Vísir - 25.05.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 25.05.1979, Blaðsíða 16
20 VÍSIR jFöstudagur 25. mal 1979 HVENÆR DREPUR MARIIR NUNN7 Leikfélag Reykjavikur: Er þetta ekki mitt lif? eftir Brian Clark Þýöandi: Silja Aöalsteinsdóttir Leikstjóri: Maria Kristjánsdóttir Leikmynd: Jón Þórisson Leikbúningar: Messlana Tómasdóttir Leiktónar: Gunnar Reynir Sveinsson Lýsing: Daniel Williamsson Gjörgæzludeild á sjúkrahúsi. Þangaö liggur leiöin af slysstaðn- um. Þaö var bilslys. Hversdags- leg frétt i blaði (ef hún snertir ekki þig eöa þína nánustu) er i einu vetfangi oröin aö miskunn- arlausu drama, þar sem um líf eöa dauöa er aö tefla. Ungi maöurinn liggur lamaöur og ósjálfbjarga i umsjá lækna og hjúkrunarliös. Hann er ekki dauövona. Honum er hugaö líf — fyrir náö læknavisinda. Hann er dæmdur til að lifa. Þaö er lifstíö- ardómur. Hann getur ekki matazt hjálp- arlaust. Hann getur ekki losaö sig viö úrgangsefni nema meö stól- pipu. Væru ekki hjúkrunarkonur til taks aö annast hann eins og hvitvoðung, mundi hann grotna niöur af legusárum. Hann er ó- sjálfbjarga — á valdi visindanna og á framfæri velferöarríkisins. Hann er vakinn til meövitundar — og um leiö um ástand sitt. Hon- um hrýs hugur viö aö veröa aö lifa. Hann á enga batavon. Og honum veitist ekki náö sturlunar eöa vitundarleysis. Heilinn er i fullkomnu lagi, það er þaö versta. Þaö er fátt eins örvandi fyrir hugsunina og aö standa frammi fyrir aftökusveit, sagöi einhver Og hugsun þess manns' sem er dæmdur til að lifa viö ör- kuml án þess nokkru sinni aö geta notiö unaössemda lifsins, er næm og skörp. Hugarvil og hálfkæring- ur takast á i huga hans. Hann hef- ur huggunarrik en innantóm orö og hræsnishjal hjúkrunarliösins i flimtingum. Þvi veröur hverft viö. „Heilbrigöisstéttirnar” hörfa undan miskunnarleysinu i orö- um hins limlesta manns — og hafa ekki i fullu tré viö hann — andlega. Sjúklingurinn veit, aö þeir geta treint I honum liftóruna. Hlutverk læknavisindanna er aö bjarga mannslifum, segir Emerson yfir- læknir. Þaö er einfalt mál. Um þaö leyfist okkur ekki aö efast — segir hann viö starfsbræöur sina. En sá, sem dæmdur er til aö lifa, fyrir náð visindanna — hann er nagaöur af efa. Hvers viröi er aö lifa sliku lifi? Er þetta ekki mitt lif? Lokst gerir hann upp hug sinn og krefst þess, I krafti mann- legrar reisnar hins frjálsborna manns, aö vera frjáls feröa sinná af þessari gjörgæzludeild samfé- leiklist lagsins, til þess aö geta dáiö drottni sinum eins og maður. Betra er aö falla meö sæmd en lifa viö smán, segir á einum staö. Þaö er eins og þetta hljómi til okkar aftan úr grárri forneskju — úr haröbýlum hugmyndaheimi Islendingasagna. Þvilikt mottó samrýmist varla „mannúö” vel- feröarrikisins? I þessum punkti byrjar leikrit- ið. Og þaö heldur athygli þinni ó- skertri frá upphafi til enda. Þetta er fagmannlegt leikrit og góö sýn- ing. Þess vegna er óþarfi fyrir gagnrýnandann aö gefa lesand- anum ágrip af fyrsta árs nám- skeiði i móralskri heimspeki. Aldrei þessu vant má lesa um þaö i dagblöðunum — þakkaö sé Þor- steini Gylfasyni. En jafnvel þeir, sem hafa fariö i gegnum „filuna” án þess aö botna upp eða niöur i henni, gætu að þessu sinni bætt sér skaðann með þvi að bregöa sér í leikhús. Þetta hefur listin umfram fræðin! — Grá er öll kenning. Þetta er ákaflega brezkt leik- húsverk. Þrátt fyrir djúpan und- irtón siöferðilegrar alvöru, svo sem hæfir efninu, gleymir höf- undur ekki að leiöa i ljós tog- streitu ólikra geðhrifa og kennda, sem brjótast um i hugskoti unga