Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Evrópskt tungumálaár 2001 Eflir gagn- kvæman skilning Í dag er formleg opnunevrópsks tungumála-árs 2001 á Íslandi. At- höfnin fer fram í Þjóð- menningarhúsinu í Reykjavík og hefst klukk- an 16 með ávarpi Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra. Verkefnisstjóri fyrir evrópskt tungumála- ár 2001 er Jórunn Tómas- dóttir, frönskukennari við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Hún var spurð hvert væri markmið hins evr- ópska tungumálaárs? „Markmiðið með tungu- málaárinu er fyrst og fremst að vekja athygli á mikilvægi tungumálanáms og tungumálakunnáttu í þeim tilgangi m.a. að efla gagnkvæman skilning og umburðarlyndi með ólíkum þjóð- um og virðingu fyrir sérkennum ólíkra menningarheima. Tilgang- urinn er ekki síst sá að vinna gegn fordómum þannig að fólk geti lifað og starfað í sátt og samlyndi í sam- einaðri Evrópu.“ – Er fjölbreytni tungumála í Evrópu erfið Evrópusamstarfinu? „Þróunin hefur verið sú undan- farin ár að enskan hefur orðið alls- ráðandi og tungumálaárinu er ætl- að að vekja athygli á fjölbreytni tungumála í Evrópu, það er ekki bara enskan sem hægt er að nota á opinberum vettvangi og í lífi og starfi Evrópubúa heldur eru miklu fleiri tungumál sem vert er að vekja athygli á.“ – Hvað verður gert til þess að vekja fólk til umhugsunar um þessi efni á evrópsku tungumála- ári 2001? „Dagskrá evrópsks tungumála- árs 2001 verður fjölbreytt. Athöfn- in hér fer fram örlítið fyrr en hin opinbera setningarathöfn tungu- málaársins í Lundi í Svíþjóð hinn 18. til 20. febrúar nk. Við hér á Ís- landi erum búin að gera drög að innlendri dagskrá sem hefst í dag með athöfninni í Þjóðmenningar- húsinu. Auk þess má nefna að við tökum þátt í samevrópskri dag- skrá sem er t.d. vika tungumála- náms innan fullorðinsfræðslu, sem verður 5. til 11. maí nk. Þar verður ýmislegt um að vera innan mála- skóla, símenntunarmiðstöðva, öld- ungadeilda, námsflokka og ann- arra sem annast fullorðinsfræðslu á sviði tungumálanáms. Sömuleið- is verður evrópskur tungumála- dagur haldinn 26. september nk. Í október mun fara fram veiting Evrópumerkisins fyrir nýjungar í tungumálakennslu. Hér á landi var í tilefni evrópsk tungumálaárs skipuð landsnefnd af hálfu menntamálaráðherra og sömu- leiðis þriggja manna verkefnis- stjórn sem vinnur með verkefnis- stjóra að framkvæmd þessara mála. Þess má geta árvissir at- burðir tengdir tungumálakennslu verða nú haldnir undir merkjum evrópsks tungumálaárs. Má þar nefna upplestrarkeppni grunn- skólanna, frönsku ljóðasamkeppn- ina, þýskuþraut og fleira.“ – Hefur tungumála- kennsla breyst mikið undanfarin ár? „Já hún hefur breyst heilmikið undanfarin ár. Við lærðum tungu- mál á árum áður með því að lesa texta á viðkomandi máli, þýða og gera stíla. Núna er miklu meiri áhersla á munnlega tjáningu og minni áhersla lögð á hina skriflegu færni. Þetta á við í öllum framhaldsskólum landsins. Tungumálakennsla hefur almennt tekið gagngerum breytingum með tilkomu tölvutækni og Netsins. Nemendur eru komnir inn á Netið margir hverjir og nota óhikað það sem þeir eru að læra í skólunum í tungumálum í samskiptum við aðra netverja.“ – Verður í tilefni evrópsks tungumálaárs fjallað sérstaklega um kennslustefnu í tungumála- kennslu? „Markmiðið er að nýta t.d. evr- ópskan tungumáladag 26. septem- ber til að halda málþing um stefnu og strauma í kennslu erlendra tungumála á Íslandi. Það er von okkar að evrópska tungumálaárið verði hvatning fyrir þá sem koma að tungumálakennslu á einhvern hátt til að ræða og endurskoða markmiðin með tungumála- kennslu á Íslandi.“ – Hefur þessi nýja kennsluað- ferð reynst haldbetri en þýðingar og stílar? „Já, það má segja sem svo að þeir sem lærðu tungumál eftir gömlu aðferðinni kunnu málfræð- ina fullkomlega og höfðu vald á miklum og ríkulegum orðaforða og gátu skrifað og lesið en áttu erf- itt með að tjá sig munnlega. Nú byrja nemendur strax að tjá sig munnlega á tungumálinu og eru þar af leiðandi miklu ófeimnari við að reyna að bjarga sér á viðkom- andi tungumáli þegar svo ber und- ir og óhræddir við að skrifa og tala þótt svo allt sé ekki al- veg fullkomlega rétt. Áður var gjarnan ein- blínt á villur en nú er aðaláherslan lögð á að fá fólk til að tjá sig þannig að það geti nýtt tungumálið á virkan hátt í samskiptum.