Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ hef ég lýst því yfir að ekki komi til greina að leggja í þá fjárfestingu sem fylgir því að byggja upp sérstakan flugvöll fyrir innanlandsflugið. Taki stjórnendur höfuðborgarinnar þá afstöðu að breyta aðalskipulaginu og leggjast gegn flugvellinum í Vatnsmýrinni mun innanlands- flugið verða flutt til Keflavíkur...“ Ráðherra sagði á blaðamannafundi á dögun- um að nýr flugvöllur á Lönguskerjum væri skemmtileg framtíðarsýn sem ekki kæmist á dagskrá á næstu árum. Sturla Böðvarsson segir í samtali að núver- andi Reykjavíkurflugvöllur sé óvítrætt hag- kvæmasti kosturinn af þeim sem nefndir hafa verið. Vitnar hann í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um þjóðhagslegt óhagræði af því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar. Þá minnir hann á að skipulagið á Íslandi sé að því leyti annað en í mörgum öðrum löndum að hér hafi mest af þjónustunni verið byggð upp á sama stað, í Reykjavík, þar á meðal öll sérhæfð heilbrigðisþjónusta. Því sé mikið öryggi fólgið í því að hafa miðstöð innanlandsflugsins nálægt stóru sjúkrahúsunum en mikið óhagræði og óöryggi að flytja hana til Keflavíkur. „Það er sama hvernig við lítum á þetta, sú óvenjulega góða aðstaða sem við höfum hérna í Reykjavík skapar okkur forskot sem við megum ekki sleppa,“ segir Sturla. Mismunandi afstaða borgarfulltrúa Borgaryfirvöld hafa ekki tekið afstöðu til ein- stakra valkosta. Þannig hafa helstu forystu- menn Reykjavíkurlistans mismunandi sýn á málið, lýsa ýmist yfir áhuga á að völlurinn fari og þá suður fyrir Hafnarfjörð eða að hann verði áfram í Vatnsmýri, þó þannig að rýmt verði fyr- ir byggð með flutningi austur-vestur-brautar- innar út í sjó. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur ekki viljað kveða upp úr með sína afstöðu en fer þó nærri því. Hún segir að flugvöllurinn geti ekki verið í óbreyttri mynd í Vatnsmýri til framtíðar. Annaðhvort þurfi að losa hluta lands- ins eða flytja flugvöllinn alfarið annað. „Mér sýnist að það sé ágætur kostur að flytja hann suður fyrir Hafnarfjörð. Ég hef ekki trú á Lönguskerjahugmyndinni. Hún er of dýr og umhverfislega erfið. Og lítið vinnst umfram Hafnarfjörð,“ segir borgarstjóri. Áður hefur hún í Morgunblaðsgrein vakið athygli á þeim galla sem fylgir því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar vegna þess að við það lengist ferðatími fólks um of. Ef reynt er að rýna í orð hennar nú og áður virðist flugvöllur í landi Hvassahrauns vera efst á óskalista hennar en breyttur Reykjavíkur- flugvöllur komi þó til greina. Hún vill þó ekki kveða upp úr um það hvort hún telji að breyttur Reykjavíkurflugvöllur yrði varanleg lausn, ef sá kostur yrði að niðurstöðu nú. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, segir að Vatnsmýrin sé einfaldlega allt of dýrmætt svæði fyrir borgarsamfélagið til að hafa undir starfsemi flugvallarins. Mikilvægt sé að fá þar svigrúm, sérstaklega fyrir þekkingariðnað, miðbæinn, Háskóla Íslands og háskólasjúkra- húsið. Telur hann að ekki sé lengur um þetta deilt, spurningin snúist fremur um það að hve miklu leyti völlurinn eigi að víkja, hvernig, hvert og hvenær. Þegar Helgi er spurður að því hvaða kostur sé vænlegastur, segir hann: „Mér líst best á að völlurinn fari úr Vatnsmýrinni, á Löngusker eða suður fyrir Hafnarfjörð. Mér sýnist þó að síðarnefndi kosturinn sé líklegri niðurstaða.“ Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- nefndar Reykjavíkur, er jafnframt formaður samvinnunefndar um svæðisskipulag fyrir höf- uðborgarsvæðið. Á vegum svæðisskipulagsins hefur sérstaklega verið hugað að möguleikum þess að koma flugvelli fyrir sunnan Hafnar- fjarðar og breytingum á fyrirkomulagi Reykja- víkurflugvallar. Þar er um að ræða flutning AV- brautarinnar út í Skerjafjörð en við það losna 70–75 hektarar lands í Vatnsmýri. Að mati Árna Þórs eru báðir þessir valkostir raunhæfir, tiltölulega lítill munur sé á kostnaðinum og báð- ir komi til greina af umhverfisástæðum. Hins vegar sé flugvöllur á Lönguskerjum gríðarlegt inngrip í náttúru og umhverfi Skerjafjarðar. Spurður um vænlegasta kostinn byrjar Árni Þór á því að rifja upp sérstöðu sína innan Al- þýðubandalagsins á sínum tíma, þegar hann lýsti því yfir að flugvöllurinn ætti að vera í Vatnsmýrinni. Segist hann sjá marga kosti við það en telur ótækt að völlurinn sé eins pláss- frekur og hann er í dag. Segir hann að hug- myndin um flutning annarrar flugbrautarinnar út í sjó sé sú besta sem sé uppi á borðinu í dag. Einnig segist hann telja að það sé ekki slæmur kostur að byggja völl sunnan Hafnarfjarðar. Sigrún Magnúsdóttir, varaformaður borgar- ráðs og formaður borgarmálahóps Reykjavík- urlistans, segist vilja halda miðstöð innanlands- flugsins í Reykjavík, eins og stjórnsýslunni og menningunni, og rækja þannig höfuðborgar- hlutverkið. Hins vegar verði að horfa til framþróunar á þessu svæði, skapa möguleika til að byggja þar meira upp, meðal annars há- tæknifyrirtæki í tengslum við Háskóla Íslands og styrkja þannig miðbæinn. Segist hún telja að sú lausn að byggja nýja austur-vestur-braut út í sjó geti komið til móts við bæði sjónarmiðin. Þá segir Sigrún að sér þætti hugmyndin um að byggja flugvöll í landi Hvassahrauns athyglis- verð, ekki síst í ljósi þess að hugmyndir væru uppi um að byggja völl til snertilendinga á því svæði. Minnihlutinn einnig klofinn Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa staðið saman um að gagnrýna ákvörðun meiri- hlutans um að efna nú til atkvæðagreiðslu um staðsetningu flugvallarins eftir 2016. En eins og hjá meirihlutanum eru skiptar skoðanir meðal borgarfulltrúa sjálfstæðismanna þegar spurt er um einstaka valkosti. Sumir vilja hafa flugvöll- inn áfram í Vatnsmýri en aðrir vilja að hann fari. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis- manna, segist ekki vilja standa að ákvörðunum um að verja milljörðum af skattpeningum landsmanna í nýjan flugvöll í 25 kílómetra fjar- lægð frá Keflavíkurflugvelli. Valið sé á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar. Segist Inga Jóna ekki geta staðið að því nú að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar vegna afleiðinga þess. „Áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar vil ég sjá hver þróunin í innanlandsfluginu verður. Mér segir svo hugur um að innanlandsflug muni breytast mjög á næstu áratugum vegna búsetubreytinga í land- inu og þá verði ekki þörf fyrir þá starfsemi hér í miðju borgarlandinu. Þess vegna er atkvæða- greiðslan ótímabær og við eigum ekki að svara svona spurningum fyrr en við sjáum þessa mynd skýrar.“ Hún segist sammála því að í Vatnsmýrinni sé dýrmætt byggingarland en það verði þarna áfram og muni nýtast í framtíð- inni. Þess vegna segist hún telja skynsamlegast að velja ódýrasta kostinn sem völ sé á nú, það er að segja að hafa innanlandsflugið enn um sinn á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt nýju skipulagi flugvallarsvæðisins, en alls ekki að binda aukið fé í flugvellinum með því að lengja AV-brautina yfir Suðurgötu eða byggja nýja braut út í sjó. Júlíus Vífill Ingvarsson, einn af borgarráðs- mönnum Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að sá tími komi að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni og sjálfur segist hann fylgjandi því. Hins vegar sé ekki hægt fyrir þá sem nú sitja í borgar- stjórn að ákveða það hvert hann skuli fara eftir mörg ár og ljóst að þeir sem sitji þá í borg- arstjórn muni taka ákvarðanir út frá forsendum þess tíma en ekki einhverri gamalli atkvæða- greiðslu. Vekur borgarfulltrúinn athygli á því að stöðugt eru að koma fram nýir valkostir og telur hann líklegt að við nánari skoðun málsins eigi þeim eftir að fjölga. Ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema hafa alla kostina fyrir framan sig. Segist hann ekki sjá neinn góðan kost, af þeim sem helst hafa verið nefndir, til að taka við ef ákveðið verður að flytja flugvöllinn af núverandi stað. Hann geti því ekki tekið þátt í þessari ótímabæru atkvæðagreiðslu. „Ef það væri raunverulegur áhugi á að koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni hefðu borgaryf- irvöld nálgast málið allt öðruvísi. Reynt að ná samkomulagi við yfirvöld samgöngumála í stað þess að standa í hnútukasti sem ekki ber nokk- urn árangur,“ segir Júlíus Vífill. Kappsmál að stytta leiðir Árni Johnsen, formaður samgöngunefndar Alþingis, segir að hugmyndir Flugmálastjórnar um breytt skipulag á Reykjavíkurflugvelli séu áhugaverðar. Hann segir að gott sé að hafa svona opið rými eins og flugvöllur skapar, í ná- grenni miðborgar Reykjavíkur, það sé um- hverfismál. Segir Árni að aðrir kostir sem nefndir hafi verið séu ekki boðlegir, meðal ann- ars vegna þess hversu mikið þeir skerði mögu- leika á samgöngum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar. Flugið sé lykill margra landsbyggðarmanna að höfuðborginni og öfugt. Það eigi að vera kappsmál allra að stytta leið- irnar en ekki lengja. Nefnir hann í þessu samb- andi uppbyggingu þjónustu og stjórnsýslu í höfuðborginni, meðal annars sjúkrahúsa fyrir allt landið. „Ég skil ekki þá lítilsvirðingu gagn- vart fólki úti á landi sem felst í því að vilja flug- völlinn burt og hækka verð á lóðum fyrir nýríka úti í mýri. Það lýsir ekki samstöðu og vinarþeli sem ríkja þarf meðal allra landsmanna.“ Flugumferð um Reykjavíkurflugvöll hefur ekki einungis áhrif í Reykjavík heldur einnig sveitarfélögunum í kring. Bæjaryfirvöld í Kópavogi, Hafnarfirði og Bessastaðahreppi og einstakir íbúar hafa látið í sér heyra um málið. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, segir það vera sína tilfinningu að val Reyk- víkinga geti ekki snúist um annað en það hvort þeir vilji hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni eða á Keflavíkurflugvelli. Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins minnir hann á að uppi eru áform um að tvöfalda Reykjanesbrautina og það hljóti að ýta frekar undir það að flugvöll- urinn fari til Keflavíkur með tíð og tíma. „Hins- vegar held ég að flugvöllurinn verði enn um sinn í Reykjavík. Það er alltaf spurning hvort rétt sé að fara út í svona kosningar þar sem al- menningur er alla jafna ekki að velta vöngum yfir því sem mun gerast eftir tuttugu til þrjátíu ár. Samgöngur eiga eftir að batna og breytast verulega á höfuðborgarsvæðinu og fjarlægðir á milli staða að minnka að sama skapi,“ segir Magnús. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, tel- ur atkvæðagreiðslu um staðsetningu flugvallar með öllu ótímabæra nú og fráleitt að hugsa sér að eftir sextán til tuttugu ár, þegar taka þarf ákvörðun um völlinn, muni eftir því verða leitað hver afstaða fólks var árið 2001. „Ég tel alla þessa umræðu hafa verið afspyrnu heimsku- lega og óttalegt fjaðrafok vera gert út af máli, sem engin atkvæðagreiðsla í dag mun hafa nein áhrif á. Þetta er hrein tímaeyðsla. Það er eins og menn þurfi bara að finna sér eitthvað til að dunda við í skammdeginu,“ segir Sigurður. Staðsetning flugvallarins kemur, að sögn Sigurðar, Kópavogsbúum hinsvegar við ekki síður en Reykvíkingum, enda væru íbúar Kárs- nessins nær flugvellinum en flestir Reykvík- ingar og það væru fyrst og fremst nágrannar vallarins sem yrðu fyrir óþægindum af völdum flugumferðar. Að mati Sigurður er hæglega hægt að stunda innanlandssamgöngur án flug- vallar í miðborg Reykjavíkur. Austurstræti væri ekki lengur nafli alheimsins og því ekki ástæða til að ætla að allir