Vísir - 26.05.1979, Side 9
Laugardagur 26. mal 1979
9
Isíendingar kaupa
fhnm sinnumfieirí
dagbíöd en ítalir
Þótt ekki liggi fyrir nákvæmar tölur um upplög ís-
lenskra dagblaða mun láta nærri aö hérlendis séu dag-
blöö gefin út í 110 til 120 þúsund eintökum að jafnaði á
dag, en það svarar til þess að annað hvert mannsbarn
á landinu væri dagblaðskaupandi.
Sé aftur á móti tekið tillit til þess/ hve margir Is-
lendingar eru á blaðakaupaaldri er Ijóst, að nánast
hver maður sem búinn er að stofna heimili kaupir
dagblað og sumir fleiri en eitt.
Þessu til viðbótar bætast svo fjölmörg frettablöð
víðs vegar um byggðir landsins, sem koma út viku-
lega, hálfsmánaðarlega eða sjaldnar með staðbundn-
ar byggðafréttir og greinar um hagsmunamál ein-
stakra byggðarlaga.
Færum úr
120 í 20 þúsund
Islendingar eru tvimælalaust
meðal mestu blaðlestursþjóBa
Evrópu og jafnvel þótt viöar
væri leitaö, miðað við fólks-
fjölda, eins og eðlilegt er I slík-
um samanburði.
Neðstir á listanum munu vera
ítalir, en þeir kaupa rúmlega
fimm sinnum minna af dagblöð-
um en við Islendingar, eða aö-
eins eitt blaö á hverja 11,2 ibúa
landsins, en viö aftur á móti eitt
blað á hverja tvo ibúa, eins og
áöur sagði.
Þessi samanburður verður
enn skýrari ef italska hlutfallinu
er snúið upp á tsland. Miðað við
sömu blaðakaup og á Italíu
kæmu islensk dagblöð samtals
út i aöeins 20 þúsund eintökum á
dag f stað 110 til 120 þúsund ein-
taka.
ar um landið til þess að geta
veitt betri fréttaþjónustu af
landsbyggðinni, en Morgun-
blaðið sinnti slfkri almennri inn-
anlandsþjónustu eitt að nokkru
marki fram að þvf.
Líf vegna leiðarans
Timinn, Þjóöviljinn og Al-
þýðublaöiö hafa ekki hin slðari
ár keppt á þessum vettvangi svo
heitiö geti. Tlminn hefur að vlsu
sinnt ýmsum séráhugamálum
bænda úr hinum dreiföu byggð-
um og Þjóðviljinn sagt fréttir
utan af landi af „sinum” mönn-
um og „sinum stöðum”, þegar
það hefur þótt henta þeirri
flokkspólitisku linu, sem ræður
mótun blaðsins.
Blessað Alþýöublaðiö er
hvorki fugl né fiskur lengur.
Það er hvorki fréttablað eða
þjóðmálaumræöublað. Um það
fjotmiölun
Mogginná morgnana
Islendingar eru sennilega
fréttaþyrstari en margar ná-
grannaþjóðanna og er liklegt aö
fréttaþorstinn ráði allmiklu um,
hve mikiö selst af dagblöðum
hér á landi.
AB visu gildir ekki hið sama
um öll blöðin, enda leggja þau
mismunandi mikla áherslu á
fréttaþjónustu almennt.
Morgunblaöiö hefur um árabil
veitt betri og viðtækari frétta-
þjónustu en önnur Islensk dag-
blöð og með þvi að kaupa þaö fá
menn einnig mikið pappirs-
magn, þótt oft sé blaöið fljótles-
ið. Þótt Morgunblaðiö hafi ekki
lengur þá sérstöðu á islenskum
blaðamarkaöi, sem þaö haföi
hér áöur fyrr, finnst æði mörg-
um þeir „þurfa” að kaupa það
og telja sig varla geta farið til
vinnu á morgnana án þess að
hafa flett I gegnum Moggann
meö morgunmatnum.
