Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1 sími 587 5070 FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44 sími 588 8686 kr. kg. FISKFARS 199 Fiskfars má steikja og frysta. Ódýr og hollur matur fyrir alla fjölskylduna. Gellur Kinnar Ný þorskflök Glæný þverskorin ýsa Hrogn og lifur Ath: Tilboðið gildir aðeins í dag.! ÍSLENSK erfðagreining og Per- sónuvernd hafa undanfarið eitt ár unnið að gerð öryggisstaðla varðandi persónuvernd vegna starfsrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði, sem eiga að koma í veg fyrir að upplýs- ingar verði persónugreinanlegar. Persónuvernd setti öryggisskilmála í janúar á síðasta ári og var leyfi til starfrækslu gagnagrunnsins veitt á grundvelli þeirra. Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfða- greiningar, segir að nú hafi sá áfangi náðst að sameiginlegur skilningur sé með aðilum varðandi öryggiskröfur sem gerðar eru til gagnagrunnsins. Páll segir að úttekt á öryggiskerfinu verði boðin út á vegum Persónu- verndar innan Evrópska efnahags- svæðisins innan tíðar. Ríkiskaup bjóða verkefnið út fyrir hönd Per- sónuverndar en Íslensk erfðagrein- ing greiðir Persónuvernd allan kostn- að af úttektinni. Að sögn Páls hafði staðið til að breska ráðgjafarfyrirtækið Admiral, sem hefur verið ráðgjafi Persónu- verndar, áður tölvunefndar, í gagna- grunnsmálinu, gerði þessa úttekt. Það hafi síðan komið í ljós að kostn- aður við úttektina fer yfir 200.000 evr- ur sem þýðir að bjóða verður út verk- ið á Evrópska efnahagssvæðinu. Páll segir að reiknað sé með að 2–3 mán- uðir líði milli útboðsins og þess að samið verði við bjóðendur. Tímaáætl- anir Íslenskar erfðagreiningar miðast við að úttektaraðili ljúki sinni vinnu í kringum næstu áramót. Hann segir að ekki verði unnt að setja gögn inn í grunninn fyrr en úttektin liggur fyrir. Samningum Íslenskrar erfðagrein- ingar við allar heilbrigðisstofnanir verði hins vegar að líkindum lokið í febrúar. Ekki endanleg útgáfa Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að sú útgáfa af öryggisstöðlum sem nú liggi fyrir sé ekki endanleg. Hún segir að það liggi í eðli málsins að öryggisreglur af þessu tagi séu eins og sílifandi skjal allt þangað til gagnagrunnurinn er búinn að fá endanlega vottun. Hörður Helgason, lögfræðingur hjá Persónuvernd, segir að Persónu- vernd hafi gefið Íslenskri erfðagrein- ingu kost á því að tjá sig um þær breytingar sem gerðar hafi verið jafnt og þétt á öryggisskilmálunum frá því þeir voru gefnir út fyrst í janú- ar í fyrra. Búið er að gera fimm breyt- ingar á skilmálunum. Hann segir eng- in sérstök tímamót vera núna og enn sé von á fleiri útgáfum af öryggisskil- málunum. „Þetta er framkvæmt samkvæmt evrópskum staðli og sá staðall gerir ráð fyrir að öryggisskilmálarnir taki breytingum eftir því sem tilefni er til þangað til smíði gagnagrunnsins er lokið,“ segir Hörður. Hann segir að ljóst hafi verið um mitt ár í fyrra að úttekt á öryggiskerf- inu yrði of kostnaðarsöm til þess að íslenskum stjórnvöldum væri heimilt láta gera hana án útboðs. Tilboð hafi komið frá Admiral, erlendum ráðgjöf- um Persónuverndar, í verkið en þeg- ar í ljós hafi komið að sú upphæð sem Admiral bauð var farin að nálgast þau mörk sem valda þeirri skilyrðislausu skyldu stjórnvalda að bjóða verkið út, var leitað til Ríkiskaupa. Ríkiskaup gáfu síðan það álit sitt að það þyrfti að láta þessa framkvæmd fara í opinbert útboð. Hörður segir að útboðið geti tekið margar vikur eða mánuði og það sé ekki fyrr en að útboðinu loknu sem úttektin geti hafist. Áfram eftirlit með starfinu Skeggi Þormar, verkefnisstjóri yfir tæknisviði gagnagrunnsins hjá Ís- lenskri erfðagreiningu, segir að farið hafi verið yfir öryggiskröfurnar og niðurstaðan sé sú að þær séu ná- kvæmari og samræmast vel notagildi gagnagrunnsins. Hann segir að hugs- anlegt sé að öryggiskröfurnar breyt- ist á úttektartímabilinu, en þó sé það frekar ólíklegt, að hans mati. Vænt- anlega yrði það jafnframt háð sam- þykki Íslenskrar erfðagreiningar að breyta þeim. „Það er ekki hægt að breyta leikreglunum í miðjum leik. Það gæti fyrst og fremst gerst ef í út- tektinni sjálfri kæmu upp formgallar sem yrði að leiðrétta.