Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 12
                                     einka-, kennslu- og æfingaflug yrði flutt á nýjan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur og að núver- andi flugvallarsvæði yrði nýtt fyrir íbúðabyggð, atvinnustarfsemi og sem útivistarsvæði. Niðurstaðan varð sú að líklegast væri að þjóðhagslegur kostnaður við flutning flugvall- arstarfseminnar frá Reykjavík væri umfram ábatann. Talið var að hreinn núvirtur þjóðhags- legur kostnaður af flutningnum væri á bilinu 1,7 til 4,1 milljarður kr. sem svarar til um 100 til 250 milljóna kr. í árlegum hreinum kostnaði. Mesti kostnaðurinn við flutning innanlands- flugsins til Keflavíkur var talinn felast í lengri ferðatíma flugfarþega. Langstærsti ábatinn á móti fælist í verðmæti flugvallarlandsins til annarra nota. Flutningur Reykjavíkurflugvallar horfir nokkuð öðruvísi við Reykvíkingum en öðrum landsmönnum. Ástæðan er sú að þeir nota flug- völlinn í minni mæli en landsmenn að meðaltali og hafa því minna hagræði af núverandi stað- setningu hans. En njóta í ríkari mæli ábatans af flutningi hans. Niðurstöður skýrslunnar eru ekki afdráttarlausar um þetta en fela þó í sér vísbendingar um að það sé hagkvæmt fyrir Reykvíkinga að flytja völlinn annað. Stefán Ólafsson prófessor vekur athygli á því í skýrslu sem hann vann fyrir Reykjavíkurborg vegna undirbúnings atkvæðagreiðslunnar að niðurstöður Hagfræðistofnunar byggðust á for- sendum sem hafi breyst á mikilvægan hátt. Nú sé gert ráð fyrir mun meiri nýtingu flugvall- arsvæðisins fyrir íbúðabyggð, til dæmis sé gert ráð fyrir þrefalt fleiri íbúum, lóðaverð hafi hækkað umtalsvert og loks sé talið að kostn- aður við flutning innanlandsflugsins til Kefla- víkur sé nú tvöfaldur sá kostnaður sem Hag- fræðistofnun reiknaði með. Þetta geri landið í Vatnsmýri verðmætara en gert hafi verið ráð fyrir í skýrslu Hagfræðistofnunar. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, vekur athygli á því að umferð bíla minnki við þéttingu byggðar og í því felist mikið hagræði. Leitað að fleiri valkostum Á vegum Reykjavíkurborgar og samvinnu- nefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæð- isins hefur verið leitað logandi ljósi að þriðja valkostinum. Ekki síst hefur verið litið á hraun- in fyrir sunnan Hafnarfjörð í því sambandi og á ýmsar hugmyndir um breytingar á Reykjavík- urflugvelli sem gætu sparað land. Hugmyndir hafa lengi verið uppi um möguleika á flugvelli í Kapelluhrauni, skammt frá álverinu í Straums- vík, en vegna þróunar byggðarinnar og at- vinnurekstrar er sá staður ekki lengur talinn henta. Verður því að fara suður fyrir bæjar- mörk Hafnarfjarðar. Þar töldu sérfræðingar svæðisskipulagsins sig finna ágætt flugvallar- stæði í landi eyðibýlisins Hvassahrauns í Vatns- leysustrandarhreppi. Flugvallahönnuðir eru í miklum vanda við ráðgjöf um staðarval. Vandasamt er að finna stað þar sem aðflug er gott, jafnt vegna hindr- ana á flugvallarsvæðinu sjálfu, vegna bygginga eða fjalla í nágrenninu eða vegna veðurskilyrða. Þessi atriði skipta auðvitað miklu máli til þess að völlurinn geti þjónað hlutverki sínu sem öruggur áætlunarflugvöllur og að yfirleitt sé unnt að nota hann. En ekki er nóg að finna svona stað einhvers