Morgunblaðið - 08.02.2001, Síða 48
MINNINGAR
48 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ívar Török fædd-ist í Búdapest í
Ungverjalandi 20.
nóvember 1941.
Hann lést á heimili
sínu 26. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Szabó Iván
og Gábor Ilona. Þau
eru bæði látin.
Hinn 18. apríl 1969
kvæntist Ívar Iðunni
Angelu Andrésdótt-
ur, f. 5.10. 1951, Þau
skildu 1973. Sonur
þeirra Pétur fæddist
14.8. 1970. Kona hans
er Guðrún Una Valsdóttir, f. 18.8.
1969. Synir þeirra eru Viktor
Orri, f. 8.3. 1997, og Kristófer
Orri, f. 10.7. 1998. Hinn 5. mars
1984 kvæntist Ívar eftirlifandi
konu sinni Magdalenu M. Her-
mannsdóttur, f. 5.3. 1958.
Ívar stundaði nám í listmálun
við listamenntaskóla frá 1954 til
1958. Og frá 1958 til 1965 nám í
leikmyndahönnun við Academy of
Decorative Arts í Búdapest.
Ívar flutti til Ís-
lands 1969 og varð
íslenskur ríkisborg-
ari árið 1974. Hann
starfaði við leik-
myndahönnun og
hannaði m.a. fyrir
Leikfélag Reykjavík-
ur, Leikfélag Akur-
eyrar og ungverska
og íslenska þjóðleik-
húsið. Ásamt þessu
starfaði hann við út-
litshönnun og graf-
íska hönnun. Hann
kenndi leikmynda-
og þrívíddarhönnun
við Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands um 15 ára skeið. Og stundaði
jafnframt einkakennslu. Síðustu
árin vann hann m.a. við bygginga-
vinnu. Ívar vann einnig gegnum
tíðina að eigin listsköpun. Málaði
akrílmálverk og bjó til lágmyndir
og grímur. Hélt hann nokkrar sýn-
ingar á verkum sínum, m.a. á Ís-
landi, í Noregi og í Hollandi.
Útför Ívars fór fram þriðjudag-
inn 6. febrúar.
Við Ivan Török kynntumst fyrst
vegna sameiginlegs sundáhuga þeg-
ar ég bjó í þrjú ár í Reykjavík í upp-
hafi 9. áratugarins. Ivan, sem tók sér
íslenska nafnið Ívar, stundaði sund-
íþróttina daglega og það hentaði
prýðilega að hann kom við hjá mér
og við gengum saman í Vesturbæjar-
laugina. Hann hafði nákvæma reglu
á því hversu langt hann synti, hvern-
ig var farið í heitu pottana og síðan
tekin ákveðin hvíld úti. Þetta kallaði
hann nauðsynlegan aga, sem hann
hélt hvernig svo sem veður var. Ég
sá fljótt hversu góð áhrif þetta hafði
því ég fór að fylgja sömu reglu og Iv-
an. Hann vildi frekar kenna með
góðu fordæmi en að hafa um það
mörg orð. Þó var hann í reynd frem-
ur skrafhreifinn og hafði frá mörgu
að segja.
Þessi fyrstu kynni voru fyrir 20 ár-
um en ég var þá um tvítugt en hann
nær fertugu. Hann hafði þá unnið
sem leikmyndahönnuður í Reykjavík
um árabil og var gaman að sjá leik-
ritin sem hann hafði skreytt og
kynnast svolítið þeim heimi. Hann
hafði notið alhliða listmenntunar í
heimaborg sinni Búdapest og hafði
mikil tök á hvers kyns myndlist. Eft-
ir þessa dvöl í Reykjavík fór ég utan
til náms og hef verið erlendis við
störf síðan. Eftir að ég fór utan gift-
ust þau Magdalena Hermannsdóttir
og mér til happs var að þau áttu eftir
að búa í Hollandi þar sem hún var við
nám í ljósmyndun um nokkurra ára
skeið. Þá var ekki langt fyrir mig að
skreppa í heimsókn frá París og
einnig komu þau til mín. Ivan var þá
farinn að fást við stærri málverk,
bæði með akrýl og annarri tækni.
Tvö þessara verka skreyta íbúð okk-
ar í París en önnur munu hafa verið
keypt upp í Hollandi.
Með því sem hér er sagt skal þó
ekki gefið í skyn að Ivan hafi beint
áhuga sínum einvörðungu að listinni.
Hann var áhugasamur um allt milli
himins og jarðar, afar fróður og víð-
lesinn. Það var því skemmtilegt og
fræðandi að ræða hvað sem var við
hann. Þótt nútíminn blasti við þess-
um góða vini mínum var hann vissu-
lega verðugur fulltrúi miðevrópskr-
ar menningar og talaði oft um sín
yngri ár í Ungverjalandi. En það var
engu að síður svo, að Ísland var hon-
um kærast.
