Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 4
                                                     !" BORGARRÁÐ samþykkti á fundi 6. febrúar að taka tilboði Ístaks hf. í lagningu aðalútræsis frá hreinsi- og dælustöð fyrir skólp, sem nú er í byggingu við Klettagarða, og Sundaræsi, sem flytja mun frá- rennsli frá nýbyggingarhverfum í austurhluta borgarinnar að hreinsi- stöðinni. Fjögur fyrirtæki sendu inn tilboð og var boð Ístaks hf. lægst þeirra sem buðu samkvæmt útboðsgögn- um og nam 953.723.704 kr. sem er 5,4% yfir kostnaðaráætlun verk- kaupa. Gert er ráð fyrir að undirbún- ingur framkvæmda við útræsið hefjist nú þegar og að lagningu þess verði lokið nú í haust. Um er að ræða um 5,5 km langa 1.400 mm víða plastpípu sem fergð verður með steinsökkum, henni fleytt út og sökkt þannig að hún hvíli á hafs- botni. Útboð byggingar dælustöðvar í Gufunesi í lok febrúar Framkvæmdum við dælu- og hreinsistöðina við Klettagarða mið- ar vel og samkvæmt áætlun er að því stefnt að hún, ásamt útræsinu, verði tekin í notkun á fyrri hluta næsta árs. Samhliða er unnið að hönnun dælustöðvar fyrir skólp í Gufunesi og gert ráð fyrir að fyrsta útboð vegna byggingar hennar verði í lok þessa mánaðar en stöðin verði tilbúin til notkunar á fyrri hluta ársins 2003. Hlutverk dælustöðv- arinnar er að flytja frárennsli frá austustu hverfum borgarinnar að hreinsistöðinni og er lögnin frá stöðinni, Sundaræsi, hluti þess til- boðs sem borgarráð hefur nú sam- þykkt. Sundaræsi er um 3,0 km á lengd og er heildarlengd ræsa, sem leggja skal samkvæmt útboðinu, því um 8,5 km. Í ársbyrjun 2003 þegar dælustöðin í Gufunesi hefur dæl- ingu á að vera lokið í öllum meg- inatriðum þeirri uppbyggingu á að- alholræsakerfi borgarinnar sem kennd hefur verið við hreinsun strandlengjunnar en alls mun þessi uppbygging kosta um 7,5–8 millj- arða króna frá því að hún hófst, þar af er tæpur helmingur í lokaáfang- anum 2000 til 2003. Borgarráð gengur að tilboði Ístaks Lægsta tilboð í útræsi frá dælustöð við Klettagarða 953 milljónir króna FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALSVERT var um að ýmiss konar smádýr vöknuðu af værum vetrarblundi í hlýindakaflanum í síðustu viku. Á höfuðborgarsvæð- inu urðu menn m.a. varir við geitungadrottningar og stara- flær. Nú hefur kólnað aftur og þá ýmist lognast viðkomandi kvik- indi út af aftur eða frjósa í hel. Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta væri alls ekki óþekkt fyrirbæri, hlýindakaflar um hávetur rugluðu náttúruna oft í ríminu. „Frést hefur af óvæntum trjágeitungsdrottn- ingum og staraflóm á höfuðborg- arsvæðinu. Þá var tilkynntur flugnasveimur á Snæfellsnesi sem ég hef ekki fengið nánari útskýr- ingar á og veit því ekki hvað þar var á ferðinni. Í þessari veröld smádýra eru ýmsir tækifæris- sinnar sem fara á kreik um leið og færi gefst. Þar á meðal eru t.d. allmargar tegundir tvívængja sem lifa í rotnandi þarahrönnum á sjávarströndum. Það er alvana- legt að þær komi inn í hús við sjávarsíðuna á öllum tímum árs,“ segir Erling og heldur áfram: „Það voru einstök hlýindi í janúar og þau virðast hafa orðið til þess að ýmis óvænt kvikindi rumskuðu af vetrarsvefni sínum. Það er þó alvanalegt að ýmsar tegundir sem liggja í vetrardvala sem fullorðin dýr noti tækifærið til að teygja úr stirðum skönkum þegar hlýnar. Þetta á m.a. við um ýmsar tegundir tvívængja, t.d. ákveðnar fiskiflugur. Aftur á móti sýna dýr sem hvíla í púpum meiri biðlund eins og t.d. flærnar. Það var því frekar óvænt að fregna af slíkum á ferli nú fyrir skemmstu, en upp komu atvik þar sem kettir höfðu slíkt inn í hús með sér. Svo eru til dæmi um tegundir þar sem fullorðnu dýrin verja vetrinum til ástarleikja og láta ungviðinu eftir sumarið til uppvaxtar. Dæmi um það eru ákveðnar tegundir voðkóngulóa.“ Aðspurður sagði Erling ekki sjálfgefið að dauðinn væri vís þeim flugum og pöddum sem flýttu sér á fætur, nú þegar frost- hörkur væru aftur skollnar á. „Mörg þessara dýra leggja sig bara á hina hliðina þegar kólnar á ný og halda blundinum áfram. Það er gert ráð fyrir svona trufl- unum í þessari smádýraveröld og þar hefur lærst að mæta þeim.