þeir, sem kæmu til höfuðborgarinnar, ættu endilega erindi þangað. „Auðvitað er Vatnsmýrin orðin alltof dýrt land undir flugvöll og ef ég væri í borgarmálunum í Reykjavík, myndi ég sjá mikið eftir þessu landi undir flugvöll. Mín kenning um land er nefni- lega sú að það þrífst engin starfsemi til lengdar á landi sem er orðið of dýrt fyrir viðkomandi starfsemi,“ segir bæjarstjórinn í Kópavogi. Einstakar aðstæður Hollvinasamtök Reykjavíkurflugvallar voru stofnuð á síðasta ári til að berjast gegn flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar. Friðrik Pálsson, formaður samtakanna, segir að Reykjavíkurflugvöllur sé einstaklega vel staðsettur í borginni. Aðflugið trufli lítið á íbúðasvæðum, hann sé mjög öruggur og veð- ursæld einstaklega mikil og hentug fyrir flug. Auk þess sé hann vel staðsettur gagnvart þjón- ustu, stjórnsýslu og sjúkrahúsum. Þetta hafi skapað þann frið sem ríkt hafi svo lengi um völl- inn. Segir Friðrik að ekki sé hægt að útiloka breytingar sem leiði til flutnings innanlands- flugsins annað en ekkert það sé á sjóndeild- arhringnum sem bendi til þess að það dragi úr mikilvægi flugsins í samgöngum innanlands. Friðrik telur að flutningur flugsins til Keflavík- ur hefði afdrifarík áhrif á öryggi landsmanna. Vísar hann til þess að ekki verði lengur hægt að lenda flugvélum með sjúklinga í Reykjavík og ekki unnt að reka björgunarþyrlurnar þaðan. Segir hann að sá þáttur einn og sér ætti að duga til að afskrifa hugmyndir um flutning flugsins til Keflavíkur. Og hann vekur athygli á því að ekki sé eingöngu verið að flytja slasað og veikt landsbyggðarfólk á sjúkrahús, það séu ekki síð- ur Reykvíkingar sem þurfi á þessari þjónustu að halda og vísar til ferða þeirra um landið. Telur Friðrik aðra kosti vanhugsaða, til dæmis hugmyndina um flugvöll í landi Hvass- ahrauns. Segir hann augljóst að ekki sé skyn- samlegt að byggja nýjan flugvöll við hliðina á Keflavíkurflugvelli. Veðurfarslega sé hann verri til flugs en Reykjavíkurflugvöllur og geti haft áhrif á flug til Keflavíkur. Spyr Friðrik hvað verði gert ef herinn hætti að reka Kefla- víkurflugvöll, myndu Íslendingar þá treysta sér til að reka þessa tvo flugvelli á sama svæði. Friðrik segist ekkert hafa á móti því að byggja austur-vestur-brautina úti í sjó ef um  !   "  #$%  !(& '  "  #$%  !)&    ()   *       ! +       *     +      ,+            & "  -      + +  !   "  #$%  !(& '  "  #$%  !)&    ()   *       ! +       '     .-  #  /     .-  0  1  2 *     +     ,+            & "  -      + +       $3  +         $3  + #  "      "%      ,   '  , - ./   $%   , -  0/   1  ,  ,   %    )-  /  ,  ,     #  ,    %       )  2%  * 13 -!  %13 - ! ,  %.*  #  "       '      4!"56 "76 896 :56 466 4!766 )+4(4 956   856 "66 )+5(4 5+4)) 7!;66 "76 896 :56 466 4!766 6+784 956   "!666 466 8+)(4 7+559 <!466 466 556 566 896 :56 "56 4!766 "66 56 "66 (5+564    "!966 466 (4+664 6+:49 4!;66 566 796 :;6 896 :56 "56 4!766 "56 56 "66 8+5!4  "!966 4!966 766 7+6!4 )+64( 766 896 "56 4!766 !+6!4 4!566   "!966 :!566 ;66 7+:!4 5+!49 &         +   #   ;   4!,* /*    #  * ! ! * *     = "!, ! !(- *  !  :!)*    7!)  * #* /  5!>       * 8!>       * 9!-  (   3 ;!  * ! !      *  7!986 6 45:.5 :4- 856 7569"5 556 ) )  4!  %   ! 3 *  $%    "!   %  % :!   %    7!   %  3   1* $%   5!? *      * 8!@*-  / (-   / 9!@*-    * /* ;!, % %(-   / ) >   >   A  )  > 0   > >    #BB& A   #B& )   #& ,   3(- * ) ! (4 (8 ;!:46 :!556 44;.9 96- "!666 4!956 4!956 )      >   >   A  )  > > > 5 9 ) (8 4:!:96 ;!846 466.5 4::- "!966 5!666 5!666 ) > *  > *  >   >   A    0   > * 0   9 7 ! (8 8!:"6 4!586 79.5 4::- "!966 5!666 5!666    > *  > *  A  A  A  >  >   ) C (( 7 4 (8 7!""6 576& :4.9 4::- "!966 5!666 5!666 > > *  > *   /*   /*   /*  >  >   ) C (! 4 ) (8             ! " #  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.