Vísir - 25.05.1979, Blaðsíða 8
^Föstudagur 25. maí 1979
8
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davifi Guðmundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Hörfiur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elfas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blafiamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina
Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, §æmundur Guðvinsson, Þor-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd-
ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf-
steinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Sifiumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Sffiumúla 14 simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 3000 á mánufii
innanlands. Verð i
lausasölu kr. ISO eintakifi.
:.Drentun Btafiaprent h/f
Duglitiö Þing og dauðadæmd stjórn
Litlu máli hcffii skipt, hvort þingiö hefði setið f vetur eða ekki og ekki stjórnar „stjórn-
in” landinu. Guðfaðir hennar telur hana dauðans mat.
Þá er nú ríkisstjórnin laus við
þingið og getur farið að gefa út
bráðabirgðalög. Það var sent i
sumarfrí í fyrradag. Sjaldan
hefur víst verið jafn mikið talað
og jafnmikið flutt af alls kyns
frumvörpum og tillögum, sem
einungis virðast hafa haft þann
tilgang að koma viðkomandi
flutningsmönnum i fjölmiðla.
Fæst þessara mála hafa hlotið
afgreiðslu.
AAálin, sem ríður á að hvert
þing afgreiði skjótt og skipulega
hafa verið látin reka á reiðanum,
verið svæfð í nefndum langtím-
um saman eða kæfð í kjaftavaðli
i þingsölum. Lánsf járáætlun og
vegaáætlun voru látnar biða
afgreiðslu mánuðum saman með
þeim afleiðingum að þær opin-
beru stofnanir, sem verða að
miða starfsemi sína við þessar
áætlanir, svo sem Vegagerð
ríkisins, hafa verið meira og
minna óstarfhæfar og hafa ekki
getað lagt nein drög að starf semi
sinni í sumar.
Svo er tekin skorpa og hamast
f ram á nætur í nokkra daga og þá
á að lemja í gegnum þingið hin
ýmsu hagsmunamál stjórnar-
f lokkanna, hvert á eftir öðru, og
skirrast menn jaf nvel ekki við að
fara verulega á skjön við þing-
sköp til þess að afgreiða málin
eins og þeir hafa ætlað sér, hvort
sem vilji alþingis er hinn sami og
stjórnarherranna eða ekki. Gott
dæmi um þetta var áformuð
afgreiðsla milljarðaúthlutunar-
innar til bænda í neðri deild
Alþingis.
Oll hástemmdu kosningafyrir-
heitin hafa rokið út í veður og
vind eða orðið að öfugmælum,
eins og til dæmis kjörorðið
„samningana í gildi" sem
landsmenn hlæja nú að, að
minnsta kosti þeir sem þora að
hlæja opinberlega. Þeir, sem
telja sig eiga verkalýðshreyfing-
una, hafa aftur á móti hægt um
sig, sitja með lausa samninga,
bíða átekta og láta ekki hvarfla
að sér að setja á útf lutningsbann,
þótt núverandi stjórn beiti sömu
aðgerðum í launamálum og sú
siðasta.
Útflutningsbann er raunar
óþarft af hálfu verkalýðshreyf-
ingarinnar. Farmenn sjá fyrir
því og koma í veg fyrir að nokkr-
ar vörur sé hægt að f lytja til eða
frá landinu sjóleiðina vegna
verkfalls.
Ýmis fleiri alvöruverkföll eru
yfirvofandi og enn stendur
skrípaverkfall mjólkurfræðinga,
sem eingöngu hækkar smjör-
f jallið.
Verðbólgan eykst og eykst án
þess að stjórnvöldum takist
nokkuð að spyrna við f ótum. Hún
sér um að hækka laun lands-
manna sjálfkrafa um 40% á
þessu ári, án þess að tekjur
þjóðarinnar aukist nokkuð til
þess að standa undir þessari
hækkun. öllum virðist líka vera
orðið Ijóst, að þótt aðeins verði
gengið að einum þriðja krafna
yfirmanna á farskipunum, og
aðrir launþegar fái sambærilega
hækkun, sem hægt er að bóka að
fenginni reynslu, verður verð-
bólgan komin yfir hundrað
prósent um sama leyti á næsta
ári.