“ Snjór eins og besti útifatnaður Sú spurning vaknar hvort ótímabærar fótaferðir geitunga- drottninga nú bendi til þess að geitungastofnar gætu komið illa undan vetri. Erling segir: „Á því leikur vart nokkur vafi að sum smádýr eru viðkvæmari fyrir ónæði en önnur og ekki er ólíklegt að nýir land- nemar eins og geitungar geti orð- ið fyrir skakkaföllum þegar óregla kemur upp í mynstrinu. Þá má gera ráð fyrir að slæmt sé fyrir smádýrin að fá mikið frost á snjólausa jörð og það á einnig við um gróðurinn. Snjórinn er e.t.v. ein besta ábreiðan sem lífríkið getur hvílst undir á veturna. Hann verndar fyrir mestu kuld- um og vindum, viðheldur hæfileg- um raka og loftskipti eiga greiða leið í gegn um hann. Hann jafn- ast sem sagt á við besta goretex- útifatnað. Það er útbreiddur misskiln- ingur að snjóþungur vetur sé harðæri fyrir smádýrin. Svo er alls ekki. Óstöðugt veðurfar með kuldaköstum og umhleypingum á víxl eru hins vegar til baga. Hvað geitunga varðar virðist velgengni þeirra hverju sinni einkum byggj- ast á veðurfari í lok maí og fyrri hluta júní. Óblíðar móttökur veð- urguða á þeim tíma geta reynst þeim afdrifaríkar eins og raunin varð á suðvesturlandi í fyrravor. Veturinn sjálfur virðist skipta minna máli.“ Morgunblaðið/Erling Ólafsson Nývöknuð geitungadrottning. Geitungar og stara- flær „teygja úr stirðum skönkum“ FORSETI Íslands skipaði í gær Ingi- björgu Benediktsdótt- ur, héraðsdómara í Reykjavík, til að verða dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 1. mars 2001. Ingibjörg tekur við af Hirti Torfasyni, sem lætur þá af störfum. Þetta er í annað sinn sem kona er skipuð í stöðu hæsta- réttardómara. Guðrún Erlendsdóttir varð fyrsta konan til að gegna því starfi en hún var skipuð árið 1986. Með skipan Ingibjargar verða því tvær konur í embætti hæstarétt- ardómara. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagðist Ingibjörg búast við því að konum myndi fjölga enn meira á næstu árum og áratugum enda fjölgaði konum sífellt í lögfræð- ingastétt. Þá bærust þær fregnir frá lagadeild Háskóla Íslands að rúmlega helmingur nemenda við deildina væri kon- ur. Ingibjörg sagði mikilvægt að konur ættu sæti í Hæsta- rétti. Túlkun þeirra á lögum gæti í vissum tilvikum verið önnur en karla. Ingibjörg var saka- dómari í Reykjavík frá 1984 til 1992 og héraðdómari við Hér- aðsdóm Reykjavíkur frá 1. júlí 1992. Ingi- björg segir að reynsla sín af dómarastörfum hljóti að gagnast afar vel þegar hún taki sæti í Hæstarétti. Allir umsækjendur hæfir Umsækjendur um starfið voru sjö talsins. Auk Ingibjargar sóttu héraðsdómararnir Hjördís Hákon- ardóttir og Sigríður Ingvarsdóttir og hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir, Ingibjörg Rafnar, Jak- ob R. Möller og Sigurður G. Guð- jónsson um starfið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins taldi Hæstiréttur alla um- sækjendurna hæfa til að gegna embætti hæstaréttardómara. Auk þess að taka tillit til mennt- unar og starfsreynslu tók Hæsti- réttur tillit til þeirra dóma sem héraðsdómararnir sem sóttu um höfðu kveðið upp og til málflutn- ings þeirra sem koma úr röðum starfandi lögmanna. Þá er litið til þess hverrar þekkingar og reynslu er helst þörf eins og dómurinn er skipaður hverju sinni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins taldi Hæstiréttur þær Hjördísi Hákonardóttur og Ingi- björgu Benediktsdóttur úr röðum dómara og hæstaréttarlögmennina Ingibjörgu Rafnar, Jakob R. Möll- er og Sigurð G. Guðjónsson standa öðrum umsækjendum framar. Ingibjörg Benediktsdóttir Ingibjörg Benediktsdóttir skipuð hæstaréttardómari Önnur konan sem tekur sæti í Hæstarétti ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar, TF-LÍF, flutti slasaðan sjómann á Landspítala – há- skólasjúkrahús við Hring- braut í gær eftir slys um borð í togara um 70 mílur suð- vestur af Reykjavík. Maður- inn hafði fengið klórhreinsi- vökva í augað og var hann fluttur á augndeild Landspít- alans. Slasaðist á auga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.