Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMTÍÐ
Átökin um staðsetningu Reykja-
víkurflugvallar snúast um for-
gangsröðun. Hvort mikilvægara
sé að hafa þetta samgöngu-
mannvirki í Reykjavík eða nýta Vatnsmýrina til uppbyggingar
íbúða- og atvinnuhúsnæðis í tengslum við miðbæinn. Einnig
um það hvort unnt sé að staðsetja flugvöllinn annars staðar
með góðu móti og hvort vit sé í slíkri fjárfestingu. Línur eru
aðeins farnar að skýrast í þessu efni, eins og kemur fram í
fyrstu grein Helga Bjarnasonar og Jóhönnu Ingvarsdóttur í
flokki greina Morgunblaðsins um skipulag Vatnsmýrar og
framtíð Reykjavíkurflugvallar, en deilurnar halda þó áfram, að
minnsta kosti fram að atkvæðagreiðslunni 17. mars.
R
eykjavíkurflugvöllur hefur
lengi verið í úlfakreppu deilna
um framtíð hans. Það hefur
dregið úr mönnum að fjárfesta
á flugvallarsvæðinu sem er illa
skipulagt og margar bygging-
ar óhrjálegar. Fyrir nokkrum
árum var svo komið að brautir
flugvallarins voru taldar ógna öryggi í umferð-
inni um völlinn og á árinu 1999 var ákveðið að
ráðast í endurbyggingu þeirra eftir langan und-
irbúning og mikið samráð yfirvalda samgöngu-
mála og borgar. Í tengslum við þessa fram-
kvæmd var það staðfest í aðalskipulagi
Reykjavíkur til 2016 og deiliskipulagi að
Reykjavíkurflugvöllur skuli vera miðstöð inn-
anlandsflugs á skipulagstímabilinu. Var þetta
meðal annars staðfest í sameiginlegri bókun
sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri und-
irrituðu 14. júní 1999. Þar kom einnig fram vilji
samgönguráðuneytisins til að draga úr um-
hverfisáhrifum flugumferðar með ýmsum hætti
og að fækka flugtökum og lendingum á vell-
inum með því að flytja snertilendingar í æfinga-
og kennsluflugi á annan flugvöll, í hæfilegri
fjarlægð frá Reykjavík.
Framkvæmdir hófust og er lokið við endur-
byggingu austur-vestur-brautarinnar og vinna
er nú hafin við norður-suður-brautina. Kostar
framkvæmdin um hálfan annan milljarð króna.
Málið tekur nýja stefnu
Miklar umræður urðu um framtíð Reykjavík-
urflugvallar í tengslum við undirbúning fram-
kvæmdarinnar og þær héldu áfram eftir að
ákvörðun var tekin. Fram komu hugmyndir um
að flytja flugvöllinn á uppfyllingar og að setja
þétta byggð í Vatnsmýrina. Borgaryfirvöld
virðast hafa litið svo á að með því að heimila
þessa miklu framkvæmd væru þau að vinna sér
tíma til að undirbúa ákvarðanir um framtíð
Vatnsmýrar enda hafa verið skiptar skoðanir
innan Reykjavíkurlistans og raunar einnig
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um framtíð
vallarins. Mánuði eftir að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri undirritaði bókun um
að völlurinn fengi að vera á sínum stað til 2016
skrifaði hún grein í Morgunblaðið þar sem hún
vakti athygli á fyrirhugaðri endurskoðun að-
alskipulags Reykjavíkur og lýsti þeirri skoðun
sinni að í tengslum við endurskoðunina mætti
leggja framtíð flugvallarins innan borgarmark-
anna eftir 2016 í dóm kjósenda í almennri at-
kvæðagreiðslu. Hefur umræðan þróast áfram
innan borgarkerfisins og í tengslum við vinnu
við svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið og
atkvæðagreiðslan verður 17. mars.
