Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 31 SINFÓNÍA nr. 3 er titillinná verki Johns Speightssem frumflutt verður átónleikunum í kvöld og er fyrst á efnisskránni. Verkið varð til í New Jersey í Bandaríkjunum á tímabilinu ágúst 1996 til janúar 1997 þegar John dvaldi þar vestra ásamt eiginkonu sinni, Svein- björgu Vilhjálmsdóttur, píanóleik- ara og skólastjóra, sem var þar í námi hjá Dalton Baldwin. „Á meðan sat ég heima og samdi,“ segir John og minnist með sælusvip þeirra stunda þegar næg- ur tími og friður gafst til tónsmíða en hann var á starfslaunum lista- manna á árunum 1995–1998. Byrjar með mikilli sprengingu „Ég vil meina að það hvað verkið byrjar með mikilli sprengingu megi skýra með því sem gerist þegar maður fer úr Bessastaða- hreppi til Manhattan,“ segir hann og telur þá búsetubreytingu hafa verið kveikjuna að dýnamískri byrjun verksins og ringulreiðinni sem smám saman breytir þó um lit og tekur á sig skipulegri mynd. „Verkið er í tveimur köflum sem eru tvinnaðir saman í eina heild þannig að farið er fram og til baka milli kaflana án skarpra skila. Líkt og tímaflakk er notað í kvikmynd- um og bókum, eða þegar farið er milli tveggja útvarpsstöðva,“ segir hann og bætir við að hann hafi vilj- að glíma við öðru vísi tjáningar- form fyrir sinfóníu. Verkið tileink- ar hann eiginkonu sinni og sonum. Óhætt er að segja að John Speight sé afkastamikið tónskáld en í tónverkaskrá hans er að finna um eitt hundrað verk; tónlist fyrir einleikara og einsöngvara, kamm- erverk, kórverk, þrjá einleiks- konserta og þrjár sinfóníur. „Þegar maður kemur með nýtt verk finnur maður að hljómsveit- arfólkið er mjög alvarlegt á svip. Jafnvel hljóðfæraleikarar sem maður þekkir vel eru ekki sérlega vingjarnlegir til að byrja með – en eftir eina til tvær æfingar byrjar fólk að brosa aftur og heilsa manni! Ég veit vel að fyrst er þetta hreint helvíti en núna er ég bara orðinn býsna ánægður,“ seg- ir hann og hlær. „Ég er mjög ánægður með hvernig hljómsveit- in leggur sig fram. Einbeitingin og spilamennskan hjá þessu fólki er alveg ótrúleg. Þetta er alveg ný tónlist og mjög erfið en það leggja sig allir fram og gefa mikið af sér. Þetta er atvinnufólk. Og svo er stjórnandinn, James Macmillan, alveg frábær. Hann veit nákvæm- lega hvað hann vill og hvernig hann á að ná því fram,“ segir hann. Þegar við göngum út úr Há- skólabíói að viðtalinu loknu eru einmitt að hefjast æfingar á nýju verki sem John Speight skrifaði fyrir Camillu Söderberg en þar koma við sögu fjöldinn allur af blokkflautum, söngkona, gítar, fiðla, selló, slagverk og dansari. Og ekki nóg með það, heldur verð- ur einnig frumflutt verk eftir hann á Háskólatónleikum í næstu viku. Það er verk fyrir klarinettu og pí- anó, sem Jón Aðalsteinn Þorgeirs- son og Örn Magnússon munu leika. Úr Bessastaðahreppi til Manhattan Á efnisskrá tónleika Sinfóníunnar í kvöld kl. 19.30 eru verk eftir John Speight, Charles Ives og James Mac- Millan, sá síðastnefndi stjórnar hljómsveitinni. Margrét Sveinbjörnsdóttir náði tali af MacMillan og Speight. Morgunblaðið/Ásdís James MacMillan, tónskáld og stjórnandi, og John Speight tónskáld. FYRIR skömmu kom út greinasafnið Speglanir: Konur í íslenskri bók- menntahefð og bók- menntasögu