Morgunblaðið - 08.02.2001, Blaðsíða 46
✝ Alexander H. Jó-hannsson fæddist
í Reykjavík 26. júlí
1912. Hann lést á
hjartadeild Landspít-
alans í Fossvogi 1.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jóhann Hafsteinn Jó-
hannsson, forstöðu-
maður manntalsins í
Reykjavík, f. 12.
september 1885, d. 1.
júní 1969 og Guðlaug
Árnadóttir, hús-
freyja, f. 6. apríl
1885, d. 25. júní
1967. Systkini Alexanders eru;
Guðrún, f 1906, d. 1973; Sigríður,
f. 22.7. 1908, d. 26.4. 1995; Ferd-
inand, f. 2.9. 1910, d. 4.5. 1984;
Svavar, f. 2.6. 1914, d. 3.5. 1988;
Haukur, f. 11.8. 1916, d. 10.3.
1989; Valur, f. 11.6. 1918, d. 3.11.
1984; Már, f. 22.7. 1920; Hilmar,
f. 1921, d. 1922; Droplaug, f.
1923, d. 1969; Birgir, f. 6.4. 1925.
Alexander kvæntist árið 1952
eftirlifandi eiginkonu sinni Guð-
finnu Þórarinsdóttir, f. 23.7.
1922. Þau eignuðust tvær dætur:
1) Edda, hjúkrunarfræðingur, f.
10.8. 1960, hennar sambýlismað-
ur er Örn H. Jak-
obsen, viðskipta-
fræðingur, f. 22.9.
1948. 2) Rúna,
hjúkrunarfræðing-
ur, f. 23.8. 1963, gift
Þorvaldi Ingvars-
syni, lækni, f. 8.10.
1960. Þeirra börn
eru a) Alexander, f.
22.11. 1989. b) Hall-
dóra Anna, f. 24.4.
1992.
Á yngri árum
stundaði Alexander
ýmis störf en 1932
hóf hann störf sem
fulltrúi og staðgengill lóðar-
skrárritara Reykjavíkurborgar.
Hinn 1. janúar 1973 var hann
skipaður lóðarskrárritari Reykja-
víkurborgar og gengdi því starfi
til starfsloka 1984. Á yngri árum
starfaði Alexander mikið fyrir
íþróttahreyfinguna og var meðal
annars formaður skíðadeildar
Víkings en útvist, fjallaferðir og
veiðar voru hans áhugamál fram
á síðustu ár. Hann var og starf-
andi í Lionshreyfingunni.
Alexander verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Í dag verður tengdafaðir minn Al-
exander Jóhannsson borinn til graf-
ar. Alexander var fæddur í Reykja-
vík 26. júlí 1912 og hefði því orðið 89
ára í sumar. Móðir Alexanders, Guð-
laug Árnadóttir, var fædd í Ölfusi en
flutti til Reykjavíkur 1903. Faðir Al-
exanders, Jóhann Hafsteinn Jó-
hannsson, var fæddur í Reykjavík og
bjó þar alla tíð. Meiri Reykvíking en
Alexander var og er vart að finna.
Alexander var fæddur snemma á
öldinni þegar Reykjavík var lítið
annað en kvosin og hverfin þar í
kring. Óx hann úr grasi á þeim tím-
um sem framfarir og breytingar á
háttum þjóðar og borgar urðu sem
mestar. Hann var fjórði í röð 11
systkina. Alexander fór fljótt að
vinna fyrir sér eftir skyldunám, vann
hann við ýmis störf þar til hann réð-
ist til Reykjavíkurborgar sem
fulltrúi á skrifstofu lóðaskrárritara.
Vann Alexander við mælingar og
teikningar þar til hann var skipaðar
lóðarskrárritari Reykjavíkurborgar
1. janúar 1973 og starfaði hann sem
lóðarskrárritari þar til hann lét af
störfum fyrir aldurssakir 1984. Voru
fáir honum fróðari um sögu húsa og
lóðaréttinda í gamla miðbænum,
enda fór það svo að þegar hann lét af
störfum starfaði hann áfram við að
skrásetja upplýsingar um hús og lóð-
ir í kvosinni. Á fimmta áratugnum
kynnist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðfinnu Þórarinsdóttur.
