Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.02.2001, Qupperneq 20
TIL VINSTRI Á GRÆNU í Reykjavík Ráðstefna um borgarmál á vegum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík haldin laugardaginn 10. febrúar 2001 kl. 10.30 - 18.00 Fundarstaður: Rúgbrauðsgerðin, Borgartúni 6, Reykjavík Dagskrá: 10.30 – Setning Sigríður Stefánsdóttir réttarfélagsfræðingur, formaður VGR 10.45 – Umhverfi Óskar Dýrmundur Ólafsson forstöðumaður 11.45 – Lýðræði Birna Þórðardóttir blaðamaður 12.45 – Hádegisverður 13.30 – Jafnræði Ögmundur Jónasson alþingismaður 14.30 – Betri borg - framtíðarsýn Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður 14.45 – Almennar umræður 16.30 – Samantekt Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur 16.45 – Ráðstefnuslit Tryggvi Friðjónsson framkvæmdastjóri 17.00-18.00 – Veitingar í boði VGR Ráðstefnan er öllum opin NEYTENDUR EYMUNDUR Magnússon, bóndi og eigandi fyrirtækisins Móðir Jörð í Vallanesi, stendur í vikunni fyrir kynningu á íslensku lífrænt ræktuðu byggi. Fyrirtækið er það eina hér- lendis sem framleiðir íslenskt lífrænt ræktað bygg að sögn Eymundar. Ástæða kynningarinnar er að fylgja eftir nýútkomnum bæklingi um líf- rænt ræktað byggmjöl, bankabygg og grænmeti og að kynna afurðirnar betur fyrir landsmönnum. Framleiðsla á íslensku lífrænt ræktuðu byggi hófst fyrir nokkrum árum. „Ég hef í gegnum árin verið að kynna bygg sem bakstursefni en það er fyrst núna sem við færum okkur á hrísgrjónamarkaðinn. Hin íslensku hrísgrjón nefnast bankabygg og er um nýjan valkost að ræða fyrir lands- menn.“ Bygg er töluvert hollara en hrís- grjón, sér í lagi vegna góðra trefja, en rannsóknir sýna að þorri Íslendinga borðar ekki nóg af trefjum, að sögn Eymundar. „Í byggi eru vatnsleys- anlegar trefjar sem koma í veg fyrir kólesterólmyndun í lifur og blóði og einnig óleysanlegar trefjar sem eru góðar fyrir ristilinn. Þá er meira pró- tein í byggi en í hrísgrjónum. Bygg hefur góð áhrif á magann og er gott fyrir viðkvæma meltingu vegna þeirra eiginleika byggsins að vera bæði mýkjandi og græðandi.“ Á kynningunni sem nú stendur yf- ir í nokkrum verslunum í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum gefst kostur á að bragða á nokkrum upp- skriftum í nýja bæklingnum sem fæst ókeypis meðal annars í Heilsu- húsinu á Skólavörðustíg og í Kringl- unni, Blómavali og Yggdrasli. Í bæklingum er einnig að finna umfjöllun um lífrænt ræktaðar rófur og grænkál en að mati Eymundar er mjög lítil grænkálsneysla á Íslandi sé miðað við hollustu. „Rófuneysla er að minnka því fólk lifir sífellt hraðar og kýs því skyndifæðið fram yfir holl- ustuna. Með útgáfu bæklingsins er ég í raun að hvetja fólk til að borða staðgóðan mat.“ Eymundur verður í Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg í dag og í Heilsuhús- inu í Kringlunni á morgun, föstudag. Bygg Rósa 300 g (4 dl) bankabygg 2–3 blaðlaukar (púrra) 250 g sveppir 200 g sólþurrkaðir tómatar í olíu 4 msk. (1 búnt) söxuð steinselja 50 g rifinn parmesanostur ½ grænmetisteningur Bankabyggið er skolað vel í volgu vatni og síðan er það soðið með ten- ingi við lágan hita í 45 til 50 mínútur í rúmlega 1 l af vatni. Blaðlaukurinn er skorinn í þunnar sneiðar og steiktur í olíu við lágan hita. Sveppirnir eru skornir í þunnan sneiðar og steiktir í smjöri (og olíu) þar til þeir eru vel þurrir. Þessu er blandað saman við byggið ásamt steinseljunni, smátt skornum tómötum og parmesanost- inum. Borið fram heitt eða kalt, sem að- alréttur eða meðlæti. Uppskriftin er fyrir 4. Íslenskt bankabygg í stað hrísgrjóna Morgunblaði/Þorkell Ein af ástæðum kynningarinnar er að fylgja eftir nýútkomnum bæklingi um lífrænt ræktað byggmjöl, bankabygg og grænmeti. Verslunin Svalbarði Framnesvegi 44 Sérverslun með íslenskt góðmeti Mikið úrval af harðfiski og hákarli. Saltfiskur, flattur og flök, sólþurrkaður, útvatnaður, mareneraður. Saltfiskrúllur og saltfiskbollur. Plokkfiskur. Orðsending til þorrablótsnefnda: Eigum harðfisk og hákarl í þorratrogin og útbúum einnig þorrabakka. Sendum um land allt. Pantanasími: 562 2738, fax 562 2718 LIÐ-A-MÓT FRÁ APÓTEKIN Tvöfalt sterkara G æ ð as ti m p ill Hollustuvernd ríkisins og Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur hafa fyrirskipað innköllun úr versl- unum á niðursoðnu spaghettí í tómatsósu frá Heinz. Hollustuvernd ríkisins barst tilkynning frá Bretlandi í gegn- um viðvörunarkerfið RASFF (Rapid Alert System For Food) um fyrrgreinda vöru. Sam- kvæmt tilkynningunni greind- ist hátt magn af tini í vörunni, eða að meðaltali 292 mg/kg en hámarksgildi tins í matvælum er 150 mg/kg skv. reglugerð nr. 837/2000 um aðskotaefni í mat- vælum. Neysla vörunnar getur hugsanlega valdið óþægindum eins og þreytu, höfuðverk, nið- urgangi, ógleði eða uppköstum. Áhrif eru þó ekki talin geta ver- ið langvarandi né skaðleg. Hollustuvernd ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vilja beina því til almennings að neyta ekki áðurnefndrar vöru í dósum merktum MSLD (hluti af lotunúmeri, á botni dósarinn- ar) og skila þeim til verslunar- innar þar sem varan var keypt. Nánari upplýsingar veita Hollustuvernd ríkisins og Heil- brigðiseftirlit sveitarfélaganna. Niðursoðið Heinz spag- hettí inn- kallað Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44 20 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.