eftir Helgu Kress, prófessor í bók- menntafræði. Er þar um að ræða úrval greina sem Helga hefur ritað á um tuttugu ára tímabili og birst hafa í bókum og tímaritum. Í dag, milli kl. 12 og 13, mun Helga fjalla um viðtökur femínískra bókmenntarannsókna í rabbi á vegum Rann- sóknarstofu í kvenna- fræðum í stofu 101, Odda. Þar mun Helga m.a. ræða um reynslu sína af and- stöðu gegn kvennarannsóknum í bókmenntum og leitast við að greina einkenni þeirrar umræðu. Helga hefur skrifað og staðið að útgáfum ýmissa rita um kvenna- bókmenntir og kvennarannsóknir. Í greinasafninu sem nú kemur út hefur hún valið saman greinar sem fjalla um konur í íslenskri bók- menntahefð og bókmenntasögu 19. og 20. aldar. Um er að ræða fjórtan greinar sem raðað er í tímaröð og skipað í fjóra meginkafla sem end- urspegla þróunina í kvennarannsóknum tímabilsins. „Ég fjalla bæði um hvernig konum hefur verið lýst í bókmenntum þessa tímabils og hvaða hlutverki þær hafa gegnt í bók- menntasköpun, en dæmi um það er greinin um Grasa- ferð Jónasar Hall- grímssonar, sem er líklega fræðilegasta greinin í safninu, og svo einnig hvernig viðtökur bókmenntir eftir konur hafa fengið, og má þar nefna kerlingarbókagreinina, en á tímabili mátti varla koma út bók eftir konu án þess að hún væri stimpluð nafngiftinni kerlingabók.“ Þegar Helga er spurð um gildi femínískrar bókmenntagagnrýni fyrir kvennabaráttu og kynja- umræðu almennt, segir hún það ágætt að fá þessa spurningu, því oft vilji fólk spyrða saman femínískri bókmenntafræði og kvennapólitík. „Femínísk bókmenntafræði er fræðigrein, ekki pólitík, þótt rann- sóknaspurningar geti verið póli- tískar og niðurstöður nýst í kvennabaráttunni. Bókmenntir eru búnar til úr tungumáli sem bæði speglar hugmyndafræðileg viðhorf samfélagsins til kvenna á hverjum tíma og viðheldur þeim. Í bók- menntum má því greina þessi við- horf, uppsprettu þeirra og birting- arform, og þá einnig aðferðir karlveldisins, meira eða minna ómeðvitaðar, til að halda konum niðri.“ Helga segir einnig skemmti- legt að sjá hvernig konur hafa í bókmenntum leitað ráða til að kom- ast hjá þessari kúgun og gera upp- reisn gegn henni. „Í bókmenntum má finna uppreisnarafl sem kvennabaráttan getur nýtt sér, og mætti hún gera meira af því.“ – Nú ert þú frumkvöðull á þessu fræðasviði á Íslandi. Hver er reynsla þín af því starfi? „Fyrstu greinarnar sem ég birti um miðjan áttunda áratuginn vöktu mjög mikla athygli. Þetta var á rauðsokkatímabilinu og konur höfðu mikinn áhuga á rannsóknum mínum. Hins vegar brugðust ýmsir karlar, og þá einkum karlrithöf- undar ókvæða við, tóku gagnrýni mína á kvenlýsingar í bókmennta- verkum til sín persónulega og urðu mjög móðgaðir. Það er því miður einkenni á íslenskri bókmennta- umræðu að hún er mjög frumstæð. Í stað fræðilegrar umræðu um við- komandi texta snerist umræðan um mig persónulega, þar sem bæði karakter minn og kynferði var dregið í efa. Þetta var svolítið óþægilegt, en það bjargaði mér að ég bjó erlendis um þessar mundir og varð því ekki fyrir því aðkasti á almannafæri sem ekki var laust við að ég yrði fyrir síðar,“ segir Helga. „Um þessar fyrstu viðtökur ætla ég að ræða í rabbinu í dag. Um síð- ari viðtökur ræddi ég fyrir nokkr- um árum á fundi hjá Félagi áhuga- manna um bókmenntir, og birti síðar sem grein sem er í greinsafn- inu. Þessar viðtökur eru ólíkar en hafa samt nokkur sameiginleg ein- kenni sem eru bæði áhugaverð og lærdómsrík.