Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 26

Morgunblaðið - 11.02.2001, Page 26
26 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á leiðtogafundi Evrópu-sambandsins í Nice íbyrjun desember 2000bar hæst átök um þær leikreglur sem eiga að gilda um stækkun þess til austurs á komandi árum. Fundurinn samþykkti hins vegar einnig nýja skrá grundvallar- réttinda. Þessi viðburður er athygl- isverður fyrir margra hluta sakir. Framan af tilveru Evrópusam- bandsins snerist ríkjasamstarf þetta auðvitað fyrst og fremst um efnahagsmál. Eftir því er fram liðu stundir færðist það yfir á fleiri svið. Er nú svo komið að rætt er í æ meiri alvöru um einhvers konar sam- bandsríki Evrópu. Samhliða þessu hefur vaknað sú hugmynd að styrkja þurfi grundvallarréttindi borgara Evrópusambandsins í sessi, draga þau betur fram í dags- ljósið og leggja áherslu á að Evr- ópuhugsjónin snúist um fólk en ekki fjármagn. Burtséð frá pólitískum rökum af þessu tagi hefur það einnig verið nokkuð aðkallandi tæknilegt vanda- mál að Evrópusambandið sem yfir- þjóðleg stofnun skuli ekki með nokkrum hætti formlega séð vera bundin af því að virða helstu grund- vallarréttindi borgaranna líkt og að- ildarríkin eru með stjórnarskrám sínum og aðild að Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Evrópusam- bandsdómstóllinn í Lúxemborg hef- ur stoppað í götin að þessu leyti með því að telja mannréttindi til óskráðra meginreglna sem samb- andið verði að virða. Ennfremur var lengi rætt um og lagt til af hálfu framkvæmdastjórnarinnar í Brus- sel að Evrópusambandið ætti með réttu að fullgilda Mannréttindasátt- mála Evrópu. Þeirri leið lokaði Evr- ópusambandsdómstóllinn með frægu áliti þar sem slík aðild var sögð hafa slíkar stjórnskipulegar af- leiðingar að hún yrði ekki ákveðin öðruvísi en með breytingum á stofn- skrám sambandsins. Þess í stað ákvað Evrópusam- bandið nokkuð óvænt í júní 1999 að frumkvæði Þjóðverja að ýta úr vör réttindaskrá Evrópusambandsins. Skyldi skráin liggja fyrir í lok alda- mótaársins 2000. Okkur Íslending- um þykir það ekki mjög skammur frestur enda vanir skorpuvinnu jafnvel við stjórnarskrárbreytingar en fyrir suma er það glæfralega stuttur tími. Má taka sem dæmi að Austurríkismenn hafa árangurs- laust reynt að koma fram heildar- endurskoðun á stjórnarskrá sinni í áratugi. Áður en vikið verður að efni nýju réttindaskrárinnar er rétt að fara nokkrum orðum um þá aðferð sem notuð var til semja skrána. Sett var á stofn nokkurs konar stjórnlaga- þing sem samanstóð af fulltrúum ríkisstjórna, þjóðþinga og þings Evrópusambandsins. Samkundan fundaði reglulega undir forystu Romans Herzogs, fyrrverandi for- seta Þýskalands, en hann var áður forseti stjórnlagadómstóls Þýska- lands. Öll skjöl, þar á meðal athuga- semdir frá fjölmörgum óháðum félagasamtökum, hafa verið jafnóð- um aðgengileg á heimasíðu ráð- herraráðsins, http://www.consili- um.eu.int, sjá einnig http://- www.europarl.eu.int/charter. Þessi lýðræðislega aðferð gafst það vel að margir telja að nota eigi hana fram- vegis þegar grunnsáttmálar Evr- ópusambandsins verða endurskoð- aðir. Hvaða réttindi? Fyrir samkunduna var lagt að gera tillögu um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, um félagsleg réttindi og um réttindi sem einungis kæmu borgurum Evrópusambands- ins til góða. Ljóst var að skráin hlyti að