Byggðu þau sér hús í Steinagerði 17
og hafa búið þar alla tíð, húsinu hélt
hann vel við og svo garðinum en síð-
ustu árin sat hann löngum og sólaði
sig þegar það átti við.
Er ég kynntist honum fyrst fyrir
um 13 árum var hann hættur störf-
um en í fullu fjöri. Hann var hár
maður, grannur og myndarlegur,
viðræðugóður, fróður um þjóðmál og
pólitík. Sat hann oft í fína stólnum í
stofunni og réð krossgátur og fór létt
með enda hafði hann þann starfa um
tíma að búa til krossgátur fyrir blöð.
Sjálfstæðismaður var hann fram í
fingurgóma þó að á síðustu árum
hafi maður greint efa í rödd hans
þegar ýmis þjóðmál báru á góma.
Fannst honum ýmsir forustumenn
flokksins hafa sveigt ansi langt frá
upprunalegu stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Tók hann mér vel þó mig
gruni nú að honum hafi ekki staðið á
sama þegar við Rúna fluttum til Sví-
þjóðar með einkabarnabarnið og
nafna. Sem ungur maður fékk Alex-
ander áhuga á fjallaferðum og úti-
vist. Stundaði hann fjallgöngur og
skíðaferðir langt fram á ævi. Alltaf
glaðnaði yfir honum þegar hann
ræddi útivist og veiðiferðir sínar en
þær voru margar. Lengi vel gekk Al-
exander á Snæfellsjökul um hvíta-
sunnu ár hvert, kunni hann margar
sögur af þeim ferðum. Alexander
hafði og mikinn áhuga á stangaveiði
og stundaði hana eins lengi og kraft-
ar leyfðu, gaf hann svo nafna sínum
og barnabarni veiðistöng og fylgdist
vel með framförum hans við veiðar.
Síðasta árið átti Alexander við van-
heilsu að stríða, tók hann veikindum
sínum af stillingu. Er kallið kom var
hann sjálfur undir það búinn og
saddur lífdaga. Við sem eftir lifum
kveðjum hann með sárum söknuði og
þakklæti.
Hvíl þú í friði.
Þinn tengdasonur,
Þorvaldur.
Langri lífsgöngu er lokið. Eftir
standa ótal spor og minningar sem
hrannast upp í huganum. Alexander
varð einn af stórfjölskyldunni á
Laugavegi 76, þegar hann og Gulla
móðursystir mín felldu hugi saman
og hófu búskap. Það var á þeim tím-
um í íslensku þjóðfélagi sem miklar
framkvæmdir og stórhugur var um
allt land. Alexander sýndi það í verki
að hann var einn af þeim sonum
landsins sem létu ekki sitt eftir
liggja. Af miklum myndarskap reisti
hann húsið í Steinagerði 17 og það
var með lotningu sem við litlu frænk-
urnar fórum þar um vistarverur og
dáðumst að fallegu heimili þeirra
hjóna, þar var ævintýrabragur yfir
öllu. Í stórfjölskyldum skiptast á
skin og skúrir, sorg og gleði og þann-
ig var einnig í þessari tengdafjöl-
skyldu Alexanders. Hann tók heils-
hugar þátt í því, fyrst með Gullu en
síðan einnig með dætrunum Eddu og
Rúnu, um það bera vott ótal ham-
ingjuóskakort með fallegri rithönd
hans.
Sunnudagur, snjór yfir öllu og
glampandi sól, skyndilega birtist Alli
þar sem hann kemur yfir hæðina á
skíðum og rennir sér fimlega niður
brekkuna – hann hafði gengið á skíð-
um úr Steinagerðinu, yfir túnin, þar
sem nú er þétt byggð, og naut útiver-
unnar til hins ýtrasta. Fjallamaður,
skíðamaður – á þeim tímum sem ein-
göngu hreystimenni og sérvitringar
fóru til fjalla, hvað þá til jökla, skynj-
aði Alli kraftinn og orkuna sem býr í
íslenskri náttúru, frelsi fjallanna og
útiverunnar og ásamt góðum félög-
um og fjölskyldunni sinnti hann
þessu áhugamáli sínu.
