Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 22

Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ U mræðufundur um gagn- rýni sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í liðinni viku varð ekki beinlínis til þess að efla trú manns á hlutverk fjölmiðlagagnrýni í því flókna samspili fjöl- miðlunar og listrænnar sköpunar sem nútíma- samfélag býr við. Í huga undirritaðs er hlut- verk gagnrýni fyrst og fremst fólgið í því að setja hlutina í samhengi. Skilgreina það sem á borð er borið í samhengi við það sem áður hefur verið gert og benda á frávik og sam- ræmi. Grundvallaratriði er að gagnrýnandinn sjálfur hafi ákveðna sýn á listgreinina, hafi skoðun á því hvernig listgreinin tengist um- hverfi sínu, sögulega, félagslega og pólitískt og byggi umfjöllun sína á þeirri skoðun. Í sumum tilfellum getur slík skoðun valdið þröngsýni en þá er a.m.k. vitað af hverju hún stafar og hægt að lesa umfjöllunina útfrá þeirri vitneskju. Gallinn við umræðuna á fundi Borgarleik- hússins var hversu al- menn hún var og hversu fundarstjórn var mátt- laus, umræðunum var á engan hátt stýrt, heldur einkenndist hún af tilfinn- inganæmum lýsingum fólks á því hvers konar áhrif fjölmiðlagagnrýni hefði á það persónu- lega. Þannig var ýmsum athyglisverðum hug- myndum velt upp en nánast engum þeirra fylgt eftir í umræðunum. Þó var umræðan langt frá því gagnslaus þó hún risi ekki undir þeirri almennu kröfu sem fundarmenn gerðu til fjölmiðlagagnrýninnar, þ.e. að hún væri málefnaleg. Eitt þeirra sjónarmiða sem vakið var máls á var skortur á yfirsýn gagnrýnendanna. Oft hefur verið hægt að afsaka slíkt með skammri viðdvöl hvers og eins í sæti gagnrýnandans en svo er ekki nú um stundir, þar sem gagnrýn- endur dagblaðanna hafa allir fylgst með leik- húsunum um nokkurra ára skeið hið minnsta og sumir býsna lengi. Skorturinn felst því ekki í takmarkaðri yfirsýn heldur hug- myndalegri fátækt. Það er lítið gagn að því að velja sér fjallstopp til útsýnis ef kennileitin eru manni alls ókunn. Þekkja engin örnefni og kunna engin skil á landslaginu. Geta eingöngu sagt: „Þarna er á og þarna er dalur, þarna er gras og þarna er mold. Þarna urð og og þarna klettar.“ Gefa svo landslaginu einkunnir eftir því hvort það er fallegt eða ljótt. Góð sýning eða vond. Hugmyndalega hafa gagnrýnendurengin áhrif á íslenskt leikhús. Þeirsetja ekki það sem fyrir þá er bor-ið í hugmyndalegt samhengi og gera ekki þess háttar kröfur til íslenskrar leiklistar. Íslensk leiklist er þannig meðhöndluð sem afþreying eingöngu. Henni er ekki ætlað hug- myndalegt hlutverk af gagnrýnendum. Einn fundarmanna spurði gagnrýnendur hvort þeim dytti aldrei í hug að velta fyrir sér hvers vegna verkefnin væru valin til sýninga. „Það er alltaf ákveðin ástæða fyrir vali á verk- efnum,“ var sagt. Vissulega. En spurningin ristir sennilega dýpra en spyrjandinn hafði í huga. Þetta er grundvallarspurning sem velt- ir upp tilgangi þeirrar leiklistar sem hér er framin. Hvers vegna er verið að sýna öll þessi leikrit? Hvað gengur leikhúsunum til? Leik- hús má skilgreina útfrá þeim sýningum sem þar eru í boði. Það er reyndar hægt að skil- greina leikhús útfrá öðrum forsendum en lát- um það bíða um sinn. Þrjár ástæður eru ríkjandi við val á leikritum til sýninga í ís- lenskum leikhúsum. A. Leiksýningar eru sett- ar upp vegna þess að þær eru taldar líklegar til vinsælda. B. Þær eru settar upp til að gefa ákveðnum listamönnum tækifæri. C. Þær eru settar upp vegna þess að hópur leikhúslista- manna kemur sér saman um að setja upp til- tekið verk og ráða þá ástæður A og B gjarnan valinu. Ekki minnist ég þess að hafa séð gagn- rýnendur velta þessu fyrir sér fremur en þeir hafi velt því fyrir sér hvort aðrar ástæður gætu legið að baki valinu. Þaðan af síður hef ég séð gagnrýnanda lýsa þeirri skoðun