
um i Coimbra i Portúgal,
hrundu undan þeim Mennirnir
voru að störfum uppi á pöllun-
um, þegar þeir hrundu. Féllu
þeir 150 metra hæö niður i ána
Mondego.
Fœr ekki meðalið
i fangelsið
Tékkneski andófsmaöurinn
Jiri Lederer, sem afplánar 3 ára
fangelsisdóm, segir, að fang-
clsisyfirvöld haldi eftir iyfjum,
sem eiginkona hans hefur fært
honum i fangelsiö.
Menn, sem stóðu aö
„Sáttmála 77”-mannréttinda-
hreyfingunni, segjast hafa
þungar áhyggjur af heilsu
Lederers, enda er hann neyddur
til að vinna i fangelsinu, þótt
læknir hans telji hann ekki
vinnufæran.
Hann hefur lést um 10 kg i
fangelsinu og er nú tæp 60 kg.
200 milljón kóka
kóla á dag
Sala og hagnaöur siðasta árs
hjá Kóka-kóia i Atlanta I
Georgiu sló öli fyrri met, og var
það fyrst og fremst vegna 10%
söluaukningar erlendis.
Kóka-kóla fyrirtækiö státar af
374,69 milljón dollara hagnaði
eftir áriö 1978, en árið 1977 nam
hagnaöurinn 331,16 milljónum.
— Heildarsaian hækkaði úr 3,62
inilljöröum dollara 1977 upp I
4,34 milljaröa I fyrra.
Mönnum reiknast svo til, að
um 200 milljón kóka-kóla hafi I
fyrra verið drukknar daglegaj
allt árið.
Dýrtfð í Brasilíu
Verðlag i Brasiliu hefur
hækkað um meira en 40% á ári.
Nam verðbólgan 7,6% á fyrstu
tveim mánuðum þessa árs, en
6,2% á sama tima i fyrra.
Verðbólgan siðustu tólf mán-
uði.til febrúarloka,var 42,7%, en
var 37,6% tólf mánuðina þar á
undan til febrúarloka 1978.
Fra tn færslukostnaður
hækkaði samkvæmt visitöluút-
reikningum i Rió de Janeiró um
9,2% I janúar og febrúar.
Ættarvfg út af
kvenmanni
Tiu menn féllu og margir
særðust, þegar tveir ættflokkar I
bænum Sivereki suðausturhluta
Tyrklands gripu til skotvopna
og börðust upp á lif og dauöa út
af kvenmanni. Fréttir frá
Ankara grcina ekki nánar frá
atburöum.
Eiginkonurnar með
á lögregluvaktir
Lögreglumönnum i Cleveland
i Ohio hefur veriö sagt, að taka
ciginkonur sinar meö á vaktirn-
ar I eftirlitsbilum I úthverfun-
um.
Clayton Crook lögreglustjóri
segist stefna aö þvi aö draga úr
hjónaskilnuðum og áfengissýki i
liöinu. Segir hann, að eiginkon-
urnar muni betur glöggva sig á
þvi, hverju eiginmenn þeirra
veröa að mæta I starfinu, ef þær
fá að fylgjast með þeim viö
skyldustörf.
Réðist aftur á
van Gogh
Hollendingurinn, sem settur
var i geörannsókn, eftir aö hann
réðst meö hnifi i fyrra á sjálfs-
mynd eftir van Gogh, hefur aft-
ur verið tekinn fastur. —
Lögreglan i Ainsterdam segir,
að hann hafi ráðist á annað
málverk eftir sama meistara.
Einn starfsmanna safnsins
brá við skjótt, þegar maðurinn,
sem sjálfur er listmálari, réðst
á myndina „Kartöfluæturnar”
eftir van Gogh, og kom hann
skemmdarvargnum undir. Hinn
náöi þó með húslykli aö geca 20
sm langa rispu I málverkið.
Fer ekkiá milli mála.aö þetta
er sami maðurinn, sem i fyrra
réöist á málverkiö „Sjálfsmynd
með gráan hatt” og vann á
henni stórkostleg spjöll. f