Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 28

Morgunblaðið - 08.02.2001, Side 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AL GORE, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir George W. Bush í forsetakosningunum, hefur snúið sér aftur að blaðamennskunni en hana lagði hann á hilluna þegar hann hóf afskipti af stjórnmálum. Hann situr þó ekki við fréttaskrif, heldur er hann gestaprófessor við Columbia-háskólann í New York. Þar mun hann flytja allt að átta fyr- irlestra á námskeiði, sem hann kall- ar „að flytja fréttir af landsmálum á upplýsingaöld“. Var fyrsti fyrirlest- urinn í fyrradag og var lokaður fréttamönnum. Gore var á árum áð- ur blaðamaður á dagblaðinu The Tennessean í Nashville í Tennessee. Hér er hann að ræða við frétta- menn áður en hann gengur í salinn en fyrir aftan hann er dóttir hans, Karenna Gore Schiff. AP Prófessor Gore BILL Clinton og Al Gore höfðu varla talast við í heilt ár þegar þeir komu loks saman í Hvíta húsinu nokkrum dögum eftir að varaforset- inn fyrrverandi beið ósigur í for- setakosningunum í nóvember. Að sögn samstarfsmanna þeirra voru þeir mjög hreinskilnir á fundinum og kenndu hvor öðrum um ósigur Gore í kosningunum. Gore er sagður hafa sagt Clinton að hneykslismál forsetans fyrrver- andi og vanþóknun kjósenda á hegðun hans í einkalífinu hefðu orð- ið honum til mikilla trafala í kosn- ingabaráttunni. Samstarfsmenn Clintons segja að hann hafi í fyrstu orðið hissa á hvassri gagnrýni Gore en síðan svarað fullum hálsi og sagt að Gore gæti sjálfum sér um kennt því hann hefði ekki lagt næga áherslu á árangur Clinton-stjórnar- innar í efnahagsmálum og fleiri málum. Clinton og Gore voru mjög nánir fyrstu ár þeirra í Hvíta húsinu en samband þeirra hafði versnað mjög þegar kosningabaráttan hófst. Nokkrir af ráðgjöfum Demókrata- flokksins segja að vilji Gore gefa kost á sér í næstu forsetakosning- um þurfi hann að leita sátta við Clinton sem sé enn mjög áhrifamik- ill í flokknum þrátt fyrir ýmis glappaskot hans og vafasamar ákvarðanir áður en hann lét af emb- ætti. Heimildarmenn The Washington Post eru sammála um að samtal Clintons og Gore í Hvíta húsinu hafi einkennst af mikilli spennu. Einn af ráðgjöfum Gore lýsti samtalinu sem „geðhreinsun“ og demókrati, sem hefur haft náið samstarf við þá báða, sagði að það hefði verið „mjög, mjög hispurslaust“. Gore vildi „fá útrás fyrir tilfinningar sínar“ Heimildarmennirnir eru hins vegar ekki á einu máli um niður- stöðu fundarins. Nokkrir þeirra segja að fundurinn hafi í raun stað- fest að samband þeirra hafi beðið óbætanlegan skaða í hneykslismál- inu, sem kennt er við Monicu Lew- insky, þegar Clinton var staðinn að því að segja Gore og allri banda- rísku þjóðinni ósatt. Einn demó- kratanna sagði að Gore, sem óskaði eftir fundinum, hefði virst „ákafur í að fá útrás fyrir tilfinningar sínar“. Aðrir sögðu að samtalið hefði ver- ið mjög gagnlegt, þar sem það hefði „hreinsað andrúmsloftið“. Gore og Clinton hafa ræðst við nokkrum sinnum eftir þennan fund og samstarfsmenn þeirra segja að þær samræður hafi verið kurteis- legar. Samstarfsmenn Clintons segja að of mikið hafi verið gert úr því að honum hafi gramist það að Gore skyldi ekki hafa óskað eftir aðstoð hans í kosningabaráttunni. Clinton hefði ekki búist við því að gegna mikilvægu hlutverki í kosningabar- áttunni en hann hefði þó viljað fara til nokkurra mikilvægra ríkja síð- ustu dagana fyrir kosningarnar til að styrkja stöðu varaforsetans fyrr- verandi. Clinton hefði hins vegar gramist að Gore skyldi ekki hafa viljað leggja meiri áherslu á árang- ur þeirra í ýmsum málum, meðal annars öflugan efnahag Bandaríkj- anna á valdatíma þeirra. Clinton og Gore sagðir hafa deilt eftir kosningarnar Kenndu hvor öðrum um ósigur Gore The Washington Post. ALFRED Sirven, lykilmaðurinn í spillingarmáli því sem kennt er við franska olíufyrirtækið Elf, hyggst kæra þjófnað á persónulegum mun- um – persónulegri símaskrá sinni þar á meðal – úr bústað sínum á Filipps- eyjum þar sem hann hafði dulizt síð- ustu misserin. Greindi verjandi hans frá þessu í gær. Tvö frönsk blöð – dagblaðið Le Parisien og vikuritið Paris Match – höfðu í gær komizt yfir nafnalistann úr einkasímaskrá Sirvens en á honum eru sögð vera um 200 nöfn þekktra Frakka – stjórnmálamanna, kaup- sýslumanna, embættismanna og fleira fólks, bæði sem hefur þegar verið bendlað við hið umfangsmikla hneykslismál og sem ekki hefur heyrzt nefnt í þessu samhengi fram að þessu. Þótt listinn sem slíkur sanni ekkert misjafnt um þá sem á honum standa, gefur hann rannsakendum málsins fjölda nýrra vísbendinga. Meðal þekktustu nafnanna á listan- um eru Charles Pasqua, fv. innanrík- isráðherra, Hervé de Charette, fv. ut- anríkisráðherra, og Dominique Strauss-Kahn, fv. fjármálaráðherra, sem neyddist til að segja af sér í tengslum við annað spillingar- hneyksli í nóvember 1999, að ógleymdum meðsakborningum Sir- vens í réttarhaldinu sem frestað var í gær, þeim Roland Dumas, fv. utanrík- isráðherra, og fv. ástkonu hans, Christine Deviers-Joncour. Sjö síma- númer eru sögð skráð við nafn hennar í bók Sirvens. Nöfnin í bókinni spanna að sögn Le Parisien allt litróf stjórnmálanna í Frakklandi, frá kommúnistum til Gaullista. Þar eru bein símanúmer í forsetahöllina, til borgarstjórnar Par- ísar, verkalýðsleiðtoga, lögreglu- manna og leyniþjónustumanna, bæði franskra og þýzkra. Sirven var næstæðsti yfirmaður Elf á tímabilinu 1989–1993 en á þeim tíma var fyrirtækið í ríkiseigu. Frönsk stjórnvöld notuðu fyrirtækið gjarnan sem verkfæri til að verja franska viðskiptahagsmuni erlendis, ekki sízt í Afríkulöndum, og Sirven var sá maður sem stýrði flæði hárra fjárhæða úr leynilegum sjóðum Elf til samningamilliliða, stjórnmálamanna og annarra sem talið var þjóna hags- munum fyrirtækisins (og Frakk- lands) að múta. Einkasímaskrá Alfreds Sirvens fundin og nafnalistinn birtur Hyggst kæra stuld á persónu- legum munum París. Reuters, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.