Þannig er sem sagt ástandið í
þinglok. Vísir telur, að litlu máli
hefði skipt, hvort þingið hefði
setið eða ekki. Það virðist ekki
ráða neinu um gang mála í land-
inu, hvað þá heldur ríkisstjórnin,
— að minnsta kosti hefur þessum
aðilum ekki tekist að stýra inn á
þá braut sem þeir sögðust ætla
sér.
Guðföður st jórnarinnai;
Gúðmundi J. Guðmundssyni,rat-
aðist satt orð á munn í viðtaii við
Vísi í gær, er hann sagði: „Svona
ríkisstjórn hefur aldrei setið á
íslandi áður. Hún lif ir bara af því
að hún þorir ekki að deyja."
ViðsklptaráðuneytiD um bensínhækkanirnar:
ÍSLENDINGAR ERU HÁÐARI
SVEIFLUM EN AÐRAR ÞJÓÐIR
Viðskiptaráðuneytið
hefur sent frá sér frétta-
tilkynningu i tilefni af
blaðaskrifum um
bensinverð að undan-
förnu. Fer tilkynning
ráðuneytisins hér á eft-
ir:
Vegna blaðaskrifa, sbr. leiðara
dagblaösins Visis 17. þ.m., vill
viðskiptaráðuneytið vekja athygli
á að allsendis er óraunhæft að
bera saman verð á bensini eins og
þaðer i dag á Islandi annars veg-
ar og verð á bensini i öörum lönd-
um um siöastliöin áramót hins
vegar, eins og gert var i fyrr-
greindum leiðara.
Neðanskráð tafla gefur raun-
hæfan samanburð á bensinverði
viðkomandi landa, eins og þaö
var um sl. áramót, miöaö viö
gengisskráningu á sama tima.
Eins og sjá má af þessari
töflu er verömunur nokkur milli
hinna einstöku landa og má sem
ástæður nefna:
1. Miklar hækkanir á bensini á
siðastliðnu ári, eða hækkun á
timabilinu 3/1 1978-2/1 1979 Ur $
130.25 pr. tonn fob. Rotterdam I $
196.00 pr. tonn fob. Rotterdam,
eða um 50.5%. Veröur hér á eftir
nánar vikið aö þvi hvers vegna
slikar hækkanir koma fyrr fram á
tslandi en i samanburðarlöndun-
um. Athyglisvert er að þrátt fyrir
hæst innkaups- og dreifingar-
kostnaöarverö er Island i 4. sæti
að þvi er útsöluverö bensins
snertir.
2. Mislangar oliuflutningaleiðir
til hinna ýmsu landa og af ofan-
skráðum löndum er lengst til Is-
lands.
3. Gera verður ráð fyrir aö
dreifingarkostnaður sé að öðru
jöfnu meiri I strjálbýlu en þétt-
býlu landi, en Island er strjálbýl-
ast ofanskráðra landa.
4. Mismunandi hagkvæmni
dreifingarkerfa, er rekja má til
annarra orsaka en að ofan grein-
ir.
Það sem af er þessu ári hefur
bensinverð tvivegis hækkað, ann-
ars vegar 3. febrúar I kr. 205 pr.
litra eða um 13.3% og hins vegar
5. mai i kr. 256 pr. litra eöa um
24,9%,Þannig hefur bensinverð
hækkað frá áramótum um 41.4%.
A sama timabili hafa opinber
gjöldhækkaðúrkr. 104.94 pr. litra
ikr. 143.21 pr. lltra eöa um 36.5%.