Aukin fréttasamkeppni
Vlsir og Dagblaðiö hafa sið-
ustu árin veitt Morgunblaðinu
verulega samkeppni varðandi
almenna fréttaþjónustu bæði af
innlendum og erlendum vett-
vangi. Vlsir hefur siðustu mán-
uðina gengið skrefi lengra en
Dagblaðið á þessu sviði méö
samningum við UPI-fréttastof-
una varðandi sendingu slma-
mynda og annarra fréttamynda
af heimsviöburðum á hverjum
degi og með kaupum á tækja-
búnaði til myndsendinga sim-
leiðis innanlands.
Þá hafa bæöi Vlsir og Dag-
blaöið komiö sér upp neti frétta-
ritara og ljósmyndara vlös veg-
Helst er að vænta endurskoð-
unar og breytinga á Tlmanum á
næstunni. Forráðamenn þess
blaðs hrukku við á dögunum,
þegar upplýst var að tapið á
rekstri blaðsins heföi orðið tæp-
ar 70 milljónir króna á siðasta
ári, og munu væntanlega leggja
heilann I bleyti næstu vikurnar
og reyna að finna leiöir til þess
að rétta hag blaösins.
blaðsins.
Tíminn ísjálfheldu
Framsóknarmenn verða nú
að gera upp við sig, hvort þeir
ætla að gefa út alvörufréttablað
i samkeppni við Morgunblaðiö á
morgunmarkaðinum, eða hvort
þeir ætla að sérhæfa Timann I
landbúnaöarfréttum og pólitlk.
Fjörkippur kom i Timann á sið-
asta ári en varö skammvinnur
og hefur allt sótt i sama farið
aftur.
Vegna þess, hve litil út-
breiösla Timans er I þéttbýlinu
við Faxaflóa reynist honum
erfitt að ná til sin auglýsingum á
neysluvörum og þjónustu á
höfuðborgarsvæðinu og er þvi
varla að vænta teljandi tekju-
aukningaraf auglýsingum með-
an efni blaðsins og útbreiðsla
þess er óbreytt. Varla er mögu-
leiki á að auka sölu blaösins á
höfuðborgarsvæöinu nema þvi
sé breytt efnislega, meðal ann-
ars varðandi fréttaþjónustuna
og viða um byggðir landsins
hafa Dagblaöið og Vísir náð
kaupendum af Tímanum.
Forvitnilegt verður að fylgj-
ast með hvaða stefnu ráöamenn
Ólafur
Ragnarsson
ritstjóri
skrifar
mætti viðhafa svipuð orö og
Guðmundur J. Guðmundsson
hafði um rikisstjórnina I VIsi á
dögunum, „hún lifir bara af þvi
að hún þorir ekki að deyja”. Al-
þýöublaðiö lifir bara af þvi að
kratar þora ekki að láta það
leggja upp laupana. Það er
hvorki vegna kaupendanna eða
útgefendanna, sem það lifir.
Lifinu er eingöngu haldið i þvi
vegna leiöarans. Ef blaðið
kæmi ekki út myndi rödd Al-
þýðuflokksins ekki heyrast
reglulega á öldum ljósvakans
sökum þess aö enginn leiðari
bærist frá Alþýðublaðinu. Al-
þýðublaðið er nú einungis f jórar
siður og kemur aðeins út f jórum
sinnum i viku, þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og laug-
ardaga. A föstudögum fá áskrif-
endur blaðsins Helgarpóst Al-
þýðublaðsins i staðinn fyrir
blaöið sjálft.
Litlar breytingar
Ekki eru sjáanleg nein ný
teikn á lofti varöandi dagblaða-
útgáfu Islendinga á næstunni.