staðar. Miklu máli skipir að flugvöllur sé sem næst byggðinni vegna hlutverks hans sem sam- göngumiðstöð þeirra flugfarþega sem þangað þurfa að sækja þjónustu og þeirra íbúa svæð- isins sem nota flugvöllinn. Ferðirnar eru dýrar og tíminn sem í þær fer ekki síður. Ráðgjafar svæðisskipulagsins lögðu því áherslu á að finna flugvöll sem næst Hafnarfirði en þó svo fjarri að hann myndi valda sem minnstri truflun í hugsanlegri íbúðabyggð í framtíðinni. Hafa þeir bent á þann valkost að flugvöllur fyrir innan- landsflugið verði byggður alveg við bæjarmörk Hafnarfjarðar en það er að sjálfsögðu utan þess svæðis sem Hafnfirðingar hafa skipulagt sem byggingarsvæði. Ekki er heldur vitað til þess að Vatnsleysustrandarhreppur hyggi á skipulagn- ingu íbúðahverfis þar en þéttbýlisstaður þess sveitarfélags er sem kunnugt er Vogar sem eru í hinum enda sveitarinnar. Raunar reis bæj- arstjórinn í Hafnarfirði upp á afturlappirnar þegar þessar hugmyndir voru kynntar og mót- mælti staðsetningu flugvallar á þessu góða byggingarlandi. Einnig hafa komið upp efa- semdir um að skilyrði til lagningar flugvallar séu ákjósanleg þarna vegna hugsanlegra svipti- vinda af fjöllum og nálægðar við Keflavíkur- flugvöll. Það er gömul saga og ný að íbúar borganna vilja hafa flugvellina hjá sér en vilja það þó ekki. Reynt er að velja þeim stað hæfilega langt frá borgunum en þó ekki of langt svo fólk geti not- að sér þjónustu þeirra. Oft gerist það að flug- vellirnir soga til sín byggðina, hún þróast í kringum þá. Síðan verða kynslóðaskipti og nýir eigendur koma að húsunum og lítið notuðu blettirnir, flugvellirnir sjálfir, verða dýrmætt byggingarland. Þá byrjar fólk að amast við starfseminni og stundum fer það þannig að flugvellirnir verða að víkja. Ekki er hægt að segja að þetta eigi beint við um Reykjavíkurflugvöll en þeir sem nú gefa ráð um flugvallarstæði hafa þessa þróun örugglega í huga. Á vegum borgarinnar hefur einnig verið hug- að að valkostum við Reykjavíkurflugvöll innan borgarlandsins. Þar hefur virst fátt um fína drætti. Hugmynd um flugvelli á uppfyllingum hafa verið dregnar fram en flestum verið hafn- að nema hvað gamalli hugmynd Trausta Vals- sonar skipulagsfræðings um flugvöll á Löngu- skerjum í Skerjafirði er enn haldið fram í vinnu á vegum borgarinnar. Þetta er langdýrasti kosturinn og miklar efasemdir eru um áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið í Skerjafirði. Ráðgjafar voru fengnir til að reyna að skipu- leggja Reykjavíkurflugvöll þannig að hægt yrði að byggja eitthvað í Vatnsmýrinni. Flestar hug- myndirnar sem upp komu reyndust óraunhæf- ar eða að þær skiluðu ekki nægum ávinningi, þangað til yfirverkfræðingur borgarverkfræð- ings teiknaði strik út á Litlusker í Skerjafirði. Þar væri hægt að koma fyrir flugbraut og færa meginhluta flugumferðarinnar á hana. Virðist sú hugmynd vel ganga upp flugtæknilega, meiri spurning er um kostnað og umhverfismál, og hún sparar mikið land. Hefur þessari hugmynd verið haldið fram sem valkosti. Þannig hafa orðið til þeir fimm kostir sem fulltrúar borgarinnar segja að fyrir hendi séu. Nánar verður fjallað um þá hér í blaðinu næstu daga. Umdeilt mat Í skýrslu sem Stefán Ólafsson prófessor, fyrrverandi formaður undirbúningsnefndar