Hins vegar voru það ekki ein-
göngu snævi þakin fjöllin sem heill-
uðu, því garðyrkjan var stór hluti af
lífi hans. Hann ræktaði garðinn sinn
í orðsins fyllstu merkingu og fór þar
ekki troðnar slóðir. Þar fékk list-
fengi hans, nákvæmni og þolinmæði
notið sín, tré og runnar, að ógleymd-
um rósunum og dalíunum sem hann
ræktaði af mikilli elju í litla gróð-
urhúsinu sínu bak við bílskúrinn – og
var örlátur að gefa til ættingja og
vina sem flestir höfðu aldrei séð önn-
ur eins blóm.
Það var reisn yfir honum og virðu-
leiki, hann var hár og grannur og í
minningunni alltaf vel klæddur,
hvort sem var í fermingarveislu í
fjölskyldunni, eða að dytta að húsi og
garði.
Góður drengur er genginn, bless-
uð sé minning hans.
Auður Sveinsdóttir.
Í dag kveðjum við góðan vin okkar
Alexander Jóhannsson. Sameiginleg
kynni okkar feðga við Alexander hóf-
ust með ferðum okkar á Tindfjalla-
jökul, en þar höfðu Fjallamenn reist
skála.
Undu menn sér þar meðal annars
við fjallgöngur eða spilamennsku og
elduðu sér gott saltkjöt og baunir.
Var það haft á orði að alltaf væri
gott veður í þessum ferðum, annað
hvort gott útivistarveður eða gott
spilaveður.
Alexander var mikill útivistar-
maður og náttúruunnandi og tók
meðal annars þátt í á sínum tíma að
reisa Víkingsskálann á Hellisheiði.
Auk fjallaferðanna var oft farið í
laxveiði. Hann var félagi okkar í
Lionsklúbb Reykjavíkur auk þess
sem við spiluðum reglulega saman
bridge.
Við þökkum Alexander ánægju-
lega samfylgd og sendum fjölskyldu
hans innilegustu samúðarkveðjur.
Franz og Páll.
Kveðja frá Skíðadeild Víkings
Skíðadeild Víkings var stofnuð ár-
ið 1941. Þegar í upphafi var áhugi og
nauðsyn fyrir því að koma upp að-
stöðu til skíðaiðkana og byggja
skíðaskála fyrir félagsmenn. Fljót-
lega fékkst góður staður og lóð fyrir
skíðaskála í nágrenni Kolviðarhóls.
Skipuð var bygginganefnd og tók Al-
exander H. Jóhannsson þar við for-
mennsku, en að baki hans var að
sjálfsögðu hópur félaga og sjálfboða-
liða. Brátt var hafist handa við vega-
gerð, efnisflutning og skálasmíði,
þótt lítið væri um peninga og efni til
framkvæmdanna, en því meiri var
áhuginn og starfsgleðin.
Alexander átti sinn góða þátt í því
að allt gekk þetta vel og verklega
fyrir sig, en sjálfur var hann vel
handlaginn og greindur, með nokkra
skoðun og þekkingu á því hvernig
hús ætti að byggja þarna. Handtökin
voru mörg og fáir vanir smiðir, en að
lokum skilaði byggingarnefndin af
sér störfum og Alexander og félagar
luku sínu verki með sóma og góðri
skálavígslu.
Á þennan hátt var upphafið að æv-
intýrinu. Í dag er þarna rennivegur,
nýr skáli og skíðalyfta, en það er
önnur saga.
Alexander naut útiveru og skíða-
ferða, fann hve styrkjandi og bæt-
andi það er fyrir líkama og sál, en öll
vitum við einnig að Henglafjöllin eru
heillandi og margbreytilegur heimur
til útiveru flesta daga ársins. Alex-
ander var glaður í lund, léttur og
kom sér vel og því góður félagi.
Víkingar og skíðadeildin eiga hon-
um þakkir að gjalda og senda fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur.
Skíðadeild Víkings.
ALEXANDER H.
JÓHANNSSON
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnþór Guð-jónsson fæddist á
Gvendarnesi við Fá-
skrúðsfjörð 17.
febrúar 1924. Hann
lést á Landakotsspít-
ala 1. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðjón
Ólafsson, útvegs-
bóndi á Gvendarnesi,
og Arnleif Stefáns-
dóttir, Grund, Stöðv-
arfirði. Bræður
Gunnþórs voru Guð-
laugur Bjarni, f. 1.3.
