Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 25
TILBOÐ ÓSKAST
í Ford Expedition (Eddie Bauer) 7 manna
m/leðursætum (ekinn 40.000 mílur) árgerð ‘98
og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
RENNIBEKKUR
Ennfremur óskast tilboð í Rockford rennibekk
(fyrir járnsmíði).
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Bjálka-, eininga- og frístundahús,
arnar, eldhús, uppsetning
HAGKVÆM HEILDARAFHENDING BEINT FRÁ FINNLANDI!
www.emhouse.fi, e-mail/emhouse(att)sgic.fi
Fax 00 358 3 2130045.
Sími 00 358 3 2130050.
EM House Marketing, Rautatienkatu 17,
33100 Tampere, Finnlandi
Námstefna Barnaheilla og Barnaverndarstofu
um meðferð ungra gerenda kynferðislegs ofbeldis gegn börnum
haldin á Grand Hóteli við Sigún 15. febrúar frá kl. 9:00 - 16:00
Fyrirlesari á námstefnunni verður dr. Richard Beckett, sérfræðingur í klínískri sálfræði og
réttarsálfræði. Hann er yfirmaður réttarsálfræðiþjónustunnar í Oxford og starfar einnig við
sálfræðideild háskólans í Birmingham. Nánari upplýsingar um dr. Beckett er að finna á heimasíðu
Barnaheilla www.barnaheill.is og Barnaverndarstofu www.bvs.is
Dagskrá
8:30 - 9:00 Innritun. Heitt kaffi á könnunni!
9:00 - 9:10 Námstefnan sett: Guðbjörg Björnsdóttir, formaður Barnaheilla
9:15 - 10:30 Yfirlitserindi: „Hvað vitum við um meðferð ungra gerenda
kynferðislegs ofbeldis?"
• Hvað einkennir unga gerendur kynferðislegs ofbeldis?
• Hvað vitum við í dag? - Kynning á rannsóknum.
• Þróun og helstu breytingar í meðferðarúrræðum.
10:30 - 10:45 Kaffihlé
10:45 - 12:00 Mikilvægi meðferðar fyrir unga gerendur kynferðislegs ofbeldis.
• Hverjir halda áfram að beita aðra kynferðislegu ofbeldi?
• Hættan á ítrekun.
12:00 - 13:00 Hádegisverðarhlé
13:00 - 14:30 Meðferð ungra gerenda kynferðislegs ofbeldis.
• Markmið - koma í veg fyrir áframhaldandi ofbeldi.
• Kynning á meðferðarúrræðum.
14:30 - 14:45 Kaffihlé
14:45 - 15:50 Meðferð ungra gerenda kynferðislegs ofbeldis (framh.).
• Árangur meðferðar.
• Framtíðarsýn.
15:50 - 16:00 Námstefnuslit
Fundarstjóri verður Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu
Ráðstefnugjald kr.: 7.000. Stúdentar greiða kr. 2.000. Innifalið er kaffi fyrir og eftir hádegi.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu Barnaheilla í síma 561 0545 fyrir miðvikudaginn
14. febrúar nk.
MÁLVERK og tákn er heiti sýn-
ingar Péturs Halldórssonar sem
þessa dagana stendur yfir í Galleríi
Sævars Karls. Það má segja að sýn-
ingin sé í raun tvískipt en Pétur hef-
ur kosið að tefla saman þremur olíu-
málverkum, Landslag I, II og III og
þremur táknmyndum sem unnar eru
á dagblaðapappír og fjallar hann ít-
arlega um hvert táknanna í sýning-
arskrá sinni.