Á þessari skilnaðarstund kveð ég
þennan góða dreng og vin með sökn-
uði. Það er vissulega tómlegra líf að
koma til Íslands án Ivans.
Blessuð sé minning hans.
Einar Már Einarsson.
Ég kynntist Ívari Török árið 1980.
Við Ívar vorum skoðanabræður um
margt og það tókst með okkur ágæt-
is vinátta. Ívar var góður drengur,
sérlundaður og sjálfum sér nógur.
Hann þreifst ekki á viðurkenningum
og hafði góða mælistiku, fyrir sjálfan
sig og aðra. Hann mat óáþreifanleg
lífsgæði ekki síður en hin jarðnesku
og leitaðist við að öðlast skilning á
hlutunum. Skilningur Ívars á tilver-
unni endurspeglaði lífsstíl hans, eins
sjaldgæft og það nú er.
Ívar var listamaður, leikmynda-
hönnuður og síðar málari. Nánast öll
málverk Ívars voru seld erlendis. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
fylgjast með listsköpun hans, en ég
sakna hve lítið er til eftir hann hér á
landi. Vonandi verður bætt úr því
með útgáfu á verkum hans.
Ívar var mikill Íslendingur í sér.
Fáir eða engir hafa dásamað landið
og þessa tíma sem við lifum meira
svo ég viti til. Ekki að hans fortíð hafi
gefið tilefni til þess. Þvert á móti, Ív-
ar var af góðum ættum og naut þess
besta sem heimaslóðirnar höfðu upp
á að bjóða. En örlögin réðu því að
hann settist að á Íslandi og ekki sá
hann eftir því.
Ívar var gæddur mörgum mann-
kostum ekki síst þeim að geta komið
manni í gott skap. Það brást aldrei að
í hvert skipti sem ég hitti hann fór ég
jákvæðari maður í burtu.
Ég hitti Ívar síðast laugardaginn
20 janúar 2001. Hann var rúmfastur
en dreif sig á fætur þegar ég kom í
heimsókn. Það var ansi margt farið
úrskeiðis í skrokknum en hann bar
sig óaðfinnanlega. Þá sagðist hann
aldrei hafa haft það betra á ævinni.
Þetta var líkt honum. Hann sagði
þetta alltaf. Þarna fór maður með
brotið bak og útbreidd krabbamein.
Þau smáatriði voru ekki til umræðu,
frekar en nálægð dauðans. Það eina
sem um var rætt voru jákvæð lífs-
viðhorf, gæði heilbrigðisþjónustunn-
ar og þetta óræða tal sem fer fram
milli góðra vina.
Nú ertu farinn, gamli félagi, þú
skildir heilmikið eftir hjá okkur sem
eftir erum. Þannig lifir þetta góða
áfram.
Ég votta eftirlifandi konu þinni,
Magdalenu Hermannsdóttur, syni,
Pétri Ívarssyni, barnabörnum og
tengdafjölskyldu samúð mína.
Kristján Einarsson.
Ívan Török var sérstæður per-
sónuleiki og það tók tíma að kynnast
honum. Hann gat farið í sporðdreka-
haminn þegar hann var að gagnrýna
þá sem honum þótti of ósjálfstæðir í
stíl eða skoðunum, en hann var sann-
ur vinur vina sinna og virtist alltaf
hafa tíma aflögu fyrir þá.
Ívan hafði afar næmt auga fyrir
öllu því sem viðkom myndlist, hönn-
un og stíl almennt. Hann var líka
óspar á að leiðbeina þeim sem voru
að feta sín fyrstu spor á listabraut-
inni og margir leituðu til hans með
leiðsögn utan þeirrar kennslu sem
hann stundaði við Myndlista- og
handíðaskólann.
Ívan hafði alist upp við akademísk
og öguð vinnubrögð í Ungverjalandi
og í fjölskyldu hans var mikil hefð
fyrir alhliða listiðkun. Hann vildi þó
sem minnst tala um fortíð sína og
lagði mikið uppúr því að upplifa gald-
ur augnabliksins. Ívan kom hingað
til lands í lok sjöunda áratugarins. Í
upphafi áttunda áratugarins hannaði
Ívan leikmyndir fyrir Leikfélag
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið, m.a.
við ungverska leikritið Það er kom-
inn gestur, þar sem samverkamenn
hans kynntust öguðum vinnubrögð-
um varðandi áferðamálun með þar-
tilgerðum penslum og leikmyndin
þótti framandleg með sínum suður-
evrópska blæ.