Morgunblaðið heldur forystunni
varðandi stærð og efnismagn og
hefur að undanförnu reynt aö
auka fjölbreytni efnis slns um
helgar með viðtölum og frá-
sögnum af fólki til þess að vega
upp á móti ööru helgarlesefni,
sem i boöi er á blaöamarkaðin-
um. Visir og Dagblaðið halda
sinu frjálsa og sjálfstæða striki
varöandi fréttir og efni. Frétta-
efni Þjóöviljans verður áfram
skrifaö eftir þeirri pólitisku for-
skrift sem forráöamenn blaðs-
ins hafa sett sér og kaupendur
hans virðast sætta sig við. *
og Dagblaðið, en til hins siðar-
nefnda Timinn, Þjóðviljinn og
Morgunblaðiö. Alþýðublaöið er i
algjörum „sérflokki”.
„Síðdegisblöð"
á morgnana
Hér á landi hafa fyrr nefndu
blöðin veriö nefnd siðdegisblöð
en hin morgunblöð vegna mis-
munandi útkomutíma, en sú
flokkun á ekki við erlendis, þar
sem „síðdegisblöðin” eru yfir-
leitt komin á sölustaði klukkan 8
til 9 á morgnana á útkomu-
staðnum og berast fljótt til ann-
arra staöa. Munurinn á vinnslu
er aftur á móti sá, að siðasta
efnið i morgunblöðin er unnið
kvöldið fyrir útkomudag og
fram undir miðnætti en siðasta
grannalöndunum mun útkomu-
timi þeirra færast enn framar á
morguninn á næstu árum. En
ljóst er, að það er ekki útkomu-
timinn, sem ræður vinsældum
þessara blaða, nema aö hluta
til, fréttaþjónusta, efnisval og
framsetning efnis i takt við tim-
ann er þar þyngst á metunum.
En ég er ekki þar meö að
segja að hin blööin séu langt á
eftir timanum, þótt þau séu frá-
brugðin Visi og Dagblaðinu.
Þegar á heildina er litiö eru Is-
lensk dagblöð liflegri og að-
gengilegri en dagblöð viöa ann-
ars staöar I heiminum. Norður-
landablöðin og mörg blöð i mið-
evrópulöndum bera svipað yfir-
bragð, en svo eru lika til blöð,
sem eru svo Ihaldssöm, að þau
birta ekki einu sinni myndir og
fyrirsagnir eru aö jafnaði ekki
stærri en eins eða tveggja
dálka.
Hvergi er þó afturhaldið
meira varöandi blaðaútgáfuna
en á Itallu og er þaö eflaust
skýringin á þvi, hve dagblöð þar
eru lítiö útbreidd. Ég nefndi það
I upphafi þessara hugleiðinga,
aö ef upplagi italskra dagblaöa
væri deilt i Ibúafjöldann reynd-
ist koma þar út eintak á hverja
II ibúa. Hér eru tveir ibúar um
hvert eintak.
Engin breyting
í 40 ár
Þessu til áréttingar má nefna,
aö íbúafjöldi ítalíu hefur vaxiö
um 12 milljónir manna siðustu
fjóra áratugina, en heildarupp-
eíTsÍSLlM
Timans taka I sumar til þess að
ná honum úr þeirri sjálfheldu,
sem hann er kominn i.
Af dagblöðunum er þá einung-
is ótalið Alþýðublaðið, sem eitt
sinn var og hét fréttablað. Það
heldur eflaust áfram aö koma út
að nafninu til vegna leiðaralest-
ursins I útvarpinu, en um fram-
tið fylgirits þess, Helgarpósts-
ins, skal engu spáð. Þar leggja
hæfir blaðamenn sig alla fram,
en fjárhagsgrundvöllurinn ræð-
ur þvi, hve langlifur Helgar-
pósturinn veröur.