Táknin þrjú eru öll tákn fyrir-
tækja og stofnana sem sýningar-
gestir kynnu að kannast við úr dag-
legu lífi sínu en auk myndlistarinnar
starfar Pétur sem grafískur hönnuð-
ur. Táknin þrjú sem hann sýnir í
Gallerí Sævars Karls tilheyra Verð-
bréfaþingi Íslands, Opna skólanum
og Sementsverksmiðjunni og má í
sýningarskrá finna dágóða lesningu
um hvert þeirra og þann myndlestur
sem að baki býr. Þannig er tákni
Opna skólans til að mynda ætlað að
minna á ákvarðanatöku – dökki
hringurinn stendur fyrir neitun en
sá opni fyrir já – og punktar og þrí-
hyrningar tákns Sementsverksmiðj-
unnar vísa jafnt á byggingarefnið
sem og upphaf, eða grunn, mann-
virkja.
Staðsetning táknmyndanna í gall-
eríinu brýtur vissulega upp rýmið á
milli málverkanna og ekki hægt að
segja annað en að þær krefjist að
vissu leyti athygli á sínum eigin for-
sendum. Einföld uppbygging þeirra
á gráhvítum pappírnum er skemmti-
leg andstæða við málverkin en tákn-
in virka þó misvel utan síns hefð-
bunda umhverfis og verður t.d. tákn
Verðbréfaþings tómlegt á meðan
notkunarmöguleikar tákns Opna
skólans virðast öllu meiri.
Landslagsverkin þrjú reynast þá
táknmyndunum sterkari, bæði sök-
um stærðar og litanotkunar, en þau
vinnur Pétur með olíulitum og blönd-
uðu efni. Litnum er smurt misþykkt
á strigann sem Pétur ræðst á með
fleira en penslana eina að vopni og
bera myndirnar vott um síendur-
teknar atrennur listamannsins. Hér
hefur verið bætt við, rifið, skafið,
smurt og skrapað.
Myndirnar eru í raun mitt á milli
þess að vera málverk og eins konar
collage-myndir og skilar þessi efn-
isblöndun sér á myndfletinum í óróa,
óvissu og ákveðnum eyðileggingar-
krafti sem skilur eftir í huga áhorf-
andans þá tálsýn, þar sem efnis-
blöndun er tímafrekt ferli, að eins
konar æði hafi runnið á Pétur og
hann ekki látið staðar numið fyrr en
verkinu var lokið.
Þessi eyðileggingar- og niðurrifs-
áhrif eru hvað sterkust í landslags-
myndinni sem er á vinstri hönd við
innkomu. Svartur flötur þjónar hlut-
verki þungamiðju verksins sem blá,
bleik, græn, gul og hvít litalög vinna
út frá. Óróinn er hér alls ráðandi og
ljóst að listamaðurinn leitast ekki við
að fylgja hefðbundnum „fegurðar-
stöðlum“.
Landslagsverkin tvö sem eftir eru
hafa um margt nánari tengsl við heiti
myndraðarinnar en fyrrgreinda
verkið. Ekki er til að mynda erfitt
fyrir sýningargesti að sjá fyrir sér
bláhvítan jökul og glóandi hraun í
litalögum annarrar myndarinnar og
þá gæti blágrænt jökullón virst
prýða þriðju myndina – þá hógvær-
ustu í hópi málverkanna.
Sterk tengsl eru þó greinilega
milli verkanna þriggja og sú tog-
streita sem myndast milli stílhreinna
og einfaldra auglýsingatáknanna og
þeirrar óreiðu og eyðileggingar sem
einkennir málverkin vekur upp at-
hyglisverðar spurningar um hvar
mörk tákna, sem við öllu jöfnu tengj-
um auglýsingagerð, og myndlistar
liggja.
Morgunblaðið/Ásdís
Eitt landslagsverka Péturs Halldórssonar. Olía og blandað efni á striga.
Togstreita andstæðna
MYNDLIST
G a l l e r í S æ v a r s K a r l s
Sýningunni lýkur 15. febrúar. Sýn-
ingin er opin á verslunartíma.
MÁLVERK OG TÁKN
EFTIR PÉTUR
HALLDÓRSSON
Anna Sigríður Einarsdótt ir
Stafrófsbolur
Stærð: S, M, L, XL
aðeins 700 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
Taska
aðeins 750 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is