Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 3/2–10/2
Fyrsta hópsýking af
völdum calici-veiru hefur
verið staðfest hér á landi
en slíkar hópsýkingar eru
vel þekktar erlendis. Alls
smituðust 27 manns af
völdum veirunnar eftir að
hafa borðað snittur en
veiran veldur uppköstum,
niðurgangi, hita og bein-
verkjum.
Samþykkt var sam-
hljóða á aðalsafnaðarfundi
Reykholtssóknar á þriðju-
dag að heimila sóknar-
nefnd að ganga til samn-
inga við Þjóðminjasafnið
um endurgerð og ráð-
stöfun gömlu kirkjunnar í
Reykholti.
Nýtt fundamet var sett
hjá ríkissáttasemjara í síð-
asta mánuði en þá voru
haldnir þar 176 formlegir
sáttafundir. 58 stéttar-
félög eiga eftir að ljúka
samningum við samn-
inganefnd ríkisins. Launa-
nefnd sveitarfélaganna á
einnig eftir að ljúka gerð
nokkurra tuga kjarasamn-
inga.
Öldrunarstofnun banda-
rísku heilbrigðisstofn-
unarinnar mun veita
Hjartavernd styrk sem
nemur um 20 milljónum
Bandaríkjadala, eða ríf-
lega 1,7 milljörðum króna,
vegna samstarfs um sjö
ára rannsókn á áhrifum
öldrunar. Styrknum verð-
ur m.a. varið til kaupa á
flóknum tækjabúnaði.
Samþykkt var á fundi
Landssambands kúa-
bænda að fresta innflutn-
ingi fósturvísa úr norsk-
um kúm um ótilgreindan
tíma.
Formaður VR segir
forsendur halda
Magnús L. Sveinsson, formaður VR,
sagði eftir kjaraþing VR að miðað við
núverandi verðbólgu væru engar for-
sendur til uppsagna á kjaraliðum
samninga. Verðbólgan var 5,8% þegar
samningar voru gerðir í maí sl. en er
nú á bilinu 4-5%, samkvæmt upplýs-
ingum Þjóðhagsstofnunar.
Um 5.000 lítrar af
svartolíu láku niður
Þúsundir lítra af svartolíu láku úr ein-
um olíugeyma Skeljungs hf. við
Hólmaslóð á Granda á fimmtudag. Olí-
an barst hvorki í sjó né holræsi.
Óhappið var rakið til mannlegra mis-
taka, því starfsmönnum láðist að
skrúfa fyrir loka sem tengir geyminn
við olíuleiðslu niður að Faxagarði
þannig að geymirinn yfirfylltist.
Dæmdur í 14 ára
fangelsi fyrir morð
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á
mánudag Ásgeir Inga Ásgeirsson í
fjórtán ára fangelsi fyrir að myrða 21
árs gamla stúlku, Áslaugu Perlu
Kristjónsdóttur, að morgni laugar-
dagsins 27. maí sl. Komst héraðsdóm-
ur að þeirri niðurstöðu að hann hefði
hrint Áslaugu yfir handrið á 10. hæð
fjölbýlishúss við Engihjalla í Kópavogi
og hún látist vegna áverka sem hún
hlaut við fallið á steinstétt við húsið.
Grunnskólakennarar
samþykkja samning
Félagsmenn í Félagi grunnskólakenn-
ara og Skólastjórafélaginu samþykktu
nýgerðan kjarasamningmeð tæpum
60% atkvæða. Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir, formaður Félags grunnskóla-
kennara, sagði það ákveðinn létti.
INNLENT
Sharon vill samstjórn
með Barak
HARÐLÍNUMAÐURINN Ariel
Sharon úr hægriflokknum Likud í Ísra-
el sigraði vinstrimanninn Ehud Barak
örugglega er kosið var til embættis for-
sætisráðherra á þriðjudag. Bráða-
birgðatölur bentu til þess að Sharon
hefði fengið um 60% atkvæða en loka-
tölur verða birtar síðar. Hann sagði eft-
ir sigurinn að Ísraelar myndu halda yf-
irráðum sínum yfir óskiptri Jerúsal-
emborg en yfirráð hennar eru eitt af
viðkvæmustu deilumálum Ísraela og
Palestínumanna vegna helgistaðanna í
borginni.
Barak sagði af sér leiðtogaembætti
Verkamannaflokksins er úrslit lágu
fyrir. Stjórnmálaskýrendur voru á einu
máli um að hann hefði verið felldur
vegna vonbrigða kjósenda með að ekki
skyldu nást friðarsamningar við Pal-
estínumenn og einnig vegna uppreisn-
ar Palestínumanna gegn her og lög-
reglu Ísraela sem nú hefur staðið í fjóra
mánuði og kostað um 400 mannslíf.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, kvaðst myndu virða úrslitin og
sagðist vona að friðarferlið héldi áfram,
þrátt fyrir leiðtogaskiptin.