Frískleg fréttablöð
vinna á
Almennt má búast við að hér
á landi veröi sama þróun varö-
andi dagblöðin og oröiö hefur I
flestum nágrannalanda okkar,
að sjálfstæðu fréttablöðin vinni
stööugt á. Þau fylgja þeirri
meginlínu, að veita góða frétta-
þjónustu og segja fréttirnar
áöur en opinberar tilkynningar
koma um tiöindin. Blaðamenn
þeirra skrifa stuttar og aðgengi-
legar fréttir sem miöast við að
nútlmafólk með takmarkaðan
tlma aflögu til blaðalesturs geti
fylgst með þvi helsta sem er að
gerast, án þess aö verja of mikl-
um tlma til lestursins. Oll fram-
setning efnisins er frisklegri en
tiökast meðal dagblaða, sem
háö eru flokkum eða fylgja
gömlum hefðum varðandi efnis-
meðferð og framsetningu. Auk
þess leggja slik blöð yfirleitt
meiri áherslu á myndir en al-
mennt tlðkast meðal Ihaldssam-
ari blaðanna.
Miöaö við þessa skilgreiningu
sjá menn, að til fyrrnefnda
hópsins teljast hér á landi Visir
“"-■"'9 91 i
#»****V ;
I
*
, r’f'atnu
' lOkto
A milli 110 og 120 þúsund eintök dagblaða eru seld hér á landi.
Minnsta blaðið að upplagi og stærð sést hér lesið. Slikt er sjaldgæf
sjón.
hönd á efni „siödegisblaðanna”
er lögð milli klukkan fimm og
sjö á morgnana.
Hér á landi gilda svipaðar
reglur varðandi morgunblööin.
Frá siðasta efni þeirra er gengið
kvöldið fyrir útkomudag, en
Morgunblaðið hefur þó meiri
sveigjanleika á vinnslunni en
Tlminn og Þjóðviljinn þar sem
þaö er unnið i eigin prentsmiðju
og getur þvl beðið eftir fréttum
lengur en hin blööin.
Islensku „siðdegisblöðin” eru
að hluta til skrifuö að morgni og
halda opnu rými fyrir fréttaefni
fram um eða yfir klukkan tlu á
morgnana aö öllu jöfnu og fara
bæði I prentun milli klukkan ell-
efu og hálftólf. Þau eru þvi til
sölu á götum Reykjavikur laust
fyrir eða um hádegiö og eru
komin i hendur sumra kaup-
enda úti á landi fljótlega eftir
hádegiö, ef vel stendur á ferö-
um.
útkomutfminn ekki
aðalatriðið
Það er þvl miklu eðlilegra að
nefna þau hádegisblöð en sið-
degisblöö og ef sama þróun
veröur hér á landi og i ná-
lag dagblaða er enn nánast hið
sama og það var um 1940, eða 5
milljónir eintaka. Ibúar Itallu
eru nú orönir um 57 milljónir.
Fjölmiðlasérfræðingar telja,
að miklu hafi valdið um þessa
þróun, að Itölsk dagblöö séu
skrifuð á mjög þungu máli,
málsgreinar séu yfirleitt mjög
langar og algengt sé að rekast á
setningar sem i séu hundraö orð
eða fleiri. Stjórnmálaflækjur og
fræðilegar efnahagsmálaskýr-
ingar séu fyrirferðarmiklar á
siðum dagblaðanna og lesefni,
sem almenningur hafi áhuga á,
svo sem almennar fréttir,
Iþróttafréttir, frásagnir af
þekktu fólki og skemmtanalifi
drukkni innan um langloku-
greinar á óaölaöandi siðum
blaðanna. Myndir séu fáar og
fyrirsagnir og efnisskil óglögg.
Allt þetta er taliö hafa valdið
þvi, að Italir eru nú meðal á-
hugalausustu blaðalesenda i
Evrópu, — að þvl er dagblöð
varöar. Timarit af ýmsu tagi
eru þar aftur á móti mjög út-
breidd, ekki sist teiknimynda-
blöð, sem bæði börn og fullorðn-
ir eru sagöir hella Sér yfir I stað
dagblaðanna. ' —ÓR.