um atkvæðagreiðsluna, vann fyrir Reykjavíkur- borg er lögð áhersla á að völ sé á nokkrum góð- um kostum. Höfuðvalið sé á milli þess hvort flugvallarstarfsemi verði áfram í Vatnsmýri eða hvort svæðið verði nýtt undir miðborgarbyggð. Í skýrslu hans er gerð tilraun til að leggja mat á kostina út frá efnahagslegum og sam- félagslegum atriðum. Niðurstaða hans varð sú að flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar fékk bestu útkomuna, með því að hann taldist oftast vera mjög góður eða góður kostur, en aldrei sá lak- asti. Keflavíkurflugvöllur kom næstbest út, síð- an flugvöllur á Lönguskerjum og flugvöllur í Vatnsmýri í breyttri mynd. Lakasta útkomu fékk hins vegar flugvöllur í Vatnsmýri í núver- andi mynd. Hann taldist langoftast vera lakasti kosturinn í samanburði við hina. Sagði Stefán að munur besta og lakasta kostar samkvæmt þessu heildarmati væri umtalsverður. Eins og Stefán tekur sjálfur fram er þetta ekki hávísindalegt mat enda ekki hægt að koma slíku við. Styrkur matsins felist í því hve víð- tækt það er. Aðferðir og niðurstaða mats Stef- áns hafa fengið harkalega gagnrýni, frá sam- gönguráðherra, flugráði og Leifi Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Flugmála- stjórn og Flugleiðum, en hann var í nefndinni með Stefáni. Meðal annars hefur verið gagn- rýnt að flugtæknileg atriði sem mestu máli skipti við hönnun flugvalla skuli ekki hafa feng- ið meira vægi við mat Stefáns. Ekki verður byggður nýr völlur Þrátt fyrir þá kosti sem borginni hefur tekist að velta upp hefur samgönguráðuneytið, flug- ráð og Flugmálastjórn haldið sig við fyrri af- stöðu, þá að aðeins væri um tvo kosti að velja, Reykjavíkurflugvöll eða Keflavíkurflugvöll. Menn hafa gengið á milli og reynt að sætta sjónarmiðin en ekki haft árangur sem erfiði, enda fyrir löngu búið að ákveða atkvæða- greiðsluna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að ef borgaryfirvöld kosti uppfyllingu undir nýja austur-vestur-braut á Litluskerjum kunni sú leið að vera nothæf. Hins vegar eigi eftir að fara fram miklar rannsóknir á umhverfisþátt- um og ekki raunhæft að kjósa um þann kost nú. Sú nauðsynlega uppbygging sem fyrir dyrum standi við Reykjavíkurflugvöll geti ekki verið háð því að einn góðan veðurdag komi þessi kostur ekki til greina, vegna upplýsinga sem ekki hafi verið aflað fyrir atkvæðagreiðsluna. Samgönguráðherra telur að flugvöllur í landi Hvassahrauns, sunnan Hafnarfjarðar, komi ekki til greina. Völlurinn yrði svo nærri alþjóða- flugvellinum í Keflavík að ekki geti talist for- svaranlegt að byggja þar flugvöll frá grunni með öllum nauðsynlegum þjónustumannvirkj- um. Þá hljóti að vera skynsamlegra að nýta þau mannvirki sem hægt er á Keflavíkurflugvelli. Þar fyrir utan segir ráðherra að menn séu ekki vissir um að veðurfarslegar aðstæður séu hag- stæðar í Hvassahraunslandi. Sturla gengur lengra í grein á heimasíðu sinni í vikunni. „Eng- in áform eru uppi um að byggja nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið. Sem samgönguráðherra                                      ! "                                  "  # $                                    # $                       "%    &  '   12 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.