Morgunblaðið - 11.02.2001, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 15
Stórferð aldarinnar
í boði fyrir 1/3 almenns verðs!
Verður þú sumar- og sólarmegin í páskafríinu 8.-16. apríl?
Suður-Afríka, eitt fegursta land heims með háþróaða ferðaþjónustu,
er réttu megin með sumardýrð sína og náttúrutöfra, sól og 25-30°
hita, meðan svalt er í Evrópu fram í júní. Beint, þægilegt flug
ATLANTA til CAPE TOWN, einnar fegurstu borgar heims, valin
hótel, spennandi skoðunarferðir, ódýrt land, íslensk fararstjórn.
Þrír frábærir valkostir, allir eftirsóttir:
1) Vika í Cape Town – hrífandi umhverfi á
„fegursta höfða heims“! Sól, golf, kynnisferðir.
2) Vika í DURBAN á frægasta baðstað Afríku
og einum litríkasta í heimi, sólböð, SAFARI.
3) „Blómaleiðin“ ein fegursta akstursleið í heimi,
3 d. + 4 d. Cape Town. Er að seljast upp!
ATH. Takmarkaður sætafjöldi á hverri leið!
Missið ekki af tækifærinu! Spennandi gæðaferð fyrir aðeins um
1/3 almenns verðs! Tryggðu þér sæti meðan enn er val!
LÆGSTA FARGJALD ÍSLANDSSÖGUNNAR!
Nú þegar er um helmingur sæta seldur. Sérstakur kynnisferðabónus
fyrir staðfestar pantanir dagana 12.-16. febrúar. Fáið nýja bæklinginn
með fullri dagskrá fyrir mest spennandi páskaferð ársins!
Álit farþega:
„Stórferðir Heimsklúbbsins-Príma skera sig
alveg úr hvað skipulag og gæði snertir. Við
höfum hvergi gert jafngóð ferðakaup á
öllum okkar ferðum.“ GS.
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Útnefnd í alþjóðasamtökin
EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK
fyrir frábærar ferðir
Suður-Afríka
Pöntunarsími: 56 20 400
það næðist samkomulag milli borg-
aryfirvalda og flugmálayfirvalda og
það reyndist flugtæknilega hag-
stætt. Hins vegar yrði það ákaflega
dýr framkvæmd sem draga mætti í
efa að skattborgararnir myndu sam-
þykkja auk þess sem hún myndi hafa
mikil áhrif á umhverfið.
Landið byggist
eðlilega upp
Nýlega voru stofnuð samtök fólks
sem vill berjast fyrir því að flugvöll-
urinn fari úr Vatnsmýrinni, 102
Reykjavík, til viðbótar Samtökum
um betri byggð og áhugahópi innan
Háskóla Íslands sem hafa sama
markmið. „Þetta eru þverpólitísk
samtök fólks sem vill sjá breytingar
á Vatnsmýrinni, að flugvöllurinn fari
og landið byggist eðlilega upp,“ seg-
ir Bryndís Loftsdóttir, formaður 102
Reykjavík. „Það er verkefni en ekki
vandamál og við viljum leysa það á
sem farsælastan hátt fyrir alla
landsmenn. Sé það vilji borgarbúa
að flugvöllurinn fari verður að skoða
það mál,“ segir Bryndís þegar hún
er spurð að því hvert hún telji að
flugvöllurinn eigi að fara. Segir hún
að það yrði spennandi verkefni enda
hafi komið í ljós að ýmsar leiðir séu
færar í því efni. „Ef við veljum að
völlurinn eigi að fara er það landspó-
litískt mál sem veltur á vilja þing-
manna og samgönguráðherra. Þeir
hafa aðstöðu til að gera vel við lands-
byggðina með því að hafa nýjan flug-
völl sem næst höfuðborginni.“
Ekki hefur verið ákveðið hvernig
nýju samtökin munu berjast fyrir
málstað sínum. Bryndís segist lítið
hafa orðið vör við Hollvinasamtök
Reykjavíkurflugvallar og að nýju
samtökin virðist frekar þurfa að
berjast gegn embættismönnum og
ráðherra. Segir hún leiðinlegt
hvernig samgönguráðherra setur
málið upp, að ekki sé nema um
Keflavík og Vatnsmýri að velja, það
séu ekki lýðræðisleg vinnubrögð.