“ – Er andstaða gegn femínískum rannsóknum áberandi í dag? „Andstaðan er ekki eins opinská nú og hún var áður. Það er önnur aðferð notuð sem er jafnvel áhrifa- meiri, og það er þöggunin. Það er látið sem slíkar rannsóknir séu ekki til, hvað þá að þær skipti máli, jafnvel um leið og þær eru innlim- aðar í viðurkenndar rannsóknir (karla), en án þess að láta þess get- ið. Á sama hátt og bókmenntir eftir konur auðguðu og endurnýjuðu ríkjandi bókmenntahefð karla hafa kvennarannsóknir í bókmenntum auðgað íslenskar bókmenntarann- sóknir almennt, víkkað út sjón- deildarhring þeirra og endurnýjað staðnaðar aðferðir og áherslur.“ FYRIRLESTUR minnfjallaði um hlutverk kynja íverkum eftir Indriða G.Þorsteinsson, Thor Vil- hjálmsson, Guðberg Bergsson og Svövu Jakobsdóttur. Eins og ýmsar síðari greinar mínar um svipað efni vakti hann töluverð viðbrögð, eink- um hjá karlrithöfundum sem þótti á einhvern hátt að sér vegið. Indriði G. Þorsteinsson birti sama ár smásög- una „Frostnótt á annarri hæð“ í Samvinnunni 5/1974 þar sem m.a. er vikið að mjög svo ókvenlegum kven- bókmenntafræðingi með nafni sem sýnir að ekki fer á milli mála við hvern er átt. Þótt þetta sé ekki mjög góð saga kaus höfundur að endur- birta hana í smásagnasafni sínu Átj- án sögur úr álfheimum (1986). Með sögu sinni skapaði Indriði hefð og í fótspor hans fetaði Jökull Jakobsson í skáldsögu sinni Feilnóta í fimmtu sinfóníunni (1975) með kafla um svipaðan kvenbókmenntafræðing sem er ekki bara ókvenleg, heldur einhvers konar kynskiptingur með skegg og situr fyrir konum í gufu- baði! Að víkka sjóndeildarhringinn Helga Kress, bókmenntafræðingur og rithöfundur. Úr formála greinasafnsins Speglanir eftir Helgu Kress. SÍÐASTUR á efnisskrá tón-leikanna er Konsert fyrirselló og hljómsveit eftirJames MacMillan sem er jafnframt hljómsveitarstjóri að þessu sinni. Einleikari á selló er Englendingurinn Raphael Wallf- isch. MacMillan, sem er fæddur árið 1959, er meðal fremstu núlifandi tónskálda Bretlandseyja og þykir tónlist hans einkar lagræn og að- gengileg. Sinfóníuhljómsveitin hefur áður flutt tvö verka hans, Veni, Veni Immanuel með Evelyn Glennie í ein- leikshlutverkinu og The Confessions of Isobel Gowdie. Hann hefur látið frá sér fara fjölda stórra hljómsveit- arverka. Þar á meðal eru nokkrir einleikskonsertar; trompetkonsert, klarínettukonsert og slagverkskons- ert. Þá hefur hann samið kammer- og kórverk og eina óperu. Í verkum hans heyrast gjarnan tilvitnanir í þjóðlega skoska tónlist og mörg þeirra hafa ýmist pólitíska eða trúarlega skírskotun. „Sellókonsertinn er hluti eins konar þríleiks, sem ég kalla Tridu- um eða Þrídægru,“ segir Macmillan. Verkin þrjú samdi hann að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Lundúna á ár- unum 1996–1997 og var það fyrsta samið fyrir einn hljóðfæraleikara sveitarinnar, Christine Pendrill, sin- fónískt verk þar sem englahornið er í aðalhlutverki. Hin verkin tvö voru samin að beiðni Rostropovich; selló- konsertinn fyrir hann sem sellóleik- ara og lokaverkið fyrir hann