“ Hann sagði að ÍE myndi skila af sér hönnunarlýsingu og skjölum, sem gert er ráð fyrir að sé skilað, þannig að úttektaraðili geti strax hafist handa og hann hafi verið valinn. „Við áætlum að það geti í fyrsta lagi orðið um næstu áramót að úttektinni verði lokið. Þar með yrði starfi úttektarað- ilans lokið en það er ekki þar með sagt að Persónuvernd hafi ekki eftirlit með okkur áfram. Þarna er fyrst og fremst um að ræða úttekt á kerfinu og þeim verkferlum sem þarf til að gera kerfið öruggt. Eftir að það er komið upp verður ekki hvikað frá því og kerfið er orðið endanlegt,“ segir Skeggi. Það sé hins vegar lögskipað hlutverk Persónuverndar að hafa eft- irlit með grunninum, eins og komi fram í gagnagrunnslögunum og al- mennum persónuverndarlögum. Einnig hafi starfrækslunefnd áfram- haldandi eftirlit með starfinu sem og vísindasiðanefnd sem fylgist með sið- fræði rannsóknanna. Úttekt á öryggiskröfum vegna gagnagrunnsins boðin út á EES-svæðinu Talsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að sameiginlegur skilningur hafi náðst milli fyrirtækisins og Persónuverndar um örygg- isstaðla vegna gagnagrunns á heilbrigð- issviði. Talsmenn Persónuverndar segja að sú útgáfa sé ekki endanleg. „RÖKIN fyrir flutn- ingi flugvallarins eru mörg, bæði stafar af honum mengun og hætta og hann tekur svæði sem nemur 250 fótboltavöllum í fullri stærð sem borgin gæti nýtt á annan hátt,“ segir Bryndís Lofts- dóttir, formaður nýrra samtaka, 102 Reykja- vík, sem stofnuð voru til að vinna að því að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýri, er hún var spurð hver væru helstu rök fyrir því að flytja völlinn. Hún sagði völlinn einnig stórkostlegt lýti á miðborg- inni. Hvers konar notkun sjá samtökin fyrir sér varðandi Vatnsmýrina ef flugvöllurinn verður fluttur? „Við eigum mikið af hæfileikaríku fólki sem getur hugsað sér að gera svæð- ið girnilegra en það er í dag. Hlut- verk okkar er ekki að setja þær hugmyndir fram heldur að taka á þessu máli sem enginn stjórnmála- flokkur hefur tekið á, að völlurinn fari,“ segir Bryndís. Hún segir það síðan næsta skref að finna út hvert flytja megi flug- völlinn. „Ef meirihluti borgarbúa vill að völlurinn sé ekki þar sem breskir hermenn völdu honum stað á sínum tíma í miðju stríði eru ýms- ir fýsilegir kostir fyrir hendi. Það gefur auga leið að það er hægt að lenda flugvélum á fleiri stöðum en í miðborg Reykjavíkur. Það verður næsta verkefni að finna stað sem allir geta verið sáttir um.“ Ekki að þessu til að gera landsbyggðinni erfitt fyrir Bryndís segir að sér sé ekki upp- sigað við landsbyggðina þótt hún vilji flugvöllinn burt. „Ég tel nú ekki að fólk af landsbyggðinni þurfi að lenda á Laugaveginum þótt það eigi erindi til Reykja- víkur,“ segir hún og bendir jafnframt á að þörfin fari minnkandi með auknum sam- skiptum manna með síma og tölvum. „Við erum ekki að þessu til að gera landsbyggð- inni erfitt fyrir heldur einfaldlega til þess að Reykjavíkurborg nái að þróast, hún verði ekki hornreka í þróun og að ungt fólk flytjist ekki af landi brott.“ Formaðurinn segir næstu skref að melta ýmislegt sem fram hafi komið um málið. Hún segir samtökin þverpólitísk og nú sé komin upp kynslóð sem vilji vinna að þessu máli ópólitískt og hafi kjark til að takast á við gamlar stríðsminjar eins og hún orðaði það. Stofnuð vegna kosninga um flugvöllinn „Ég vil borgarbúum og Íslend- ingum betur en svo að hafa þetta sár í síðu borgarinnar. Samtökin eru stofnuð vegna þessara kosninga sem snúast vonandi bara um það eitt sem Reykvíkingar geta sagt hug sinn um, hvort völlurinn á að fara eða vera.“ Bryndís Loftsdóttir kom einnig inn á samgöngur á landi. „Auðvitað vil ég að umferð til og frá borginni sé sem best og þá komum við að samgöngumálum á landi sem eru í algjörum ólestri. Þeir 170 þúsund íbúar sem byggja höfuðborgarsvæðið hljóta að eiga rétt á því að komast í miðborgina á styttri tíma en það tekur Vest- mannaeyinga, eins og á við um fólk sem býr í Hafnarfirði eða Kópavogi. Þetta verða skemmtileg samtök. Við lítum á þetta sem verkefni en ekki vandamál og við ætlum að reka það á glaðværum nótum,“ seg- ir formaður nýju samtakanna að lokum. Formaður samtakanna 102 Reykjavík um Reykjavíkurflugvöll Mörg rök fyrir flutningi vallarins Bryndís Loftsdóttir, formaður samtak- anna 102 Reykjavík. ÍSLENSK hænsni eru víða í Þing- eyjarsýslu og eru mjög dugleg að bjarga sér utanhúss og nýta ým- islegt í gogginn sem fellur til á bæj- um. Í góða veðrinu að undanförnu hafa margir viðrað hænsnin, en það er óvanalegt að geta leyft þeim að vera úti á þessum árstíma. Þau vappa gjarnan um hlaðvarpann og týna í gogginn, nánast hvað sem er, enda hefur það orð aldrei farið af hænsnum að þau væru matvönd. Á myndinni er Alice Gestsdóttir í Skógahlíð sem hefur ræktað íslensk hænsni um langt árabil. Alice notar ávallt tækifærið og setur þau út þegar vel viðrar. Það verður ekki sagt að það að beita hænsnum úti á miðjum þorra sé árlegur viðburður, en ekki er annað að sjá en að hænsnfuglarnir kunni vel við sig sunnan undir húsvegg með eiganda sínum og njóti þess að vera til. Hænsnin úti á beit Laxamýri. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.