Uppúr miðjum áttunda áratugn-
um fór tími Ívans sífellt meir í að
sinna kennslu við Myndlista- og
handíðaskólann. Hann kvæntist eft-
irilifandi konu sinni Magdalenu Her-
manns um miðjan níunda áratuginn
og fyrir um tíu árum fluttu þau til
Hollands. Þar fór Ívan að sinna eigin
listiðkun, málverki og grímugerð, á
meðan Magdalena var í ljósmynda-
námi.
Eftir að þau komu heim aftur árið
1995 kynntumst við betur þegar
Gallerí Hornið tók til starfa. Ívan var
aðalhönnuður þessa elsta alvöru
veitingahúss miðborgarinnar og
þegar Jakob og Valgerður á Horninu
ákváðu að fara útí gallerírekstur
fengu þau Ívan sér til ráðgjafar.
Hann hafði hinsvegar ekki hug á því
að sjá um galleríið sjálfur og var
harðákveðinn í því að það ætti að
vera mitt starf. Þá kom vel í ljós hve
hann gat verið ákveðinn og fylginn
sér, en þá til að hygla öðrum en sjálf-
um sér. Ívan og Magdalena héldu
svo opnunarsýninguna í Galleríi
Horninu. Hann sýndi svipsterk mál-
verk þar sem leikrænar fígúrur
skoruðu form og liti á hólm. Ívan
sýndi einnig sérstæðar grímur og
Magdalena var með ljósmyndir þar
sem þau Ívan höfðu sett á svið upp-
ákomur með grímuklæddum leikara.
Það var sérstök reynsla að und-
irbúa þessa sýningu með þeim Ívani
og Magdalenu og ég veit að það verð-
ur erfitt fyrir hana að missa svo ná-
inn félaga. Við Litta viljum senda
henni og syni Ívans frá fyrra sam-
bandi okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ólafur J. Engilbertsson.
Það er svo skrýtið að mér fannst
alltaf að þú yrðir til að eilífu, enda
varstu einfaldlega akkerið mitt. Allt
frá okkar fyrstu kynnum þurfti ég
ekki annað en hugsa til þín til að allt
gengi betur hjá mér. Nú ertu farinn
frá okkur sem nutum þess að vera í
návist þinni, en ég hugga mig við að
finna að þrátt fyrir óvænt og sárs-
aukafullt brotthvarf þitt, vegna lífs-
orku þinnar og gleði, muntu halda
áfram að vera til í hjörtum og hugum
okkar, „fjölskyldu“ þinnar. Vegna
þín munum við leitast við að elta sól-
ríku blettina í heiminum, hvenær
sem færi gefst. Ég get ekki aftrað
mér frá því að hugsa að þú hafir farið
á undan okkur, vegna þess að þú
varst alltaf einu skrefi á undan, og að
nú hafirðu enn þurft að vera á undan,
til að vita hvað væri fyrir handan
þekkingu okkar um tilveruna.
Fyrir þér var heimurinn undur-
samlega spennandi. Þú dáðist að
framförum og þekkingu á öllum svið-
um, eins mikið og þú fyrirleist aft-
urför og fávisku. En jákvætt hugar-
far þitt gerði að verkum, að þér þótti
sem fátt væri svo með öllu illt að ekki
boðaði nokkuð gott. Það væri alltaf
jafnvægi í ringulreiðinni. Þú varst
gjafmildasta manneskja sem ég hef
nokkurn tíma þekkt, annaðhvort
með eitthvað í vasanum til að gefa,
eða góða hugsun til að miðla. Þú
hafðir alltaf tíma fyrir mig, og þú
varst tryggasti vinur minn. Ávallt
reiðubúinn, eins og þú sagðir sjálfur.
Þú varst hamingjusamur að eðlisfari,
enda sagðirðu oft í gríni að hamingj-
an væri hinn hræðilegi heilaskaði
sem þú fæddist með.
Fyrir þér var mikilvægast að lifa
vel og vandlega fyrir líðandi stundu.
Þegar við kynntumst, fyrir um 25
árum, var ég innan við tvítugt, lífið
var mér algjör torfæra og lífsviljinn
lítill. En þú bjargaðir mér, kenndir
mér að sættast við fortíðina, og
framtíðin hætti að vera eins ógnvæn-
leg. Þú kenndir mér að viðhorf til
allra hluta eru afstæð, að hamingjan
er áunnin, þótt hún sé erfiðara við-
fangsefni fyrir suma en aðra.
Alltaf tókst þér að sefa huga minn,
og sýna mér fegurðina og einfald-
leikann í tilverunni. Meira að segja
þegar þú lást fárveikur gastu sann-
fært mig um að það væri ekkert mál
að deyja, að vinátta okkar myndi ná
yfir landamæri lífs og dauða. Fyrir
þér var söknuður ekkert annað en
ótti. Þú sagðir mér að það væri
óþarfi að gráta þig, þú værir miklu
sáttari við ástandið en ég.
