Morgunblaðið - 08.02.2001, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 11
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
- ANNO 1929 -
K
O
R
T
E
R
172,5 59,5 56,0 49.410.-
129,0 55,0 55,0 35.910.-
170,0 59,8 58,8 49.410.-
85,0 55.5 52,0 24.210.-
111,0 55,0 55,0 31.410.-
125,5 55,0 55,0 35.010.-
144,0 60,0 60,0 35.010.-
165,0 60,0 60,0 62,910.-
140,0 60,0 60,0 51.210.-
186,0 60,0 60,0 71.010.-
186,0 60,0 60,0 69.210.-
176 89,0 61,0 134.910.-
Hæð Breidd Dýpt Verð nú
Tvöfaldir Amerískir kæliskápar
Kæli-og frystiskápar
Kæli-og frystiskápar
♦ ♦ ♦
ÁTTA nemendur við Listaháskóla Ís-
lands urðu fyrir eitrunaráhrifum eftir
að hafa unnið með svokallað polyur-
ethan-plastefni á vinnustofu skólans í
Laugarnesi í síðustu viku. Vinnueft-
irlit ríkisins og Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur rannsaka málið en sam-
kvæmt upplýsingum þaðan voru regl-
ur um innflutning og sölu á efninu
brotnar. Á umbúðunum voru heldur
ekki tilskildar merkingar.
Þá var loftræsting á verkstæðinu
þar sem nemendur unnu með efnin
ekki í samræmi við notkunarreglur.
Gylfi Már Guðjónsson hjá Vinnu-
eftirliti ríkisins segir efnið sem nem-
endurnir notuðu vera hættulegt. Efn-
ið sé það eitrað að fólk sem það notar
eigi að vera í hlífðarfatnaði, með
hanska og grímur. Nemendurnir hafi
ekki gert það. Efnið getur valdið
bruna á hörundi og á öndunarfærum
og hugsanlega valdið astma. Við
notkun á því eigi að vera kveikt á loft-
ræstingu sem veitir afsog. Gylfi segir
að það hafi ekki verið gert. Slíkur
búnaður er þó til staðar á verkstæð-
inu.
Þá segir Gylfi að á umbúðunum
hafi ekki verið tilskildar merkingar
um að efnið væri hættulegt né notk-
unarreglur á íslensku. Þá hafi inn-
flytjandi ekki haft leyfi til innflutn-
ings og kennarinn sem keypti af
honum efnið hafði heldur ekki leyfi til
þess. Rósa Gunnarsdóttir hjá Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkur segir að
þar sem innflytjandi efnisins hafi
ekki haft leyfi til hans hefði hann ekki
átt að fá það afgreitt úr tolli. Heil-
brigðiseftirlitið hefur lagt hald á allt
efnið.
Fjölform hf. flutti inn plastefnið
sem nemendurnir notuðu. Gunnar
Snæland, framkvæmdastjóri segist
ekki hafa gert sér grein fyrir því að
hann þyrfti að hafa leyfi fyrir inn-
flutningi á efninu þegar hann seldi
það. Hann mun sækja um slíkt leyfi á
næstunni. Sala á þessum efnum hafi
verið stöðvuð.
Nemendurnir sendir
í læknisskoðun
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
Listaháskólans, segir að nemandi
hafi fyrst kvartað undan ofnæmisvið-
brögðum á mánudagsmorgun en svo
hafi fleiri fylgt í kjölfarið. Hjálmar
segist hafa brugðist við með því að
kalla Vinnueftirlitið og Heilbrigðis-
eftirlitið á vettvang. Þá var slökkvilið-
ið fengið til að hreinsa verkstæðið.
Nemendunum var einnig vísað í
læknisskoðun. Spurður um heilsu
nemendanna segir Hjálmar að hún sé
nokkuð góð. Einn nemandi hafi þó
haldið sig heima að læknisráði.
Daníel Magnússon, verkstæðisfor-
maður í Laugarnesi, segir að nem-
endurnir hafi verið að vinna á verk-
stæðinu upp á eigin spýtur en þeir
luku fyrir nokkru námskeiði í plast-
mótun. Hann telur líklegt að þeir
nemendur sem hafi orðið fyrir eitr-
unaráhrifum hafi fengið þau vegna
snertingar við efnið en ekki við inn-
öndun.
Nemendurnir, sem urðu fyrir eitr-
un, luku námskeiði í plastmótun hjá
Helga Skaptasyni, kennara við Iðn-
skólann í Hafnarfirði. Þeir voru að
vinna áfram að verkefnum þegar þeir
urðu fyrir eitruninni. Helgi segist
ekki þekkja vel til atburða en nem-
endurnir hljóti að hafa farið óvarlega
með efnið. Hann segist þó hafa sagt
nemendum að fara varlega við með-
höndlun þess. Hann hefði e.t.v. getað
brýnt það enn betur fyrir nemendum.
Helgi kveðst hafa notast við sam-
bærileg efni til kennslu lengi og engin
vandræði hafi þá komið upp.
Urðu fyrir eitrunaráhrifum af völdum plastefnis
Reglur um innflutn-
ing og sölu brotnar
RÍKISKAUP munu ganga til samn-
inga við pólsku skipasmíðastöðina
Moskar um viðgerðir á varðskipun-
um Tý og Ægi.
Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Rík-
iskaupa, segir að tilboð Pólverjanna
haf reynst um 7 milljónum króna
lægra en tilboð Vélsmiðju Orms og
Víglundar eftir að búið var að reikna
með dvalarkostnaði eftirlitsmanna í
Póllandi og siglingu varðskipanna til
og frá landinu.
Það hafi því verið sameiginleg nið-
urstaða Landhelgisgæslunnar og
Ríkiskaupa að ganga til samninga
við Moskar. Áætlað er að viðgerð-
irnar kosti um 76 milljónir.
Gengið til
samninga við
pólska skipa-
smíðastöð
RAGNAR bóndi Guðmundsson á
Nýhóli verður senn 78 ára og held-
ur þó lífsmynstri sínu og búskapar-
háttum. Hann kom í Nýhól fjög-
urra ára gamall sunnan frá Holti í
Garði í Gullbringusýslu og hefur
orkt í þessa jörð síðan. Héðan er
móðurætt hans en föðurætt af
Rosmhvalanesi. Ragnar hefur búið
einn frá 1976 en hafði lengi sum-
arstráka og stundum ráðskonu.
Hin síðustu ár er hann einn en nýt-
ur góðra nágranna þar sem eru
Bragi og Sigríður á Grímsstöðum.
Ragnar er með tíu kindur, þar af
er einn svartur forystusauður og
tvær forystuær, önnur mókrúnótt,
hin svarkrúnótt. Ragnar var að
hýsa fjárhópinn sinn í síðdegissól á
sunnudaginn þegar tíðindamann
bar þar að. Þessar kindur eru síð-
astar af gamla fjárstofninum sem
gerði Hólsfjallahangikjötið lands-
frægt á sínum tíma. Er ekki full
ástæða til að þeim stofni sé haldið
við? Á Hólsfjöllum var aldrei skorið
niður vegna sauðfjársjúkdóma og
því hafa ekki verið þar fjárskipti en
gripir sóttir til kynbóta í Öxarfjörð
og Þistilfjörð. Landgræðslan samdi
við Fjallabændur 1991 um að þeir
hættu sauðfjárbúskap og þá var
skorið niður í fyrsta og eina skiptið.
Síðan eru á Fjöllum aðeins örfáar
skepnur á Nýhóli og Grímsstöðum.
Á Nýhóli hafa verið geitur lengst
af síðan 1930 og voru þá til mjólkur-
nytja, en síðustu árin hefur aðeins
verið þar ein huðna, mest til
ánægju, en sú hefur ekki fengið til
sín hafur fyrr en nú í vetur að
Möðrudælir sendu ungan hafur sinn
til Ragnars með það að markmiði að
fjölgun yrði í geitastofni Fjöllunga.
Má vissulega vænta þess að kiðling-
ur komi með vorinu.
Ragnar fer í húsin tvisvar á dag,
hann hleypir kindunum út þegar
veður er gott og túnin hálfauð svo
sem nú er, en geiturnar hefur hann
inni við. Hann rýir ekki yfir vetur-
inn því húsin eru köld með svo fáum
skepnum.
Færð var ágæt úr Mývatnssveit
um Austurfjöll en svo nefna menn
það land sem þjóðvegurinn liggur
um úr Mývatnssveit að Jökulsá. Mý-
vatnsöræfi eru allmiklu sunnar en
þjóðleiðin og mættu menn gjarnan
hafa það í huga. Heimreiðin norður
til Ragnars er einn svellbunki, ann-
ars er þangað fólksbílafæri, sem er
eftir öðru í þeirri furðulegu veðr-
áttu sem þessi vetur býður upp á.
Morgunblaðið/BFH
Ragnar bóndi Guðmundsson á leið í fjárhúsin til síðdegisgegninga. Ragnar er með tíu kindur, þar af er einn svartur forystusauður.
Ragnar fer í fjárhúsin tvisvar á dag og gefur á garðann.
Heimsókn
í Nýhól
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
NEMENDUM á háskólastigi fjölg-
aði um tæp 6% á milli áranna 1999 og
2000 en fjöldi nemenda á framhalds-
skólastigi hélst svipaður á milli ára
og fjölgaði aðeins um 0,2%, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu
Íslands.
Fjöldi nemenda á háskólastigi var
10.495 síðastliðið haust en var 9.908
árið 1999. Nemendur í framhalds-
skólum voru 19.871 haustið 1999 og
19.909 síðastliðið haust. Nemendum
fækkaði um 3% í menntaskólum en
fjölgaði um 0,4% í fjölbrautaskólum.
Haustið 2000 voru alls 30.404 nem-
endur við nám í framhalds- og há-
skólum sem er fjölgun um 625 nem-
endur, eða 2,1%, frá árinu áður. Á
milli áranna 1998 og 1999 fjölgaði
framhalds- og háskólanemum hins
vegar um 3%. Á síðustu haustönn
voru 26.364 þessara nemenda í dag-
skóla, 2.468 í kvöldskóla, 1.456 í fjar-
námi og 116 utan skóla.
Meiri fjölg-
un háskóla-
nema en í
framhalds-
skólum