„Skyldur Reykjavíkurborgar sem
höfuðborgar hljóta fyrst og fremst
að vera gagnvart íbúum hennar
sjálfrar, hún bjóði upp á örvandi og
menningarlegt borgarumhverfi fyrir
borgarbúa sem og landsbyggðar-
fólk, sem hana sækir. Vissulega
þurfa samgöngur við höfuðborgina
að vera góðar, en þær mega ekki
koma niður á borgarumhverfinu,“
segir Orri Gunnarsson, formaður
áhugahóps stúdenta um flugvallar-
málið, en félagið er, að sögn Orra,
stofnað í þeim tilgangi að stuðla að
málefnalegri umræðu um Reykja-
víkurflugvöll meðal stúdenta og ann-
ars ungs fólks. Spurður um hvert
heppilegast væri að völlurinn yrði
fluttur, sagðist Orri ekki geta talað
fyrir hönd stúdenta enda mjög skipt-
ar skoðanir um það. „Ég tel ekki
ólíklegt að veglegur kennslu- og æf-
ingaflugvöllur í útjaðri borgarinnar
rúmi innanlandsflug framtíðarinnar.
Einnig eru hugmyndir Trausta Vals-
sonar um flugvöll á Lönguskerjum
ákaflega skemmtilegar. Það er einn-
ig rangt að tala eingöngu um innan-
landsflug frá Keflavík sem slæman
kost, hann mun styrkja ferðamanna-
iðnað á landsbyggðinni, það er jú
þangað sem ferðamennirnir sækja.
Einnig sparast rekstrarkostnaður
þegar Íslendingar taka við rekstri
Keflavíkurflugvallar og leiðin þang-
að er greið eftir breikkun Reykja-
nesbrautar. Aðalmálið er að völlur-
inn fari úr Vatnsmýrinni. Ný
staðsetning er verkfræðilegt vanda-
mál sem verður leyst.“
Línur að skýrast
Línur eru aðeins farnar að skýrast
í afstöðu ráðamanna gagnvart þeim
kostum sem í raun verður kosið um
17. mars. Yfirvöld samgöngumála og
flugmála eru á einu máli um að
Reykjavíkurflugvöllur skuli áfram
vera í Vatnsmýrinni í svipaðri mynd
og nú. Það er einnig afstaða forystu-
manna á landsbyggðinni sem rætt
hefur verið við og forystufólks í
ferðaþjónustu og flugrekstri, en
sjónarmið þeirra koma fram í ann-
arri grein.
Borgarstjóri hefur ekki kveðið
upp úr um afstöðu sín en forseti
borgarstjórnar vill flugvöllinn úr
Vatnsmýri og nýta hana til uppbygg-
ingar í tengslum við miðbæinn.
Verulega skiptar skoðanir eru meðal
borgarfulltrúa um val á kostum,
sumir vilja völlinn alveg í burtu og
þá er helst horft suður fyrir Hafn-
arfjörð en aðrir sjá möguleika á því
að búa til byggingarsvæði á núver-
andi flugvallarsvæði með því að
flytja meginhluta flugumferðarinnar
á nýja austur-vestur-braut sem
byggð yrði út í sjó. Þá eru þau sjón-
armið einnig uppi að halda beri flug-
vellinum í óbreyttri mynd og leggja
ekki í fjárfestingar þar, til þess að
hægt verði að losa alla Vatnsmýrina
þegar réttar aðstæður skapast í inn-
anlandsfluginu.
Stofnuð hafa verið samtök með og
á móti flugvelli. Verður fróðlegt að
fylgjast með kosningabaráttunni.
TENGLAR
.....................................................
Greinaflokkurinn er einnig birtur á
Morgunblaðsvefnum: www.mbl.is