sinni að tiltekið verk hafi hreinlega verið algjörlega óþarft að taka til sýninga. Verkefnaval leik- húsanna hefur þannig verið undanþegið gagn- rýni um nokkurt skeið. Reyndar er það svo að fjölmiðlagagnrýni þessi misserin er óhemju jákvæð. Íslensk leiklist nýtur mikils velvilja en lítils aðhalds. Með aðhaldi er þó ekki átt við niðurrifs- gagnrýni, hvorki persónulegt skítkast í garð einstaklinga né neikvætt nöldur um einstaka viðburði, heldur er átt við hugmyndalegt að- hald og virðingu fyrir tilgangi leiklistar í sam- félaginu. Gagnrýni fjölmiðlanna einkennist af virð- ingarleysi fyrir listgreininni. Virðingarleysi í þeim skilningi að gagnrýnendum er aldrei misboðið. Þeir ætlast ekki til neins af leiklist- inni. Þeir taka öllu opnum örmum sem að þeim er rétt. Þeir velja ekki né hafna. Þeir líta ekki á það sem hlutverk sitt að krefja leik- húsfólk um rökstuðning fyrir gjörðum sínum. Þeir hafa ekki persónulega sýn á leikhúsið, þeir sjá ekki annan og merkari tilgang með leiklistinni en að hafa ofan af fyrir áhorf- endum. Þeir hafa ekki metnað fyrir hönd leik- hússins. Umfjöllun um leikhús í íslenskumfjölmiðlum má greina í fjóraflokka. Þar fer mest fyrir fréttumog viðtölum í tengslum við frum- sýningar. Í öðru lagi er það gagnrýnin – leik- dómarnir – sem fylgir beint í kjölfar frumsýn- inga. Í þriðja lagi eru slúðurfréttir af leikhúsfólkinu. Í fjórða lagi er það sem kalla má faglega umfjöllun um leikhús. Sumir hafa reyndar viljað halda því fram að fagleg um- fjöllun sé engin um íslenskt leikhús í íslensk- um fjölmiðlum a.m.k. er það helsta viðkvæði leikhúsfólks þegar gagnrýni ber á góma að faglega þáttinn skorti. Þar er ekki við gagn- rýnendur eingöngu að sakast því fleira kemur til. Í fyrsta lagi er frumsýningagagnrýni – hin hefðbundna gagnrýni – ekki besti vettvang- urinn fyrir dýpri og málefnalegri umfjöllun um leikhús. Í öðru lagi er þessi krafa leik- húsfólks um „málefnalega gagnrýni“ orðin að innantómri klisju þar sem leikhúsin hafa hingað til ekki lagt neitt af mörkum sjálf til hinnar meintu málefnalegu umræðu. Undir- ritaður hefur reynslu af því að það er sem að vinda vatn úr grjóti að fá leikhúsfólk til að tjá sig í rituðu máli um málefni leikhússins. Eru þó ágætlega ritfærir menn og konur þar inn- anborðs. Er eftirsjá að slíku þar sem málefna- legu gildi daglegrar umræðu innan leikhús- anna er allajafna mjög í hóf stillt. Viðleitni Borgarleikhússins í vetur til að hefja umræðu um leikhús og efni því tengd er af hinu góða. Í því er fólginn vísir að uppbyggingu sjálfs- myndar íslensks leikhúss sem hefur verið næsta óljós til þessa. Undirritaður hefur áður sett fram þá skoð- un að skortur á málefnalegri – faglegri – um- ræðu um leiklist stafi af því að hér hafi ekki þróast fræðileg umfjöllun um leiklist samhliða hinni praktísku hlið. Háskólayfirvöld hafa ekki sýnt leiklistinni þá sjálfsögðu virðingu að fá henni sérstakan sess innan hins akadem- íska samfélags. Engin kennsla í dramatúrgíu eða leikhúsfræðum hefur farið fram á vegum Háskóla Íslands. Boðið hefur verið upp á námskeið í leikritalestri innan ramma bók- menntafræðinnar og sýnir það raunar í hnot- skurn afstöðu hins akademíska samfélags til leiklistarinnar sem fræðigreinar, ekki síður en listgreinar. Textinn ræður ferðinni. Leik- list sem flókin og samsett listgrein hefur ekki verið viðurkennd sem rannsóknarefni af hinu íslenska háskólasamfélagi. Nokkrar vonir má þó binda við nýstofnaðan Listaháskóla verði honum gert fjárhagslega kleift að standa við fyrirætlanir stjórnenda um hinn akademíska þátt þess náms sem þar á að fara fram. Þegar leiksýning er skoðuð frá bókmennta- legum sjónarhóli er það aukaatriði hvernig hinn skrifaði texti hefur verið meðhöndlaður í leikhúsinu. Sýningin er álitin eins konar list- ræn – og eftir atvikum skrautleg – viðbót