Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björn Stefánssonfæddist í Reykja- vík, 21. febrúar 1934. Hann lést á Líknar- deild Landspítalans í Kópavogi, 30. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Stefán Jóhann Stefánsson, f. 20.7. 1894, d. 20.10. 1980, fyrrverandi forsætisráðherra og kona hans Helga Björnsdóttir Ólafs, f. 28.8. 1903, d. 28.6. 1970, húsmóðir. Bræður Björns eru Stefán Valur, f. 31.10. 1929, d. 3.7. 1995, verkamaður og Ólafur Stef- ánsson, f. 6.3. 1940, lögfræðingur. Kona hans er Soffía Mary Sigur- jónsdóttir bankastarfsmaður. Björn kvæntist 16.2. 1957, Guð- ríði Tómasdóttur, f. 7.5. 1933, fyrrverandi bankstarfsmanni. Þau eiga þrjá syni: 1) Stefán Jó- hann, f. 10.11. 1957, vélfræðingur, kona hans er Anna Björg Elísdótt- ir, kennari. Börn þeirra eru Stef- án Jóhann, f. 1997 og Anna Margrét, f. 1998. 2) Þórir, f. 1.5. 1962, viðskipta- og hagfræðingur, kona hans er Margrét Ósk Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri. Börn hennar eru Kristján Sveinn Kristjánsson, f. 1978 og Þórunn Maggý Kristjánsdóttir, f. 1981. 3) Gunnar Björnsson, f. 23.9. 1967, bankastarfs- maður, kona hans er Ída Valsdóttir, ritari. Synir þeirra eru Björn, f. 1991 og Gunnar Val- ur, f. 1996. Björn útskrifaðist frá Verzlun- arskóla Íslands 1953. Starfaði hjá Sambandi Íslenskra samvinnu- félaga í nokkur ár en átti lengstan starfsaldur sem skrifstofustjóri hjá Innkaupastofnun ríkisins. Útför Björns fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er erfitt að kveðja Björn tengdaföður minn sem hefur reynst okkur svo vel í alla staði. Það rifj- ast upp allar hlýju og góðu stund- irnar með honum og Diddu tengda- móður. Þó sérstaklega þegar hann hélt um drengina okkar Gunnars og kyssti þá á kollinn. Skemmtileg finnst mér sagan af þeim feðgum þegar þeir ásamt Þresti vini Gunnars voru að horfa á sjónvarpið saman. Þresti fannst skemmtilegra að horfa á þá feðga hlæja með sínum tilfæringum og látum fremur en að horfa á þáttinn í sjónvarpinu. Einnig var ótrúlegt hvernig þeir feðgar gátu gersam- lega gleymt sér í stjórnmálaum- ræðum. Nú veit ég að honum líður betur og er í góðum höndum. Læt ég hér fylgja kvæði úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Ída Valsdóttir. Mig langar til að minnast mágs míns Björns Stefánssonar með ör- fáum orðum, en þau megna lítils við að sefa harm. Bjössi hefur nú fengið hvíldina eftir langa og stranga baráttu við illvígan sjúk- dóm, sem hann barðist við af karl- mennsku og hetjulund. Það var ekki í eðli Bjössa að kvarta eða bera sig illa. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja Diddu og Bjössa á fal- legt heimili þeirra í Grænuhlíð. Bæði voru svo gestrisin og góð heim að sækja. Okkur hjónunum leið vel að koma þangað. Bjössi var alla tíð glaðsinna og stutt var í spaugið hjá honum. Ég minnist hans sem góðs og heilsteypts manns. Mágur minn fór ekki var- hluta af veikindum á sinni ævi og hef ég alltaf dáðst að þeim hjónum fyrir hversu vel þau hafa unnið úr sínum málum. Það hefði eflaust margur bugast undan þvílíku álagi. Ég er viss um að Bjössa mági mínum líður nú vel í faðmi foreldra sinna og eldri bróður. Megi góður guð halda verndarhendi yfir Diddu, sonum þeirra hjóna, tengdadætrum og litlu barnabörnum þeirra, sem honum þótti svo undurvænt um. Vertu guði falinn. Soffía Sigurjónsdóttir. Allt deyr að eigin hætti. Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. (Hannes Pét.) Miðvikudaginn 31. janúar sl. bár- ust mér þau tíðindi að Björn Stef- ánsson svili minn hefði látist kvöld- ið áður. Það kom mér ekki á óvart þar sem heilsu hans hafði farið ört hrakandi að undanförnu. Faðir Björns var Stefán Jóhann Stefánsson, lögfræðingur frá Dag- verðareyri við Eyjafjörð, en móðir hans var Helga Ólafs frá Mýrar- húsum á Seltjarnarnesi, dóttir Björns útvegsbónda þar og konu hans Valgerðar Guðmundsdóttur frá Nesi við Seltjörn. Stefán Jó- hann hóf ungur afskipti af stjórn- málum og skipaði sér í flokk Al- þýðuflokksmanna. Var hann þingmaður í rúm 20 ár og ráðherra í ýmsum ráðuneytum. Samherjar Stefáns í stjórnmálum og sam- starfsmenn komu oft á heimili þeirra Helgu til skrafs og