Þessi þróun mála virtist koma samgönguráð-
herra á óvart, kom það fram í viðbrögðum hans
á sínum tíma. Sturla Böðvarsson segir í samtali
við blaðamann að eftir þá miklu vinnu sem lögð
var í undirbúning málsins og samkomulagið við
borgina hafi það komið í bakið á yfirvöldum
samgöngumála að borgin væri að efna til kosn-
inga um framtíð flugvallarins. Hann segir að
vissulega nái aðalskipulagið aðeins til 2016 en
það hafi ekki hvarflað að embættismönnum í
samgönguráðuneytinu eða hjá Flugmálastjórn
að til þess gæti komið að flugvöllurinn yrði að
víkja innan svo skamms tíma. Sturla segir að
vissulega geti borgin breytt skipulagi í ein-
hverjum atriðum en þegar um sé að ræða jafn
miklar breytingar og hér sé rætt um gerist það
yfirleitt með lengri fyrirvara. Þá sé mannvirkið
stærra en svo að það geti verið hendingu háð
hvort það fái að vera áfram á sama stað eða
ekki.
Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, segir
að samgönguyfirvöldum hafi verið fullkunnugt
um þær deilur sem staðið hafi um völlinn í ára-
tugi og Reykjavíkurborg hafi aldrei skuldbund-
ið sig til þess að hafa flugvöllinn lengur en til
2016. Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í vik-
unni rifjaði Helgi upp ummæli borgarstjóra um
atkvæðagreiðsluna, áður en deiliskipulag var
endanlega staðfest og framkvæmdaleyfi fyrir
endurbótunum gefið út. „Samgönguráðherra
má hafa verið ljóst í hvað stefndi og ákvarðanir
um að veita fé til endurbóta á Reykjavíkurflug-
velli eru alfarið frumkvæði og framtak ráð-
herrans og á ábyrgð hans. Leggst lítið fyrir ráð-
herrann að víkja sér undan ábyrgð sinni á
málinu,“ sagði Helgi í umræddu viðtali.
Spurningin ekki klár
Skipulag Vatnsmýrar er fyrsta skipulags-
málið sem lagt hefur verið fyrir íbúa borgarinn-
ar í almennri atkvæðagreiðslu og er á borg-
arstjóra og öðrum ráðamönnum borgarinnar að
heyra að framhald kunni að verða þar á. Áður
hafa verið greidd atkvæði um hundahald í
Reykjavík og sameiningu við Kjalarnes og má
segja að kosningin um hundahaldið, sem fram
fór fyrir mörgum árum, sé eina atkvæðagreiðsl-
an sem hægt er að bera saman við kosninguna
nú. Hlýtur því að vera mikilvægt að vel takist
til.
Atkvæðagreiðslan átti að vera fyrr en hefur
Niðurstöður dregnar saman
Borgaralýðræði, fyrirkomulag atkvæða-
greiðslunnar, hvernig verður farið með
niðurstöðuna og samantekt greinaflokksins.
Sunnudagur 18. febrúar
Saga flugvallarins
Saga Reykjavíkurflugvallar frá upphafi rakin,
en Vatnsmýrin varð fyrst fyrir valinu sem flug-
vallarstæði 1919. Birtar myndir úr einstæðu
myndasafni Ólafs K. Magnússonar.
Þriðjudagur 13. febrúar
Völlur kyrr í Vatnsmýri
Hugmyndir um breytingar á skipulagi
flugvallarsvæðisins. Tillaga að flutningi
flugsins á nýja aðalflugbraut í Skerjafirði.
Miðvikudagur 14. febrúar
Valkostir utan Vatnsmýrar
Tillögur að byggingu nýs flugvallar á uppfyllingum
í Skerjafirði eða í landi Hvassahrauns, sunnan
Hafnarfjarðar. Flutningur innanlandsflugsins
til Keflavíkur.
Fimmtudagur 15. febrúar
Tengipunktur landsins
Flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar
vekur hörð mótmæli fulltrúa landsbyggðar,
hagsmunaaðila í flugi og þeirra sem bera
ábyrgð á öryggismálum.
Föstudagur 16. febrúar
Allir kostir fela í sér losun lands
Hugmyndir um nýtingu Vatnsmýrarinnar
miðað við ýmsa kosti.
Laugardagur 17. febrúar