“ – Er íslenskan með í þessu evr- ópska tungumálaári? „Já, og sömuleiðis íslenskt tákn- mál. Þeir sem vilja fá nánari upp- lýsingar um evrópskt tungumála- ár geta farið inn á heimsíðu menntamálaráðuneytis www.nrn.stjr.is Jórunn Tómasdóttir  Jórunn Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 1954 en ólst upp í Keflavík. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörn- ina 1973 og BA-próf í frönsku og ensku frá Háskóla Íslands og einnig uppeldis- og kennslu- fræði. Hún lauk framhaldsnámi í kennslufræði frönsku sem er- lends tungumáls í Frakklandi og Svíþjóð. Hún hefur starfað sem framhaldsskólakennari í frönsku hér á landi og í Svíþjóð. Nú er hún tímabundið verkefnisstjóri fyrir evrópskt tungumálaár 2001. Maður Jórunnar er Skúli Thoroddsen forstöðumanni símenntunar á Suðurnesjum og eiga þau eitt barn. Nú byrja nem- endur strax að tjá sig munnlega á viðkomandi tungumáli Hvert er erindið herra, hér er þrískipting valdsins. SKIP Hrafns Margeirs Heimissonar, íslensks sjómanns sem lenti í ógöng- um í Rússlandi í síðustu viku, er enn kyrrsett í höfn í bænum Nevlisk á Sakhalín-eyju og sagðist Hrafn í sam- tali við Morgunblaðið í gær ekkert vita hvenær yfirvöld myndu veita brottfararleyfi. Að sögn Hrafns er áhöfninni meinað að yfirgefa skipið og hefur gæsla verið á hafnarbakkanum til að varna mönnum landgöngu. „Þetta er hundleiðinlegt, við bara bíð- um og bíðum og vitum ekkert – tím- inn virðist ganga eitthvað öðruvísi hér en annars staðar í veröldinni og einu svörin sem við fáum frá yfirvöldum eru á þá leið að eitthvað gerist kannski á morgun en kannski ekki,“ sagði Hrafn en kvað samskipti skip- verja þó ekkert vera farin að stirðna þrátt fyrir farbannið enda væru menn ýmsu vanir á þessum slóðum. Skip- verjar eru allir Rússar utan Hrafns og eins Japana og sagði Hrafn þá hafa vistir sem ættu að endast um mán- aðartíma þótt allir vonuðust til þess að komast í land áður en matinn þryti. Spurður hvort útgerðarfyrirtæki skipsins væri að vinna að lausn máls- ins sagðist Hrafn ekkert vita um það en hann hefði beðið um upplýsingar frá þeim sem enn hefðu ekki borist. „Hér eru ótal smákóngar sem vita ekkert hvernig reglurnar eiga að vera og vilja aðallega fá aura í eigin vasa,“ sagði Hrafn spurður hverjar hann teldi ástæður kyrrsetningarinnar, „mér skilst núna að þetta hafi eitt- hvað með tollayfirvöld að gera og Rússarnir vilji að útgerðin borgi hærri tolla. Annars eigum við í tungu- málaörðugleikum svo þetta er eitt- hvað ekki á alveg nógu hreinu. Eftir því sem maður fær meiri upplýsingar því minna skilur maður í þessu máli, en það er nú komið úr okkar höndum og til einhverra skriffinna.“ Hrafn er sjálfur laus allra mála hvað varðar rússnesk yfirvöld en sagðist enn ekki hafa fengið umbeðna afsökunarbeiðni frá þarlendum yfir- völdum vegna „ólögmætrar hand- töku“ en lögreglumennirnir sem tóku hann í vörslu voru í efnahagsbrota- deild lögreglunnar. „Hvað þeir vildu með okkur gera skil ég alls ekki, þetta var ekki einu sinni yfirheyrsla því við vorum ekki spurðir að einu né neinu. Ég held að þetta hafi bara verið ein- hver hugdetta hjá lögreglunni, leið til þess að ýta við útgerðinni, en það finnst öllum út í hött að koma svona fram.“ Hrafn sagðist reyna að halda reglulegu sambandi símleiðis við ætt- ingja og vini heima fyrir svo fólk hefði ekki óþarfa áhyggjur. Þar til úr rætt- ist væri svo ekkert að gera nema bíða, það væri lítið annað að gera. Skip íslensks sjómanns enn kyrrsett í rússneskri höfn Ekkert að gera nema bíða LÖGREGLAN í Reykjavík handtók karlmann í fyrradag fyrir innbrot í íbúð í vesturbænum á sunnudag. Þaðan var stolið haglabyssu, geisla- spilara, símum og öðrum munum. Gluggi í eldhúsi hafði verið spenntur upp og farið inn í íbúðina. Maðurinn viðurkenndi aðild að inn- brotinu og í framhaldinu var annar maður handtekinn. Við leit í vistar- verum hans fannst haglabyssan ásamt fleiri munum. Handteknir fyrir innbrot ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.