Vísir - 25.05.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 25.05.1979, Blaðsíða 4
Föstudagur 25. mal X979 AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði, Garðakaupstað, á Seltjarnarnesi og í Kjósarsýslu í júní og júlí 1979 Skoðun fer fram sem hér segir: Seltjarnarnes: Þriðjudagur 5. júní Miðvikudagur 6. júní Fimmtudagur 7. júní Skoðun fer fram við iþróttahúsið. Mosfells-Kjalarnes- og Kjósarhreppur: Mánudagur n.júní Þriðjudagur 12. júní Miðvikudagur 13.júní Fimmtudagur 14. júní Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi. Hafnarfjörður, Garðakaupstaður og Bessa- staðahreppur: Mánudagur 18.júní G-5251 til G-5400 Þriðjudagur 19.júní G-5401 til G-5550 Miðvikudagur 20. júní G-5551 til G-5700 Fimmtudagur 21.júní G-5701 til G-5850 Föstudagur 22.júní G-5851 til G-6000 Mánudagur 25.júní G-6001 til G-6150 Þriðjudagur 26.júní G-6151 til G-6300 Miðvikudagur 27.júni G-6301 til G-6450 Fimmtudagur 28.júní G-6451 til G-6600 Föstudagur 29.júní G-6601 til G-6750 Mánudagur 2. júlí G-6751 til G-6850 Þriðjudagur 3. júlí G-6851 til G-6950 Miðvikudagur 4. júlí G-6951 til G-7050 Fimmtudagur 5. júlí G-7051 til G-7150 Föstudagur 6. júlí G-7151 til G-7250 Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnarfirði. Skoðun fer fram frá kl. 8.15 — 12.00 og 13.00 — 16.00 á öllum skoðunarstöðum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoð- un skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Hlé verður gert á bifreiðaskoðun í þessu um- dæmi frá 6. júlí n.k. og verður framhald skoð- unar auglýst síðar.Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 22. mai 1979. Einar Ingimundarson. HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Verð frá kr.: 5.000-9.200 Morgunverður Hádegisverður Kvöldverður Næg bilastæði Er i hjarta bæjarins Umsjón: Guömundur \ Pétursson im ' íÉ - HARÐNAR A DALNUIM HJÁ KOMMONISTUM A ÍTALÍU Uppgangur kommúnista á Italiu fyrir kosningarnar 1976 (júnl) haföi verið sllkur, aö spurningin stóra var: Munu þeir loks slá kristilegum demókrötum viö og veröa stærsti stjórnmála- flokkur ítaliu? Þaö virtist næsta nærtækur möguleiki, aö kommúnistar lentu i stjórn og nokkur óhugur kom I NATO og EBE, en I Bandarlkjun- um reyttu menn hreinlega hár sitt. En kommúnistar lentu I ööru sæti á eftir kaþólska flokknum. Aö vlsu svo sterkir eftir mikiö aukiö fylgi, aö I stjórn varö aö taka tillit til þeirra, þótt þeir tækju ekki sæti i flkisstjórninni, heldur styddu hana óbeint meö hjásetum viö afgreiöslu þingmála. Fyrir dyrum eru kosningar á ttalfu dagana 3. og 4. júnl, og nú er annaö hljóö i strokknum. Hægri bylgjan, sem flætt hefur yfir álfuna, hefur llka náö niöur á Italíu. Nú er stóra spurningin: Hve mikiö eykst biliö milli kristi- legra demókrata I 1. sæti og kommúnistana I 2. sæti? Fyrri beygur er fyrir löngu horfinn úr nágrannarikjunum, og Carter forseti er nú sagður sofa loks rólegum svefni um nætur. Ekki framhjá kaþólskum gengið ítalir eru á ýmsan máta nokkuö sér á báti T Evrópu, og Itölsk stjórnmál ekki mikið llk ná- grannaþjóöanna. Kjósendur geta haft eins og nú úr allt aö 1000 valkostum aö moöa, þótt I reyndinni sé ekki upp á margt boðið. I 31 ár hafa kristilegir demókratar veriö stærsti flokkur landsins (meö 38% atkvæöa aö baki sér I siöustu kosningum). Fyrirsjáanlega veröur ekki framhjá þeim gengiö til stjórnar- myndunar. Annað hvort mynda þeir sjálfir minnihlutastjórn, eöa þá aö samsteypustjórn kemst á laggirnar, .sem styöst viö meirihluta á þinginu meö tilstilli smærri flokka en mun bera mest- an svip af kristilegum demókröt- um. Aldo Moro, fyrrum forsætisráö- herra kristilegra demókrata, sem myrtur var af Rauöu herdeildinni voriö 1978, var sá, sem stóö aö baki þvi, aö kristilegir demókrat- ar opnuöu árin 1962 og 63 dyrnar til samstarfs viö vinstrimenn. Þá komst á styrk stjórn meö sam- vinnu sósíalista, sósíal- demókrata og lýöveldissinna. — Sú sambræösla átti aö vera lykill- inn aö lausn stærstu vandamála ítaliu, eins og endurbótum á rétt- vísinni, félagslegum umbótum endurskipulagningu skólakerfis, heilbrigöismála, breyttri kjördæmaskipan og fleira og fleira. Eitthvaö