1915, d. 8.8. 1997,
Sigursteinn, f. 21.1. 1917, d. 4.9.
1980, og Gestur, f. 24.10. 1929.
Kona Gunnþórs er Sigurbjörg
Guðmundsdóttir frá Sætúni, Fá-
skrúðsfirði, f. 28.11. 1923. Þau
giftu sig 1. 12. 1946 og eignuðust
níu börn: Hilmar, f. 17.10. 1943, d.
24.4. 1995. Kona hans Þórunn
Ólafsdóttir og eiga þau fjögur
börn, Ólaf, Sigurbjörgu, Lindu og
Bryndísi. Kristín Arnleif, f. 8.8.
1946, maki Sigurgeir Sigurgeirs-
son, og eiga þau tvö börn, Gunn-
þór og Ágústu. Guðmundur Þór, f.
22.9. 1949. Sambýliskona hans er
Stepanka M. Þorbjörnsdóttir.
Guðjón, f. 23.5. 1951, og á hann
fjögur börn, Evu
Hlín, Gunnþór, Jón
Andra og Ríkharð.
Eygló, f. 3.6. 1952.
Hún á fjögur börn,
Vigni Þór, Gunnþór
Ægi, Ásdísi Rán og
Hrefnu Sif. Rut, f.
19.10. 1958, maki
Eiður Sveinsson.
Eiga þau þrjú börn,
Söndru, Rafn og
Kristínu. Rakel, f.
19.10. 1958. Maki
Ævar Agnarsson og
eiga þau þrjú börn,
Írisi Björgu, Rakel
Ingu og Jóhönnu Maríu. Þorgils
Garðar, f. 16.10. 1963, maki Helga
Steinunn Hauksdóttir, eiga þau
tvö börn, Tómas Þór og Steinar
Darra. Rebekka, f. 31.7. 1965, á
hún eina dóttur, Sif. Gunnþór á 23
barnabörn og 13 barnabarnabörn
og er von á tveimur í viðbót í vor.
Gunnþór og Sigurbjörg bjuggu
á Fáskrúðsfirði, fyrst í Bjarkar-
lundi sem Gunnþór byggði, síðan í
Breiðholti sem hann einnig
byggði, til ársins 1995 er þau
fluttu suður.
Útför Gunnþórs fer fram frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Mig langar til að kveðja föður
minn með þessum fátæku orðum.
Þessi barátta er loks á enda. Og
trúi ég að þú sért nú kominn á stað
þar sem allar þínar þjáningar séu
horfnar og annað betra sé tekið við.
Pabbi var frekar dulur maður
sem fór sínar leiðir, hann var af-
burða brids-spilari og keppti hann
oft á mótum við góðan orðstír.
Einnig hafði hann gaman af að
tefla skák. Fótboltinn var hans
íþrótt og fór hann á þá leiki sem
hann komst á. Og oft gekk þá mik-
ið á.
Hann var með mikla veiðidellu
og hafði gaman af að fara með
strákunum og tengdasonum í veiði.
Pabbi var mikill sjómaður og var
hann stýrimaður á Búðarfellinu SU
á síldarárum. Einnig var hann
verkstjóri hjá Kaupfélagi Fá-
skrúðsfirðinga í nokkur ár. Hann
stofnaði sína útgerð um 1970 til
1976. Er hann seldi bát sinn Guð-
jón Ólafsson. Hann var síðustu árin
í vinnu hjá Bergi Hallgrímssyni.
Og sá hann um alla netavinnu fyrir
hann.
Vegna veikinda pabba fluttu for-
eldrar mínir suður 1995.
Blessuð sé minning hans.
Eygló Gunnþórsdóttir.
Elsku tengdapabbi, þegar ég
frétti af því að þú hefðir fengið
hvíldina hugsaði ég til allra góðu
áranna sem við áttum saman, það
er svo margt, stórt og smátt, en þó
standa mörgu smáatriðin efst í
huganum. Í minningunni er sterk-
ast að alltaf var svo gaman í návist
þinni. Oftast stríddum við hvor öðr-
um og kátínan var alltaf nærtæk.