Viðbrögð í arabalöndum voru blend-
in við kjöri Sharons. Sýrlendingar
gagnrýndu Sharon hart en Egyptar og
Jórdanir sögðust myndu láta reynsluna
skera úr um mat sitt á nýja leiðtog-
anum sem oft hefur boðað ósveigjan-
lega stefnu og ekki viljað gefa eftir her-
numin landsvæði eða sætta sig við að
Palestínumenn fengju að stofna eigið
ríki.
Ljóst var er á leið á vikuna að Sharon
myndi leggja áherslu á að ná sam-
komulagi við Verkamannaflokkinn um
myndun samsteypustjórnar fremur en
að þurfa að reiða sig á stuðning margra
smáflokka bókstafstrúarmanna til
hægri. Á föstudag bauð Sharon keppi-
naut sínum Barak embætti varnar-
málaráðherra í nýrri ríkisstjórn.
POUL Nyrup Rasmus-
sen, forsætisráðherra
Danmerkur, ítrekaði í vik-
unni yfirlýsingar sínar um
að ef Færeyingar kysu að
stefna að sjálfstæði
myndu Danir ekki greiða
framlög í sjóði þeirra
lengur en fjögur ár eftir
sjálfstæðið. Færeyskir
ráðamenn sökuðu hann
um að beita þvingunum en
nær allir danskir stjórn-
málamenn taka undir með
Andersen.
RÉTTARHÖLDUM yfir
franska kaupsýslumann-
inum Alfred Sirven, sem
áður var ráðamaður hjá
ríkisolíufélaginu Elf, var í
vikunni frestað í París til
12. mars. Hann var hand-
tekinn nýlega á Filipps-
eyjum eftir að hafa verið á
flótta í fjögur ár. Sirven
er sakaður um fjárdrátt
og að hafa mútað stjórn-
málamönnum.
SAKSÓKNARAR í
Þýskalandi hafa ákveðið
að falla frá málssókn á
hendur Helmut Kohl, fyrr-
verandi kanslara, fyrir að
að hafa tekið við ólögleg-
um peningagreiðslum í
sjóði Kristilegra demó-
krata. Hann mun þó verða
að greiða sekt.
SYSTKIN fundust á lífi
á mánudag í húsarústum
eftir jarðskjálftana í Ind-
landi, tíu dögum eftir
hamfarirnar. Höfðu lokast
inni í eldhúsinu og nærst á
kexi og dálitlu vatni. Nú
er talið að yfir 30.000
manns hafi farist í jarð-
skjálftunum og fjölmargir
hafa misst heimili sín.
ERLENT
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
sagði í gær í ávarpi sínu á öðrum
fundi Samfylkingarinnar í fundaröð
stjórnmálaflokksins um lýðræði –
hugsjón og veruleika, að kynslóð
sín hefði aldrei staðið frammi fyrir
öðrum eins valdhroka af hálfu
stjórnvalda og ríkisstjórn Íslands
hefði sýnt með viðbrögðum sínum
við dómi Hæstaréttar í máli Ör-
yrkjabandalagsins gegn Trygg-
ingastofnun. Sagði hún enn fremur
að þróun og staða lýðræðisins yrði
aldrei rifin úr samhengi við alþjóð-
lega strauma.
„Í umræðu undanfarinna vikna,
bæði innan og utan veggja Alþing-
ishússins, hefur verið um það deilt
hvort svokölluð klassísk mannrétt-
indi, þ.e.a.s. borgaraleg og stjórn-
málaleg mannréttindi, séu æðri
þeim mannréttindum sem nefnd
hafa verið efnahagsleg, félagsleg og
menningarleg,“ sagði Þórunn. „Þá
hefur borið við að þeir hinir sömu
og vilja flokka mannréttindi í sund-
ur eftir mikilvægi þeirra telja einn-
ig nauðsynlegt að forgangsraða
réttindunum, til dæmis með þeim
hætti að tjáningarfrelsið sé á ein-
hvern hátt mikilvægara en réttur-
inn til grunnmenntunar,“ sagði
hún.