ráða- gerða. Björn hefur því strax á ung- lingsaldri átt kost á að hlusta á rökræður stjórnmálamanna og hef- ur það vafalaust haft mótandi áhrif á hann. Hann fylgdist alla tíð vel með stefnum og straumum í inn- lendum og erlendum stjórnmálum og mótaði sér skoðanir á þeim. Hann fylgdi Alþýðuflokknum að málum en tók lítinn virkan þátt í stjórnmálastarfi. Björn valdi sér verslunarstörf að ævistarfi og fór í Verslunarskólann að loknu hefðbundnu grunnskóla- námi. Að námi loknu réðst hann til starfa á skrifstofu Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í Reykja- vík Það varð honum mikið gæfu- spor því þar kynntist hann eiginkonu sinni, Guðríði Tómas- dóttur frá Sólheimatungu í Borgar- firði, sem reyndist honum frábær lífsförunautur. Hjá SÍS vann Björn í nokkur ár en síðan við verslunar- störf á öðrum vettvangi, meðal annars hjá Innkaupastofnun ríkis- ins en þar starfaði hann í 20 ár. Um miðjan aldur fór heilsa Björns að gefa sig. Brjósklos í baki leiddi til þrálátra fylgikvilla í stoð- kerfi líkamans og endurteknar að- gerðir og dvalir á endurhæfingar- stofnunum tókust ekki sem skyldi. Um fimmtugt var starfsgeta Björns orðin verulega skert og svo fór að hann þurfti að láta af störf- um langt um aldur fram. Börn okkar Guðrúnar og Björns og Guðríðar eru á svipuðum aldri og hefur alla tíð verið mikill sam- gangur milli heimilanna. Oft var farið í fjölskylduferðir að heim- sækja frændfólkið í Sólheimatungu. Gerði það sitt til að fjölskyldurnar urðu samrýndari en ella. Gamla íbúðarhúsið í Sólheimatungu er eitt elsta steinsteypta íbúðarhús í sveit hér á landi, byggt 1911. Upp úr 1970 var húsið orðið illa farið og viðgerða þurfi og varð það úr að systurnar og Jónas bróðir þeirra réðust í að endurbyggja það. Unnu fjölskyldurnar saman að fram- kvæmdunum eftir því sem tími og aðstæður leyfðu. Viðgerðunum lauk að mestu á árinu 1974 en síðan hef- ur verið unnið að ýmsum frágangi og lagfæringum. Sú venja hefur skapast að um síðustu helgi í júlí hvert ár hafa allir fjölskyldumeð- limir, sem hafa getað komið því við, unnið saman að viðgerðum og end- urbótum á húsinu í Sólheimatungu. Í lokin hefur verið haldin grillhátíð. Við þessar framkvæmdir kynnt- ist ég verkmanninum Birni. Hann var einkar lagvirkur og kappsamur við verk og naut þess að sjá verk- efnunum miða áfram. Með glað- værð sinni tókst Birni að halda uppi léttum anda í vinnuhópnum. Björn var hlýr og smáglettinn og naut sín vel í góðra vina hópi. Hann var mikill náttúruunnandi. Þegar hann var í Sólheimatungu fylgdist hann af áhuga með fuglalífi og fór í langar gönguferðir upp með Gljúf- urá og upp í ásana þar upp af. Fannst honum að göngur gerðu sér gott eftir að heilsan fór að bila. Með tímanum urðu gönguferðirnar styttri en aldrei heyrðist Björn kvarta og alltaf hélt hann sínu létta skapi. Ég þakka Birni fyrir samfylgd- ina og margar ánægjulegar sam- verustundir á liðnum árum. Guð- ríði, sonum þeirra, tengdadætrum og öðrum vandamönnum vottum við Guðrún innilega samúð. Ferð þín er hafin fjarlægist heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pét.) Jóhannes Guðmundsson. Nú að áliðnum þorra kveðjum við kæran félaga og vin okkar, Björn Stefánsson. BJÖRN STEFÁNSSON    1      -&345 @  A  "      0   #     ,#       "     0"" 7  #         &1   #  2 2 %"% 2' 02 %#  %2' %"% ) %# 2 %"%  C%2 %#  %-  "% -  %%2 %"% +#$  % $)"% " C%2 %#  1"  %   %  % %%2 %#  &%  () %#"% "  (%# 0 %    )  3 @1    ;C)   2 ;$.    ,   3    +     4"" 81      -#   9%"% 9  -    -   .     #  #       )    /        - *5 5=15 # ; )  % -'  9   ' DE 0 %   1 %6@ %"% ! 1 %"% 6 &%  #   1 %"% @ % 1 %"% -+:  #  +  1 %#  ) %#  "% "  %# %# :     )    +6&2&& +6&  " ) @ 0  '%#    &) ( /      "     "" 7  #        ;  #  /    81    #    )  %%  %"% '  %" #   ) /   /   & *=5-5346& @ 0 )A  0$0 #      ,           !<!" 7  #        ;  23  / ,    6$%!" ' %#  ; -%"% 6 % !" ' %"%  #2" " #F-% %    %' %"  % %' % 9   - 1   .   #         ) & &2  & 5 45 93)(0  )? G  0$0 &  -   /    '(! ,    3 =1#3 1  /  >    1   81               1  3     2@& :6  3 ?  3     ;      7  .     -'    "% B9$%  9%#  $  %# 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.