sem hljómsveitarstjóra. „Innblásturinn að verkunum þremur sæki ég til dymbilvikunnar, daganna skírdags, föstudagsins langa og laugardagsins fyrir páska. Sellókonsertinn sem hér verður fluttur tengist föstudeginum langa og krossfestingu Krists. Þetta er á margan hátt mjög hefðbundinn konsert. Hann er í þremur köflum; hægum, hröðum og hægum, í hefð- bundnu konsertformi,“ segir Mac- Millan. Á sama tíma og hann var að semja konsertinn gerðust skelfilegir atburðir í bænum Dunblane þegar hópur ungra skólabarna var myrtur ásamt kennara sínum. „Annar þátt- urinn er einskonar „In memoriam“ til þessara barna,“ segir tónskáldið. Sinfóníuhljómsveitin stórkostleg James MacMillan er fyrst og fremst þekktur sem tónskáld en hef- ur einnig haslað sér völl sem hljóm- sveitarstjóri. „Ég kann þeim báðum vel, hvoru á sinn hátt,“ segir hann þegar hann er spurður í hvoru hlut- verkinu hann kunni betur við sig, tónskáldsins eða hljómsveitarstjór- ans. „Það er ekki svo langt síðan ég fór að stjórna að staðaldri en mér líkar vel að hafa jafnvægi þarna á milli. Mitt aðalstarf er tónsmíðarnar en mér finnst gott að komast út í líf- ið af og til og vinna með öðrum tón- skáldum og tónlistarmönnum.“ MacMillan er skoskur að ætt og uppruna, lærði fyrst við Edin- borgarháskóla, en síðar við Háskól- ann í Durham þaðan sem hann lauk doktorsprófi í tónsmíðum. Hann hefur kennt bæði við Háskólann í Manchester og Konunglegu skosku tónlistar- og leiklistarakademíuna, verið ráðinn sem tónskáld fyrir virta tónlistarhópa eins og Skosku kamm- ersveitina og hljómsveitina Fíl- harmóníu, og gegnt stöðu listræns stjórnanda á ýmsum vettvangi. MacMillan hefur stjórnað hljóm- sveitum bæði heima og heiman; Konunglegu skosku þjóðarhljóm- sveitinni, Skosku kammersveitinni, Lundúnasinfóníettunni, og sinfón- íuhljómsveitunum í Queensland og Þrándheimi, svo einhverjar séu nefndar. Í september síðastliðnum tók hann við stöðu tónskálds og hljómsveitarstjóra Fílharmóníu- sveitar Breska ríkisútvarpsins sem Sir Peter Maxwell Davies gegndi áður. „Sinfóníuhljómsveit Íslands er stórkostleg. Hljóðfæraleikararnir svara mjög vel og eru snöggir að átta sig, auk þess sem þeir eru mjög vingjarnlegir og stemmningin góð á æfingum,“ segir MacMillan. Líkar vel að hafa jafn- vægi milli hlutverka ANNAÐ verkið á efnisskrá tón- leikanna er Three places in New England eftir Bandaríkjamanninn Charles Ives, sem er talinn vera einn af kynlegustu kvistunum í tónlistarsögu síðustu aldar. Verkið er samið á árunum 1903–1914 og hver hinna þriggja þátta dregur upp mynd af stöðum á heimaslóð- um tónskáldsins. Ives var menntaður í tónlist- arfræðum en vann fyrir sér með tryggingaviðskiptum og efnaðist vel. Honum var lítið í mun að fá verk sín flutt, og hefði varla orðið mikið ágengt í þeim efnum, svo mjög sem þau voru á undan sam- tíð sinni. Ives notar gjarnan lag- búta og þekkt stef en setur þau í nýstárlegt samhengi, blandar sam- an ólíkum tón- og takttegundum og skapar með því sinn einstaka hljóðheim. Verk Ives eru mörg ákaflega erfið í flutningi og á hann að hafa varpað fram spurningunni: „Er það kannski mér að kenna að pí- anóleikarar hafa bara tíu fingur?“ Tíu fingur píanóleikara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.