Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 29

Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 29 BORGARSTJÓRN Okinawa-borgar í Japan krafðist þess í gær að yfir- manni bandarísku hersveitanna á Okinawa yrði vikið frá fyrir að lýsa embættismönnum eyjunnar sem „brjálæðingum“ og „púkum“ í tölvu- pósti. Borgarstjórnin samþykkti ein- róma ályktun þar sem bandarísk stjórnvöld eru hvött til að víkja Earl Hailston undirhershöfðingja frá sem yfirmanni hersveitanna. Enn fremur var óskað eftir því að bandarísku hermönnunum á eyjunni yrði fækk- að. Þetta er í fyrsta sinn sem borg- arstjórn í Japan hvetur til þess að hátt settum bandarískum herfor- ingja sé vikið frá. Embættismenn Okinawa-borgar hyggjast senda ályktunina til George W. Bush Bandaríkjaforseta, Thomas Foley, sendiherra Bandaríkjanna í Tókýó, og Pauls V. Hesters, yfirmanns bandaríska heraflans í Japan. Baðst afsökunar á ummælunum Hailston sendi þrettán bandarísk- um herforingjum tölvupóst 23. janú- ar þar sem hann hvatti þá til að stemma stigu við glæpum hermanna á Okinawa-eyju. Hann kvartaði einn- ig yfir því að héraðsstjóri Okinawa og fleiri æðstu embættismenn eyj- unnar skyldu ekki hafa varið Banda- ríkjaher þegar þing eyjunnar hvatti til þess nýlega að bandarísku her- mönnunum á eyjunni yrði fækkað. „Ég tel að þeir séu allir brjálæðingar og púkar,“ bætti undirhershöfðing- inn við, að sögn stærsta dagblaðs Ok- inawa, Ryukyu Shimpo, sem kvaðst hafa fengið afrit af tölvupóstinum. Talsmenn Bandaríkjahers hafa neitað að staðfesta að undirhershöfð- inginn hafi látið þessi orð falla og ekki var vitað hvernig tölvupóstur- inn barst blaðinu. Hailston fór þó á fund héraðs- stjóra Okinawa, Keiichi Inamine, og gaf út yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum. Craig Quigley, aðaltalsmaður Don- alds Rumsfelds, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Hail- ston yrði ekki refsað. Þing Okinawa hvatti til þess að bandarísku hermönnunum á eyjunni yrði fækkað og gerðar yrðu ráðstaf- anir til að stemma stigu við glæpum eftir að bandarískur hermaður var handtekinn fyrir að lyfta pilsi jap- anskrar skólastúlku og taka myndir af henni. Um 47.000 bandarískir hermenn eru í Japan og tveir þriðju þeirra eru á Okinawa. Íbúar eyjunnar hafa lengi kvartað yfir því að þetta hlut- fall sé of hátt og andstaðan við veru bandaríska hersins á eyjunni magn- aðist 1995 þegar þrír hermenn nauðguðu skólastúlku. Margir íbú- anna eru þó á báðum áttum í málinu því herstöðvarnar eru mikilvægar fyrir efnahag eyjunnar. Yfirmaður Bandaríkjahers á Okinawa í vanda vegna tölvupósts Lýsti leiðtogum Okinawa sem „brjálæðingum“ AP Earl Hailston, yfirmaður bandarískra hersveita á Okinawa (fyrir miðju), á fundi með Keiichi Inamine, héraðsstjóra Okinawa. Tókýó. The Daily Telegraph, AP. LÍBÝSKI leyniþjónustumað- urinn, sem dæmdur var sekur um aðild að hryðjuverkinu yfir Lockerbie 1988, áfrýjaði dómn- um í gær. Hann er nú í gæslu- varðhaldi í Camp Zeist, gamalli herstöð í Hollandi, en hún var færð undir skoska lögsögu meðan á réttarhöldunum stóð. Vitað var, að Abdel Basset Ali al-Megrahi myndi áfrýja dómnum en skosku dómararnir þrír, sem dæmdu í málinu, dæmdu hann í lífstíðarfangelsi. Félagi hans, Al-Amin Khalifa Fhimah, var hins vegar sýkn- aður af aðild að sprengingunni í Pan Am-þotunni en hryðju- verkið kostaði 270 manns lífið. Dómnum áfrýjað Edinborg. AFP. Lockerbie-málið Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.