varö mönnum ágengt, en ekki nándar nærri nóg, og þó uppliföu menn á Italiu á þeim áratug þaö, sem kallaö var „efnahagsundur” og uppgangur á öllum sviðum. Endurbæturnar voru þó ekki meiri en svo, að kommúnistar héldu dfram aö vinna á I kosning- um, og upp úr slitnaöi samstarfi flokkanna vegna innbyröis deilna. Avallt var þó einhver kristilegur demókrati reiöubúinn aö taka sér forsætisráðherrahlut- verkiö og myndun stjórnar i þriöja, fjóröa eöa jafnvel fimmta sinn, eins og Andreotti núna. Blómatími kommúnista Loks 1976 gáfust menn upp á samstarfi miö- og vinstri flokka og siöustu þrjú árin hefur minni- hlutastjórn kristilegra setið viö völd. En á italska visu hafa þeir hangiö á ráöherrastólunum meö þvi aö sigla milli skers og báru, og upp á náö og miskunn hinna. Enrico Berlinguer, leiötogi kommúnista, var svo önnum kaf- inn aö sýna, hversu lýöræöislegir og þingræöislegir Evrópu- kommúnistar væru, aö flokkurinn gekkst inn á þaö undir forystu hans. aö styðia bessa minnihluta- stjórn, Sóslalistar, sósfal- demókratar og lýðveldissinnar ætluöu og allir aö reynast góöir drengir þessum minni máttar, sem tók aö sér vanþakklátt stjórnarstarfiö. Allir ætluöu aö vera óskaplega ábyrgir. Þaö þótti I upphafi spá góöu, aö hafa náö samstööu um einskonar óformlega allra flokka stjórn. Þaö ætti jú aö fást vinnufriöur. Og á vissan máta reyndist þaö rétt vera, því aö i efnahagskreppunni, sem Italia haföi viö aö gllma, heföi margt getað farið ver. Þaö átti svo eftir aö koma i ljós, aö kommúnistar gengu út frá þvl, aö þetta væri einungis hugsaö til bráðabirgöa og sem einskonar inngangur að þvi, aö þeim yröi boöin þátttaka I rikisstjórninni þegar frá liði, og menn heföu bet- ur vanist tilhugsuninni um kommúnista I rlkisstjórn og sam- starf sjálfra erkifjendanna.Þeir áttu eftir aö verða fyrir beiskum vonbrigöum. Innan kaþólska flokksins máttu þeir sin meir, sem gátu ekki til þess hugsaö ógrátandi aö taka upp samstarf viö rauöliöana. Alveg sama, hvaöa sunnudaga- kommúnistasvip þeir settu upp. 1 kommúnistaflokknum fóru menn aö gefa Berlinguer oln- bogaskot. Hvenær mundu þeir uppskera árangur af þolinmæði sinni, Evrópukommúnismanum, þingræðistilburöunum og lýöræöishandbragöinu? — A landsþingi kommúnista I mars var Berlinguer ekki lengur vært. Hann var tilknúinn aö setja fram úrslitakosti. Annaö hvort tökum viö sæti sem aöili I samsteypu- stjórn, eða viö veröum aöal- stjórnarandstööuflokkurinn, og ekkert elsku mamma hér. Hverjum flokksleiðtoga, sem setti sig i spor Berlinguer, þætti honum ekki vorkunn? I þessari til- þrifalitlu utanstjórnarsetu flokksins siöustu misserin hefur hrunið af honum fylgið Þeir róttækustu fussa viö Evrópu- kommúnismanum. Þeir sveia kommúnistaflokki, sem óbeint styður stjórn kristilegra demó- krata, og hlaupa yfir I raöir róttækari smáflokka. Hinir, sem hlupust undan merkjum sóslalista og sóslal-demókrata I slöustu kosningunum, ýmist leiöir orönir á samstarfi þeirra viö kristilega, eöa reiöir vegna brott- hlaups þeirra úr stjórnarsam- starfinu, sem knúöi fram kosningarnar, telja sig ekki geta séö, aö atkvæöin, sem þeir greiddu kommúnistum siöast, hafi orkað til mikilla breytinga. Þeir ýmis hlaupa aftur I sinn gamla flokk, eöa fara alveg hringinn og greiða kristilegum atkvæöi sitt, úr þvi aö þeir hvort eö er halda áfram stjórnar- taumunum I hendi sér. Skoðanakannanir Skoöanakannanir þykja benda ótvirætt til þess aö fylgi kommún- ista muni rýrna mikiö I kosningunum 3. og 4. júni, og sveiflast aftur til hægri. Naumast fá kommúnistar þó svo stóran skell, aö þeir veröi ekki áfram næststærsti flokkurinn, en þeir munu standa veikari eftir. Berlinguer, leiötogi Italskra kommúnista, viö kjörkassann. KASSABILARALLY SKATA frá Hveragerði til Kópavogshælis til styrktar Kópavogshæli dagana 26. og27 maínk. CTVDI/T A D MIA Ji D sem Íatntramt eru happdrættismiðar, verða O I I If IV I Mlf IfllllMlf seldirnæstudaga — Takið sölumönnum vel og styrkið gott málefni—Markmiðið er að kaupa FÓLKSFLUTNINGABÍL FYRIR VlSTFÓLK KÓPAVOGSHÆUS ------ =eframjag erhægt að senda á gírónúmer63336-4—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.