byggjast á þeim alþjóðlegu text- um sem þegar voru fyrir hendi eins og Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Hins vegar er lítil ástæða til að fara af stað nema einhverju sé bætt við. Auðvitað hefur orðið þróun á þeim fimmtíu árum sem liðin eru síðan mannréttindasáttmálinn var sam- inn. Breyttar þjóðfélagsaðstæður kalla á að grundvallarréttindi manna séu skilgreind á nýjan veg. Hvað borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi varðar geymir skráin nokkrar nýjungar miðað við Mann- réttindasáttmála Evrópu. Þannig byrjar skráin á því að slá því föstu að ekki megi skerða mannhelgi. Þá beri á sviði læknavísinda og líftækni að virða frjálst og upplýst samþykki í samræmi við lög, banna skuli kyn- bætur, að mannslíkaminn og hlutar hans séu notaðir í ábataskyni sem og klónun í tímgunarskyni. Skráin geymir einnig ákvæði um vernd persónuupplýsinga sem er að verða æ brýnna úrlausnarefni, nokkuð sem fæstir höfðu áhyggjur af fyrir fimmtíu árum. Ákvæði um tjáning- arfrelsi eru einnig ítarlegri en í mannréttindasáttmála Evrópu. Þannig er talað um að fjölbreytni fjölmiðla skuli virt sem og frelsi lista og vísinda. Fátt kemur á óvart varðandi þau félagslegu réttindi sem tekin hafa verið upp í skrána. Aðalvandinn hef- ur verið sá að fá sum ríki til að fall- ast á að félagsleg réttindi eigi yf- irleitt erindi í skrá af þessu tagi. Frakkar gerðu það hins vegar að skilyrði fyrir því að standa að skránni að hún geymdi félagsleg réttindi. Þeir hafa haldið því fram að orða megi reglur um félagsleg rétt- indi á þann veg að þau séu bindandi meginreglur fyrir dómstóla jafnvel þótt einstaklingar geti ekki borið þeim við í dómsmálum. Hvað varðar réttindi ríkisborgara Evrópusambandsins, sem ekki koma öðrum til góða, eru dregin fram réttindi eins og til vandaðrar stjórnsýslu og til að fá aðgang að op- inberum skjölum. Skráin geymir loks tilvísun til ýmissa samfélagsverðmæta sem ekki hafa enn hlotið viðurkenningu á alþjóðavettvangi. Þannig er kveðið á um að Evrópusambandið skuli virða menningar-, trúar- og tungu- málafjölbreytni og því beri að taka tillit til umhverfis- og neytenda- verndar í stefnumörkun sinni. Þessi ákvæði eru hins vegar ekki orðuð það afdráttarlaust að hægt sé að tala um að þau veiti rétt til tiltek- inna gæða af þessu tagi. Lagalegt gildi Margir gerðu sér vonir um að samkomulag næðist um að skráin yrði samþykkt með lagalega skuld- bindandi hætti. Ekki reyndist hins vegar grundvöllur fyrir því að þessu sinni vegna andstöðu Breta, Dana og fleiri þjóða. Þess í stað var um að ræða sameiginlega yfirlýsingu framkvæmdastjórnar, þings og ráð- herraráðs Evrópusambandsins. Því er hins vegar spáð að dómstóll Evr- ópusambandsins muni framvegis hafa skrána til hliðsjónar og þannig öðlist hún óbeint gildi. Ennfremur er rétt að taka fram að réttindin sem talin eru upp í skránni beinast að Evrópusam- bandinu og stofnunum þess en ekki að aðildarríkjunum nema þegar þau eru að framfylgja skuldbindingum á grundvelli Evrópusamstarfsins. Þýðing fyrir Ísland Réttindaskráin hefur að sjálf- sögðu ekki beina þýðingu fyrir Ís- lendinga á meðan þeir standa fyrir utan Evrópusambandið. Ekki eru heldur líkur á að hún yrði gerð að hluta samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hins vegar ætti skráin að sjálfsögðu að geta orðið viðmið til að bera okkar eigin stjórn- arskrá