mannsins. Fátt er eins niöurlægj- andi fyrir þann sem beöiö hefur lægri hlut, og meiningarlaus samúðarmærð. Þvilika óværu drepur Kenneth (Hjalti Rögn- valdsson) af sér meö uppgeröar hálfkæringi og napurri gálga- glettni, sem hvaö eftir annaö vek- ur hlátur i salnum. Kom þó fæst- um hlátur I hug. Svona er mannskepnan ólkindarleg. Um leið og ég hvet leikhúsgesti til þess aö missa ekki af þessari vönduöu og geöþekku sýningu, er ástæöa til aö óska leikstjóra, Mariu Kristjánsdóttur, og aöstoö- arfólki hennar, til hamingju meö vel unniö verk. Hjalti Rögnvalds- son skilaði aðalhlutverkinu meö sóma. Samleikur þeirra Lilju Guörúnar, sem undirleitrar hjúkku, og Haralds G. Haralds- sonar, sem hins lifsglaða og kven- sama sjúkraliöa, var glettilegur. Margrét Helga Jóhannsdóttir veröur lika minnisstæö sem hin fjallgrimma deildarhjúkrunar- kona „meö hjarta úr ryöfriu stáli”. Og ekki þarf læknamaflan aö minnkast sin fyrir Jón Sigur- björnsson sem sinn talsmann. Þakklátir leikhúsgestir klöpp- uðu leikurum og aðstoðarfólki ákaft lof i lófa aö leikslokum. —BS Vegna annarrar vinnu gat gagnrýnandi ekki veriö viöstadd- ur tvær fyrstu sýningar á ER ÞETTA EKKI MITT LIF? og biöst velviröingar á þvi hversu umsögnin er siöbúin aö þessu sinni. —BS. SUMARLÖG MED SÖL 0G BROSI Þú ert - Helgl Pétursson - Ýmlr hf. 009 „Þin gleöi var aö tendra bros og vekja káta lund”, syngur Helgi Pétursson fyrrum liösmaöur RIó- triósins á fyrstu sólóplötu sinni. Ég held aö þaö fari ekkert milli mála aö þessi orö Jónasar Friö- riks, svona ein og sér og slitin úr samhengi, en tekin úr texta hans viölagiö „Með kærri þökk”, lýsi i fáum oröum tilgangi Helga meö sólóplötu. Sumum kann ef til vill aö finn- ast þaö heldur léttvægt og litil- fjörlegtmarkmiö aö vilja fyrst og fremst kæta geö manna me.ö tón- list. Helgi er á annarri skoöun og mér finnst skemmtileg og geös- lega flutt tónlist, sem tendrar brosogvekur káta lund, fyllilega aura sinna virði. En auövitaö veröa menn aö hafa smekk fyrir krásunum og i þvi efni veröur hver aö svara fyrir sig. Þetta er nú i og meö sagt vegna þess aö yfirdrepsskapur margra ersíkur aöfariö er i felur meö þá ánægju sem fæst af hlustun á tón- list sem þessa. Fólk hleypur i launkofa, telur þaö Htillækkandi fyrir sig aö viöurkenna þetta og bregst ónotalega viö ef þaö er staöiö að ,,glæpnum”Ég sveia nú bara eins og Villi á Brekku. Helgi hefur aö eigin sögn ávallt veriö á mótipælingum I tónlist og tónlist Helgi Pétursson meölitla soninn. sólóplatan vottar þaö. Hann velur I samræmi viö þaö auögripandi lög á plötuna, sem renna mjúk- lega og eöli málsins samkvæmt inn um annaö eyraö og út um hitt. En manni leiöist ekki á meöan! Helgi hefur þægilega rödd og syngur blátt áfram og hlýlega, — og um þaö þarf ekki fleiri orö. Þótt lögin séu ættuö viöa frá er furðu sterkur heildarsvipur á plötunni, en irska þjóölagiö skemmir dálitiö poppaöan heild- arsvip plötunnar. Auk þess aö vera skemmtileg er platan óaðfinnanlega unnin á alla kanta ( þó hringlaga sé aö visu, eins og ÓM benti réttilega á um daginn) og kemur vist fáum á óvart sem vita aö Gunni Þóröar var verkstjóri á upptökubænum. —Gsal Sunneva kemur suöur Leikfélag Fljótsdalshéraös sýnir leikritiö Sunneva og sonur ráösmannsins eftir Rögnvald Erlingsson i Félagsheimili Seltjarnarness i kvöld, föstudags- kvöld, kl. 21. Verkiö er allt heimaunniö og hefur veriö sýnt eystra viö góöar viötökur. Nú gefst þéttbýlisbúum tækifæri til aö fylgjast meö þess- ari tilraun áhugamannanna. Leikstjórier Einar Rafn Haralds- son. „MÚTVÆGI OEQN