á hið eiginlega listaverk sem er leikritið. Leik- listinni er þar með hafnað sem sjálfstæðri list- grein heldur er hún hlutuð sundur í frum- eindir sínar og fjallað um hana sem bókmenntir, tónlist, myndlist og leiklist sem í þessu samhengi er þröngt skilgreind sem framlag leikarans eingöngu. Gagnrýni og um- fjöllun um leiklist í íslenskum fjölmiðlum tek- ur mið af þessu þar sem textinn er útgangs- punkturinn og leikmynd, tónlist, lýsingu og leik gefnar einkunnir í kjölfarið. Síðan eru þessir þættir dregnir saman í lok umsagnar og fundin eins konar meðaleinkunn. Góð sýn- ing eða vond. Þetta er hin viðurkennda og klassíska að- ferð við umsagnir um leiksýningar. Þegar þetta form er gagnrýnt er spurt á móti hvern- ig gera eigi þetta á annan hátt. Sagt er að gagnrýnandinn hafi ákveðna upplýsinga- skyldu gagnvart lesandanum, sem þurfi að fá upplýsingar um efni verksins og söguþráð og síðan þurfi að gefa hugmynd um frammistöðu leikenda og hvers einstaks listræns höfundar sýningarinnar. Gagnrýnendum er gjarnan legið áhálsi fyrir að þekkja ekki til vinn-unnar í leikhúsinu. Vita ekki hvaðliggur að baki leiksýningunni og hvernig samstarfi listamannanna er háttað og hvernig starfsvið þeirra skarast sí og æ þann- ig að leiksýning mótast sem heildstætt en ekki samsett listaverk. Þetta er sú mynd sem leikhúsfólk heldur á lofti um sköpunarferli leiksýningar og telur gagnrýnendur ekki hafa vit á og er kjarni þess sem leikhúsfólk kallar skort á faglegri þekkingu gagnrýnandans. Hvort þetta ferli á sér alltaf stað með þessum hætti er annað mál og tengist fremur því framleiðsluferli sem leikhúsin móta við vinnslu sýninga og er nokkuð misjafnt eftir því hvaða leikhús eða leikhópur á í hlut. Með nokkrum rétti má gera þá kröfu til gagnrýn- enda að þeir átti sig á því að framleiðsluferlið (sköpunarferlið) er ekki eitt og hið sama í öll- um tilfellum. Það hefur t.a.m. afgerandi áhrif á allt sköpunarferlið hvort útlit sýningar er alfarið ákvarðað áður en æfingar hefjast eða fær að þróast samhliða leikæfingum. Þannig getur sýning sem metin er í aðskildum ein- ingum og fengið jákvæða umsögn sem slík, verið í molum sem heildstætt verk og haft takmarkað gildi sem leikhúslistaverk þó af henni skíni fagmennska og listræn kunnátta í myndlist, tónlist, lýsingu, búningum og leik. Íþessu efni er þó ekki eingöngu viðgagnrýnendur að sakast. Leikhúsinhafa á vissan hátt ýtt undir þessa að-skilnaðarstefnu listgreinanna í leikhús- inu með því að halda fram höfundum hvers einstaks þáttar sýningar. Listrænir stjórn- endur gera – eðlilega – kröfu til höfundar- réttar að sínum þætti sýningarinnar og gagn- rýnandinn virðir þá kröfu með því að gefa hverjum og einum einkunn fyrir hans fram- lag. Heildstætt eðli leiksýningar og sér- staklega hlutur leikstjórans í þeirri sköpun verður oft harla lítt sýnilegur og síst af öllu fyrir þann sem ekki er kunnugur vinnsluferl- inu og þeim hefðum sem hafa skapast innan leikhússins í samvinnu hinna listrænu höf- unda. Þá er einnig misjafnt hversu stóran þátt hver einstakur listamaður á í þessu ferli og er það einstaklingsbundið fremur en fyr- irfram njörvað niður í ákveðinn fram- leiðsluramma. Leiksýning er þegar öllu er á botninn hvolft sameiginleg sköpun fjölda ólíkra einstaklinga sem nálgast viðfangsefnið úr ýmsum áttum þó markmiðið sé eitt og hið sama. Að „rýna til gagns“ í leiksýningar er því langt frá því einfalt mál og ekki nema von að margir hafi heykst á því verkefni og aðrir leit- að logandi ljósi að aðferðum til einföldunar. Kannski má segja að leiklistin – sem og aðrar listgreinar – fái yfirleitt þá umfjöllun sem hún á skilið, því það hlýtur að vera listgreinin sjálf sem gefur tóninn fyrir þá sem vilja kvaka í kjölfar hennar. Máttlaust kvak í kjölfarið AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.