Þáttur opinberra gjalda I bensln-
verði hefur þar meö lækkaö frá
þvi að vera um 58.0% um áramót i
55,9% I dag. A sama tima og út-
söluverð á benslni hefur þannig
hækkað um 41,4%, hefur cif. verö
á bensini hækkað um 56.8% eða
10.9% umfram smásöluverös-
hækkunina og 14.9% umfram
hækkun opinberra gjalda.
Geysimiklar hækkanir hafa
orðið á bensinskráningu i Rotter-
dam frá þvi um slðastliðin ára-
mót en viö hana eru ollu-
kaup íslendinga miðuð. Þannig
hækkaði verð á bensini fob. Rott-
erdam á timabilinu 2/1 '79-1/5 '79
úr $ 196.00 pr. tonn I 316.5 pr. tonn
eöa um 61.5% og samkvæmt
skráningu 14/5 '79 er verðiö kom-
iö I $ 360.00 pr. tonn eða hefur
m.ö.o. hækkað um 83.7% frá ára-
mótum.
Islendingar eru mun ftáðari sllk-
um sveiflum en þær þjóðir sem
samanburðurinn nær yfir og má
sem ástæður nefna eftirtalin atr-
iði:
1. Flestar þær þjóðir sem upp
eru taldar eiga eða hafa aðgang
að oliuhreinsunarstöðvum og eru
þar meö ekki jafn háðar dagverði
á fullunnum oliuvörum þareð oliu
hreinsunarstöðvarnar kaupa hrá-
oliuna yfirleitt beint frá ollufram-
leiöslulöndum á veröi sem breyt-
isteinungis einu sinni til tvisvar á
ári (sbr. veröbreytingar OPEC-
landanna).
2. Nokkrar þeirra þjóöa sem
upp eru taldar eru með eigin oliu-
framleiðslu að hluta, sem gerir
þær óháðari skyndilegum verð-
sveiflum á heimsmarkaðnum.
3. Gera má ráð fyrir að flestar
ofangreindra þjóða eigi að jafnaði
mun meiri birgðir oliu samanbor-
iö við tslendinga, þannig aö verð-
breytingar koma siðar fram þar
en hér.
Að öllum þessum liöum athug-
uöum er ljóst að vegna þeirra
miklu veröhækkana sem oröið
hafa að undanförnu, má gera ráð
fyrir að þess gæti fyrst á íslandi,
samanborið við þau lönd sem upp
eru talin. Þegar frá liöur og verð-
lag kemst i jafnvægi, dregur úr
þeim verömun sem til staðar er I
dag.
Viöskiptaráðuneytið taldi skylt
að koma þessum athugasemdum
á framfæri til skýringar en ekki
til þess aö draga úr þeim ábend-
ingum i gagnrýnisátt sem fram
hafa komið á verðviðmiöuninni
við Rotterdamsmarkaöinn. Má I
þvi sambandi benda á aö orku-
málaráðherrar Efnahagsbanda-
lagsrikjanna hafa talið sérstaka
ástæðu til að rannsaka mark-
að þennan.
vtslr segir:
vist tekur
ísienski
ríkiskasslnn
mesti
Siá bls. 17
Verð á bensini i 10 V-Evrópulöndum 1/1 1979:
8
■e e u GU iO u u O) •fi c C O) S -o
J > &4 O +
tsland 181.00 104.98 (58.0) 76.02
ttaiia 184.22 132.64 (72.0) 51.58
Frakkland 193.14 132.88 (68.8) 60.26
Belgia 183.98 109.28 (59.4) 77.70
Holland 180.11 106.26 (59.0) 73.85
Danmörk 180.49 113.17 (62.7) 67.32
V-Þýskaland 155.13 93.39 (60.2) 61.74
trland 124.53 71.23 (57.2) 53.30
Luxemborg 142.99 69.35 (48.5) 73.64
Bretland 109.79 55.00 (50.1) 54.79