saman við. Hún endurspegl- ar nefnilega samnefnara þess sem Evrópusambandsþjóðir telja nú mikilvægustu réttindi borgaranna. Gagnrýnisraddir Ekki er hægt að neita því að það var talsvert afrek að ná samstöðu um jafnfjölþætt réttindi á jafn- skömmum tíma. Hins vegar heyrast gagnrýnisraddir bæði utan og innan Evrópusambandsins. Margir segja að skráin muni ekki ná þeim tilgangi sínum að bæta ímynd Evrópusam- bandsins í augum borgara þess nema hún verði í raun lagalega bindandi. Tíminn verður að leiða í ljós hver þróunin verður í því efni. Þá benda margir á að nýi sáttmál- inn kunni að grafa undan Mannrétt- indasáttmála Evrópu og starfi eft- irlitsstofnanana í Strassborg. Ný skrá muni þýða mismunandi túlkun réttinda og þar með verði rofin sú eining sem skapast hefur um túlkun Mannréttindadómstólsins á evr- ópskum grundvallarréttindum. Þessi hætta er vissulega fyrir hendi en við henni er þó brugðist að nokkru leyti í texta skrárinnar. Þar er vísað til mannréttindasáttmálans með þeim orðum að að því marki sem þessir tveir textar mæli fyrir um sömu réttindi skuli merking og umfang réttindanna vera hið sama nema þar sem skráin gangi lengra. Ekki megi heldur túlka skrána svo að hún skerði að nokkru leyti þau réttindi sem viðurkennd eru í mann- réttindasáttmálanum. Ekki náðist hins vegar eining um að vísa í þessu sambandi til dóma Mannréttinda- dómstólsins. Er töluvert rætt um að fyrr eða síðar verði að huga að nánara sam- starfi Mannréttindadómstólsins í Strassborg og Evrópusambands- dómstólsins í Lúxemborg. Hefur til dæmis verið nefnt að búa mætti svo um hnútana að sá síðarnefndi þyrfti að afla álits Mannréttindadómstóls- ins þegar reyndi á réttindi sem einnig væri að finna í mannréttinda- sáttmálanum. Loks lesa sumir út úr þessum at- burðum þá þróun að betri helming- ur álfunnar sé að koma sér upp eigin alþjóðlegu verndarkerfi mannrétt- inda á sama tíma og Mannréttinda- dómstóllinn má hafa sig allan við að ná tökum á málafjölda frá nýjum að- ildarríkjum Evrópuráðsins eins og Rússlandi. Þar séu verkefnin fram- undan svo brýn og þörfin á samevr- ópskri samstöðu það mikil að ekki sé rétti tíminn til að eyða miklu púðri í „andlitslyftingu“ á borð við nýju réttindaskrána. Ljósmynd/AFP Ný réttindaskrá Evrópusambandsins var undirrituð á leiðtogafundi sambandsins í Nice 7. desember síðastliðinn. Andlitslyfting Evrópusambandsins Ný réttindaskrá Evrópusambandsins hefur að geyma ýmsar athyglisverðar nýjungar í samanburði við Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Sú spurning verður æ áleitnari að sögn Páls Þórhallssonar hvort „betri helmingur álfunnar“ hyggist nú koma sér upp sjálf- stæðu kerfi til verndar mannréttindum í samkeppni við Strassborgarstofnanirnar. Höfundur er lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem kunna að koma fram í þessari grein eru alfarið á ábyrgð höfundar. Vinsamlegast sendið ábendingar um efni til pall@evc.net.  Virða ber mannhelgi og vernda  Krafa um upplýst samþykki vegna vísindarannsókna  Bann við klónun í tímg- unarskyni  Vernd persónuupplýsinga  Virða ber fjölbreytni fjöl- miðla  Verkfallsréttur  Vernd gegn ástæðulausri uppsögn úr starfi  Umhverfisvernd  Neytendavernd  Réttur til vandaðrar stjórn- sýslu  Refsing verður að vera í réttu hlutfalli við verknað Stiklað á stóru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.