Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 29 BORGARSTJÓRN Okinawa-borgar í Japan krafðist þess í gær að yfir- manni bandarísku hersveitanna á Okinawa yrði vikið frá fyrir að lýsa embættismönnum eyjunnar sem „brjálæðingum“ og „púkum“ í tölvu- pósti. Borgarstjórnin samþykkti ein- róma ályktun þar sem bandarísk stjórnvöld eru hvött til að víkja Earl Hailston undirhershöfðingja frá sem yfirmanni hersveitanna. Enn fremur var óskað eftir því að bandarísku hermönnunum á eyjunni yrði fækk- að. Þetta er í fyrsta sinn sem borg- arstjórn í Japan hvetur til þess að hátt settum bandarískum herfor- ingja sé vikið frá. Embættismenn Okinawa-borgar hyggjast senda ályktunina til George W. Bush Bandaríkjaforseta, Thomas Foley, sendiherra Bandaríkjanna í Tókýó, og Pauls V. Hesters, yfirmanns bandaríska heraflans í Japan. Baðst afsökunar á ummælunum Hailston sendi þrettán bandarísk- um herforingjum tölvupóst 23. janú- ar þar sem hann hvatti þá til að stemma stigu við glæpum hermanna á Okinawa-eyju. Hann kvartaði einn- ig yfir því að héraðsstjóri Okinawa og fleiri æðstu embættismenn eyj- unnar skyldu ekki hafa varið Banda- ríkjaher þegar þing eyjunnar hvatti til þess nýlega að bandarísku her- mönnunum á eyjunni yrði fækkað. „Ég tel að þeir séu allir brjálæðingar og púkar,“ bætti undirhershöfðing- inn við, að sögn stærsta dagblaðs Ok- inawa, Ryukyu Shimpo, sem kvaðst hafa fengið afrit af tölvupóstinum. Talsmenn Bandaríkjahers hafa neitað að staðfesta að undirhershöfð- inginn hafi látið þessi orð falla og ekki var vitað hvernig tölvupóstur- inn barst blaðinu. Hailston fór þó á fund héraðs- stjóra Okinawa, Keiichi Inamine, og gaf út yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum. Craig Quigley, aðaltalsmaður Don- alds Rumsfelds, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Hail- ston yrði ekki refsað. Þing Okinawa hvatti til þess að bandarísku hermönnunum á eyjunni yrði fækkað og gerðar yrðu ráðstaf- anir til að stemma stigu við glæpum eftir að bandarískur hermaður var handtekinn fyrir að lyfta pilsi jap- anskrar skólastúlku og taka myndir af henni. Um 47.000 bandarískir hermenn eru í Japan og tveir þriðju þeirra eru á Okinawa. Íbúar eyjunnar hafa lengi kvartað yfir því að þetta hlut- fall sé of hátt og andstaðan við veru bandaríska hersins á eyjunni magn- aðist 1995 þegar þrír hermenn nauðguðu skólastúlku. Margir íbú- anna eru þó á báðum áttum í málinu því herstöðvarnar eru mikilvægar fyrir efnahag eyjunnar. Yfirmaður Bandaríkjahers á Okinawa í vanda vegna tölvupósts Lýsti leiðtogum Okinawa sem „brjálæðingum“ AP Earl Hailston, yfirmaður bandarískra hersveita á Okinawa (fyrir miðju), á fundi með Keiichi Inamine, héraðsstjóra Okinawa. Tókýó. The Daily Telegraph, AP. LÍBÝSKI leyniþjónustumað- urinn, sem dæmdur var sekur um aðild að hryðjuverkinu yfir Lockerbie 1988, áfrýjaði dómn- um í gær. Hann er nú í gæslu- varðhaldi í Camp Zeist, gamalli herstöð í Hollandi, en hún var færð undir skoska lögsögu meðan á réttarhöldunum stóð. Vitað var, að Abdel Basset Ali al-Megrahi myndi áfrýja dómnum en skosku dómararnir þrír, sem dæmdu í málinu, dæmdu hann í lífstíðarfangelsi. Félagi hans, Al-Amin Khalifa Fhimah, var hins vegar sýkn- aður af aðild að sprengingunni í Pan Am-þotunni en hryðju- verkið kostaði 270 manns lífið. Dómnum áfrýjað Edinborg. AFP. Lockerbie-málið Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.