Ég man sérstaklega daginn sem við
fórum saman í veiðitúrinn í Gren-
lækinn fyrir löngu og hittum Ævar
sem kom að sunnan hlaðinn veiði-
græjum. Varð þér þá að orði:
„Þetta eru meiri græjurnar,“ og þú
hlóst svo innilega með gulu veiði-
stöngina og plastpokann með spún-
unum, svo lallaðir þú í átt að fugla-
geri og rótfiskaðir á meðan við
stóðum og börðum dauðan hyl þar
til þú kallaðir okkur í fiskinn. Mér
finnst þetta alltaf sýna best hvers-
lags náttúrubarn þú varst. Verstur
er söknuðurinn eftir þessu smáa
eins og þegar ég leit inn til ykkar
Sibbu til að segja þér hvað ég væri
ríkur og síðan daginn eftir að ég
væri á hausnum og voru þá alltaf
sömu tilsvörin: „Þetta er nú meira
andskotans montið í þér,“ eða
„þetta er nú meiri anskotans þvæl-
an í þér“ en alltaf var glottið í aug-
unum þegar þessi orðaskipti áttu
sér stað. Ég held að við höfum náð
svona vel saman því við áttum
sama bakgrunn í sjómennskunni,
að minnsta kosti var alltaf það
fyrsta sem þú spurðir Rut um þeg-
ar þú hittir hana: „Er Eiður að
fiska?“ Það verður erfitt að fylla
þetta tómarúm sem þú skilur eftir
og ég veit með vissu að það eru fáir
sem hafa létt svo mörgum lífið með
skemmtilegum tilsvörum sem verið
hafa á allra vörum á Fáskrúðsfirði
og víðar en eitt er víst að þú munt
eiga stað í minningum hjá mörgu
fólki sem kynntist þér á lífsleiðinni.
Ég hef misst góðan vin og á eftir
að sakna hans mjög en ég veit þú
finnur frið að lokum og vonandi fal-
lega veiðistaði við árbakka þar sem
þér leið svo vel. Ég sendi Sig-
urbjörgu, tengdamóður minni sem
stóð við hlið þér mestallt lífið, mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur. Konan
mín, Rut, og þið systkinin fáið líka
mínar bestu kveðjur og ég hugsa til
ykkar þar sem ég get ekki verið
heima til að kveðja gamlan vin.
Eiður.
Elsku tengdapabbi og afi.
Nú er baráttunni lokið og þú
kominn á áfangastað.
Það er með söknuði sem við
kveðjum en minnumst um leið allra
ánægjustunda sem áttum við sam-
an.
Ekki gleymast góðar kvöldstund-
ir við eldhúsborðið í Breiðholti, sem
var alltaf miðpunktur alheimsins í
þá daga. Þegar horft er um öxl
sækja margar góðar minningar á
hugann. Sérstaklega er mér minn-
isstætt þegar þú stoppaðir mig á
götu úti og spurðir hreint út hvort
ég væri að stíga í vænginn við hana
Rakel þína. Þessari spurningu var
snarlega svarað neitandi en end-
irinn á því er lýðum ljós.
Það er stór og sterk fjölskylda
sem eftir situr og mun minnast þín
sem manns sem var trúr sínum
skoðunum hvað sem á gekk.
Það er erfitt að vera langt í
burtu frá fjölskyldu og vinum á
stundu sem þessari og þá sérstak-
lega fyrir stelpurnar okkar, sem
ekki njóta þeirra forréttinda að
hafa stórfjölskyldu sína nálægt sér
til stuðnings.
Hugur okkar er hjá Sibbu, börn-
um og barnabörnum, megi Guð
vera ykkur stoð á þessari kveðju-
stundu.
Við munum heimsækja þig í
sumar þegar við verðum á Íslandi.
Með kveðju frá Bandaríkjunum.
Ævar, Íris, Inga og Jóhanna.
Elsku langafi.
Nú er Guð búinn að koma og ná í
þig.
Pabbi segir að nú sé þér batnað
og sért orðinn engill sem verndar
okkur.
Snert hörpu mína himinborna dís,
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf,
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf,
og hlýt að geta sungið í þá líf.
GUNNÞÓR
GUÐJÓNSSON