Þar sem ég var að lesa „Harry
Potter and the Philosopher’s Stone“
eftir J.K. Rowling sá ég setningu
sem sló mig, því að þar stóð nákvæm-
lega það sem þú sagðir sjálfur við
mig, þegar ég sat hjá þér um daginn,
gerði mér grein fyrir afleiðingum
veikinda þinna og brast í grát. Ég
ætla að skrifa þetta orðrétt á frum-
málinu, enda var það tungumálið
okkar á milli, og með þessum orðum
vil ég kveðja þig með þakklæti og
gleði fyrir samveruna, elsku besti
vinur minn: „After all, to the great
well-organized mind, death is but the
next great adventure“ (Þegar allt
kemur til alls er dauðinn ekkert ann-
að en stórkostlegt ævintýri – fyrir þá
sem hafa rétta hugarfarið).
Sigríður Einarsdóttir.
ÍVAR
TÖRÖK
Það kom mér frekar
á óvart þegar ég fékk
bréf í tölvupósti frá
frænda mínum Jóhanni
Þorvaldssyni í Danmörku um að
hann Júlíus Guðmundsson, fyrrver-
andi prestur og formaður kirkju Sjö-
unda dags aðventista á Íslandi, hefði
dáið í svefni snemma í janúarmánuði
þessa árs.
Ég hafði fengið mitt árlega jóla-
kort frá honum í desember þar sem
hann sagði að hann væri nýfluttur
frá heimili sínu í Juelsminde í Dan-
mörku í einbýlishús í bænum Rand-
JÚLÍUS
GUÐMUNDSSON
✝ Júlíus Guð-mundsson fædd-
ist á Glæsistöðum í
Vestur-Landeyjum
21. maí 1909. Hann
lést á heimili sínu í
Randers í Danmörku
11. janúar síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Aðvent-
kirkjunni í Randers
16. janúar.
ers, þar sem kona hans,
hún Gerda, hefur dval-
ist í nokkurn tíma.
Hann fluttist að mestu
leyti fyrir bænir barna
hans, sem fannst að
hann væri orðinn of
gamall til að dveljast
einn í húsinu í Juelsm-
inde. Hann skrifaði að
honum hefði boðist
þjónustuíbúð í einbýlis-
húsi rétt hjá elliheim-
ilinu, „svo að ég get
heimsótt Gerdu dag-
lega. Hún er alls hress
en minnið er lélegt“,
skrifaði hann.
Ég hefi þekkt Júlíus og fjölskyldu
hans í langan tíma. Þegar ég fyrst
kynntist honum var hann skólastjóri
í Hlíðardalsskóla í Ölfusi í Árnes-
sýslu. Þangað fór ég sem 14 ára
krakki árið 1958, í heimavistarskóla,
í fyrsta sinn að heiman. Maður þjáð-
ist í fyrstu af heimþrá, enda þekkti
maður engan þar. Þá sagði Júlíus við
mig: „Þú ert úr Landeyjunum eins
og ég og við Landeyingar verðum að
standa saman.“ Hann sagði mér að
hann hefði þekkt langafa minn úr
sveitinni og myndi eftir honum sem
stórum og miklum manni þegar hann
kom í heimsókn til hans.
Júlíus var fæddur á Glæsistöðum í
Vestur-Landeyjum í stórum barna-
hópi og mikilli fátækt. Snemma fór
hann að hugsa sér til menntunar til
þess að gera eitthvað meira en að
þjasast í sveitabasli þessara ára
snemma á 20. öldinni. Hann fór til
skóla bæði í Danmörku þar sem
hann kynntist og giftist eftirlifandi
konu sinni, henni Gerdu, og til Eng-
lands. Á þessum árum kynntist hann
boðskap Sjöunda dags aðventista og
varð meðlimur á unga aldri. Hann
varð starfsmaður kirkjunnar bæði
sem prestur og sem skólastjóri og
kennari. Hann var einstaklega þægi-
legur í umgengni og fólki sem þekkti
hann fannst hann vera „elskulegur
maður“ að öllu leyti. Hann gleymdi
ekki uppruna sínum og heimsótti
Landeyjarnar oft og ættingja sína
þar.
Júlíusi og Gerdu varð þriggja
barna auðið. Sonja, sú elsta, er gift
Jens og búa þau í Færeyjum þar sem
Jens er prestur aðventista þar.
Harri, sá næstelsti, er skurðlæknir í
Danmörku og er kvæntur Sunnevu