Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 10
10 vísn? Mánudagur 21. mai 1979. Hrúturinn 21. mars—20. aprll Annaö fólk ber mikla virðingu fyrir skoð- unum þinum, jafnvel þótt þær falli þvi ekki alltaf i geð.Nú er hvorki staður né stund til að sýna gætni. Vertu heldur eins djarfur/djörf og ákveðin(n) og þér er unnt. Þannig nærðu meiri árangri. Þorpsbdar eltu Tarsan til klettsins þar sem áthöfnin átti að 5 fara fram, þeir vildu horfa á þegar guð þeirra tæki fórn þeirrí Nautið 21. april—21. mai Finndu leiðir til að þroska meðfædda hæfileika þina. Vegur ástarinnar er bæði þröngur og krókóttur. Það er þó engin ástæða til að láta deigan siga. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Tviburarnir 22. mai—21. júni Ferðalög eru óráðleg i dag. Einhver hvet- ur þig til að ná sambandi við manneskju sem er langt i burtu og þú sérð ekki eftir þvi ef þú lætur segjast. Krabbinn 22. júni—23. júli Allt er mjög óöruggt I dag og ýmislegt er liklegt til að koma þér á óvart. Þú skalt þvi varast að taka mikilsverðar ákvarð- anir. Vertu varkár i orðum. Ljónið 24. júli—23. ágúst Eitthvað sem viðkemur vinum þinum er mjög mikilvægt idag og þarfnast mikillar umhugsunar. Reyndu aö troða þér ekki fram I vinahópi. Gefðu öðrum tækifæri. Meyjan 24. ágúst—23. sept. Raddir sem krefjást úrbóta eru mjög há- værar um þessar mundir. Þær stangast dálitið á við þinar hefðbundnu skoðanir. Væri ekki hægt að fara milliveginn i stað þess að righalda I blindni i viðteknar venjur? Vogin 24. sept.—23. okt. Frestaðu ekki mikilvægum verkefnum sem þú þyrftir að ljúka sem fyrst. Þú get- ur verið vongóð(ur) um, að bráölega fari að rætast úr fjárhagnum en það gerist þó ekki af sjálfu sér frekar en flest annað. Drekinn 24. okt.—22. nóv. Þú ert I skapi til þess að ráðast á allar hindranir og ryðja þeim úr vegi. Varastu þó að ganga út I öfgar og mundu að það eru margar hliöar á hverju máli sem þér ber að athuga. Bogmaöurinn 23. nóv,—21. des. Viöskipti og fjármál eru efst á baugi I dag. Varaðu þig á að láta ekki svlkja þig i við- skiptum og þá gengur allt vel. Skjótar ákvarðanir og ákveðin framkoma er mjög heppileg. Þú ættir að reyna að venja þig af þvi að tvistiga ef það kemur til þinna kasta að leysa eitthvert vanda- mál. Vatnsberinn 21. jan—19. febr. Þú færð miklar þakkir fyrir hjálp sem þú veittir nýlega I flóknu máli. Beindu at- hyglinni að fjármálum og sökktu þér nið- ur I vinnuna með meiri ákafa. Um leið eykst áhuginn. Fiskarnir 20. febr.—20. mars Dagurinn er tilvalinn til að gera við bilinn eða önnur tæki á heimilinu. Eitthvert flókið mál gæti komið til þinna kasta og þú neyðist til að leysa það fljótt og vel. Annars fer allt i handsskolum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.