EINANGRUN" Rætt við nokkra nemendur Tónlistar- skólans i Reykjavik um kammermúsik, en sú tegund tónlistar verður á lokatónleikum skólans i Norræna húsinu á sunnudaginn. Eins og alltaf á vorin hefur veriö mikil gróska i tónleika- haldi landsmanna undanfarnar vikur. Einn þeirra aöila, sem hafa lagt sitt af mörkum i þeim efnum er Tónlistarskólinn I Reykjavík, en á hans vegum hafa veriö haldnir um 20 opin- berir tónleikar I vetur, auk ann- ars tónleikahalds innan veggja skólans. Þarna hefur verið um aö ræöa tónleika af ýmsu tagi, svo sem einleikstónleika, hljómsveitartónleika, tónleika i samstarfi viö Sinfóniuhljóm- sveit Islands o.fl., en nú á sunnudagskvöldiö veröur rek- inn endahnúturinn á vetrar- starfiö meö tónleikum i Nor- ræna húsinu Af þessu tilefni leit undirrituö inn á æfingu og náöi tali af nokkrum hljóöfæra- leikaranna. Fyrst bar á góma skipulagn- ingu kammertónlistar i skólan um, eðli hennar og iökun al- mennt. ,,Þaö er Mark Reedman, sem hefur haftveg og vanda af þessu starfi i vetur, bæöi skipulagn- ingu og leiðsögn. Ot úr þessu hafa komið nokkrir hópar, sem hafa æft ákveðin verk. Oft er erfitt aö ná saman hópum, m.a. sökum ójafnrar skiptingar milli hljóðfæra, t.d. eru örfáir selló- og vióluleikarar i skólanum, mæöir þá mikiö á ákveönum einstaklingum, á hinn bóginn er mikiö af pianóleikurum, og komast þá stundum færri aö en vildu. Kammertónlist er ákaflega félagslegt fyrirbæri, oft er þaö svo meö tónlistarnemendur, aö þeir vilja einangrast viö æfingar áhljóöfæri sitt. I kammertónlist myndast hins vegar samskipti milli fólks i gegnum tónlistina, taka þarf tillit til hugmynda hinna i hópnum og ekki er leng- ur hægt aö spila alg jörlega eftir eigin höföi.” Þegar þiö eruö búin aö æfa verkin, fáiö þiö þá yfirleitt tæki- færi til aö spila fyrir áheyrend- ur? wÆ/M . Æ ■■ 1 1 jj ■KJ' ■ .. Slegiö á létta strengi I æfingahléi. Visismynd: JA „Þaö kemur ekki upp sú aö- staöa, aö viö fáum ekki aö spila, ef viö erum meö eitthvaö æft, en þaö er þá á formlegum tónleik- um. Hins vegar er minna um aö fólk komi saman og „impróvis- eri”, eða láti til sin heyra nema tónlist verkin séu fullæfö. Þaö er ein- hvern veginn önnur innstilling, sem vill verða útundan i form- legu tónlistarnámi, ekki bara hér, heldur llka annars staöar i heiminum. Strax og fariö er aö æfa verk, gerir maöur ákveönar kröfur til flutnings, og fólk vill helst ekki láta til sin heyra nema undirbú- iö. Þaö er þessa „hér og nú” spilamennsku sem vantar. Þetta stafar e.t.v. af þvi, aö hér er ekki nein rikjandi kammer- músikhefö, eöa kaffihúsamenn- ing, sem gefur tilefni til slikrar tónlistariökunar. Kammertón- list hjálpar aö visu mikiö upp á sakirnar meöþennan skrekk, aö láta til sin heyra, þar sem einstaklingurinn er ekki lengur einn um ábyrgðina,” Nú var ekki timi til frekari umræöu, og fariö aö æfa af krafti fyrir tónleikana á sunnu- daginn. Þar veröur flutt barokk og rómantisk tónlist: Trio sónata eftir Carl Philip Emanu- el Bach, hana flytja Kolbeinn Bjarnason, Sigriöur Helga Þor- steinsdóttir, Hans Eirikur Baldursson og Inga Huld Mark- an, Trió sónata eftir Coreili i flutningi Bryndisar Pálsdóttur, Auöar Hafsteinsdóttur, Steinunnar öglu Gunnarsdóttur og Elisabetar Waage og aö lok- um veröur fluttur kvintett eftir Schumann, þar leika Þórhallur Birgisson, Sigurlaug Eövarös- dóttir, Asdis Valdimarsdóttir, Hans Eirikur Baldursson og Þorsteinn Gauti Sigurösson. Tónleikarnir hefjast kl. 8.30. og eraðgangurókeypisogöUuir; heimill. —KE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.