Hlutverk Íslands í tilraunum
til lausnar á vandanum
Í erindi Hrundar Gunnsteins-
dóttur þróunarfræðings, sem talaði
um afnám skulda fátækustu ríkja
heims og hvort slíkt væri góðgerða-
starfsemi eða réttlæti, kom m.a.
fram að fátækum íbúum í heiminum
hefði fjölgað um 200 milljónir sl.
fimm ár. Skuldabyrði fátækustu
ríkjanna léki stórt hlutverk í þess-
ari þróun. Hrund drap á hlutverk
Íslands í tilraunum til lausnar á
vandanum. „Hvað Ísland varðar, og
hlutverk þess í þróunarmálum og
tilraunum til að létta á skuldabyrði
fátækustu ríkjanna, er rétt að
minna á að Ísland er eitt af OECD-
ríkjunum, Ísland er aðili að Al-
þjóðabankanum og Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum, sem og öðrum al-
þjóðlegum stofnunum sem leggja
línurnar í þessum málum. Hlutverk
Íslands er ekki síður mikilvægt en
hlutverk annarra þjóða sem hlut-
deild eiga í alþjóðlegu samstarfi,“
sagði Hrund.
Eiríkur Bergmann Einarsson
stjórnmálafræðingur, Sigurður
Líndal lagaprófessor og Natasa B.
Friðgeirsson blaðamaður fluttu
einnig erindi á fundinum sem nánar
verður fjallað um í Morgunblaðinu
á þriðjudag.
Morgunblaði/Þorkell
Eiríkur Bergmann Einarsson og Hrund Gunnsteinsdóttir fyrirlesarar á fundi Samfylkingarinnar í gær.
Deilt var á vald-
hroka stjórnvalda
UNNIN hefur verið sérstök
kostnaðargreing á starfsemi
kvennasviðs Landspítala – há-
skólasjúkrahúss (LSH) og er til-
raunasamningur sem kveður á um
verð og magn tilbúinn til undirrit-
unar. Stjórnendur LSH hafa um
skeið látið greina kostnað við
starfsemi sjúkrahúsanna, m.a. í
þeim tilgangi að breyta fjármögn-
unarkerfi þeirra, þannig að fjár-
munirnir tengist unnum verkefn-
um.
Þá hefur ný gjaldskrá á spítal-
anum fyrir ósjúkratryggða ein-
staklinga verði sett en hún er
einnig byggð á kostnaðargrein-
ingu.
Fjármögnunarkerfi sjúkra-
húsanna verði breytt
Fram kemur á nýju yfirliti for-
stjóra Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss um stöðu verkefna að
kostnaðargreining sé nauðsynleg
forsenda þess að gerðir verði
þjónustusamningar eða starfsem-
in verði færð í kaup- og söluform.
Hafa stjórnendur LSH hvatt heil-
brigðisráðherra og fjármálaráð-
herra að beita sér fyrir því að fjár-
mögnunarkerfi sjúkrahúsanna
verði breytt sem fyrst.
Áfram verður unnið að kostn-
aðargreiningu um allan spítalann.
Er nú til athugunar að velja annað
svið til kostnaðargreiningar og
fjármögnunar og er m.a. rætt um
skurðlæknasvið ásamt skurð-,
svæfingar- og gjörgæslusviðin í
því sambandi. Að auki er nú unnið
að kostnaðargreiningu á ýmsum
deildum í tengslum við stöðuút-
tektir, s.s. í blóðskilun og á Rann-
sóknastofu Háskólans í meina-
fræði.
Kostnaðargreining gerð
á starfsemi kvennasviðs LSH
Samningur
tilbúinn um
verð og magn
HAFIN er athugun Skipulagsstofn-
unar á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda við Búðarhálsvirkjun og
Búðarhálslínu 1 í Ásahreppi, Holta-
og Landsveit, Gnúpverjahreppi og
Djúpárhreppi.
Landsvirkjun er framkvæmda-
raðili og tók Hönnun hf. saman
skýrslu um mat á umhverfisáhrifum.
Framkvæmdatími er talinn verða
um þrjú ár, en upphaf framkvæmda
er háð spurn eftir raforku.
Fyrirhuguð Búðarhálsvirkjun er
allt að 120 MW vatnsaflsvirkjun og
fylgir henni lagning Búðarhálslínu
sem er 17 km löng, 220 kV háspennu-
lína frá stöðvarhúsi virkjunarinnar
að tengivirki Sultartangavirkjunar.
Stífluð verður Kaldakvísl rétt ofan
ármóta Tungnaár og Köldukvíslar
og myndast með því 7 ferkílómetra
lón sem kallað hefur verið Sporð-
öldulón.
Matsskýrslan liggur frammi til
kynningar til 23. mars 2001 á skrif-
stofum Ásahrepps, Djúpárhrepps,
Holta- og Landsveitar og Gnúp-
verjahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og
hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík.
Almenningi gefast sex vikur til að
kynna sér framkvæmdina og leggja
fram athugasemdir sem berist
Skipulagsstofnun eigi síðar en 23.
mars 2001.
Búðarháls-
virkjun í um-
hverfismat