Vísir - 25.05.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 25.05.1979, Blaðsíða 1
Heiðmörk lokað eftlr stórtjðn af elfli: Kveiktu í af gáieysi en stungu sfðan af „Margra ára lómstundastarf eyðllagt” „Heiðmörk verður lokuð frá og með deginum i dag fyrir allri umferð og ekki opnað aftur fyrr en búið er að rigna. Tjónið af eldinum í gær er geysimikið en erfitt að meta það til peninga þegar margra ára tómstunda- starf eyðileggst”, sagöi Vignir Sigurðsson, eftirlitsmaður Skógræktarfélags Reykjavikur, i samtali við Visi I morgun. Eldur kom upp á tveimur stöðum i Heiðmörk i gær og brann samtals um einn og hálf- ur hektari skóglendis. Fyrst kom upp eldur nokkru eftir há- degi skammt frá Silungapolli. Þar er landnemaspilda Skaft- fellingafélagsins og sagði Vignir að trén þar hefðu verið komin vel á veg, orðin nokkuð stór og komin yfir erfiðasta hjallann. Slökkviliðið, lögreglan og fleiri börðust viö eldinn fram eftir degi en þarna mun hafa brunn- ið hálfur hektari af skóginum. Grunur leikur á að þarna hafi verið kveikt i. ,,Ég var siðan á eftirlitsferð um svæðið þegar ég kom að ungu pari nokkru fyrir ofan Þorgeirsstaði en þau höfðu þá kveikt þar i af gáleysi með sigarettu. Þau voru að reyna aö slökkva eldinn er ég kom og baö ég þau að fara þegar niður að Elliðavatni og hringja i slökkvi- liðið. Þau létu það hins vegar ógert en óku burt”, sagði Vignir um seinni brunann. Þarna stórskemmdist um einn hektari af landnemaspildu Heimdallar og fleiri aöila. Nokkur stund leið þar til kom i ljós að hjúin höfðu svikist um ab hringja i slökkviliðið, en Vignir barðist við eldinn ásamt sjálf- boðaliöum þar til það kom á vettvang. Engin úrkoma hefur verið I þessum mánuði og mosinn þvi skrælþurr ofan i rót með þeim afleiðingum að erfitt var að ráða niðurlögum eldanna. Hefur Heiðmörk þvi verið lokað með- an þetta hættuástand varir.-SG. Sumariö heimsótti höfuðborgina I gær og margir voru á ferð og flugi. Hægur andvari fyilti segl skútunnar og fuglarnir fengu byr undir báða Vængi. (Vlsism. ÞG) Flugslyslð á Srl Lanka: Tlónlð var bætt „Eftir þvi sem ég best veit bættu Flugleiðir fólkinu tjónið að öllu leyti umfram þessi 150 þúsund sem tryggingarféð var”, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða I viðtali við Visi um frétt i Helgarpóstin- um þess efnis að Flugleiðir hafi ekki bætt tjón þess fólks sem komst af úr flugslysinu á Sri Lanká. „Fréttin i Helgarpóstinum er hámark lágkúrunnar,” sagði Sveinn. „Flugleiðir hafa gert allt sem i þess valdi stendur til þess að aðstoða fólkið sem eðli- legt og sjálfsagt er, og þaö hefur aldrei komið til ágreinings við það”. —SS— Brunl á Þingvöllum Eldur kom upp við sumarbú- staö á Þingvöllum i gærdag og brunnu nokkur tré áður en tókst að ráða niðurlögum eldsins. Eirikur J. Eiriksson þjóðgarðs- vörður sagði i morgun að þarna hefði verið farið óvarlega með eld. Fólk gekk rösklega fram i að ausa vatm á eldinn og einnig kom slökkviliö frá Ljósafossi á vett- vang. Vindur stóð af sumarbú- stöðunum og voru þeir ekki i hættu. Eirikur sagði ástæöu til að brýna fyrir fólki er heimsækti þjóðgarðinn aö gæta fyllstu varúðar i meðferð elds. —SG Nnglnu er leklð Hundraðasta Alþingi íslend- inga var slitiö siödegis siöast- liðinn miðvikudag. Það var bersýnilega kominn vorhugur I þingmennina og léttara yfir þeim en hafði verið dagana á undan. Meiri kliður var i þing- salnum en venjulega og stemmningin likust þvi sem er við skólaslit að afloknum erfiðum prófum. 1 þinghléum fyrrihluta dagsins voru þing- menn á harðahlaupum niöur stigana með plastpoka fulla af gögnum. Það hefur liklega verið vorhreingerningin. Mikið var um fréttamenn þennan dag frá blööum út- varpi og sjónvarpi og ljós- myndun var greinilega leyfö. — Liklega i tilefni dagsins. Þetta hefur um margt verið óvenjulegt þing og Visir ræddi við nokkra þingmenn og ráð- herra og spurði um skoðun þeirra á störfum þingsins á liðnum vetri. Sjá viðtöl á bls.3 og baksiöu. Slá US. 3 03 21 Sniðflöð á Slgluiiröi Þap er 40 sentlmetra jalnfalllnn snjúr Snjóflóð hafa fallið i nágrenni Siglufjarðar undanfarna daga. Ekkert þeirra hefur þó valdiö tjóni, þar sem þau hafa fallið á óbyggðum svæðum. 1 fyrradag var mikil úrkoma á Siglufirði, þar var um 40 senti- metrar af jafnföllnum snjó i gær- dag. Þá tók að hlýna og hitinn komst upp I 5 til 6 gráður. 1 iporg- un hafði haldist sama hitastig og þvi hefur snjórinn látiö undan siga fyrir regni og hlýjum vind- um. —KP r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.